Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
Jón S. Pálmason,
Þingeyrum
F. 29. júlí 1886.
D. 19. nóv. 1976.
Jón Sigurður Pálmason, fyrrum
bóndi á Þingeyrum andaðist á
Héraðshælinu á Blönduósi 19.
þ.m. rúmlega níræður að aldri.
Hann var fæddur að Felli í Sléttu-
hlið þ. 29. júlí 1886, sonur hjón-
anna Pálma Þóroddssonar, prests
að Felli og Önnu Jónsdóttur
Hallssonar, prófasts að Glaumbæ
í Skagafirði. Eignuðust þau hjón
12 börn og komust 11 til full-
orðinsára. Var Jón þriðji í röð-
inni. Var til þess tekið, hvað
barnahópurinn þeirra prests-
hjóna var glæsilegur og urðu þau
systkini öll mesta myndar- og at-
gervisfólk. Eins og nærri má geta
var mörgu að sinna á svo barn-
mörgu heimili. Tók Jón snemma
til höndunum og vann heimili
sinu allt sem hann mátti og kraft-
ar leyfðu. Ungur fór hann í
Búnaðarskólann i Ölafsdal og
lauk þaðan námi vorið 1905. Hann
dáði mjög þau Ólafsdalshjón, sem
reyndust honum ávalt sem beztu
vinir. Hugur hans stóð allur til
búskapar og þegar Torfi skóla-
stjóri sagði piltum sinum frá veru
sinni á Þingeyrum kviknaði sú
löngun í brjósti unga piltsins að
eignast þessa kostajörð og að því
yrði keppt enda þótt ekkert annað
blasti þá við fátækum sveitapilti
en vinna hörðum höndum fyrir
daglegu brauði.
Eftir veruna í Ólafsdal fékkst
hann við jarðabótastörf i svei sinn
milli þess sem hann vann að búi
föður síns. Að nokkrum árum
liðnum réðst hann til móður-
bróður sins Stefans Jónssonar,
faktors á Sauðárkróki, og var þar
við verzlunarstörf en gerðist
verzlunarstjóri við sömu verzlun
vorið 1910, þegar Stefan frændi
hans féll frá.
Jón var aldrei sáttur við þá til-
hugsun að gera' verzlun að ævi-
starfi. Hugur hans leitaði út i
sveitina þar sem gróðurinn ang-
aði á vorin og moldin kallaði á
krafta hans framsýni og dugnað.
En vandi var að fá gott jarðnæði á
þeim tímum og kotungsbúskapur
var ekki að hans skapi. Ennþá
voru Þingeyrar efst í huga hans.
Svo bauðst tækifærið. Þing-
eyrar voru til sölu veturinn 1914
og hann keypti jörðina enda þótt
mörg ljón væru á veginum. Þing-
eyrar þóttu þá hlunnindajörð, lax-
og silungsveiði var þar mikil einn-
ig selveiði i Húna- og Bjargarós og
þá var nokkur reki við sandinn.
Eftir að kaupin höfðu verið gerð
hætti hann verzlunarstörfum á
Sauðárkróki og tók sér far til
Danmerkur, réðst þar á stóran
búgarð og kynnti sér bústjórn og
búrekstur í þvi gróðursæla iandi
en kom heim aftur að áliðnum
vetri og flutti ungi bóndinn að
Þingeyrum vorið 1915, ákveðinn i
því að helga þessari fallegu jörð
alla krafta sin og kunnáttu.
Það er hátt til lofts og vitt til
veggja þegar horft er af Þingeyra-
hlaði. Fjallahringurinn stórbrot-
inn og tignarlegur til allra átta,
fögur vötn á báðar hendur og
grösug engjaflæmi þar sem
Eylendið blasir við. Það þurfti I
mörg horn að lita vorið 1915- jörð-
in var í mikilli niðurníðslu, svo til
öll hús varð að byggja upp og
þýfður túnkraginn gaf af sér rúm-
lega þrjú kýrfóður fyrsta sum-
arið. Jón var ókvæntur er hann
flutti að Þingeyrum, Hallfríður
systir hans var bústýra hjá
honum fyrstu árin og stóð að öllu
með mestu snilld.
