Morgunblaðið - 08.12.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 08.12.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 11 Flugleiðir byggja nýtt verkstæðishús á Rey k j aví kurf lugv elli ALLT FRA því að flugskýli nr. 5 og verkstæði Flugfélags tslands á Reykjavfkurflugvelli brunnu hinn 13. janúar 1974 og þar til fyrir skömmu, hafa flugvirkjar unnið störf sín við erfiðar aðstæð- ur og tæknideildin búið við hús- næðisskort. Nú rofar hins vegar til I þessum málum, þvf samfara endurnýjun á flugskýli nr. 4, sem Flugmálastjórn hefur látið gera við, einangra og endurbæta, byggja Flugleiðir verkstæðishús við hlfð flugskýlisins, sem bæta mun verulega úr f þessum efnum. Nýja byggingin, sem stendur sunnan við skýli nr. 4, og verður r Isafold með Kennimark kölska KENNIMARK kölska heitir ný tsafoldarbók sem nýkomin er f bókaverslanir. Hér eru prentaðar ritgerðir um galdra eftir sr. Pál í Selárdal og Daða Jónsson. Höfundar lýsa viðhorfi sínu til galdra og krydda frásögnina með smásögum. Þá flýtur talsvert af galdri með þessum fróðleik. Lýður Björnsson cand.mag. annaðist útgáfuna og ritar inn- gang og skýringar, en á bókar- kápu segir að hann hafi rannsak- að galdra meira en flestir nútíma- fræðimenn hérlendir. Bókin er mikið myndskreytt. tengd þvf, er rúmlega 1000 fer- metrar að flatarmáli á einni hæð. Þarna fær sá hluti tæknideildar sem sér um og annast viðgerðir og viðhald Fokker Friendship flug- véla Flugleiða aðstöðu. Þrátt fyrir það verður enn nokkur hluti starfseminnar f óviðunandi hús- næði. 1 nýbyggingunni, sem nú verður brátt tekin f notkun, verða verkstæði, lager og þar verða enn- fremur forstöðumenn tæknideild- ar, verkfræðideild, skoðunardeild og skipulagsdeild. Þá verða i byggingunni snyrtiherbergi og fataherbergi ásamt kaffistofu. Sem fyrr segir verður gangur milli nýbyggingarinnar og þess hluta flugskýlis nr. 4, þar sem stærri skoðanir á F-27 Friendship flugvélum fara fram. Eldtraustar hurðir verða beggja vegna gangs- ins. Flugskýli nr. 4 hefur verið endurbætt og framkvæmdi Flug- málastjórn endurbætur á húsinu sjálfu en Flugleiðir kostuðu lögn hitaveitu, uppsetningu hitatækja, lýsingu og ennfremur millivegg, sem aðskilur geymslurými fyrir flugvélar og 30 m langt svæði i austurenda hússins þar sem stór- skoðanir á Friendship skrúfuþot- um fara fram. Þótt enn vanti nokkurt húsrými til þess að vel sé séð fyrir öllum þörfum tæknideildar á Reykja- vikurflugvelli, mun þó nýbygg- ingin ásamt og með endurbótum og breytingum á flugskýli nr. 4 skapa betri aðstöðu en áður hefur verið fyrir hendi. Ráðgert er að hluti nýja hússins verði tekinn í notkun um áramót, en að smíði verði endanlega lokið um miðjan febrúar n.k., segir i lok fréttar frá Flugleiðum. HÖPUR ungra piJta ( Túnunum f Reykjavík byrjaði fyrir nokkru sfðan að safna f áramótabrennu. Ætluðu strákarnar sér að bjóða upp á stóra og fallega brennu um áramótin, en forsjálni þeirra og dugnaður hefur farið f taugarnar á einhverjum og um helgina var kveikt í brennunni. Var kallað á slökkvilið til öryggis, en ekki kom til neinna óhappa vegna þessarar íkveikju. (Ljósm. RAX). 