Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 15 Eysteinn Jónsson 70 ára EYSTEINN Jónsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins er 70 ára í dag, en hann er fæddur 13. nóvember 1906 á Djúpa- vogi. Eysteinn Jónsson er sá íslendingur, sem hvað lengst hefur setið í ráðherrastól á íslandi. Eysteinn Jónsson er sonur hjónanna séra Jóns Finnssonar og Sig- ríðar Hansdóttur. Hann brautskráðist frá Sam- vinnuskólanum árið 1927 og gerðist þá starfsmaður í stjórnarráðinu og end- urskoðandi fyrir Skatt- stofu Reykjavíkur 1928—29. Skattstjóri var hann í Reykjavík á a runum 1930 til 1934 og jafnframt formaður nið- urjöfnunarnefndar. Eysteinn Jónsson varð fjármálaráðherra 1934 og gegndi hann því emb- ætti til 1939, er hann varð viðskiptaráðherra. Því embætti gegndi hann til 1942. Á valdatíma ný- sköpunarstjórnarinnar var Eysteinn einn prent- smiðjustjóri í Prent- smiðjunni Eddu eða þar Eysteinn Jónsson til hann varð mennta- málaráðherra 1947 og gegndi því embætti í 2 ár. Árið 1950 varð Ey- steinn á ný fjármálaráð- herra og þeim starfa gegndi hann næstu 8 ár eða til 1958. Eysteinn var kjörinn á Alþingi íslend- inga árið 1933 sem þing- maður Sunnmýlinga. Því þingsæti hélt hann til ársins 1959, en við kjör- dæmaskipunina þá varð hann þingmaður Austur- lands. Hann var kjörinn formaður þingflokks Framsóknarmanna 1943 og gegndi því starfi lengi. Við formennsku í Fram- sóknarflokknum tók Ey- steinn við af Hermanni Jónassyni 1962. Þessum embættum i nan Fram- sóknarflokksins gegndi Eysteinn til ársins 1968. Eysteinn Jónsson átti þátt í stofnun Kaupfélags Reykjavíkur og var for- maður þess í upphafi eða unz það sameinaðist öðr- um félögum í KRON. Þá átti hann þátt í stofnun Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur og sat í stjórn þess um tíma. I stjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga átti hann sæti frá 1944. Þá átti hann og sæti í blaðstjórn Dagblaðsins Tímans. Þá hefur Ey- steinn Jónsson verið for- maður Náttúruverndar- ráðs. Kona Eysteins Jóns- sonar er Sólveig Eyjólfs- dóttir, múrara í Reykja- vík Jónssonar. Morgun- blaðið sendir Eysteini Jónssyni heillaóskir á þessum tímamótum í lífi hans. Hleranir í sendiráði Chile '71? Washington, 12. nóvember. AP. BANDARÍSKA alríkislög- reglan FBI kom fyrir hler- unartækjum í sendiráði Chile í Washington þegar Salvador Allende var við völd í Chile, segir í nýrri bók, „The American Police State" eftir David Wise. FBI kom hlerunartækjunum fyrir að kröfu leyniþjónustunnar CIA og samkvæmt skipun John Mitchells dómsmélaráðherra seg- ir í bókinni. J.R. Edgar Hoover, yfirmaður FBI, var þessu mótfall- inn en lét til leiðast þegar Richard Helms, yfirmaður CIA, fékk Mitchell á sitt band, segir bókarhöfundur ennfremur. Wise segir að tækjunum hafi verið komið fyrir í mai 1971 og að þau hafi verið fjarlægð ftta mán- uðum síðar þegar Hoover hótaði að segja þingmönnum frá hlut- verki CIA. Sýnir hin ýmsu blæbrigdi Es ju JÖRUNDUR Pálsson opnar f dag málverkasýningu f sýningarsal ARKITEKTAFÉLAGSINS VIÐ Grensásveg. Þar sýnir hann 50 verk, aðallega vatnslitamyndir en einníg nokkrar „acryl"-myndir. „Þetta er þriðja einkasýning mln," sagði Jörundur þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, þar sem hann var að Merki Blindra- félagsins verða seld á morgun HINN cirlegi merkjasölu- dagur Blindrafélagsins er á morgun. Merkjasalan hefur jafnan verið Blindra- félaginu drjúg tekjulind og gert því mögulegt að vinna að grundvallarstarfi sínu — málefni blindra — hér á landi. Að þessu sinni verður öllum ágóða af merkjasölunni varið til að koma upp aðstöðu til hljóðrit- unar og framleiðslu talbóka. Tal bók er skrifað mál, sem lesið er inn á segulbandsspólu og síðan flutt yfir á kassettur. Fjöldi bóka- titla I sliku formi er enn mjög af skornum skammti en með þessu er reynt að brúa að einhverju leyti það stóra bil, sem er á milli þess bókakosts sem by ðst sjáandi fólki annars vegar og blindum og sjónskertum hins vegar. undirbúa sýninguna. ,,Á báðum fyrri sýningum mínum hee ég ein- göngu sýnt myndir af Esjunni og bregð ekki heldur út af þvf í þetta sin . Mér hefur alltaf