Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 10

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 „30. marz, 1949” medal nýrra bóka frá Erni og Örlygi . .ég vil nú hafa mínar konur sjálfur" — Enginn veit hver ann- ars konu hlýtur — 30. marz 1949 — Robinsó Krúsó og Heiða. Allt eru þetta titlar nýrra bóka frá bókaútgáfunni Erni og Örlygi hf. sem koma út um þessar mundir. . .ég vil nú hafa mínar konur sjálfur" er ævisaga Ólafs Jónsson- ar frá Oddhóli og fyrrum frá Álfs- nesi í skrásetningu Dags Þorleifs- sonar. Að sögn útgefenda er hér um að ræða einhverja opinskáustu ævisögu sem gefin hefur verið út — einkum varðandi sumt. „Enginn veit hver annars konu hlýtur" er nýjasta bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk, „mest lesna höfundar á Islandi." Bókin 30. marz 1949 fjallar eins og heitið ber með sér, um inn- göngu Islands í Atlantshafabanda- lagið og óeirðirnar á Austurvelli vegna þessa. Tildrögin að útkomu bókarinnar var útvarpsþáttur um þessi mál í umsjón Páls Heiðars Jónssonar og Baldurs Guðlaugs- sonar, sem vakti athygli útgefend- anna og fengu þeir þá Pál Heiðar og Baldur til að skrifa bókina. Á blaðamannafundi með útgefend- um og höfundum bókarinnar voru kynntar ofantaldar bækur og þá var einnig sýnd kvikmynd, sem Sveinn Björnsson tók af óeirðun- um fyrir utan Alþingishúsið. Hafa rammar úr kvikmyndinni verið notaðir I ríkum mæli til að mynd- skreyta bókina. Þá eru einnig fjöl- margar ljósmyndir, sem Ólafur K. Magnússon tók áuk annarra ljós- myndara. Að sögn höfundanna, er bókin tvískipt og segir í fyrri hlut- anum frá inngöngunni í Atlants- hafsbandalagið, stjórnmálaástand- inu sem ríkti bæði hér heima og erlendis á þessum tímum, viðhorf- um fslenzku stjórnmálaflokkanna o.fl. I síðari hlutanum er svo skýrt frá óeirðunum. Eins og áður sagði er bókin afar myndmörg. ítarleg heimildaskrá fylgir og kemur þar fram að þeir Baldur og Páll Heiðar hafa, auk þess að styðjast við bækur og ritgerðir, rætt við mikinn fjölda fólks, sem man atburðina og birtast mörg þeirra viðtala í bókinni. Aðspurðir hvort þeir teldu sig hafa getað lagt hlutlaust mat á þá atburði, sem bókin segir frá, svör- uðu höfundar þvf til að 30. marz 1949 væri fyrst og fremst lýsing, þar sem ekki væri felldur dómur. „Ég vonast til,“ sagði Baldur Guð- laugsson, “að bókin beri þess ekki allt of mikil merki hver afstaða okkar er.“ Ofannefndur blaðamannafund- ur var ekki hvað sízt haldinn f tilefni 10 ára afmælis bókaútgáf- unnar Arnar og örlygs hf. en hún var stofnuð þ. 25. nóv. 1966. Fyrsta bók útgefendanna var Landið þitt eftir Þorstein Jósepsson en á þessu tiu ára timabili hafa komið út um 800 þúsund eintök, eða 4 bækur á meðaltali á hvert manns- barn i landinu. Nýtt íslands- kort Ferðafé- é lags lslands Við striðslok á Austurvelli. Ljósmynd ól.K.M. Morgunblaðid óskareftir ________ðarfólki ÚTHVERFI Blesugróf Seljabraut Upplýsingar í síma 35408 siíBsEJ Vökuljóð fyrir alla Ný ljóðabók eftir Óskar Aðalstein Ný ljóðabók eftir Óskar Aðalstein KOMIN er út hjá Ægisútgáfunni ný ljóðabók eftir Óskar Aðalstein, skáld og vitavörð i Galtarvita. Hann hefur um 30 ára skeið sent frá sér 16 bækur, en þessi bók er hins vegar fyrsta ljóðabókin frá hans hendi. 1 Vökuljóðum eru fjórir ljóða- flokkar. Viðamestur er flokkur- inn Eyjavaka, þar sem skáldið yrkir um náttúruhamfarir í Eyj- um og afleiðingar þeirra fyrir mannfólkið. Flokkurinn Vitaljóð er eins og nafnið bendir til upp- runninn að vestan, en í þriðja flokknum sem heitir Lampinn, yrkir Óskar Aðalsteinn um gamla fólkið, sem hefur orðið eftir í plássunum, þegar aðrir fluttust burtu. Lokaflokkur bókarinnar heitir Kjar'(alskviða og fjallar um komu og vinnu málarans þar vestra. Gísli Sigurðsson hefur teiknað forsíðumynd, sem tengd er ljóða- flokknum um Eyjar og Gísli hefur einnig myndskreytt bókina. Ot er komið nýtt Islandskort F.I. Kortið er í mæli- kvarða 1:750 þús. og er þetta 17. útgáfa af uppdrætti Islands, sem F.I. gefur út. Á þessu korti eru ýmsar upplýsingatöflur, sem ekki hafa verið á kortum áður, svo sem nokkrar vegalengdir á milli fjar- lægra staða, t.d. er hringvegurinn 1416 km. langur. Ennfremur er tafla um hæð nokkurra fjallvega yfir sjó. Þá er og skrá yfir helztu virkar eldstöðvar á tslandi og þekkt gos í þeim eftir að land byggðist. Eins og á undanförnum útgáf- um er vegakort á bakhlið tslands- kortsins, þetta vegakort er nú í mælikvarða 1:600 þús. en það er nýjung, áður hafa vegakortin ver- ið I sama mælikvarða og íslands- kortin. Á þessu korti eru allir aðalvegir númeraðir samkvæmt núgildandi vegamerkingum. Er vegakortið i þessari stærð mun aðgengilegra til notkunar en vegakortin, sem áður hafa verið gefin út. Er vegakortið yfirfarið af Vegamálaskrifstofunni. Is- landskortið hafa Landmælingar Islands endurskoðað. Agúst Böðvarsson frv.forstöðumaður Landmælinga hafði yfirumsjón með útgáfu á kortinu. Kortið er prentað í Grafik hf, eftir uppdráttum Geodætisk Insti- tut. Kápan er gerð f Offsettmynd- um sf., forsíðuna á henni prýðir mynd af Eystrahorni og Hvalnesi, en myndina tók Páll Jónsson. Seljum út: Franskar kartöflur og okkar vinsæla hrásalat og sósur, Ennfremur okkar vinsæli gamaldags rjómaís. ásamt fjölda smárétta. Sendum heim. Suöurveri Stigahlíð 45 sími 38890 ýtt frá SELF RISING“ hveiti Hveitiblanda þar sem hver bolli inniheldur 1V4 tsk. af lyftidufti og 'A tsk af salti. Hveiti þetta er með minna eggjahvituefni (protein) en venjulegt hveiti og er því kjörið i kex og kökur. 1 allar venjulegar uppskriftir með lyftidufti er mjög gott aönota Pillsbury’s „SELF RISING" hveiti og er þá lyftidufti og salti sleppt. Aðeins I súkkulaðikökur og bakstur, sem ekki er gert ráð fyrir lyftidufti í, er ekki mælt með Pillsbury’s „SELF RISING” hveiti. Mistök I blöndun lyftidufts og hveitis, orsaka tök í bakstri. Það vandamá! er úr sögunni notað er Pillsbury’s „SELF RISING"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.