Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 17 leyti. en slðustu tvö árin hafa skil á ull verið til muna lakari en éður. í skýrsl- unni kemur fram að stærstur hluti sauðfjár- og nautgripaframleiðslunnar fer fram á félagssvæði Búnaðarsam- bands Suðurlands, frá Hellisheiði að Lómagnúp, eða 27% af heildarafurða- verðmætunum af þessum búgreinum. Á svæðinu koma 29% afurðaverðmæt- anna frá sauðfé og 71% af nautgrip- um. Næst i röðinni eru Bsb Eyjafjarðar með 14% afurðaverðmætanna og 21% þeirra af sauðfé, Bsb Borgar- fjarðar með tæp 9% af heild og 36% af sauðfé og Bsb Austurlands með tæp 8% framleiðslunnar og 76% af- urðaverðmætanna af sauðfé 'Norður- Þingeyjarsýslu Heildarflatarmál gróðurhúsa lands- ins nemur um 14 hekturum en neysla á gróðurhúsaaf urðum er lltil hér á landi og eiga neysluvenjur töluverðan hlut að máli, en að öðru leyti stafar þetta af háu verðlagi og óstöðugu framboði Bent er á að möguleikar séu á að auka neyslu grænmetis og gróðurhúsaaf- urða með þvi að aðhæfa frekar verð framboði í skýrslunni segir að nýting hlunn- inda, s s laxveiði, silungsveiði, sel- veiði, dúntekju, hrognkelsa, reka og ýmiss konar eggja- og fuglatöku hafi staðið I stað undanfarið en þó hafi laxveiði I Islenskum ám meir en fjór- faldast undanfarin 30 ár. Hvatt er til betri nýtingará þessum möguleikum. MJÓLKIN TVÖFALT MEIRI í JÚLÍEN FEBRÚAR Vinnslustöðvar landbúnaðarins eru næsta viðfangsefni skýrslunnar og er þar tekið fram að þær séu að lang- mestu leyti starfræktar af samvinnufé- lögum bænda. í landinu eru nú 18 mjólkursamlög og er stærð þeirra mið- uð við hámarksframleiðslu og veldur það óhagkvæmni I rekstri þeirra Mikill munur er á hvernig mjólkurmagnið berst til samlaganna. Um 43% af mjólgkurmagninu berst á 4 mánuðum mal—ágúst, en 57% á hinum átta. Mjólkin er þannig tvöfalt meiri i júll þegar hún er mest en 1 febrúar, þegar hún er minnst. Þessi munur á fram- leiðslunni er meiri en á hinum Norður- löndunum. v>: : :: .¦..,.., .,':';.'. Sauðfjársláturhús voru 59 talsins haustið 1976 en þau eru mjög mis- munandi hvað stærð og tæknibúnað snertir og mörg þeirra fullnægja ekki þeim kröfum, sem parf til að fá slátur- leyfi og starfa á undanþágum frá ári til árs. Átta sláturhús hafa verið endur- byggð á slðustu árum. Eru þessi átta hús hönnuð fyrir tæplega 16.000 kindaafköst á dag eða 45% af heildar- slátrun 1975, en haustið 1975 var þó aðeins slátrað I þessum húsum 3 7% af heildarslátruninni. Sauðfjárslátrun stendur I 6—8 vikur að hausti og hefur önnur nýting á sláturhúsunum reynst erfið Vakin er athygli á þvi að nýta megi betur en nú er gert ýmsar aðrar afurðir sauðfjárins en kjot, ull og gærur og þá einkum innmat og ýmsan úrgang. Tek- ið er dæmi að aðeins séu starfandi i landinu tvær kjötmjölsvinnslur en þær vinna aðeins úr hluta þess úrgangs, sem til fellur. Sláturúrgangur á öllu landinu er nú um 7 þúsund tonn og I mjölvinnslu gæfi þessi úrgangur um 100 tonn af mjöli og um 700 tonn af feiti, sem væri að verðmæti á verðlagi ársins 1975 um 600 milljónir króna, ef hann væri allur nýttur. NEYSLUHEFÐ Hlutfallsleg skipting framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarvara hefur