Fleiri urðu til að stjórna þar
innanbæjar, en þar kom að þvi að
Jón sá að húsfreyju þurfti á
heimilið til að veita því forstöðu
þvi fjölmenni var jafnan mikið á
staðnum.
Hann beindi för sinni til Akur-
eyrar og sótti þangað konuefni
sitt, Huldu Á. Stefánsdóttur
skólameistara, vel gefna og fjöl-
menntaða heiðurskonu. Er hún
þjóðinni kunn fyrir sín marg-
þættu kennslustörf, því sem
kunnugt er hefur hún veitt
Kvennaskólanum á Blödnuósi for-
stöðu í 19 ár og Húsmæðraskóla
Reykjavíkur í 12 ár. Hefur hún
útskrifað margar ungar stúlkur
víðsvegar að á landinu og búið
þær undir húsmóðurstörfin, þessi
störf sem hún telur þjóðinni svo
mikilvæg.
Þau Hulda og Jón giftu sig 15.
júní 1923 og riðið var í hlað á
Þingeyrum á björtum vordegi þar
sem um 20 heimamenn biðu ungu
húsbændanna. Sjálfsagt hefur
það þá verið efst í huga ungu
hjónanna að vinna af alefli fyrar
heill heimilisins og framgangi
staðarins og hinnar fögru sveitar.
Á þessum árum var erfitt að
búa, lágt verð á afurðum og
hlunnindin í engu verði. Hef ég
oft heyrt Huldu hafa orð á þvi að
henni blöskraði þegar hún sér
verðið á laxinum í búðarglugg-
unum á sumrin, kr. 1000 kg. A
fyrstu búskaparárunum á Þing-
eyrum var laxinn saltaður niður i
tunnur og notaður sem skepnu-
fóður að vetrinum. Þannig voru
verzlunarhættir í Húnavatnssýslu
um þessar mundir. Jörðin var
fólksfrek og því oft margt um
manninn á Þingeyrum. Var þeim
Þingeyrarhjónum viðbrugðið
fyrir gestrisni og höfðingsskap. Á
messudögum var öllum boðið
kaffi og býst ég við að flestir hafi
þegið góðgerðir er um hlaðið fóru.
Ferðamannastraumurinn var oft
mikill, lék mönnum forvitni á að
sjá hinn merka sögustað og kirkj-
una, þann menningarvita sem á
vart sinn líka á landinu. Á hún
merka sögu að baki, hlaðin úr
Islenzku grjóti þar sem hagar
hendur fóru um og gerðu úr lista-
verk.Jóni þótti ákaflega vænt um
kirkjuna sina og vann að því öll-
um árum að henni væri vel við
haldið bæði innan og utan. Og
dýrmætir munir kirkjunnar varð-
veittir eftir þvi sem hægt er.
Þingeyrahjónin eignuðust eina
dóttur, Guðrúnu Ólafiu, var hún
mikill sólargeisli á heimilinu.
Guðrún er arkitekt að mennt og
hefur teiknistofu hér í Reykjavík
ásamt öðrum. Börn hennar eru
fjögur. Maður hennar er Páll Lín-
dal borgarlögmaður. Guðrún var
mikill augasteinn föður sins og
yndi heimilisins.
Sumarað 1921 var ég kaupakona
á Sveinsstöðum ásamt fleiri ung-
um stúlkum . Var þá oft rætt um
unga ógifta bóndann á Þing-
eyrum. Bar öllum saman um að
hann hefði flutt með sér nýjar
hugmyndir og ferskt loft í sveit-
ina. Það þurfti karlmennsku til að
ýta við allri kyrrstöðunni og
afturhaldinu sem þá ríkti með
þjóðinni og hafði setið að völdum
um aldaraðir. Byrjað var að
byggja upp og talið sjálfsagt að
afla nýjustu tækja er þá þekktust.
Man ég hvað mikið var látið af
nýju sláttuvélunum á Þingeyrum
sem slógu á við marga sláttumenn
en þá var hamast á vellinum með
orfi og ljá. Fleiri nyjungar flutti
hann með sé í sveitina. Hann vildi
reynast sinu verkafólki vel og var
ör á fé. ÖIl sýtingssemi var honum
fjarri skapi.
