Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 Auðunn vestfirzki þakkaði konungi orð sín og boð og var þar um hrið. En Áki fór brott ófeginn og týndi miklu góðu fyrir það, er hann ágirntist það, er honum heyrði ekki til. Auðunn var litla stund með Sveini konungi, áður en hann sagði, að sig fýsti á brott. Konungur svarar honum heldur seint: „Hvað viltu þá, ef þú vilt eigi með oss vera?“ Hann svarar: „Suður vil ég ganga til Róms.“ „Ef þú vildir eigi svo gott ráð taka,“ sagði konungur, „þá mundi mér fyrir þykja, er þú fýsist á brott héðan, en nú skal þetta með engu móti tálma.“ Og nú gaf konungur honum silfur mikið og skipaði til um ferðir hans, kom honum í föruneyti með öðrum Róm- ferlum og bað hann vitja sín, þá er hann kæmi aftur. Nú fór hann til ferðar sinnar, uns hann kemur suður í Rómaborg. Og er hann hefur þar dvalið sem hann lystir, fer hann aftur. Tekur hann þá sótt mikla, og gerir hann þá ákaflega magran. Gengur upp allt féð, er konungur hafði gefið honum til ferðarinnar, en félagar hans skildust við hann. Hann reis um síðir upp úr sóttinni. Tekur hann síðan upp staf- karlsstig og biður sér matar. Auðunn var þá kollóttur og klæðlaus. Hann kemur aftur til Danmerkur að páskum þangað, sem konungur er þá staddur. Eigi þorði hann að láta sjá sig í fjölmenni. Var hann í kirkjuskoti nokkru laugardaginn fyrir páska og ætlaði helst að finna konung, er hann gengi til nón- tíða. Og nú er hann sá konunginn og hirðina fagurlega búna, þorði hann eigi að láta sjá sig. En er komungur var gengínn til borða, þá fór Auðunn og mataðist úti undir hallarveggnum, sem siður er pílagríma, meðan þeir hafa eigi kastað staf og skreppu. Og nú um aftan- inn, er konungur gekk til kveldsöngs, ætlaði Auðunn að hitta hann. Og svo mikið sem honum þótti fyrir um daginn, þá þorði hann nú miklu síður að láta konung sjá sig, er þeir voru drukknir hirðmennirnir. Hljóp hann þá þvert í braut af veginum að fela sig. Konungur þóttist sjá svip manns og hugði, að hann M0RÖÖN-í%K_ KAFP/NU w h* GRANI göslari Ég hef aldrei heyrt talað um óskasteina úr plasti. Húsfreyjan: Þetta er sannar- lega lftið verð fyrir herbergið, þótt ekki sé annað tekið til greina en útsýnið. Tiivonandi leigjandi: Ef þér viljið láta mig fá það fyrir helmingi minna, þá skal ég skuldbinda mig til þess að Kta aldrei út um gluggann. Jón var allur hruflaður f framan og með glóðarauga. Vinur hans: Hvaða ósköp eru að sjá þig, maður? A ég ekki að hjálpa þér að komast heim? Jón: Nei, þakka þér fyrir. ég er að koma að heiman. Hann: Láttu mig hafa hring- inn, úr þvf að þú hefur slitið trúlofun okkar. Hún: Nei, það dettur mér ekki f hug. Ég hef ekkert út á hringinn að setja. Hann: Ef þér segið mér símanúmer yðar, þá skal ég hringja til yðar á morgun. Hún: Það stendur f sfma- skránni. Hann: En hvað heitið þér þá? Hún: Það stendur Ifka f síma- skránni. Fangelsi óttans Framhalduaga aftir Roaamary Gatanby Jóhanna Kriatjónadóttir þýddi 58 — Ég held varla þeir flýti sér að þvf að drepa þau? Þau vonuðu öll innilega að svo hrapallega hefði ekki farið. Bflstjórinn leit spyrjandi á þau. — Hvað gerum við nú? — Við verðum að reyna að sannfæra mexikönsku lögregluna um að þetta sé ekkert grín, sagði Martin. — En hvernig við eigum að fara að þvf er mér aftur á móti hulin ráðgáta. Þau óku niður hæðina fyrir vfk- ina og út á þjóðveginn. — Eru þau farin? spurði Art Whelock, þegar I.ucille kom f Ijós við sundlaugina. Þau höfðu heyrt að vélarhljóðið dó smám saman út. — Já, þau eru