breyst verulega á undanförnum árum. Laun eru nú aðeins um helmingur af kostnaði verðlagsgrundvallar búsins. en voru nær 90% árið 1943. Kjarn- fóður og áburður eru hæstu rekstrarlið- ir búsi'ns___________________________ SAUÐFJÁRAFURÐIR 4/5AFÚTFLUTTUM LANDBÚNAÐARVÖRUM Útflutningur landbúnaðarafurða og vinnsluvara úr þeim var um 8% af heildarútflutningi landsmanna árið 1975 og eru þá meðtaldar ullar- og skinnavörur. Sauðfjárafurðir eru um 4/5 hlutaf af heildarútflutningi land- búnaðarvara og árið 1975 skiptist út- flutningur óunninna landbúnaðarvara þannig að kindakjöt nam 59% að verðmæti til, innmatur 5%, ull 6% og gærur 30%. Framleiðsla á kindakjöti fer að mestu á innlendan markað, en kjöt hefur þó einstöku ár verið flutt út I verulegum mæli Hæst varð hlutfallið árið 1 969 en þá voru flutt út 49 9% af heildarframleiðslunni en lægst varð það árið 1965, 16 6%. Að meðaltali hafa verið flutt út á árabilinu 1961 til 1975 tæp 26.2% kindakjötsfram- leiðslunnar. Afurðir nautgripa eru um 1/10 hluti heildarútflutnings landbún- aðarvara, en þar af er nautakjöt hverf- andi hluti. Stærstur er hluti mjólkur- osta Árið 1965 náði útflutningur mjólkurvara hámarki og voru þá flutt út tæp 20% heildarframleiðslunnar en minnst var flutt út árið 1974 eða 3.6%.______________________________ ÚTFLUTNINGSVERÐ HVERS DILKS SKILAR 74% AF HEILDSÖLUVERÐI Starfshópurinn minnir á ákvæði laga frá 1959 þar sem segir að rlkissjóði sé heimilt að taka á sig verðábyrgð á að afurðir til útflutnings skili þvi verði, sem landbúnaðarafurðir kosta i fram- leiðslu. Þetta ákvæði veldur takmörkun á útflutningsmagni eða lækkun á verði til bænda en tryggirað slæm skilyrði til útflutnings valdi ekki hækkunum á landbúnaðarafurðum innanlands Við útflutning á kindakjöti hefur útflutn- ingsverð skilað frá 53,9% upp i 67,2% af heildsöluverði innanlands á timabilinu 1969/70til 1972/73. Að meðaltali skilaði útflutningsverð á kindakjöti á þessum árum 60,5% af heildsöluverði. Vegna fyrirkomulags verðlagningar verður að skoða hversu mikið fæst I útflutningi fyrir dilkinn í heild svo og ullina og kemur þá i Ijós að á fyrrnefndu timabili hefur 74% heildsöluverðs náðst fyrir hvern útflutt- an dilk Nautgripaafurðir hafa við út- flutning gefið skilaverð, sem nemur um % til Vz framleiðslukostnaðar. Und- antekning frá þessu er þó Óðalsostur sem skilað hefur nálægt 60% fram- leiðslukostnaðar við útflutning Þurfum að flytja út 45% kindakjöts- framleiðslunnar 1985 að óbreyttri stefnu Útflutningsbætur 2,5 milljarðar 1985? HORFUR eru á. aS sauSfé muni fjölga úr um 860 þúsund f rúm- lega 900 þúsund fram til ársins 1985 og þá þurfi að flytja út allt að 8200 tonn af dilkakjöti e&a nálægt 45% framleiSslunnar. í ár verSur aS flytja út um 4300 tonn. AS óbreyttum aSstæSum yrSu þvi útflutningsbætur vaxandi vanda- mé\ fyrir rfkissjóS. MiSaS viS aS útflutningsbætur nemi á þessu ári 300 krónum á hvert kiló af kindakjöti, yrSu út- f lutningsbætur á 8200 tonna um- framframleiSslu um 2,5 milljarSar króna. Þetta kemur meSal annars fram I sérstakri skýrslu um þróun sauSfjárræktarinnar — yfirliti yfir stöSu Islenskrar sauSfjárræktar og spé um þróun f ram til 1985-. sem