Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 32
T Æ & gg^jgj^ HEKLA hf. Lougavegi 170-172, — Simi 21240 tv^NeMafofo ? Al'GLÝSINGASÍMINN ER: £Éfe> 22480 __1 3W»rjjiml>Int>it> LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 Efnahagsbandalagið í viðræðum við íslendinga: Oska<X ekki eftir framleng- ingu Oslóarsamningsins Framhaldskönnunarvið- ræður í Reykjavík 25. nóvember næstkomandi ÉG LlT svo á, að Bretar séu f nstir úti eftir 1. desember — sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra við Morgunblaðið eftir lok viðræðufund- arins með viðra>ðunefnd Efnahagsbandalagsins f gær. Einar sagðist hafa skilið svo orð aðaltalsmanns bandalagsins, Einns Olavs Gunde- lachs, en ráðherrann kvaðst einnig viss um að Bretar myndu á einhvern hátt reyna að pressa íslendinga til þess að leyfa togurunum áframhaldandi veiðar. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra kvaðst vera þeirrar skoðunar, að brezku togararnir færu út fyrir niorkin 1. desember, ef Bretar stæðu við samkomulagið. Gundelach Ivsti því jaf nframl yfir, að Efnahagsbandalagið hefði ekki farið fram á framlengingu samkomulagsins milli Breta og tslendinga, Ijóst væri að ekki næðist samkomulag fyrir 1. desember, en fulltrúar EBE hefðu hins vegar rætt um, að Islendingar myndu á meðan Bretar væru samningslausir ekki fara að togurunum með hörku. islenzk stjórnvöld gáfu fulltrúum Efnahagsbandalagsins engin loforð um slfkt. Viðræðufundur Efnahags- bandalagsins og íslenzku ráðherr- anna hófst í gær klukkan 10.30, en áður hafði Einar Ágústsson rætt við Gundelach einslega. Fundurinn stóð síðan til klukkan 13, en þá var gert hádegisverðar- hlé. Hádegisverð snæddu menn FRÁ viðræðufundum Efna- hagsbandalags Evrópu og íslands í Ráðherrabústaðn- um í gær. Um hádegisbil kom Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra og ræddi við Finn Olav Gundelach. Myndin er tekin við það tækifæri. Frá vinstri eru: Matthias Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra, Gudelach, Geir Hallgrímsson og Einar Ágústsson utanríkisráð- herra. Tollvörður kærður fyr- ir smygl Bæjarfógetaembættinu á Akureyri barzt nýlega kæra á tollvörð einn í bænum fyrir smygl. Mbl. fékk fregnir af þessu og kannaði málavöxtu hjá Ófeigi Eiríkssyni bæjar- fógeta. Sagði Öfeigur að kæran væri á þá leið, að umræddur tollvörður safnaði erlendum bjórflöskum af ýmsum gerð- um, og vildi kærandinn meina að hann hefði flutt þær ólög- lega inn í landið. Sagði Ófeigur að tollvörðurinn yrði látinn gefa skýrslu um málið. Kær- andinn er farmaður á milli- landaskipi. með Geir Hallgrímssyni forsætis- ráðherra, en síðan um klukkan 14.30 var haldið áfram að ræða um fiskveiðimálin uns blaða- mannafundur var haldinn klukk- anl7. FRAMHALDSKÖNNUNAR- VIÐRÆÐUR 25. NÓVEMBER Einar Ágústsson sagði á blaða- mannafundinum, að viðræðunum væri ekki lokið og framhald þeirra yrði í Reykjavik 25. og 26. nóvember. Ekki hefði reynzt unnt að ljúka þeim nú, þar sem Gunde- lach þyrfti að fara til Briissel. Myndi hann gefa framkvæmda- stjórn bandalagsins skýrslu um viðræðurnar á mánudag. Finn Olav Gundelach sagði að menn hefðu ekki verið að semja. Viðræðurnar hefðu komið í kjöl- far yfirlýsingar Efnahagsbanda- lagsins um að það myndi færa út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómíl- ur hinn 1. janúar 1977 og í þvi sambandi hefði ráðherraráð bandalagsins