Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1976 Janus Cerwinski stjórnar landsliðinu í fyrsta sinn Pressuleikurinn í handknattleik verður tvímælalaust að teljast aðal íþróttaviðburður helgarinnar Verður þetta fyrsti leikurinn sem hinn pólski landsliðsþjálfari HSÍ. Janus Cer winski, stjórnar, og jafnframt fyrsti þáttur undirbúnings islenzka lands liðsins fyrir B- heimsmeistarakeppnina í marz Verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu vegnar i baráttu við pressuliðsmenn, en leikir landsliðsins og pressuliðs ins hafa jafnan verið nokkuð tvisýnir og harðir Vel kann svo að fara að einstakir leikmenn pressuliðsins nái að ..spila sig inn i landsliðið" i leik þessum. Um helgina verða leiknir þrír leikir í íyrstu deildar keppnmni í blaki j dag leika Laugarvatnsliðm UMT! og Stig- andi og fer leikurinn að sjálfsógðu fram á Laugarvatni og hefst kl 14 00 Lið UMTL ætti að vera nokkuð öruggt um sigur i þeim leik og eru allar likur á því að Stígandi verði ekki nema eitt ár i fyrstu deild að þessu sinni. því að liðið hefur alls ekki yfir nægilegum mann skap að ráða Þá fer Þróttur í heimsókn til Akureyr ar og leikur við UMSE og verður sá leikur i iþróttaskemmunm á Akureyri og hefst klukkan 1 5 30 Að lokum leika Víkingur og UMEL i MARGIR leikir í Islandsmótinu í handknattleik munu fara fram um þessa helgi, en engir þó í meistaraflokki karla utan pressu- leiksins. Eftirtaldir leikir veró í fyrstu deild kvenna: LAUGARDAGUR tveggja er leika í Laugardalshöllinni i dag: LANDSLIÐIÐ. Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Jón Karlsson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Viðar Símonarson, FH Geir Hallsteinsson, FH Ólafur Einarsson Víkingi Björgvin Björgvinsson, Vikingi Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Viggó Sigurðsson, Víkingi Þórarinn Ragnarsson, FH Ágúst Svavarsson, ÍR PRESSULIÐIÐ. Orn Guðmundsson, ÍR íþróttahúsi Hagaskóla á sunnudag klukkan 1 9 00 og verður þar ábyggi lega um tvisýna baráttu að ræða UMTL varð í öðru sæti og Víkingur í þriðja sæti íslandsmótsins i fyrra og eru liðin nokkuð jöfn að styrkleika svo að sennilega verður um jafnan og spennandi leik að ræða Að leik Víkings og UMFL loknum leika Þróttur og UBK í kvennaflokki og siðasti leikur kvöldsins verður á milli b-liða UBK og Þróttar í annarri deild og verða Þróttarar senmlega sigurvegarar beggja leikjanna. en þó gæti annarrar deildar leikurmn orðið tvisýnn Þá veröa um helgina tveir leikir í 2. deild karla. Kl. 18.00 í dag leika í Laugardalshöllinni Ár- mann og Leiknir og kl. 15.00 á morgun leika í Garðabæ Stjarnan ogKR. Kristján Sigmundsson, Þrótti Steindór Gunnarsson, Val Jóhannes Stefánsson, Vald Árni Indriðason, Gróttu Hörður Sigmarsson, Haukum Stefán Jónssson, Haukum Jón Pétur Jónsson, Val Brynjólfur Markússon, ÍR Elías Jónasson, Þór. Ingi Steinn Björgvinsson, KR Simon Unndórsson, KR ÓMAR MUN LEIÐA ÍÞRÓTTA- FRÉTTAMENN TIL SIGURS Forleikur að pressuleiknum verður milli iþróttafréttamanna og dómara, en leikir þessara sterku liða hafa jafnan vakið athygli, og þá ekki hvað sizt fyrir alls konar tæknilegar brell- ur sem leikmennimir hafa lumað á. Gera báðir aðilar sér vonir um að Janus Cerwinski hafi tækifæri til þess að fylgjast með þessum leik, og efa ekki að hann muni komast i vanda við val landsliðsins á eftir. Aðalstjarna íþróttamannaliðsins er að venju hin stjórsnjalla skytta, linu- maður og vitaskytta, Ómar Ragnars son. Ómar er að visu ekki lengur iþróttafréttamaður, en hann ákvað að taka þátt i þessum leik til þessað gefa pólska landsliðsþjálfaranum nýjar hugmyndir um ýmis tækni- brögð i handknattleiknum. Upphaflega var ákveðið að leikur inn hæfist kl. 15.00, en vegna mik- illar upphitunar sem dómarar og íþróttaf réttamenn þurfa með, var leiktimanum breytt og mun leikurinn hefjast kl. 1 5.30. Körfuknattleikur um helgina UM helgina verða leiknir 3 leikir í fyrstu deild í körfu- knattleik. í dag, laugardag, leika í íþróttahúsi Hagaskóla klukkan 14.00 Ármann og Fram og í iþróttahúsi Kennaraskólans leika ÍS og Valur klukkan 15.00. Þá verð- ur einn leikur á sunnudag og leika þá UBK og KR í Garðabæ og hefst sá leikur klukkan 17.00. Fyrirfram verður að telja Ármann og KR nokkuð örugga sigurvegara í leikjum sinum við Fram og Breiðablik, en leikur IS og Vals verður, ábyggilega mjög tvisýnn og spennandi og er engu hægt um hann að spá. Bæði liðin geta átt góða leiki, en eiga það til að detta niður á milli, en vonandi eiga bæði liðin góðan dag og bjóða áhorfendum upp á góða skemmtun. Þá verða leiknir fjölmargir leikir