starfshópur á vegum Rannsókna- ráSs rlkisins hefur unniS aS og er þessi skýrsla gefin út sem fylgirit meS skýrslu um þróun landbúnaS- ar, sem birt var I gær. Höfundar þessarar skýrslu eru þeir Vilhjálmur Lúðviksson verk- fræðingr, Stefán Aðalsteinsson bú- fjárfræðingur og Sveinn Hallgrfms- son sauðfjárræktarráðunautur. Þar sem þeirfjalla um tilgang skýrslunn- ar segja þeir að flest þau vandamál islenzks landbúnaðar, sem hafa mest verið til umræðu á undanförn- um árum komi skýrt fram i sauðfjár- ræktinni. Nefnd eru vandamál eins og offramleiðsla, niðurgreiðslur, út- flutningsbætur og ofbeit i úthaga. Fram kemur að I samanburði við sauðfjárrækt á Nýja-Sjálandi sýnist útilokað fyrir islenska sauðfjárrækt- endur að selja dilkakjöt á erlendum markaði og ná framleiðslukostnaðar- verði fyrir. Vinna, bein rekstrarút- gjöld og fjárfesting i húsum, ræktun og bústofni er hér á landi langt yfir þvi, sem gerist t.d. I Nýja-Sjálandi Framleiðni á Nýja-Sjálandi virðist mun hærri en hér og kemur það m.a. fram i þvi að framleiðslukostn- aður nýsjálensks bónda á 16 8 tonnum af kjöti og 6.6 tonnum af ull eftir 1650 kindur sýnist um það bil jafnhár og framleiðslukostnaður Islensks bónda á 6 9 tonnum af kjöti og 0 62 tonnum af ull eftir 355 kindur. Þegar litið er á hvernig sauðfjár- ræktin hér á landi er samkeppnisfær á erlendum mörkuðum kemur i Ijós að miðað við árið 1 9 74 hefur verðið á dilkakjöti i alþjóðaviðskiptum verið á bilinu 120—200 krónur. Miðað við, að sláturkostnaður og birgða- kostnaður hafi verið um 52 krónur á klló og grundvallarverð nálægt 218 krónum á klló, er Ijóst, að mikið vantar á, aðútflutningsverðgeti greitt fullt heildsöluverð famleiðslunnar. segja höfundar skýrslunnar. Þeir benda á að á timabilinu 1970—19>75 hefur útflutnings- verð skilað að meðaltali 55% af heildsöluverði, en um 45% af grundvallarverði til bóndans þegar slátur og geymslukostnaður er dreg- inn frá útflutningsverðinu. Höfundar skýrslunnar segja að með vinnuhagræðingu, bættri fóðuröflun og fóðrun, aukinni af- urðasemi og bættum afurðum megi auka framleiðni í sauðfjárrækt veru- lega frá þvi, sem nú er Mikil vinna á kind um sauðburðinn virðist aðaltak- mörkunin á minnkun vinnu. í sVýrsl- unni er komist að þeirri niðurstöðu að miðað við að allir umbótamögu- leikar i sauðfjárrækt séu nýttir, sé hugsanlegt að lækka breytilegan kostnað framleiðslunnar úr 197,20 krónum á kiló I 78,90 krónur Með sllku heildarátaki, svo og 30% lækk- un sláturkostnaðar og 30% hækkun markaðsverðs miðað við 1974, væri hugsanlegt að flytja út dilkakjöt á kostnaðarverði. Fram kemur að með þeirri verð- lagsstefnu, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, hefur verið ýtt undir aukna kjötframleiðslu. en dregið úr áherslu á gæði ullar og skinna, sem leggja þó grundvóll að þeirri grein útflutningsiðnaðar, sem nú vex örast I landinu og talinn er hafa mikla vaxtarmöguleika Benda höfundar á að ærin ástæða sé til þess að niðurgreiðslum og út- flutningsuppbótum sé varið á þann hátt, að það hvetji til aukinnar eða a.m.k. bættrar framleiðslu ullar og gæra til úrvinnslu i iðnaði hérlendis Að síðustu benda höfundar skýrsl- unnar á að ákvörðun um