Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 31 — Minning Sigríður Framhald af bls. 19 stundum í lífi hennar hve einlæg trúkona hún var. Hún var einnig vel greind, ávallt glöð í viðmóti og gædd miklu lífsfjöri. Eins var henni auðvelt að tjá sig við hvern sem var, og átti gott með að halda uppi samræðum, enda hafði hún frá mörgu að segja og lifði tímana tvenna. Oftlega heyrði ég hana taka málstað þeirra, sem stóðu höllum fæti í Hfsbaráttunni, og gat hún þá verið ákveðin á svipinn. Árið 1936 ræðst Sigrfður sem ráðskona til Jens Kristjánssonar, er þá hafði stofnað nýbýlið Vonar- land, en það er byggt úr landi Melgraseyrar. Segja má að Vonarland hafi verið hennar heimili upp frá því. En eftir að Jens andaðist 1967 hefur Sigrlður að langmestu leyti dvalið á veturna hjá dótturdóttur sinni Sigrúnu Guðmundsdóttur og manni hennar Böðvari Magnússyni. Hjá þeim leið henni eins vel og best varð á kosið. En á hverju sumri fór hún vestur að Vonarlandi og þar naut hún þeirr- ar náttúrufeguðar og kyrrðar, sem umhverfið er svo ríkt af. Þau Sigrlður og Jens tóku fimm börn I fóstur um lengri eða skemmri tlma. Raunar má segja að þau "hafi verið fleiri, því að heimilið á Vonarlandi var mörgum börnum sólar- og sælu- staður i f jölda mörg sumur. Sigrfður var ekki aðeins góð og elskuleg amma börnum okkar, heldur og öllum slnum barna- börnum, sem nutu þess að fá að vera hjá henni. Og sama var að segja um Jens, hann var sérlega barngóður, og minningar frá hans tlma ylja manni ævinlega, þegar hugsað er til Vonarlands. Sigríður var, að eigin sögn, svo lánsöm að eiga sér góða og hjálp- sama nágranna, og hún var þeim mjög þakklát er hún leit yfir liðna tlð. Nú þegar tengdamóðir mín er látin, er margs að minnast og margt að þakka. Mér verður löngum minnisstætt hve vel hún tók mér og hlýlega, er ég sá hana í fyrsta sinni. Og sá hlýhugur hennar til min og minnar fjöl- skyldu fór heldur vaxandi allt til lokadags. Faðir lffs og ljóss leiði hana og blessi. Gfsli Guðmundsson. — Aðalfundur Framhald af bls. 5 við kjallara hafnar. Þar munu börn hússins fá ágæta leikaðstöðu þegar þar að kemur. tbúðarhæð- unum verður slðan skipt niður I einingar og er líklegt að þar geti amk. 9—10 fjölskyldur dvalið samtlmis. Þá verða og skýrð f jöl- mörg önnur mál sem stjórn FEF hefur unnið að á starfsárinu. Siðan verða lagðir fram og kynnt- ir reikningar félagsins og kemur fram I þeim að fjáröflun á árinu mun haf a verið um þrjár milljón- ir brúttó og hefur aldreí verið meiri. Að svo búnu f er f ram kjör nýrr- ar staórnar, en sýnt er að töluverð endurnýjun og meiri en oft áður verður á stjórn félagsins. Þegar aðalfundarstörfum er lokið verða jólakort félagsins afhent, en fél- agsmenn hafa löngum sýnt dugn- að við sölu þeirra. Að þessu sinni eru fjórar nýjar gerðir, tvær með barnateikningum og tvær með teikningum eftir Þorbjörgu Hösk- uldsdóttur listmálara. — Fjarskiptum mótmælt Framhald af bls. 1. hinu kröftuga senditæki Rússa sé liður I rannsóknaráætlun og þau hafa truflað útvarpsfjarskipti milli Danmerkur og Grænlands og skipa og lands. Norðmenn og Svíar hafa einnig skýrt