Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 nfinmiuiML íjmat! £ Benjohnson in TheRedFbnyA Minning: Hannes Jónsson Stykkishólmi Ég get ekki státað af þvf að hafa sýnt æskustöðvum mínum, Stykkishólmi, ræktarsemi og því síður sóma, enda verið fáförull, en ekki gat hjá þvl farið að ég liti þar við sfðastliðið sumar. —Aldr- ei hef ég komið svo f Hófminn, að ég hafi ekki heimsótt fólkið mitt I Möngubæ. Þar á ég þó ekki tif skyldra að telja. —Torfbærinn litli og gamli er löngu horfinn. Reist var myndarlegt hús fyrir nær fimm áratugum, reyndar á öðrum stað, þar sem mitt gamla, góða Möngurbæjarfólk hefur búið sfðan. En I hugskoti mlnu getur ekki annað heiti átt heima yfir það né þetta hús, og liggja til þess býsna rfkar ástæður. Þegar ég var að alast upp I Stykkishólmi, bjuggu I Möngubæ hjónin Margrét Andrésdóttir og Jón Jónasson. Margrét var dóttir Guðnýjar Guðmundsdóttur og Andrésar Andréssonar I Búðar- nesi, þar sem hin upphaflega verzlun I Stykkishólmi mun hafa verið, en Jón var sonur Astríðar Þorsteinsdóttur og Jónasar Sigurðssonar, sem víða bjuggu, en lengst á Helgafelli, og meðal Hólmara var hann ætfð við þann bæ kenndur og kallaður Jón Helg- fellingur. Margrét og Jón giftust árið 1902 og eignuðust 12 börn á tuttugu árum. Tvö þeirra dóu kornung, en hin öll náðu fullorðinsaldri. Mar- grét og Jón þurftu að bera margan kross og ekki ætfð léttan, en það gerðu þau með fágætu þolgæði og karlmennsku. Ekki þekkti ég annan bæ f Hólminum, þar sem var þröng- býlla en I Möngubæ. En við hópinn, sem fyrir var, bættust sjaldan færri en þrír strákar margan dag. Möngubær hafði undravert aðdráttarafl, sem eigi verður skýrt né skilgreint nema f löngu máli. —Fátækt var mikil á þeim bæ og lágu hjónin þó ekki á liði sfnu við að klóra f bakkann til þess að bjargast af. Jón var á skútum öll sumur og sinnti vaktarastarfi á vetrum, eftir að nauðsynlegt þótti öryggis vegna, að einhver gengi stöðugt um þorpið að næturlagi til þess að gera viðvart, ef bólaði á skað- legum eldi. Hannes, sonur Margrétar og Jóns, var fæddur 15. desember 1911. Við áttum samleið I leik, skóla og einnig um nokkurt skeið í starfi, eftir að okkur óx svo fiskur um hrygg, að við gátum tekið til hendi. Meðan ég staldraði við hjá honum í sumar, minnt- umst við á margt frá þeim tfma. Húsgögn til sölu Gömul, vönduð borðstofuhúsgögn, tveir skáp- ar, borð og 6 stólar, til sölu. Einnig stórt skrifborð. Uppl. í síma 50542 kl. 2 — 6 laug- ard. og sunnudag. Jón bróður hans bar þá að og var fámáll og hóglátur að vanda. Báðir hafa þeir bræður verið verkamenn alla tfð, og ætla ég, að enginn hafi verið svikinn af störfum þeirra. Annt var þeim um, að öldruðum foreldrum þeirra farnaðist sem bezt, sem þeim lánaðist svo vel, að vert var aðdáunar, en þau eru nú bæði látin fyrir allmörgum árum. Syst- kinin, sem ekki voru að heiman farin, héldu hópinn. Asta annað- ist húsmóðurstörfin, unz hún féll frá skyndilega, en þá tók dóttir hennar við, sem þá var orðin full- vaxta. Bróðursyni sfnum, sem varð fyrir örkumlaáfalli, hafa þeir bræður reynst sem ættu þeir f honum hvert bein. Andrés vinur minn, sem átti með mér margan snúning f hesta- stússi áður og fyrr, fór snemma að heiman, lést f bílslysi f Reykjavík 9. janl973. Það er þvf orðið æði grisjað í gömlu Möngubæjarfjöl- skyldunni, þvf að nú er Hannes einnig horfinn, hann lézt I Land- sþítala 22. október síðastliðinn og verður til moldar borinn f Hólm- inum í dag. —Seinna mátti það þvf ekki vera, að við gætum rifjað upp slitring gamalla minninga. Hannes Jónsson var mikill sómamaður eins og öll fjöls- skyldan. —Kærari æsku- minningar með óvandabundnu fólki á ég ekki. Þær þakka ég um leið og ég kveð æskuvin minn, Hannes Jónsson, og sendi syst- kinum hans beztu kveðju mfna. 'Orösending - til bif reiðaeigenda Höfum opiö alla virka daga frá 8 — 18.40 og sunnudaga f rá 9 — 17.40. Viö þvoum og bónum bifreiðina á meðan þér bíðið. Bón- og þvottastöðin h.f., Sigtúni 3. Lúðvfk Kristjðnsson. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær Skipholt 2—50 Úthverfi Blesugróf Upplýsingar í sima 35408 fagpmiritafrffr Stórkostleg hlutavelta í Iðnaðarmannahúsinu viö Hallveigarstíg á morgun sunnudag 31. okt. og hefst kl. 2 e.h. Aðalvinningur sólarlandaferð Að auki margir góðir munir m.a. Ragmanssteikarapanna, hórþurrka á standi, eldhúsborð og stólar, Gjafakort fyrir úttekt ó herrafötum o.fl. Allur ágóði rennur til styrktar fjölfötluðum börnum. . Komið og styrkið gott málefni. LlOnsklÚbburÍnn Tyr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.