stefnu I sauðfjárrækt sé viðkvæmt og vanda- samt álitamál. og verður varla tekin án viðtækrar könnunar á áhrifum hennar á byggð. atvinnulíf og þjóð- hagslegan kostnað af völdum hugsanlegra breytinga á umfangi hennar og aðstöðu. landbúnadar málum ? hagræðingar yrði studd á þeim svæð- um og þeim búum, sem best skilyrði teldust hafa með tilliti til markaðar og framleiðsluaðstöðu 9 Eigendur jarða. sem ekki teldust fullnægja skilyrðum um möguleika til hagkvæms reksturs, yrðu styrktir til að hætta búrekstri. 9 Endurskipuleggja yrði vinnslu- stöðvar landbúnaðarins þannig að dregið yrði úr umsvifum þeirra, ef ekki fyndust fyrir þær verkefni. Þessari leið myndi væntanlega fylgja eftirfarandi þróun: 9 Bú munu stækka verulega og einingum fækka mjög mikið. Miðað við spá um hugsanlega afurðaaukn- ingu á grip. og minnstu hugsanlega þörf fyrir búvörur og innflutning I löku árferði. þyrfti aðeins 2000 bú til að anna framleiðslunni. Er þá miðað við 1000 fjárbú með 490 fjár og 1000 kúabú með 30 mjólkurkýr að meðal- tali Eftir þessu myndi býlum fækka nær þvi um helming næsta áratuginn Er þá ekki reiknað með tómstunda- búskap. % Rekstrarörðugleikar í búskap og hjá vinnslustöðvum verða fyrst í stað bæði vegna aukinnar fjárþarfar og vegna þess, að nokkurn tlma tekur að ná hámarkshagkvæmni við miklar breyt- ingar á rekstri. Þegar fullri hagkvæmni r náð mun framleiðslukostnaður væntanlega geta lækkað nokkuð frá þvl, sem nú er Verðlag til neytenda þyrfti þó ekki að lækka að sama skapi, a.m k ekki á vörum, sem ekki er hægt eða erfitt er að flytja inn. Við þetta yrðu tekjur bænda hærri hlutfallslega og aðstaða þeirra til að ná hagstæðum verðlagssamningum myndi batna. ^ Þörf mun verða fyrir nýja fjárfest- ingu I ræktun, vélum, útihúsum og ibúðarhúsum og sömuleiðis I húsakosti og tæknibúnaði vinnslustöðva. Þá mun verða þörf fyrir umtalsvert fjármagn til að styrkja óhagkvæmar einingar til að hætta rekstri, auk þess sem fjármagn glataðist i ónotuðum framleiðsluein- ingum Breytingar á byggð i landinu myndu gera það að verkum, að ýmsir framleiðslumöguleikar og hlunnindi nýttust ekki 9 Breyting á fjölda mjólkurkúa verður litil, en sauðfé mun fækka úr 860 000 1975 I 500—600 þús. árið 1985 eða um 30—40% eftir því hvort kjöt verður niðurgreitt eða ekki. 9 Framleiðslumagn kindakjöts mun minnka úr 14.500 tonnum 1975 i 10 — 11 /D00 tonn árið 1 985, eða um 23 — 30% Mjólkurframleiðslan mun aukast I samræmi við auknar neysluþarfir innanlands eða úr 108 millj. Iltra i 1 10 — 120 millj lltra eftir því hvort mjólkurafurðir verða niður- greiddar eða ekki. 9 Ullarmagn minnkar nokkuð þótt ull komi betur til skila en nú. Gærum fækkar úr 960.000 I 650 — 770eftir kjötneyslu. LeiS 3: Stefnt yrði að aukningu fram- leiðslunnar og að því að gera land- búnaðarafurðir samkeppnishæfar á erlendum mörkuðum, þannig að út- flutningsverð nægi til greiðslu á fram- leiðslukostnaði Ef beina á þróuninni inn á þessa braut þyrfti m.a. að beita eftirfarandi aðgerðum, sem bætt gætu aðstöðu landbúnaðarins til útflutnings. ^ Búa þyrfti að landbúnaðinum sem útflutningsatvinnuvegi með þvlað létta af framleiðslunnitollum og öðrum álög- um til rlkissjóðs 0 Lækka yrði vinnu- og fjármagnsþörf á hverja framleidda einingu verulega með aukinni hagræðingu og tæknibeit- ingu, bæði við búskap og hjá vinnslu- stöðvum. 