falið framkvæmda- stjórninni að hafa samband við lönd utan bandalagsins, sem ættu hagsmuna að gæta á Norður- Atlantshafi til þess að ræða vandamál, sem sköpuðust við þessa ákvörðun, og ryðja þyrfti úr Framhald á bls. 18 smyndOl.K.M. Vestfjarðamið: „Verndunaraðgerðir hafa borið árangur" VESTFIRZKIR línubátar afla nú mjög vel og þakka menn það stórri og feitri loðnu, sem beitt er. Bezti afladagurinn var f fyrra- dag, en þá komust bátarnir upp í 11—13 tonn. Þá er einnig reytingsafli hjá Rússar trufla fjarskipti Gufunesradíó við f lugvélar VIÐSKIPTABYLGJUR Gufunesradfó við flugvélar hafa á undanförnum mánuðum oft á tfðum orðið fyrir miklum truflunum, samskonar þeim sem fjarskiptastöðvar á Norðurlöndum hafa orðið fyrir barðinu á, og Danir hafa nú formlega mótmælt við Kússa, en talið er að truflanasendingarnar komi frá Kiev-svæðinu f Rússlandi. — Við verðum oft fyrir þessum truflunum, og eru þær sérstaklega sterkar á nóttunni. Þetta er mjög bagalegt, þar sem truflanirnar koma fram á tíðni, sem við not- um í viðskiptum við flug- vélar, og verða því öll viðskipti miklu erfiðari og um leið óöruggari, sagði Bolli Ólafsson varð- stjóri i Gufunesradíó í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bolli sagði, að þessar truflanir virtust vera þær sömu og kæmu fram í Danmörku, Noregi, Svi- þjóð og víðar. Starfs- menn Gufuness hefðu ráðfært sig við samstarfs- menn sína á Norðurlönd- um, Irlandi og jafnvel í Kanada og bæri allt að sama brunni. Truflanirn- ar virtust heyrast alls- staðar þar sem viðskipti væru við flugvélar á þessari tíðni. vestfirzku togurunum. Kom þetta fram er Morg- unblaðið ræddi við Jón Pál Halldórsson, framkvæmda- stjðra Norðurtanga á ísa- firði. Jón Páll sagði, að afli linubáta hefði batnað mikið i þessari viku eftir að farið var að beita stórri og feitri loðnu, sem loðnubátar komu með til Bolungarvíkur. Halda línubátarnir sig á Grunn- halanum og Djúpálsdkantinum. Þá sagði Jón, að reytingsafli hefði verið hjá Vestfjarðatogur- unum I þessari viuu. Héldu þeir sig í kantinum undan Vestfjörð- um. I síðustu viku hefði veður verið með eindæmum slæmt og því mikil úrtök hjá togurunum, en um leið og það hefði batnað hefðu aflabrögð skánað. — Það er alveg ljóst, að fækkun erlendu togaranna á Islandsmið- um hefur haft sitt að segja á Vest- sjarðamiðum. í haust höfum við tiltöluga lítið orðið varir við það, en hér áður fyrr voru þeir á mið- unum svo hundruðum skipti og því haf a þessar verndunaraðgerð- ir borið árangur. Oddi prentar 2 bæk- ur fyrir Norðmenn PRENTSMIÐJAN Oddi hefur nú lokið við prentun bókar fyrir norska bókaforlagið Fonna f Bergen og er að Ijiíka við aðra bók fyrir sama forlag. Er þetta f fyrsta sinn, sem Oddi prentar bók fyrir norskt útgáfufyrirtæki. Baldur Eyþórsson framkvæmda- stjöri Odda sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að sfðustu daga hefðu komið fyrirspurnir frá Noregi um áframhaldandi prentun fyrir norska aðila. Þá prentar Oddi 8—9 bækur á þessu ári fyrir færeysk bökaforlög. — Við höfum nýlokið við prent- un barna og unglingabókar eftir Ármann KR Einarsson á vegum Fonna-forlagsins i Bergen, og er sú bók á leið tií Noregs. Þá erum við að ljúka við prentun á Is- lenzkum úrvalsljóðum, sem Ivar Orgland hefur valið. Að sögn Baldurs virðist íslenzk- ur prentiðnaður standast sam- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.