Morgunblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 30. OKTÓBER 1976
Háhyrningarnir tveir
um borð f Guðrúnu, en
holienzkir safnamenn
standa fyrir veiðinni á
þeim f samvinnu við Sæ-
dýrasafnið f Hafnarfirði.
Fara leiðangursmenn
aftur á miðin f dag til að
freista þess að veiða önn-
ur tvö dýr. <Á myndinni
er stærra dýrið, kvendýr,
hægra megin, en á trýni,
uggum og sporði eru á-
breiður til þess að halda
dýrunum rökum.
Ljösmynd Mbl. Gudfinnur.
Sædýrasafnsháhyrningarnir:
Fara til Hollands
og Bandaríkjanna
„ÞESSIR háhyrningar sem eru
komnir f Sædýrasafnið munu
ekki verða þar lengi, því þeir
verða fluttir til útlanda," sagði
Jón Kr. Gunnarsson forstöðu-
maður Sædýrasafnsins í Hafnar-
firði I samtali við Mbl. ( gær-
kvöldi. „Við höfum ekki aðstöðu
til að hafa dýrin hjá okkar nema
til skamms tima og erum aðallega
f þessu brasi nú til að afla okkur
reynslu á þessu sviði og auðvitað
gæium við við þá hugmynd að
Framhald á bls. 18.
S j áv arútvegsráðherr a:
Karvel og bráða
birgðalögin
t TILEFNI af yfirlýsingu Karvels
Páimasonar alþingismanns, sem
birt var hér f Morgunblaðinu, þar
sem hann mótmælir þvf að hafa
leitað til sjávarútvegsráðherra
með tilmæli um að ráðherra hefði
afskipti af fausn kjaradeifu sjó-
manna, leitaði blaðið umsagnar
ráðherrans um þetta atriði.
Álafoss selur ullartrefla til Sovétríkjanna:
Verðið aðeins 40 til 50% af því, sem
fæst fyrir trefil í Bandaríkjunum
ALAFOSS h.f. undirritaði nýlega
samning um sölu á 600 þúsund
treffum við V/O Raznoexport I
Moskvu fyrir rúmlega 1.4 milljón
dollara eða um 266 milljónir Is-
lenzkra króna. Lætur þvf nærri að
verðið á hverjum trefli, en þeir
eru úr uli, sé rúmlega 443 krónur.
Er þetta I fyrsta skipti, sem Ala-
foss h.f. gerir sölumsamning við
Sovétrlkin og á afhending trefl-
anna að fara fram á næsta ári.
Pétur Eiríksson, forstjóri Ála-
foss h.f., sagði I viðtali við Morg-
unblaðið I gær að allir treflarnir
væru úr ull, röndóttir og prónað-
ir. Pétur sagði að þessa samninga
hefði borið talsvert brátt að, en
Álafoss hefði lítið gert til þess að
selja til Austur-Evrópuríkja, enda
hefði hið sovézka fyrirtæki sótt á
um þessi viðskipti.
Til samanburðar aflaði Morgun-
blaðið sér upplýsinga um verð á
treflum, sem útflutningsfyrirtæk-
ið Hilda flytur út, aðallega til
Bandarfkjanna og Kanada. Hilda
flytur út tvær stærðir af treflum
og fær fyrir minni trefilinn 4.59
dollara eða 855 krónur og fyrir
hinn stærri 5.60 dollara eða 1.064
krónur. Um er að ræða ullartrefla
Framhald á bls. 18.
I dag:
/t—> /v—
Hverfafundur borgar-
stjóra í Glæsibæ
BIRGIR Isleifur Gunnars-
son borgarstjóri heldur
fyrsta hverfafund sinn
tneð íbúum Reykjavíkur
að þessu sinni f Glæsibæ f
Meðaltals-
aukning á
skjálftum
Síðasta sólarhring mældist 81
skjálfti á Kröflusvæðinu, en dag-
ana þrjá á undan voru það 68,69
og 81. Meðalskjálftafjöldi á dag
síðustu 5 daga var 72,4, 5 daga þar
á undan 64,4 og sfðustu 5 daga þar
á undan 55,2, samkvæmt upplýs-
ingum Helenu Guðmundsson
vaktmanns á skjálftavakt í gær-
kvöldi.
dag, laugardaginn 30. okt.
kl. 14 og er sá fundur
ætlaður fbúum Laugar-
ness- og Langholtshverfis.
Fundarstjóri verður Hulda
Valtýsdóttir húsfrú og
fundarritari Garðar
Ingvarsson hagfræðingur.
Borgarstjóri mun halda sex
hverfafundi með borgarbúum og
m.a. mun hann á þessum fundum
ræða um líklega þróun Reykjavfk-
ur næstu 20 árin og þær hug-
myndir sem uppi eru um aðal-
skipulag á þeim tfma.