Um daginn eftir að ég kom að
norðan hitti ég gamlan kunningja
minn á förnum vegi. Hann spurði
mig frétta úr héraðinu okkar og
barst talið að Jóni á Þingeyrum.
Var honum kunnugt um að heilsa
hans væri að bila og hann væri
kominn á sjúkrahús. Sagði þessi
maður að stundum hefði hann
verið tíma og tima á Þingeyrum í
vinnu hjá Jóni. Hefði hann aldrei
átt betri húsbónda. Ávallt hefði
hann verið þakklátur fyrir það
sem vel var gert og alltaf hefði
hann greitt sér meira en upp var
sett. var það áreiðanlega sjald-
gæft í þá daga. Og svo bætti hann
við: Ég minnist Jóns alltaf sem
afburðamanns i hugsjónum og
dugnaði fyrir utan þann mikla
persónuleika og reisn er hann bar
með sér hvar sem hann fór. Þá er
mér Jón minnisstæður þegar
hann þeysti um þjóðveginn með
marga til reiðar. Átti hann marga
fótfima gæðinga enda kom það
sér betur því oft þurfti að söðla
hesta á Þingeyrarhlaði. Þarfasti
þjónninn átti víða erindi og
mörgu var að sinna svo sem draga
í bú, sækja kaupafólk alla leið
suður i Borgarnes og flytja aftur.
Hann fór vel með reiðhesta sina
enda þurfti oft til þeirra að grípa
þó ekki væri nema fylgja góðum
vinum úr garði.
Jóni Pálmasyni þótti vænt um
jörðina sína og sveitina og vildi
hag fólksins sem beztan. Hann
helgaði þessari litlu byggð krafta
sína að mestu óskipta til hinstu
stundar.
Húsbóndinn á Þingeyrum varð
meira að gera en sinna eigin bú-
skap, sveitin kallaði hann til
margskonar starfa. Hann var
kjörinn í sóknarnefnd fljótlega
eftir að hann kom að Þingeyrum.
Sýslunefndarmaður var hann
lengi og í hreppsnefnd og oddviti
sveitarinnar um iangt árabil.
Sjúkrasamlagi sveitarinnar veitti
hann forstöðu meðan það starfaði.
Sat í stjórn Kaupfélags A- Hún. í
nokkur ár. Mörgum fleiri fram-
fara- og menningar- málum innan
sýslunnar vann hann að af fram-
sýni, trúmennsku og dugnaði. Jón
var prúðmenni í framkomu, glað-
ur og góðviljaður, lá aldrei á liði
sinu ef til hans var leitað, hrein-
lyndur og hreinskiptinn og
traustur vinur vina sinna.
Þá átti þessi maður meiri ástúð
og hlýju en hann bar utan á sér og
vitnuðu um það margir unglingar
sem unnu undir hans stjórn og
fósturbörnin er hann tók að sér.
Tvær litlar stúlkur tók hann af
sveitinni og ólust þær upp á Þing-
eyrum. Önnur þeirr fór að
heiman fullorðin stúlka en er nú
látin fyrir mörgum árum. Hin var
mállaus og lézt í Málleysingjaskól-
anum fermingarárið sitt.Þórir
Jónsson bifvélavirki ólst upp á
Þingeyrum. Kom hann þagnað
fjögurra ára gamall eftir að hafa
misst móður sína. Hefur hann
aldrei haft af öðrum foreldrum að
segja en þeim Þingeyrarhjónum
sem hann ávalt minnist með hlý-
hug og þakklæti. Kona hans er
Sigríður Guðmannsdóttir, sjúkra-
liði og eiga þau einn son. Jón
Guðmann.
Eg get hugsað mér að húsbónd-
anum á Þingeyrum hafi ekki allt-
af liðið sem bezt þegar kona hans
þurfti að fara að heiman til sinna
kennslustarfa á haustin frá mann-
mörgu heimili. En hann tók þvi
með hetjulund eins og öðru og
beið þeirrar stundar er hún kom
heim aftur á vorin strax og skóla
lauk. Og fögnuðurinn var þá mik-
ill að heimta þær mæðgur og hafa
þær hjá sér allt sumarið.
Ég veit að Jón Pálmason vill
þakka þeim hjónum Guðrúnu Vil-
mundardóttur og Jósef Magnús-
syni öll árin er hann átti með
þeim á Þingeyrum og nú síðast í
Steinnesi. Börnin þeirra öll elsk-
aða hann eins og hann ætti þau
enda voru þau honum frábærlega
góð.
