Morgunblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER 1976 £>
Kirkjukórinn á Raufar-
höfn með aðventutónleika
Raufarhöfn, 26. nóvember.
Þorbergur Guðmundsson og Finnbogi Ásgeirsson.sölumenn hjá Sveini Egils
syni, við Cortinu 2000 Ghia. Þaí5 er dýrasta tegund Cortinunnar, kostar
tæpar 2.4 milljónir, en Cortina 1 600 kostar frá 1.765 þúsund kr.
Breytt útlit Cortinu 1977:
Stærri rúður —
endurbætur á vél
Á FYRSTA sunnudegi í aðventu,
sem er á morgun, gengst kór
Raufarhafnarkirkju fyrir tón-
leikum I Félagsheimilinu Hnit-
björgum á Raufarhöfn. Þeir hefj-
ast klukkan 17 og flytjendur auk
kirkjukórsins eru kór Raufar-
hafnarskóla, Orthulf Prunner,
Fengu 46
lúður á
haukalóðir
Stykkishólmi 26. nóvember
TVEIR menn, Hermann Guðmunds-
son og Sigurður Sörensson, fóru
fyrir skömmu út á 1 5 tonna bát og
höfðu meðferðis haukalóðir, sem
þeir lögðu I sjó. Öfluðu þeir mjög vel,
eða 46 lúður yfir daginn. Voru þetta
feitar og fallegar lúður, frá 4 kg og
uppúr. Verðmæti aflans skiptir tug-
um þúsunda króna. — fréttaritari.
sem einnig er undirleikari, og
Margrét Bóasdóttar, en hún er
jafnframt stjórnandi kóranna
Á efnisskrá þeirra eru verk eft-
ir J.S. Bach, W.A. Mozart,
Johaness Brahms, negrasálmar,
madrígalar og íslenzk þjóðlög í
raddsetningu Jóns Ásgeirssonar.
Einsöng með kór kirkjunnar
syngur Guðrún Stefánsdóttir, en
tvísöng með skólakórnum Ragnar
Erlangsson og Svava Árnadóttir.
Orthulf Prunner leikur á píanó
tvö verk eftir J.S. Bach og
Margrét Bóasdóttir syngur lög
eftir Pál ísólfsson, Sigvalda
Kaldalóns og Franz Schubert.
Aðgangseyrir að tónleikunum
rennur að hluta til skólakórsins,
en hann undirbýr nú þátttöku í
landsmóti barnakóra, sem haldið
verður í Reykjavik i vor. I kórn-
um eru nú 33 félagar og fjöldi
flytjenda á þessum tónleikum er
alls 61. Til gamans má geta þess
að íbúar á Raufarhöfn eru um
500. — Helgi
UM HELGINA verður kynnt hjá
Sveini Egilssyni h.f. árgerð 1977 af
Ford Cortinu. Hefur Cortinan tekið
nokkrum útlitsbreytingum, en
undanfarin ár hefur hún verið svo til
óbreytt. Af þeirri gerð sem framleidd
hefur verið árin 1971 — 76 hafa nú
verið seldar um 2200 bifreiðar.
Af helztu breytingum á þessari nýju
Cortinu má nefna að útsýni er um 15%
meira, bæði um fram- og afturrúðu
Fjaðraútbúnaði hefur einnig verið
breytt og er nú sjálfstæð gormafjöðrun
á hverju hjóli og er sjálfkrafa jöfnun á
fjöðrum í samræmi við hleðsiu. Þá má
nefna fullkomnari loftræstingu og
aukna eingangrun sem minnkar vegar-
og vélarhljóð Gerðar hafa verið endur-
bætur á vél, sérstakga blöndungi og
segir að það muni spara bensín um allt
að 10% í innanbæjarakstri, án þess að
draga úr vélarorku
Forráðamenn Sveins Egilssonar h f
sögðu að þégar Cortinan árgerð 1 97 7
hefði verið sett á markað í Bretlandi
hefði strax komið i Ijós að verk-
smiðjurnar myndu ekki anna eftirspurn
á næstu mánuðum.
Fyrsta sendingin af þessari nýju teg-
und er nærri uppseld og er næsta
sending væntanleg í desember og til
afgreiðslu i janúar Bílasýning verður i
húsnæði Sveins Egilssonar, að Skeif-
unni 1 5 i dag, laugardag. kl 10—18.
og á sama tima á morgun og i tengsl-
um við sýninguna eru sýndar kvik-
myndir um bílaframleiðslu. m a hvern-
ig bilar eru teiknaðir og ýmislegt um
varahlutaþjónustu og fleira
Afmælis-
helgi í
Langholti
BRÆÐRAFÉLAG Langholts-
safnaðar hefur árum saman
undirbúið myndarlegt aðventu-
kvöld árlega á afmælisdegi
safnaðar sfns f upphafi jólaföstu.
Svo er einnig nú þ. 28. növember.
Ber þar margt til fagnaðar þessu
sinni. Vígður verður skfrnar-
fontur við aðalmessu dagsins,
sem kirkjunni barst að gjöf.
Á laugardagskvöldið 27. nóv.
verður æskulýðsfélag safnaðarins
vakið til starfs að nýju. Það ætti
öllum að vera gleðiefni. Og þann
dag minnast einnig blómlegar
deildir AA og AI-Anon, sem hafa
starfsemi sína í Safnaðarheimil-
inu, afmæla sinna.
Samkomur afmælisdagsins
hefjast með barnasamkomu kl.
10.30 að morgni. Hátíðamessa
verður kl. 14 þann dag 28. nóv.
Þar verður flutt ávarp og fjöl-
breytt tónlist, kórsöngur, einleik-
ur og einsöngur undir stjórn
Guðna Guðmundssonar organ-
leikara.
Aðalræðu kvöldsins flytur frú
Hrefna Tynes um Æskulýðsstarf-
semi þjóðkirkjunnar og hjálpar-
starfsemi. En Hrefna er þekkt
sem æskulýðsleiðtogi við barna-
starf kirkjunnar og hefur unnið
að fjölbreyttu starfi á Biskups-
stofu árum saman. En um starf-
semi þar eru margir litt fróðir.
Heiðrar hún þannig Æskulýðs-
félag safnaðarins.
Eins og oftast áður á aðventu-
kvöldum verður tekið á móti
framlögum til Liknarsjóðs Lang-
holtssafnaðar um þessa afmælis-
helgi. Þann sjóð er metnaðarmál
að efla sem mest. Oft er þörf að
styrkja og gleðja. Fjölmennið á
samkomur dagsins.
(Fréttatilkynning).
SJÓMANNADAGSRÁÐ 1 Reykjavfk og Hafnarfirði hafa undanfarið
verið að reisa nýtt dvalarheimili f Hafnarfirði fyrir aldraða sjómenn.
Byggingin verður fokheld f dag. Er hér um að ræða 5 hæða byggingu,
hið veglegasta hús, svo sem sjá má af meðfylgjandi mynd.
OUMDEILDIR YFIRBURÐIR
Um flest er deilt og
sjaldnast eru menn á
eitt sáttir.
Fáir hafa þó orðið til að
véfengja gæði og tækni-
snilld MARANTZ hljóm-
tækjanna.
Þótt enn sé biðlisti og
nokkur afgreiðslutími,þá
hvetjum við þig til að kynna
þér MARANTZ hljómtækin
og kaupa þau.
SAMVALDAR NESCO
HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR
Leiðandi fyrirtæki
á sviði sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.
Marantz 7 G hátalari. Verð kr. 53.500. stk.
Marantz höfuðtól kr. 9.900.