Morgunblaðið - 08.12.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 08.12.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 5 íslenzk listakona verdlaun- uð erlendis BJÖRG Þorsteinsdóttir listmál- ari hlaut nýlega verðlaun á al- þjóðlegri graffksýningu, XXII Salon del Grabado y Sistema Estampacion, en sú sýning er haldin árlega f Madrid. A sýningunni voru veitt alls niu verðlaun. Gullverðlaun hlaut David de Almeida frá Portugal, fyrstu verðlaun Forn- elsi Fornelis frá Spáni og Björg hlaut önnur verðlaun. Er þetta í þriðja skiptið, sem Björg fær viðurkenningu fyrir grafík á al- þjóðlegum sýningum erlendis. Björg Þorsteinsdóttir hélt sína þriðju einkasýningu I sýningarsal Byggingarþjónustu Arkitektafélags Islands um mánaðamótin april—mai s.l. Hún lagði stund á myndlist i gi -ii Björg Þorsteinsdóttir Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, Myndlistarskólanum i Reykjavik, Staatliche Aka- demie der Bildenden Kiinste i Stuttgart, „Atelier 17“ í Paris og Ecole Nationale Superieure des Beaux Art i Paris. Hún hef- ur sýnt verk sín víða erlendis, m.a. í Frakklandi, Spáni, Italiu, Bandarikjunum, Ástralíu og viðar. Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar hafin JÖLASÖFNUN Mæðrastyrks- nefndar er nú hafin, en allt frá árinu 1928 hefur nefndin liðsinnt þeim, sem bágstaddir hafa verið, fyrir jólin. Hefur framlag nefndarinnar fært birtu og yl inn á mörg heimili. Jónina Guðmundsdóttir, sem kvenna lengst hefur unnið að þessari starfsemi Mæðrastyrks- nefndar, sagði i samtali við blað- ið, að árið 1928 hefði verið úthlut- að 10 — 12 krónum á heimili. En Vilja greiða fyr- ir kennslunni 1 FRÉTT í Morgunblaðinu I gær var það haft eftir Einari Ágústs- syni utanríkisráðherra, að Frakk- ar hefðu lýst því að þeir væru fúsir að kosta frönskukennslu í skólum á tslandi. 1 viðtalinu við ráðherrann mun hafa gætt mis- skilnings. Frakkar hafa ekki boð- izt til þess að standa undir kostn- aði við frönskukennsluna, en hafa boðizt til þess að styðja við íslenzk menntamálayfirvöld á alla lund. Leggja þeir áherzlu á, að franska sé lögð að jöfnu við þýzku í menntakerfinu. Þá hafa frönsk stjórnvöld verið mjög gjafmild á undanförnum árum I veitingu námsstyrkja til frönskunáms. Rétt er því að orða það svo að Frakkar vilja greiða fyrir fram- gangi frönskukennslu í íslenzkum skólum. síðan hefur sú upphæð að sjálf- sögðu margfaldast. Jónina sagði að Reykvíkingar hefðu alltaf brugðizt vel við, þeg- ar nefndin hefur leitað til þeirra á undanförnum árum og efaðist ekki um að svo yrði einnig nú, því að þörfin væri víða mikil. Söfn- unarlistar hafa nú verið sendir til stofnana og fyrirtækja, en einnig er tekið á móti gjöfum í skrifstofu nefndarinnar að Njálsgötu 3 alla virka daga kl. 12 — 6 e.h. Nefndinni er nauðsynlegt að framlög berist sem fyrst svo hún geti gert sér grein fyrir hvað til úthlutunar kemur. Þá er henni og nauðsynlegt að hjálparbeiðnir berist sem fyrst, svo hægt sé að sjá hvar skórinn kreppir mest. Vegna vöntunar á húsnæði verður ekki hægt að taka á móti fatagjöfum í ár. „Hjálpum þeim, sem eru hjálparþurfi," sagði Jóhanna, „og reynum þannig öll að eiga gleði- leg jól.“ Þrír vilja verda prófessorar í guðfræði UMSÓKNARFRESTUR um prófessorsembætti í guðfræði við guðfræðideild Háskóla tslands er runninn út. Umsækjendur eru þrir: séra Einar Sigurbjörnsson, dr. theol., séra Gunnar Kristjáns- son og séra Kristján Búason dósent. '3*4 Jólasundmót öryrkja 1976 25. nów. — 13. des. (nafn) (aldur) (haimilisfang) Sundstaður:_________________________________________________________ ^Örorka vegna:___________________________________________________________ ^ (tilgreinið t.d. lömun, fötlun. blinda. vangefni o.s.frv. Sendist ^ ^ til Í.S.Í. ^ Þátttoku stadfestir Box 864, Reykjavík. ^ ^ Stórkostlegt úrval af herrafötum með og án vestis Einnig tökum við upp nýjar vörur í miklu úrvali daglega fram til jóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.