þótt Esjan sériega heillandi viðfangsefni. Hún er aldrei eins. Hún breytir um lögun og svip eftir þvi hvaðan maður sér hana, hvaða árstlmi er, hvernig birtan er o.s.frv. Ég get haldið lengi áfram að mála Esjuna, en samt skapað ný mál- verk því hún breytist o'ft á nokk- urra mínútna fresti. Þá verður maður líka að vera snöggur og vita hvað maður er að gera, eða geyma áhrifin. Það er ekkert nýtt að málari fáist við sama viðfangsefnið í fjölda ára," hélt Jörundur áfram. „Mér dettur i hug danski málar- inn Olaf Höst, sem dró sig út úr skarkala Kaupmannahafnar og flutti til Bornholm. Þar málaði hann sömu hlöðuna í 30 ár og það var ekki fyrr en þá að hann varð þekktur sem málari." Málaralist er aðeins tómstunda- starf Jörundar, þvl hann er arju- tekt að aðalstarfi. Hann hefur lagt stund bæði á auglýsingagerð og byggingararkitektúr I K:up- mannahöfn. Þar stundaði hann einnig nám í málaralist um skeið. Flestar myndanna á sýningunni eru til sölu og eru þær allar málaðar á siðustu árum. Verð þeirra er frá 15—45 þúsund. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð í dag og verður opin fram yfir næstu helgi, á helgidögum frá kl. 14.00—20 og á virkum dögum frá 10.00—20.00. Kjarvalsstaðir: Bókmenntakynningar um hverja helgi til jóla A SUNNUDAG hefjast á Kjarvalsstöðum reglulegar bókmenntakynningar, sem haldnar verða hvern sunnudag fram til jóla. Það er listráð Kjarvalsstaða og Rithöfunda- samband Islands, sem standa að þessum kynningum og vero- ur leitazt við að kynna bækur, sem nýlega eru koninar út, eða koma á markaðinn fyrir jól. Það eru þeir Guðbergur Bergsson, Gunnar Dal, Hrafn Gunnlaugsson og Pétur Gunnarsson, sem munu rfða á vaðið næsta sunnudag og lesa úr verkum sfnum. Að sögn Aðalsteins Ingólfs- sonar, forstöðumanns listráðs Kjarvalsstaða, eru þessar bók- menntakyn ingar tilraun til að gera húsið lifandi og vekja at- hygli og áhuga almennings á bókmenntum. Hann kvað lltið hafa verið um slíkt og bók- menntir hefðu nokkuð setið á hakanum I starfsemi hússins. Hins vegar gat hann um tvær bókmenntakynningar, sem haldnar hefðu verið i húsinu á vegum Listahátiðar. Ingimar Erlendur Sigurðs- son, formaður Rithöfundasam- bandsins, sagði að sambandið hefði tekið að sér að velja rit- höfunda til að koma fram á þessum bókmenntakynningum. Þetta verk hefði verið falið þeim Birni Bjadman og Hirti Pálssyni og væri það vanda- samt val. Reynt yrði hins vegar að hafa hliðsjón af þvi að geea sýnishorn af sem flestum teg- undum bókmennta, barnabók- um, skáldsögum, ljóðum o.s.frv. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti skáldin fjögur á Kjarvals- stöðum i gær en þeir vildu sem minnstar upplýsingar gefa um innihald þess, sem þeir hætla að flytja á sunnudaginn. Það fékkst þó uppgefið að Guðberg- ur ætlar að lesa úr skáldsögu sinni „Það rís úr djúpinu", og Gunnar úr skáldsögunni „Kam- ela", Sú saga gerist í indversku þorpi og ber naf n 15 ára stúlku, sem segir söguna. Pétur sagðist ætla að lesa úr nýútkominni smásögu, sem heitir „Punktur, punktur, komma, strik" og Hrafn hyggst lesa nokkur ljóð úr Ijóðabókinni „Grafarinn með fæðingatengurnar" auk þess sem hann ætlar að gefa áheyrendum smjörþefinn af skáldsögu, sem hann er að skrif a, en enn er ekki komin út. Þessar bókmenntakynningar munu verða á hverjum sunnu- degi fram til jóla, eins og fyrr sagði. Þær verða haldnar í fundarsal Kjarvalsstaða og hefjast kl. 16.00. Aðgangur er kr. 200.00. Flytja tónverk frá þessari öld Hluti Kammersveitarinnar á æf ingu. FYRSTU tónleikar Kammersveitar Reykjavík- ur á þessum vetri verða haldnir í sal Menntaskól- ans við Hamrahlíð á morg- un kl. 16.00. Á tónleikaskrá eru verk eftir Bohuslav Martinu, Leif Þórarinsson og Serge Prokofieff. Á þessum tón- leikum verða eingöngu flutt tónverk samin á þess- ari öld, misgömul þó. Yngst er verk Leifs Þórarinsson- ar, Angelus Domini, sem hann samdi sumarið 1975 og frumflutt var þá til heið- urs Ragnari Jónssyni i Smára af félögum úr Kammersveitinni. Stjórnandi á tónleik- unum er Leifur Þórarins- son. Aðgöngumiðar og áskriftarkort verða seld viðinnganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.