Morgunblaðið - 27.11.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 27. NOVEMBER 1976
3
SNÆBJÖRN Jónasson hefur ver-
íð skipaður vegamálastjóri frá 1.
desember næstkomandi, en var
settur vegamálastjóri við fráfall
Sigurðar Jóhannssonar f sfðasta
mánuði. Morgunblaðinu barst f
gær fréttatilkynning frá sam-
gönguráðuneytinu og fer hún hér
á eftir:
Snæbjörn Jónasson
„Forseti íslands hefur sam-
kvæmt tillögu samgönguráðherra,
skipað Snæbjörn Jónasson, til að
vera vegamálastjóri frá 1. desem-
ber n.k. að telja.
Snæbjörn Jónasson er fæddur á
Akureyri 18. desember 1921.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vor-
ið 1941, og prófi i byggingaverk-
fræði frá Háskóla Íslands 1946.
Ennfremur stundaði Snæbjörn
framhaldsnám við tækniháskól-
ana í Zurich 1947—1948 og
Massachussets 1951.
Snæbjörn hóf störf hjá Vega-
gerð ríkisins 1948, varð deildar-
verkfræðingur 1963, yfirverk-
fræðingur 1964, forstjóri tækni-
deildar 1974 og var settur vega-
málastjóri eftir fráfall Sigurðar
Jóhannssonar í síðasta mánuði.
Snæbjörn Jónasson er kvæntur
Bryndisi Jónsdóttur."
Sr. Garðar
kveður
söfnuð sinn
SÉRA Garðar Svavarsson
sóknarprestur í Laugarnesi
flytur kveðjuguðsþjónustu sfna
f Laugarneskirkju á morgun,
sunnudaginn 28. nóv. kl. 11 ár-
degis.
Sr. Garðar hefur verið prest-
ur í Laugarnesi óslitið í 40 ár og
rækt starf sitt af mikilli alúð og
skyldurækni.
Fiskiþing:
„Ekkert rúm fyrir
erlend veidiskip
A FISKIÞINGI var í gær sam-
þykkt eftirfarandi tillaga með öll-
um greiddum atkvæðum, en þar
er mótmælt samningum um veiði-
heimildir til annarra þjóða f
fslenzkri fiskveiðilögsögu:
alvarlegt að ekki sé til bjargar
annað en minnka stórlega afla-
magnið. Með þá staðreynd i huga
virðist ekkert rúm fyrir erlend
veiðiskip i islenskri fiskveiðilög-
sögu.
Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, setur flokksráðs- og formanna-
ráðstefnu flokksins f gær. Til vinstri á myndinni sést Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra og
varaformaður flokksins. Til hægri ritarar ráðstefnunnar, Sigrún Sigfúsdóttir Hveragerði, og Einar
Oddur Kristjánsson. Flateyri.
Flokksráðs- og formannaráðstefnan:
Kjördæmaskipan - kosn-
ingalög - og staða stjórn-
málaflokkanna í löggjöf
— meðal dagskráratriða ráðstefnunnar —
Flokksráðs- og formannaráð-
stefna Sjálfstæðisflokksins var
sett á Hótel Esju f gær klukkan
þrjú. Geir Hallgrfmsson, for-
sætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, flutti þar
tæplega tvöhundruð ráðstefnu-
gestum yfirlitsræðu um þróun
þjóðmála frá þvf landsfundur
flokksins var haldinn á sl. ári.
Að lokinni ræðu flokksfor-
mannsins var kjörin stjórn-
málanefnd, sem vinna á drög að
stjórnmálayfirlýsingu í hendur
ráðstefnunnar, er fjallar nánar
um það atriði siðdegis á morg-
un.
Dr. Gunnar Thoroddsen,
félagsmálaráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins,
flutti erindu um „kjördæma-
skipan og kosningalög", þar
sem hann rakti þróun þessara
mála hér á landi, helztu hug-
myndir sem uppi eru í þessum
efnum, m.a. í stjórnarskrár-
nefnd, og fyrirkomulag þessara
mála með þeim þjóðum, sem
viðmiðun er frekast að sækja
til.
Ellert B. Schram alþingis-
maður hafði framsögu í mála-
flokknum „staða stjórnmála-
flokka i löggjöf" dagsins í dag.
Gerði hann i ítarlegu máli grein
fyrir eðli og starfsvettvangi
stjórnmálaflokka, þeirri gagn-
rýni, sem nú er haldið uppi á
hendur þeim, og hugmyndum
um lögglöf um stjórnmála-
flokka, stöðu þeirra, fjármál,
réttindi og skyldur. Ellert á
sæti í milliþinganefnd f.h.
Sjálfstæðisflokksins, ásamt Sig-
urði Hafstein, framkvæmda-
stjóra hans, en hún fjallar um
hugsanlega nýja lögglöf i þessu
efni. Gerði hann og grein fyrir
starfssviði ne.ndarinnar.
Jón Steinar G'innlaugsson
lögfræðingui gerói grein fyrir
„sameiginlegri álitsgerð um
kjördæmaskipan og kosninga-
réttarmálefni", sem samvinnu-
nefnd æskulýðssamtaka ís-
lenzku lýðræðisflokkanna
(Sambands ungra framsóknar-
manna, Sambands ungra jafn-
aðarmanna og Sambands ungra
sjálfstæðismanna) hefur látið
frá sér fara, til að auka á virk-
ara lýðræði og stuðla að jöfnun
kosningaréttar.
Að loknum framangreindum
framsöguerindum hófust frjáls-
ar umræður, sem stóðu út
fundartíma gærdagsins.
Ráðstefnunni verður fram
Framhald á bls. 17
Fiskiþing mótmælir
eindregið að nokkrir samningar
verði gerðir um veiðiheimildir
erlendra þjóða innan ísl. fisk-
veiðilögsögu.
Ástand bolfiskstofnanna er að
mati þeirra sem best þekkja, svo
Vinsælu„Blmé”ilmvötnin frá MAX FACTOR
eru fáanleg í helstu snyrtivöruverslunum.
Snæbjörn skipað-
ur vegamálastjóri
Komust pilt-
arnir á fund
kvenfangans
nóttina áður?
VEGNA frétta Morgunblaðsins
um tilraunir tveggja pilta til að
reyna að ná fundi kvenfanga í
Hegningarhúsinu til að fá við
hann blaðaviðtal hafði Þórarinn
Jón Magnússon ritstjóri
unglingablaðsins Samúels sam-
band við Morgunblaðið. Vildi
hann koma þvf á framfæri, að
hann hefði talið það algjört grfn
hjá piltunum, þegar þeir buðu
honum að taka viðtal við umrædd-
an gæzlufanga, Erlu Bolladóttur.
Hefði ekki hvarflað að honum að
piltarnir ætluðu sér þetta og þvf
hefði hann beðið þá f grfni að
koma til sfn með viðtalið. Hafi
umræddir menn á engan hátt
verið á vegum Samúels.
Síðan segir orðrétt i athuga-
semd ritstjórans: „Síðar hefur
komið f ljós, að þeir félagarnir
höfðu heimsótt Erlu aðfararnótt
þess dags, er þeir komu að máli
við ritstjóra Samúels. í þeirri ferð
Framhald á bls. 17
v
Ólafur Kjartansson, Heildverzlun, Lækjargötu 2