Morgunblaðið - 08.12.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.1976, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 270. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Healey bindur vonirviðpmtdið London 7. desember — Reuter. BREZKI fjármálaráðherrann Denis Healey lét f dag I ljðs von um að lánið frá alþjððagjaldeyris- sjððnum, sem væntaniega mun nema 3,9 milljörðum dollara, og aðgerðir f efnahagsmálum, sem rfkisstjðrnin leggur fram f næstu viku, muni koma jafnvægi á gengi pundsins. Hann sagði, að hann vonaðist til að geta lagt fram drög að samn- Bretland: Bjargið fish & chips búðum London 7. desember — Reuter. STJÓRN Verkamannaflokks- ins var í dag hvött til að bjarga Fish and chips verzlununum, sem eru með merkustu stofn- unum Bretlands, en eru nú i hættu vegna minnkandi fram- boðs á fiski. Landssamband fisksteikara, The National Federation of Fish Fryers, sagði í dag að 10.000 eigendur fish and chips verzlana væru nú svo illa staddir, sérstaklega vegna úrslita fiskveiðideilna við fslendinga, að margir sæju ekki fram á annað en að þeir yrðu að leggja starfsemi sfna niður. Vill sambandið að ríkis- stjórnin leggi áherzlu á mikil- vægi fisksteikingariðnaðarins, sem er óþekktur annars staðar f Evrópu, við leiðtoga Efna- hagsbandalags Evrópu. ingi við önnur lönd um alþjóðleg- an öryggissjóð fyrir pundið sem erlendar rfkisstjórnir og einka- aðilar eigi í brezkum bönkum. Er hér um að ræða 6,3 milljarði sterl- ingspunda. Healey sagði þetta á blaða- mannafundi með erlendum fréttamönnum eftir ríkisstjórnar- fund á þriðjudag. Hefur stjórnin haldið marga fundi um þau skil- yrði, sem alþjóðagjaldeyrissjóður- inn setur fyrir láni. Ráðherrann vildi ekki ræða nánar um þau skilyrði, sem sjóðurinn hefur sett um sparnað. Brezk blöð álíta að sjóðurinn hafi meðal annars farið fram á að opinber útgjöld verði skorin niður um tvo milljarði punda. Vinstri armur Verkamanna- flokksins leggst algjörlega gegn þessu og álitur að það muni leiða til aukins atvinnuleysis. Simamynd AP. RÁÐHERRAFUNDUR NATÓ — Alexander Haig, æðsti maður herja Atlantshafsbandalagsins, til vinstri, ræðir við brezka aðmfrálinn Sir Peter Hill-Norton.formann hernaðarnefndar Nató, á árlegum fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsrfkja. Ráðherrafundur Nató: Hvetur aðiidamki til að auka framlög til varna BrUssel 7. desember — Reuter. AÐILDARRlKI Atiantshafs- bandalagsíns hafa ákveðið að endurskoða framlög sfn til sam- eiginlegs varnarkerfis bandalags- ins vegna vaxandi hernaðar- ógnunar frá Sovétrfkjunum, sam- kvæmt drögum að yfirlýsingu, sem Reuter-fréttastofan fékk upplýsingar um frá áreiðanlegum heimildum. I yfirlýsingunni, sem birt verður á morgun við lok fundar varnarmálaráðherra bandalags- ins, eru aðildarrfkin hvött til að auka í raun útgjöld sín um til varnarmála. Segir þar, að nauð- synlegt sé að endurskoða framlög til Nató fyrir árið 1977 til að minnka alvarlegan halla. Ráð- herrarnir eiga þó eftir að koma sér saman um hvort orðið „alvar- legan“ skuli standa í yfirlýsing- unni. Ljóst varð hvaða stefnu ráð- herrafundurinn hafði tekið þegar háttsettur herforingi bandalags- ins gagnrýndi aðildarrfkin fyrir að verja ekki nægilega miklu fé til varna sinna á meðan stöðug hernaðaruppbygging færi fram f Sovétríkjunum. Brezki flota- aðmfrállinn Sir Peter