Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 23

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1976 23 jólastemningin kgmwT með ojjiðventukrönsunum frá v/Miklatorg, Myrkra- messa í Kópavogi SUNNUDAGINN 28. nóv. kl. 13.30 heldur Menntaskólinn I Kópavogi sfna árlegu „Myrkra- messu“ f Félagsheimili Kópavogs. Hátíð þessi er haldin í tilefni að fullveldisdeginum 1. desember og er ætlað að stytta mönnum stund- irnar í skammdeginu. Dagskráin er óvenju fjölbreytt. Meðal þeirra sem koma fram eru fjögur lista- skáldanna, Leiklistarklúbbur skólans, Halli, Laddi og Gísli Rúnar og m.fl. Allir eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Aðgang- ur er ókeypis. Að hátíðinni lokinni stendur 3. bekkur MK fyrir kaffisölu í efri sal félagsheimilisins. Ógildar ávís- anir í umferd 1 UMFERÐ hafa komizt stolnar og falsaðar ávfsanir úr hlaupa- reikningshefti frá tfma Spari- sjóðs Alþýðu. Hlaupareiknings- eyðublöðin voru prentuð með reikningsnúmerinu 93 og nafni og merki Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Eyðublöðin i heftinu eru nr. 56251 — 56275. Ávísanir á Spari- sjóð Alþýðu eru ekki gjaldgengar lengur og hafa ekki verið síðan 1971. Er fólki bent á að vara sig á þessum ávísunum. Fyrirlestur um sálarfræði í Lögbergi A morgun sunnudaginn 28. nóvember, verður haldinn á veg- um Félags áhugamanna um heim- speki, fyrirlestur í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands. Fyrirlesari er Magnus Kristjáns- son sálfræðingur, og ræðir hann um umdeilda grein Þorsteins Gylfasonar lektors í Skírni 1975, sem nefnist, „Ætti sálarfræði að vera til?“. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.30 og er öllum opinn. Leiðrétting: Loftleiðir — Nígería MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið svohljóðandi bréf frá Aviation Finance & Services S.A. I Panama, undirritað af L. Johannes- son, framkvæmdastjóra: „Við vildum fá að leiðrétta villu i grein ykkar (Morgunblaðsins innsk.) á blaðsíðu 12 þann 18. nóvember, þar sem því er haldið fram að Þórarinn Jónsson hafi gengið frá samningum, sem leiddu til þess að Loftleiðir fengu verkefni í Nígeríu 1975. Staðreyndin er að þetta fyrir- tæki útvegaði Loftleiðum verkefnin i Nígeríuundirritaður af einum starfsmanna okkar fyrir hönd Loftleiða, þar sem Loftleiðir höfðu þá engan mann í Nígeriu. Hvað snertir vonir Loftleiða um að komast inn á almennan leigu- flugsmarkað, eins og talað er um á biaðsíðu 29, þá geta þær vonir brostið nema þeir virði sam- bandið á milli miðlara og flug- félags, eins og öll virðingarverð flugfélög gera.“ Myndræn framkoma sneiðir tíma ALLS 19 listamenn eiga verk á samsýningu, sem opnar i Gallerý SUM við Vatnsstíg 3B i dag laugardag, kl. 4. Hvernig komast þeir allir fyrir? „Við erum allir komnir út í svoddan minimal- isma," svaraði Magnús Tómasson, en hann er einn þeirra, sem sýnir en hinir eru Jón Gunnar Árnason, Kristinn G. Harðarson, Þór Vig- fússon, Kristján Kristjánsson, Tryggvi Ólafsson, Níels Hafstein, Róska, Arni Ingólfsson, Bjarni Þórarinsson, Ólafur Lárusson, Birgir Andrésson, Sigurður Þórir Sigurðsson, Sigurjón Jóhannsson, Arnar Herbertsson, Helgi Þ. Frið- jónsson, Magnús Pálsson, Jan Voss og Steingrímur E. Kristmundsson. Verkin eru flest ný af nálinni og er þeim, að sögn Magnúsar Tómasonar, ætlað að gefa „sneið i tima“ — sýnishorn af þvf sem er að gerast hjá listamönnunum um þessar mundir. Þá verða þá sunnudaga, sem sýningin stendur yfir, framdir „performances“ — „við köllum þetta myndræna framkomu, en hún er undirbúin og að því leyti alls ekki það sama og „happen- ing“-arnir voru á sinni tið. „Fyrsta myndræna framkoman verður í dag sunnudaginn 28. nóvember kl. 4. Agnar Agnarsson opnar á morg- un, sunnudag 28. nóv., málverka- sýningu að Grensásvegi 11 i sýn- ingarsal Byggingarþjónustu Arki- tektafélags íslands. Sýningin stendur til 12.12 nema dagana 30.11 og 2.12 og er opin frá 17—22 daglega. A sýningunni eru um 50 myndir, einkum í olíu og aquarell. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.