Morgunblaðið - 08.12.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.12.1976, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 Demantur M æðstur eðalsteina ' - #uU & é>ilfur Laugavegi 35 í fangelsi í Keflavík: Grunadur um fjármálamisferli Bílstjóri úr Reykjavík í 20 daga gæzluvarðhald BlLSTJÓRI úr Reykjavfk var f gær úrskurðaður I 20 daga gæzlu- varðhald I Keflavfk, grunaður um fjármálamisferli. Var maðurinn handtekinn á ferð 1 Keflavfk. Morgunhlaðið fékk þær upplýsingar hjá Viðari Olsen, fufltrúa sýslumanns f Keflavfk, að ekki væri vitað á þessu stigi hve málið væri vfðtækt, en talið er að það geti orðið tafsvert vfð- tækt. Morgunblaðinu er kunnugt um, að þeir Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður i Keflavik, og Kristján Pétursson, deildarstjóri i Tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli, hafa að undanförnu fylgst með athöfnum þessa manns og unnið að gagna- öflun um meint fjármálamisferli. STARFSMAÐUR á hjóibarða verkstæði KA á Selfossi handleggsbrotnaði á báð- um handleggjum þegar hjólbarði sem sprakk hentist f hann f fyrradag. Var maðurinn að vinna við hjólbarðann þeg- ar slysið henti. Einnig skaddaðist maðurinn nokkuð á andliti. Hann var fluttur f Slysadeifd Borgsr- spítalans. sem fram hefðu komið I svörtu skýrslunni. Framhald á bfs. 18 Ufsastofninn minnkar sifellt: Lélegir árgang- ar eru á ferðinni — segir dr. Sigfús Schopka fiskifræðingur SJÓMENN og þó sérstak- lega togarasjómenn hafa kvartað undan minnkandi ufsaafla við landið á þessu ári og á þetta kannski sér- staklega við sjðmenn á Austfjarðatogurunum. Vegna þess hafði Morgun- blaðið samband við dr. Sig- fús Schopka fiskifræðing og spurði hann hver væri ástæðan fyrir minni ufsa- gengd en áður. Sigfús Schopka sagði, að minnk- andi ufsaveiði á þessu ári væri í samræmi við þær niðurstöður Handleggsbrotn- aði á bádum Öryrkjasundið: Vaxandi þátttaka JÓLASUNDMÓT öryrkja er nú f fullum gangi og nú þegar hafa talsvert á annað hundrað viðurkenningar verið veittar fyrir þátttöku f sundinu sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Magnússonar hjá tSl. Þegar er búið að senda 25 viðurkenn- ingar til Akureyrar, en al- mennt er þátttaka vaxandi sfð- ustu dagaog vitað er um fjölda fólks sem ætlar að taka þátt f sundinu næstu daga eða áður en þvf lýkur n.k. mánudag. T.d. mun hópur blindra fara f Arbæjarlaug n.k. fimmtudag. Aage Michelsen heldur hér á réttskeið og má sjá hversu mikið svarta stoðin hefur svignað, þar sem hann getur sett höndina á milli. Stálu áfengi og sjónvarpi á Vellinum Tveir menn, fslenzkir, brutust f fyrrinótt inn f einn af klúbbum varnarliðsmanna á Keflavfkur- flugvelli og stálu þeir þar 14 köss- um af áfengi eða 150 flöskum og litasjónvarpi. Mennirnir voru handsamaðir á Suðurnesjum f gærmorgun og fannst allt þýfið sem þeir stálu. 400 m2 steinhús í H vera- gerði lyftist á grunninum Gólf byrjud ad springa en orsakir ókunnar HUSIÐ Austurmörk 4 f Hvera- gerði byrjaði að lyftast á grunnin- um aðfararnótt s.l. mánudags og hefur það risið jafnt og þétt sfð- an, mest um nokkra sentimetra. Húsið, sem er um 400 fm. tvflyft steinhús byggt 1973, liggur undir stórskemmdum vegna þrýstings upp undir gólfið á jarðhæð, en orsakirnar eru ókunnar og eng- inn jarðfræðingur hafði kannað málið í gær. Eigandi hússins Austurmarkar 4 er Aage Michelsen og rekur hann bifreiðaverkstæði f hluta hússins, en að auki eru þar til húsa matstofan Búrið og hár- greiðslustofa. Þegar starfsfólk á matstofunni Búrinu kom til vinnu s.l. mánu- dagsmorgun, tók það eftir því að stoðir i afgreiðslusal matstofunn- ar höfðu bognað og sprungur myndazt í gólfinu á nokkrum stöð- um. í gær var mælt hve mikið gólfið hefði lyfzt og nam það 14 millimetrum á einum sólarhring, en síðan á mánudagsmorgun hef- ur húsið lyfzt um nokkra senti- metra. Á