Hill- Carter hittir ráðherraefni? Atlanta 7. desember — Reuter. JIMMY Carter, kjörinn forseti Bandarfkjanna, byrjaði f dag við- töl við hugsanleg ráðherraefni f rlkisstjórn sinni. Kallaði hann fjóra menn og eina konu til fund- ar við sig f húsi ríkisstjóra Georgfu f Atlanta f dag. Álitið er, að Carter einbeiti sér nú að lista yfir hugsanlega menn f embættf varnarmálaráðherra, dómsmálaráðherra og öryggis- málaráðgjafa. Patricia Roberts Harris, fyrr- verandi forseti lagadeildar Howard-háskóla, þar sem aðallega eru þeldökkir stúdentar og eitt sinn sendiherra f Lúxemborg, kom fyrst til fundar við Carter. Hún er talin hugsanlegur dóms- málaarðherra. Sfðar átti Carter að hitta Paul Warnke aðstoðarvarnarmálaráð- herra í stjórn Johnsons og James Schlesinger, fyrrverandi varnar- málaráðherra, sem taldir eru Jimmy Carter koma til greina sem varnarmála- ráðherrar. Þá var von á prófessor Zbigniew Brzezinski frá Kólumbíuháskóla, sem talinn er lfklegastur sem öryggismálaráð- gjafi. Carter sagði blaðamönnum, að sumir þeirra, sem hann talaði við, væru að gefa honum ráð við vandamálum, sem hann mun þurfa að eiga við og kæmu ekkL nauðsynlega til greina sem ráð- herrar. Einn þeirra,sem átti að hitta Carter, er Joseph Califano, lög- fræðingur f Washington og ráð- gjafi Lyndon Johnsons, en hann hefur ekki verið talinn meðal þeirra, sem þykja lfklegir ráð- herrar. Heimildir, sem standa Carter nærri, hafa sagt að Carter muni Framhald á bls. 18 Norton, formaður hernaðarnefnd- ar Atlantshafsbandalagsins, sagði að mesti veikleiki bandalagsins væri lág framlög til varnarmála. „Alvarlegasta vandamálið er sú upphæð sem varið er til varnar- mála,“ sagði hann á blaðamanna- fundi eftir að hafa haldið ræðu, þar sem hann varaði ráðherrana við vígbúnaði Sovétmanna. Yfirlýsingin, sem á eftir að hljóta samþykki varnarmálaráð- herranna, tfundar viðleitni, sem einstök aðildarlönd hafa sýnt til að efla hermátt sinn, og segir að framfarirnar séu mikilvægar en þó í lágmarki. Orðin „í lágmarki" verða ef til vill strikuð út í með- ferð ráðherranna. I yfirlýsingunni segir, að nú sé áætlað að Sovétríkin verji 13% vergrar þjóðarframleiðslu sinnar til varnarmála og er það meira en nokkurt Nató-Iand. Lýst er Framhald á bls. 18 Waldheim endur- ráðinn til 5 ára Sameinuðu þjóðunum 7. desember — Reuter. AUSTURRIKISMAÐURINN Kurt Waldheim var f annað sinn kosinn til að gegna starfa aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna i fimm ár, þrátt fyrir andstöðu Kfnverja. Reyndu Kfn- verjar að koma f veg fyrir endur- kjör hans með þvf að beita neit- unarvaldi á lokuðum fundi öryggisráðsins í dag. Vilja þeir fá mann úr einhverju landi þriðja heimsins f embættið. Aðeins einn opinber mótfram- bjóðandi var gegn Waldheim, Luis Echeverria, fyrrverandi for- seti Mexikó, og hlaut hann at- kvæði aðeins fjögurra tanda þar á meðal Kína af 15, sem sæti eiga i öryggisráðinu. I annarri atkvæða- greiðslu drógu Kínverjar til baka neitun sfna og var þá Waldheim kosinn með 14 atkvæðum en einn sat hjá. Þegar Waldheim gaf fyrst kost á sér í starf aðalframkvæmda- stjóra 1971, beittu Kínverjar og Bretar neitunarvaldi, en sátu hjá f seinni atkvæðagreiðslu. Búizt er við að allsherjarþingið staðfesti endurráðningu Wald- heims án mótatkvæða á morgun eða fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.