Annar fundur borgarstjóra
verður sunnudaginn 31. okt. með
íbúum Austurbæjar, Norðurmýr-
ar, Hlíða- og Holtahverfis og
verður sá fundur i Domus Medica
og hefst kl. 15.30.
Birgir Isleifur Gunnarsson.
WöíK KOJ-HO
BflBB f BRTíNKI
Lýst eftir vitnum
FÖSTUDAGINN 22. október um
klukkan 12.30 var kona að koma
út úr strætisvagni, sem hafði
stöðvað við biðskýli á Austurbrún
rétt við Hólsveg. Þegar konan
kom út úr vagninum bar að pilt á
reiðhjóli, en hann hjólaði eftir
gangstéttinni. Ök piltur á konuna
og felldi í götuna. Lögreglan var
ekki kvödd á staðinn. I ljós kom
að konan var með áverka á and-
liti, höfði og hendi. Er reiðhjóla-
drengurinn beðinn að hafa sam-
band við slysarannsóknardeild
lögreglunnar, svo og vitni ef ein-
hver eru.
Þórarinn Þórarinsson:
200 mílna fisk-
veiðilögsaga EBE
Skilyrði viðræðna um hugsan-
leg gagnkvæm veiðiréttindi
ÞÓRARINN Þórarinsson formað-
ur utanríkismálanefndar Alþing-
is og þingflokks Framsóknar-
flokksins, sagði í umræðu á Al-
þingi í gær, að það væri persónu-
leg skoðun sfn, að forsenda við-
ræðna við Efnahagsbandalag
Evrópu um hugsanleg gagnkvæm
veiðiréttindi væri sú, að það hefði
tekið sér jafnstóra fiskveiðilög-
sögu og við. Frumskilyrði við-
ræðna í alvöru væri það, að við-
ræðuaðilinn væri búinn að til-
einka sér 200 mílna fiskveiðilög-
sögu.
Matthfas Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagðistengu hafa
við að bæta það, sem hann hefði
um þetta mál sagt í útvarpsum-
ræðum á dögunum. Karvel
Pálmason hefði komið hvað eftir
annað til sfn fyrir þinglok sl. vor
og spurt, hvort ekki yrði eitthvað
gert til að binda endi á kjaradeilu
sjómanna, sem væri komin í al-
gjöra sjálfheldu. Hvatti hann mig
ftrekað til aðgerða er fælu í sér
lausn á þessu máli.
Ef Karvel þorir ekki að viður-
kenna þetta, en telur sér betur
henta að reyna að ófrægja mig,
einkum í kjördæmi okkar beggja,
þá hann um það, en hann segir í
yfirlýsingu sinni í Morgunblaðinu
að „allra sízt hefði hann kvatt til
aðfarar að fslenzkum sjómönnum,
að ekki sé talað um þá hlið, sem
ráðherrann sýnir vestfirzkum sjó-
mönnum.
Ekki get ég séð eða fundið að
bráðabirgðalögin komi verr niður
á einum stað en öðrum, enda ekki
staðbundin. En þetta orðalag á að
undirstrika drengskap þessa sam-
þingsmanns mlns. Það skiptir mig
litlu, þótt Karvel haldi áfram að
þræta fyrir eigin gjörðir og það
sem hann hefur sagt, sagði ráð-
herrann að lokum.
Hestamenn
þinga á Höfn
LANDSAMBAND hestamanna-
félaga heldur árlegt þing sitt á
Höfn f Hornafirði um helgina.
Þingið sitja um 100 fulltrúar vfðs
vegar að af landinu. Fjölmörg mál
verða til umræðu á þinginu og má
nefna að tekin verður ákvörðun
um hvar næsta landsmót hesta-
manna verður haldið. Á þinginu
flytur Gunnar Bjarnason erindi
um förina á íslenskum hestum
þvert yfir Amerfku í sumar.
Lögmadur
Sigurbjörns
mætti ekki
í Hæstarétti
MUNNLEGUR málflutningur
f máli Sigurbjörns Eirfkssonar
veitingamanns Klúbbsins
gegn sýslumanninum í Kjósar-
sýslu og Gjaldheimtunni átti
að fara fram f Hæstarétti f
gærmorgun. Hins vegar mætti
lögmaður Sigurbjörns, Ingi
Ingimundarson hrl., ekki f
réttinn og fékk málið þvf úti-
vistardóm. Lögmaðurinn getur
þó hafið málssókn á ný innan
f jögurra vikna.
Mál þetta er tilkomið vegna
uppboðs, sem átti að fara fram
á jörðinni Alsnesi, eign Sigur-
björns, vegna vangoldinna
skulda við rfkissjóð og Gjald-
heimtuna í Reykjavík. Þegar
uppboðið átti að fara fram,
neitaði Sigurbjörn að fallast á
uppboðsskilmála og eftir nokk-
urt vafstur áfrýjaði hann
ákvörðun sýslumanns Kjósar-
sýslu um uppboðsskilmálana
til Hæstaréttar.