0 Leita yrði nýrra og betri markaða. Kynningar- og sölustarfsemi yrði að stórauka 0 Auka þyrfti ræktun. sem svarar auknum búfjárfjölda og gera fóðuröflr un árvissari og gæði og nýtingu heyja betri en nú er Stórauka þarf innlenda kjarnfóðurframleiðslu. 0 Stórauka þarf rannsóknir, fræðslu- starfsemi og leiðsögn að þvi er varðar tæknibeitingu, vinnuhagræðingu, ræktun, heyöflun, fóðrun, kynbætur og rekstrarhagkvæmni 9 Veita þarf meira fjármagni til land- búnaðarins og á viðunandi kjörum. Þessari leið mundi væntanlega fylgja eftirfarandi þróun: ^ Bú munu stækka verulega og sér- hæfing aukast Þörf fyrir fjárfestingu yrði mjög mikil I byggingum og tækni- búnaði. 9 Búast má við, að samfara ofan- greindum aðgerðum til umbreytinga I landbúnaði og opnun nýrra markaða leysist úr læðingi kraftur, sem komi fram í framkvæmdavilja og bjartsýni, a.m.k. hjá yngri og atorkusamari bændum Hins vegar muni hinar hörðu samkeppnisaðstæður valda þvi, að búskapur við lakari aðstæður legð- ist niður og bændum með sauðfjár- búskap fækkaði. þótt hugsanlega yrði ekki heildarfækkun fólks við bústörf Fjölskyldubú yrðu áfram ráðandi búrekstrarform, en verkaskipting á milli búa myndi væntanlega aukast Á stærri búum mundi verkaskipting einn- ig aukast og þau yrðu væntanlega rekin með aðkeyptu vinnuafli a.m.k. á vissum árstlmum ^ Verð á landbúnaðarvörum til neyt- enda mun lækka og færast nær útflutn- ingsverði 9 Væntanlega yrði leyfður frjáls inn- flutningur á þeim búfjárafurðum, sem ekki hefðu I för með sér hættu á innflutningi sjúkdóma ^ Sauðfé mun fjölga verulega og kjöt- framleiðsla af þvi aukast hlutfallslega enn meir. Ekki eru likur á fjölgun mjólkurkúa umfram það, sem þarf fyrir innanlands- þarfir, en kjötframleiðsla af nautgrip- um mun aukast ^ Ullarframleiðsla mun aukast um- fram fjárfjölgun Miðað við 900 000 kindur gæti hún orðið 2200 tonn eða aukist um 80% frá 1975. Lambsgær- ur gætu þá, miðað við sama timabil, orðið um 1350 000. sem er um 40% aukning 0 Mannfjöldi við bústörf mun verða svipaður eða aukast og sömuleiðis mannafli við úrvinnslu. Fjölgun mun verða I þjónustugreinum fyrir land- búnaðinn 0 Atvinnutækifærum i ullar-og gæru- iðnaði mun fjölga verulega 9 Búseturöskun mun verða litil, og fólki, sem vinnur þjónustustörf og býr i sveitum, mun fjölga ^ Beitarálag á úthga eykst f rá þvi sem nú er Ræktun beitilands mun aukast og jöfnun á beitarálagi mun verða nauðsynleg Yrði leið 3 valin er Ijóst, að sérstakt átak þyrfti til að koma nauðsynlegum umbreytingum I framkvæmd Um- breytingunni munu fylgja miklir erfið- leikar fyrir þá bændur, sem ekki hefðu möguleika til að fylgjast með þróun inni, þannig að bú þeirra yrðu sam- keppnisfær við hin nýju markaðsskil- yrði Hóflegur aðlögunartimi verður algjör nauðsyn Þá fylgdi þessari leið verulega aukin áhætta fyrir landbúnaðinn i markaðs- legum efnum og finna yrði leiðir til að vernda atvinnuveginn fyrir stóráföllum. hliðstætt verðtryggingasjóðum sjávar- útvegs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.