Síðustu veturna dvaldi Jón oft
langdvölum á heimili Guðrúnar
dóttur sinnar í Reykjavík. Þó
hann væri aldrei sáttur við ver-
una í höfuðstaðnum, því hugur-
inn var fyrir norðan, þá var hann
þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert þar, ekki sist fyrir
ástúð og yl dótturbarnanna og
hlýjan lófa á kinn.
Að endingu vil ég senda vin-
konu minni, frú Huldu, og öllum
aðstandendum mína innilegustu
samúðarkveðju. En Jóni óska ég
fararheilla á landinu ókunna þar
sem blasa við blómleg lönd með
bylgjandi grasi og fótfráum gæð-
ingum með freyðandi föx á fleygi-
ferð.
Blessuð sé ávallt minning hans.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
1 dag verður einn af svipmestu
bændum Húnvetninga, Jón S.
Pálmason til moldar borinn á
Þingeyrum. Hár aldur er að baki,
því að niræðisafmæli átti hann á
siðastliðnu sumri og mörgum og
margvislegum störfum hafði
hann unnið að um ævina.
Jón Sigurður Pálmason, en svo
var hans fulla nafn, var fæddur
að Felli í Sléttuhlíð i Skaga-
fjarðarsýslu 29. júli 1886. Voru
foreldrar hans séra Pálmi Þór-
oddsson prestur þar og síðar á
Hofsósi og kona hans Anna Hólm-
friður Jónsdóttir prófasts í
Glaumbæ Hallssonar. Hann ólst
upp í foreldrahúsum í stórum og
glæsilegum systkinahépi og vann
að búi föður síns á unglings-
árunum. Þá gekk hann i búnaðar-
skólann í Ólafsdal og lauk þaðan
prófi tæplega tvitugur. Næstu
árin vann hann að jarðabótastörf-
um í Skagafirði, en fór fljótlega
til Sauðárkróks og stundaði þar
um skeið verzlunarstörf. Á
þessum árum fór hann til Dan-
merkur og vann þá um tíma á
búgarði á Sjálandi. Nokkru eftir
að hann kom aftur heim, eða árið
1915, keypti Jón svo Þingeyrar af
Sturlubræðrum í Reykjavík.
Fluttist hann þangað um vorið og
hóf þar búskap i stórum stil, enda
stórhuga að eðlisfari og á bezta
aldri, tæplega þrítugur. Á þessu
fornfræga höfuðbóli bjó hann
lengst af og átti þar sitt heimili til
+
Faðir okkar
NJÁLL JÓNASSON
and3Ö!í-í i sjúkiahúsi Siglufjarðar 25 nóvember
Sigurlaug Njálsdóttir.
Guðjón Njálsson.
Sigurður Njálsson.
+
Bróðir okkar.
ÞÓRARINN EYVINDSSON,
Fífilgötu 3,
lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26 þ m
Elías Eyvindsson,
Laufey Eyvindsdóttir,
Guðfinna Eyvindsdóttir.
+ Utför bróður okkar.
SIGURÐAR GÍSLASONAR.
frá Hvaleyri,
Lindarhvammi 20, Hafnarfirði,
sem lézt 20 nóvember fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði.
mánudaginn 29 nóvember kl 2 e h Systkinin
+
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall móður okkar
DAGMAR FINBJARNARDÓTTUR,
Skólavorðustíg 46.
Guðrún Kaldal og fjölskylda,
Ingólfur G. Sigurðsson og fjölskylda.
+
Þökkum hlýhug og samúð okkur sýnda við fráfall sonar míns og bróður
okkar
GUNNARS EYJÓLFS GUONASONAR
Sigurveig Jónsdóttir
og systkinin.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og vinarhug við
andlát og útför
GUÐLAUGAR Þ. GUÐLAUGSDÓTTUR
frá Hrauni í Árnessýslu.
Sérstakai þakkir til hjúkrunarfólks á Heilsuverndarstöðinni
Ingvar Agnarsson, Aðalheiður Tómasdóttir,
Jón Agnarsson Sigríður Tómasdóttir.