gólfi hárgreiðslustof- unnar höfðu einnig myndazt all- miklar sprungur, en engar sjáan- legar skemmdir voru á húsnæði bifreiðaverkstæðisins. Eigandi matstofunnar Búrsins, Þorgeir Sigurgeirsson, sem rekur hana ásamt Sólveigu Björnsdótt- ur, sagði að starfsfólk matstof- unnar hefði tekið eftir að stoðirn- ar í afgreiðslusalnum voru bogn- ar á mánudagsmorgni þegar fólk- ið kom til vinnu. Einnig hefði mátt sjá skemmdir á afgreiðslu- borði og í veggklæðningu þar sem þilplötur hafa svignað frá. Sagði Sigurgeir að ekki hefði sézt neitt óvenjulegt á sunnudagskvöldið þegar starfsfólkið yfirgaf matstof- una um kl. 20:00 og hann hefði „Tefjist geðdeild Landspítalans, fjölgar langlegusjúklingum” - segir Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi < MORGUNBLAÐIÐ innti Tómas Helgason, yfir- lækni á Kleppi, eftir áliti hans f gær á því hvaða afleiðingar það hefði fyr- ir málefni geðsjúkra ef framkvæmdahraði verð- ur ekki aukinn á geð- deild Landspítalans, en nú er búið að steypa upp hús, sem á að rúma 60 rúm af alls 120, sem eiga að vera í geðdeild spítal- ans fullbúinni. „Ef framkvæmdahraði verð- ur ekki aukinn,“ Sagði Tómas, „mun það leiða til þess, að sjúklingar, sem nauðsynlega þurfa að komast á sjúkrahús, komast ekki að og það er þvl hætta á, að ekki takist að lækna þessa sjúklinga og þeir verði króniskir sjúklingar og öryrkj- ar. Það myndi hins vegar leiða til þess, að meira langdvalar- pláss þarf fyrir þetta fólk siðar, en ella þyrfti, ef unnt reyndist að lækna það f tfma. Það er einnig ljóst, að ef geð- veikt fólk þarf að bíða lengi eftir sjúkrahúsplássi þá eykst mjög álag á aðstandendur þess og bindur þá heima við, jafnvel frá vinnu. Siðar yrðu þessir að- standendur ugglaust tregari til að taka við sjúklingunum aftur þegar þeim væri batnað, af ótta við að ekki yrði brugðízt nógu skjótt við aftur, ef á þyrfti að Tómas Helgason halda með sjúkrahúsþjónustu. Það hefur einnig ýmsar aðrar afleiðingar ef fólk, sem er geð- veikt, kemst ekki á sjúkrahús i tæka tíð. Það getur leitt til fleiri sjálfsmorða, aukningar á lyfjanotkun og aukningar á áfengisnotkun, sem í mörgum tilvikum leiðir til áfengissýki. Þá er þessari geðdeild ætlað að leysa nokkurn vanda varð- andi kennslu fyrir heilbrigðis- stéttirnar f geðlækningum, en aðstaða i þeim efnum er nú ónóg og kennslan I geðlækning- um ekki samhæfð kennsluf öðr- um greinum læknisfræði sem skyldi. Þess vegna verða nemendum ekki nógu ljós tengslin milli geðrænna og likamlegra kvartana. Og ófull- komin kennsla leiðir til þess að heilbrigðisþjónustan verður ekki nógu góð. Komist geðdeild- Framhald á bls. 18 komið þar seinna um kvöldið og ekki heldur séð neitt óvenjulegt. Aage Michelsen sagði að hann hefði reynt að ná sambandi við jarðfræðinga en það hefði enn ekki tekizt og að hann furðaði sig Framhald á bls. 18 Bændum tryggðar 400 millj. fyrir jól FJÖLMENNUR fundur bænda á Suðurlandi var haldinn I Árnesi f gærkvöldi og sótti á 4. hundrað manns fundinn sem boðað var til af hálfu bænda I Árnessýsiu. Framsögumenn á fundinum voru Árni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda, Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, og Jón Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Það kom fram í ræðu land- búnaðarráðherra, að rfkisstjórnin hefur ákveðið að leysa fyrir 20. des. n.k. þann vanda hjá bændum sem skapazt hefði vegna ógreiddra útflutingsbóta. Um er að ræða 400 millj. kr. ógreiddar frá árinu 1975 og einnig ftrekaði ráðherrann að rfkisstjórnin hyggðist leggja fram um 40 milljónir kr. til að bændur fengju fullt verð fyrir gærur frá haust- inu 1975. Upphaflega var áætlað að um 100 millj. kr. vantaði til að bændur fengju fullt verð, en það sem á vantar, taka gærukaupend- ur og sláturleyfishafar á sig að greiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.