16 manns á þungavinnu- vélanámskeiði á Höfn , Höfn f Hornafirði, 6. desember NVLOKIÐ er námskeiði f stjórn- un þungavinnuvéla á Höfn f Hornafirði, en 16 manns sóttu það. Námskeið þetta var haldið á vegum iðnaðarráðuneytisins. Um helgina var haldið hér kirkjukvöld. Þar kom fram kirkjukór Hafnarhrepps. Söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, Hauk- ur Guðlaugsson, lék á orgel, Sig- urveig Hjaltested söng einsöng og séra Gylfi Jónsson og Þorsteinn Matthiasson skólastjóri fluttu hugleiðingu. Eldey hefur verið hér um helg- ina að lesta saltfisk og i dag er verið að skipa út 5600 tunnum af saltsild í Skeiðsfoss, sem fara á til Finnlands og Sviþjóðar. Spærlingsbátarnir hafa fiskað vel að undanförnu, t.d. var Arni Magnússon að landa góðum afla I dag. Elías. Ljóðmæli eftir Bjarna Thorarensen í nýrri útgáfu KOMIÐ er út úrval úr Ijóðmael- um Bjarna Thorarensens (1786—1841), frumortum og þýddum. Þorleifur Hauksson hefur búið það til prentunar og ritað inngang um Bjarna, ævi hans og skáldskap. Bókin er gefin út af Rannsóknastofnun i bókmenntafræði við Háskóla íslands og Menningarsjóði í flokknum íslensk rit, en stjórn hans hafa með höndum Njörð- ur P. Njarðvík, Óskar Ó. Halldórsson og Vésteinn Óla- son. Þorleifur Hauksson hefur auk inngangsins tekið saman skýringar og athugasemdir við kvæðin, svo og greinargerð um fyrri útgáfur af Ijóðum skálds- ins og heimildir. Gegnt titilsíðu er mynd af málverki A. Mayers úr ferðabók Gaimards af Bjarna Thora rensen. Áður hefur komið út í bóka- flokknum íslensk rit: Jón Þor- láksson. Kvæði, frumort og þýdd. Úrval. Saga þolgæðis og þrautseigju, karlmennsku og dirfsku, saga mannrauna og mikilla hrakninga, heillandi óður um drýgðar dáðir íslenzkra sjómanna á opnum skipum í ofurmannlegri aflraun við Ægi konung. Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a. þættir um listamennina Finn Jónsson og Kjarval, dr. Stefán Einarsson og . Margréti móður hans, húsfreyju á Höskulds- stöðum, ábúendatal Dísastaða í Breiðdal, lýsing Fosrárdals, upp- haf prentlistar og blaðaútgáfu á Austurlandi. Bergsveinn Skú/ason Gamlir grannar Stórskemmtilegir og fróðlegir þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá- sagnir af körlum og konum úr alþýðustétt, raunsönnum aðals- mönnum og höfðingjum eins og þeir gerast beztir. Gunnar Benediktsson RÝNTÍ F0RNAR RÚNIR Snjallar ritgerðir í sambandi við frásagnir fornra rita tslenzkra.sem varpa nýju ljósi á líf stórbrotinna sögupersóna. Gagnmerk bók, sem á sess við hlið íslendinga- sagna á hverju bókaheimili. ELÍNBORG LÁRUSDÓTTIR SANNAR DYRASOGUR Hin mikilvirka, nýlátna skáld- kona lauk rithöfundarferli sinum með þessari fallegu bók, frá- sögnum af þeim dýrum sem hún umgekkst og unni í bernsku heima í Skagafirði og eins hinum, sem hún síðar átti samskipti við árin sem hún bjó á Mosfelli. Stórkostleg bók um undraaflið ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú- legri hugarorku, yfirskilvitlegum hæfileikum, sem gjörbreytt geta lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir, sem leita aukins sjálfsþroska, ættu að lesa þessa bók og fara að ráð- um hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.