í annarri og þriðju deild ogyngri flokkunum. H.G. Vert er að rifja upp skípan liðanna Omar Ragnarsson ákveðinn á svip í einum af fyrri stórleikjum íþróttafréttamannaliðsins. Enn ætlar þetta lið sér ekkert minna en sigur í leik sfnum við handknattleiksdómarana. Mikið blakað um helgina HG 4 LEIKIR í 1. DEILD KVENNA Jimmy Rogers skorar eina af hinum mörgu körfum sfnum gegn landsliðinu og Birgir Guðbjörnsson kemur engum vörnum við, en þeir voru báðir beztu menn sinna liða. Laugardalshöll kl. 17.00: Valur — Þór SUNNUDAGUR Laugardagshöll kl. 16.00: KR — Fram Laugardalshöll kl. 17.00: Ármann — Breiðablik Hafnarfjörður kl. 13.55: FH — Þór UNGLINGA- BADMINTON UNGLINGAMEISTARAMÓT Reykjavíkur í badminton fer fram í dag og á morgun í TBR- húsinu. Hefst keppni báða dagana kl. 13.30. Þátttakendur í mótinu eru um 50 talsins og eru þeir frá TBR, Vai, KR og Víking. ÁRSÞING FRÍ Ársþing Frjálsíþróttasambands Islands fer fram um helgina að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 13.30 bæði í dag og á morgun. 26 STIGA SIGUR PRESSULIÐSINS - viðhorf landsliðsmanna þurfa að breytast, sagði Markovich Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var lék landsliðið í körfuknattleik við lið val ið :f íþróttafréttariturum og var þar um fremur slakan leik af hálfu lands- liðsins að ræða, enda var það rfg- bundið f leikkerfisæfingar og allt einstaklingsframtak bannað. Hins vegar var leikur pressuliðsins nokk- uð vel leikinn og munaði þar mestu um leikgleði þeirra og viljann til að vinna leikinn. Þjálfari landsliðsins var að sjálfsögðu ekki ánægður með leikinn og sagði hann að þetta hefði verið hrein leikleysa. „Við lékum ekki körfuknattleik," sagði hann og ef viðhorf okkar til leiksins breytist ekki verður þetta aldrei nógu gott. Gangur leiksins var svo sá að Bjarni Jóhannesson skoraði fyrstu körfuna, en Birgir Guðbjörnsson jafnaði fyrir landsliðið og var síðan jafnt upp í 6—6, en þá tók pressan leikinn í sínar hendur og á 6 minútu var staðan orðm 16—8 henni i vil Mestur varð munurinn 10 stíg 30—20 á 16 mínútu, en þá skánaði leikur landsliðs ins aðeins og því tókst að minnka muninn og i leikhléi var staðan 39—37 pressunni í vil og hafði þá Guðmundur Böðvarsson skorað 7 síðustu stigin fyrir pressuliðið, öll úr vítum í upphafi seinni hálfleiks slakaði pressuliðið aðeins á, svona til að fá dálitla spennu i leikmn, ems og leik- menn pressuliðsins sögðu, og tókst landsliðmu þá að jafna tvívegis, 53—53 og 56—56 og voru þá liðnar 10 minútur af semni hálfleiknum Tveimur mínútum seinna hafði pressan svo náð 6 stiga forskoti, 64—58 og á 1 5 mín var munurinn orðinn 1 0 stig Eftir þetta var leikur landsliðsins algjör- lega í molum og pressan jók muninn jafnt og þétt og lauk leiknum með 14 stiga mun henni i vil eða 90—76 Eins og áður sagði var leikur landsliðs ins afar slakur og gekk leikmönnum illa að spila eftir hinum ákveðnu kerfum og virtist sem öll leikgleði væri fokin út í veður og vind og eins og Vladan Markovich sagði, þá verður það að lagast ef einhver árangur á að nást Það er ekki hægt að hæla neinum af landsliðsmönnunum fyrir þennan leik. þeir léku allir langt undir getu og einnig verður að taka tillit til þess að þeir voru yfirleitt stutt inná í einu og hefur því sennilega gengið verr að finna sig Stigin fyrir landsliðið skoruðu Þórir Magnússon 14, Jón Sigurðsson 12, Birgir Guðbjörnsson 9, Kolbeinn Kristinsson 9, Kári Maris- son 6, Bjarni Gunnar Sveinsson 6, Ríkharður Hrafnkelsson 5 Ingi Stefáns- son 4,Jón Jörundson 4 Kristinn Jörundsson 2, Torfi Magnússon 2, og Einar 1 stig Pressuliðið lék þennan leik fremur vel og ágætlega á köflum og munaði þar mest um leikgleðina og viljann til að vinna leikinn: Það verður einnig að teljast nokkuð gott hve vel liðið náði saman án þess að það fengi nokkra samæfingu og var oft gaman að sjá hve vel útfærð sókn liðsins var og hve mörg hraðaupphlaup náðust Beztu menn pressuliðsins voru þeir Jimmy Rogers sem átti stórleik bæði i vörn og sókn, Jón Héðinsson og Bjarni Jóhannesson sem var sterkur i vörn- inm og bakverðirnir Kolbeinn Pálsson, Steinn Sveinsson og Gunnar Gunnars- son Stigin fyrir pressuna skoruðu Jimmy Rogers 23, Jón Héðinsson 1 5, Bjarni Jóhannesson 14, Steinn Sveins- son 10, Kolbeinn Pálsson 9, Guðmundur Böðvarsson 9, Kristján Ágústsson 4, Geir Þorsteinsson 3, Gunnar Gunnarsson 2 og Stefán Bjarkason 1 stig Að lokum er rétt að geta þess að i leikhléi háðu íþróttafréttaritarar víta- keppni og lauk henni með sigri G. Jóh. frá Þjóðviljanum H.G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.