farin. — Hcldurðu að hann hafi trúað þér? — Mér sýndist það. Fangarnir fjórir stóðu hinum megin við sundlaugina og Reg og Art andspænis þeim og miðuðu byssunum á þau. A borði að baki Arts lá byssa Erins svo og l)ans. Það var vonlaust að þau gætu náð þeim. — Jæja, Jamie og hvað hefur verið gert við Dan? Art hafði þeg- ar reynt að spyrja Jack og Erin en ekki fengið neitt svar. Jamie brosti kaldranalega. — Honum var kastað yfir múr- inn, hreytti hann út úr sér. Art herti takið um riffílinn. Það var eins og honum skildist að væri Dan úr leik væru þau einum færri. — Farðu og athugaðu það, sagði hann við Lucille. Nú þurftu þeir á öllu sfnu að halda. Meðan þeir fylgdust með Lucille heyrðu þeir dyrabjölluna hringja hátt og lengi. — Helvftís, helvfti! Art leit á Reg. — Hvað er nú á seyði? Eru allir orðnir vitlausir? — Eli sér um það. I.ucille sneri sér við og sagði: — Ég sé engan. Svo heyrðu þau þrusk. — Hvað var þetta? spurði Reg hvasst. Það birti yfir andliti Lucille. — Ætli þetta sé ekki Dan. — Auðvítað. Hann hefur verið læstur inni. Illeyptu honum út snarlega. Art kinkaði kolli f áttina að geymslunni. — Hérna, Lucille, láttu hann fá byssuna sfna, hon- um veitir sennilega ekki af henni. Eli kom nú f Ijós. — Það er kominn gestur, sagði hann við Art Whelock. — Herra Dwight Percy. Art leit ekki af Erin Bruce. — Sagðirðu að Percy væri kom- inn? — Já, hann segist vera forleggj- ari herra Everest. Art hvarflaði augum sem snöggvast frá Erin og til Jacks: — Er þetta enn eitt af klækja- brögðum yðar? Jack svaraði engu. — Það getur ekki verið Percy. Ilann er alltof veikur til að fara f ferðalög. Farðu og athugaðu þetta. —i Og hvað ætlar þú að gera á meðan ég er f burtu? hvæsti Reg og sýndi augljósa vantrú á hæfni Whelocks sem skyttu. — Eli getur tekið þinn sess. Svona Lucille. Eftir hverju ertu að bfða. Hérna, Eli, taktu þessa byssu og beindu henni að gestum okkar. Skjóttu ef eitthvert þeirra reynir að hafa kúnstir f frammí. An þess að Ifta um öxl gekk Reg af stað. Þegar Dan hafði verið frelsaður voru þeim öll sund lokuð. Lucille tók f snerilinn á geymsl- unni. — I.æst. — Það hlýtur að vera lykill einhvers staðar. sagði Art gremjulega. — Reg er með lykil. En kannski einhver ykkar... Hún leit rannsakandi á þau fjögur eins og hún byggist við að l.vkillinn kæmi fljúgandi til hennar. Hún var ógætin. Helene hreyfði sig svo snögglega að það var ekki tfmi til að draga sig f hlé. Aður en Lucille gat áttað sig á hættunnL, var henni ýtt út f laugina. Byssan flaug úr hendi hennar og sökk til botns. Vatnssúlan sem reis þegar hún skall f vatninu hafði enn ekki hnigið þegar Erin stökk út f og synti f áttina að Art Whelock. Eftir var Eli. Jack tók undir sig stökk þangað sem litli maðurinn stóð og beindi byssu sinni að þeim, en virtist nú skelfdur og ráðþrota vegna þessa skyndi- áhlaups. Honum var rekið roknahögg og sfðan vissi hann ekki meira um stund. Erin hafði farið f áttina til Whelocks. Hvar voru hin? EIi skreiddist á fætur og reyndi að átta sig. Jamie hélt Linn að baki sér og Helene hafði komið sér fyrir bak við súlu. I augnablikinu virtust þau örugg. Þá kvað allt f einu við skot. Jack Seavering hafði hnigið nið- ur. Og án þess að skeyta um hætt- ina sleit I.inn sig lausa frá Jamie og hljóp til hans. — Linn! hrópaði hann og sá hræðsluna á andliti Jacks þegar honum var Ijóst hvað hún gerði. Jamie stökk fram úr fylgsni sfnu og stillti sér milli þeirra og riffils Arts Wheloek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.