frá því að þeir hafi átt við fjarskiptaerfiðleika að strfða á undanförnum mánuðum vegna sovézka senditækisins. I Kaupmannahöfn er sagt að útvarpshljóðmerkin hafi I raun og veru stöðvað útvarpsfjarskipti á hinu hernaðarlega mikilvæga svæði milli Grænlands og Noregs sem á strlðstlmum yrði vettvang- ur tilrauna af hálfu NATO til að stemma stigu við hvers konar sókn sovézka flotans frá herstöðv- unum á Kola-skaga. Danska póst- og slmamála- stjórnin hefur fjórum sinnum borið fram mótmæli við Rússa út af málinu slðan I ágúst en ekkert svar hefur borizt. Talsmaður utanrlkisráðuneytis- ins sagði I dag að mótmælin sem sendiherrann mundi afhenda væru einungis tæknilegs eðlis og alls ekki pólitlsk. Gert er ráð fyrir að þau verði afhent snemma I næstu viku. — Líbanon Framhald af bls. 1. Sýrlenzku friðargæzlusveitirn- ar eiga að friða landið en að því er bezt er vitað hafa þær enn ekki skotið einu einasta skoti I þvl skyni. Þær brugðust hins vegar skjótt við þegar f jórum óvopnuð- um hægri falangistum var rænt og þeir myrtir I gær. Handtóku þær um 300 múhameðstrúarmenn I nálægu þorpi, en slepptu öllum nema 19, sem dregnir verða fyrir herdómstól. Haf a leiðtogar f alan- gista krafist dauðadóms yfir peim. f AUGLÝStNGASÍMINN ER: 2^22480 — Benn Framhald af bls. 1. deildarinnar, en I henni sitja að- eins ókjörnir aðalsmenn og Ihaldsmenn hafa alltaf haft þar meirihluta. Var deildin stofnuð á 13. öld. Lávarðarnir munu þó llklega halda áfram að tefja lagafrum- vörp rlkisstjórnarinnar I næstu viku enda eru lávarðar úr röðum Ihaldsmanna og frjálslyndra hvattir til þess af leiðtogum þess- ara flokka. HÓTEL BORG Okkar vinsæla kalda borð í hádeginu í dag Heimsókn Cusack-hjónanna Jim Cusack forstöðumaður endurhæfingarheimilisins Veritas Villa heldur fyrirlestur í fundarsal að Hótel Loftleiðum á morgun sunnudaginn 14. nóvember kl. 15 (kl. 3 s.d.) Umræðuefni: Disease Concept of Alcoholism þ.e.a.s. skilgreining á sjúkdómnum alkóholisma. Allir áhugamenn um málefnið eru velkomnir en það skal tekið „ fram að fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, og ekki túlkaðurá íslensku. Eftir fyrirlesturinn mun Jim Cusack svara fyrirspurnum áheyrenda. Freeportklúbburinn. agggEjgg^ggggEjEjEJElElEJEjr^ § SJgtön 1 | Bingó kl. 3 ídag. 1 jnj Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.— kr. BBJBJEJElElBlElE1ElElS|Ei]E}E|E|ElElBigtBJ Akranes Rabsodia í kvöld ALLAR VEITINGAR Fjörið verður á hótelinu í kvöld toMk HVOLL Þrumudansleikur OPIÐ ÍKVÖLD Hljómsveh Gunn/augs- sonar Strandgötu 1 Hafnarfirði simi 52502. Matur f ramreiddur frá kl. 7. DansaS til kl. 2. SpariklseSnaSur '. <'*- 4 , :wí J5^ '•'*': *$l' HAUKAR með lög af nýju plötunni Gestur kvöldsins Sven Arve. Sætaferðir B.S.Í. kl. 8.30, Selfoss, Hvera- gerði, Laugavatni, og Þorlákshöfn. Nefndin. ILEIKFELAG REYKJAVIKUR EMl OGr <MaO u Eftir Agnar Þórðarson — Leikstjóri Sigriður Hagalín — Leikmynd Jón Þórisson, Frumsýning i Austurbæjarbiói i kvöld kl. 21. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarblói frá kl. 16. sími 11384. HÚSBYGGINGASJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.