Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 10

Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 Iðnkynning í Borgarnesi Iðnkynning í Borgarnesi Iðnkynning í Borgarnesi Iðnkynning í Borgarnesi Iðnkynning Vírnet hf., Borgarnesi: Framleiðir allan bygginga- saum sem Islendingar nota en fyrirtækið var fyst og fremst stofnað með ngalaframleiðslu í huga. Ekki man ég hvað mikið var framleitt af nöglum í fyrstu, en árið 1975 nam nagiaframleiðslan 821 tonni, og i ár verður sú tala vist eitthvað hærri. Naglarnir eru ennþá uppistaðan hjá okkur, en nú framleiðum við einnig móta- vír, og nam sú framleiðsla um 250 tonnum í fyrra. Þá flytjum við inn hálfunnin þaksaum og vírlykkjur. Þetta galvanhúðum við svo, og aukum þannig á verðmæti þess og endingarhæfni og að sama skapi sparar þeð einhvern gjaldeyri að ekki skuli þurfa að flytja þetta allt inn sem fullunna vöru. Girðingastaurar koma svolítið inn í þetta dæmi einnig, en fyrir utan þetta allt saman, þá tökum við alltaf nokkuð af aðsendri vöru til galvaniseringar. Þar á meðal eru fittingsvörur og lamir, en í raun- inni getur þar verið um að ræða allfjölbreytiga hluti, sagði Páll. Svo er verðlagsstjóra fyrir að þakka Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun verksmiðjan Vír- net vera einráð um naglamarkað- inn hérlendas, enda kannski ekki stór, og svo ræður það ef til vill úrslitum að þessi framleiðsluvara er nokkuð ódýrari hér en en erlendis, en það kann að hljóma sérkennilega þegar haft er í huéa að naglavírinn, hráefnið, er inn- flutt. Við spurðum Pál hver væri hans helzta skýring á einræði fyrirtækissin á markaðinum. — Ætli maður verði ekki að segja að svo sé varðlagsstjóra fyrir að þakka, ef svo mætti að orði kom- ast. Ég hef ekki spurnir af því að fluttur sé inn byggingasaumur, en það kann að vera að eitthvað hafi verið flutt inn af þaksaum, en það er þá óverulegt. Það hjálp- ar okkur náttúrulega að hráefnið er orðið svo til tollfrjálst og að markaðurinn er ekki svo býsna stór. Nú svo kemur það til, að ég hef góðar heimildir fyrir því, að saumur okkar sé nokkru ódýrari en saumur erlendis, og það fer vitanlega enginn að flytja inn dýrari byggingarsaum e hægt er að fá fvrir hér. — Staldri maður við þennan punkt, þá get ég sagt, það, að verðlag á saum er of lágt hér að mfnum dómi. Sennilega höfum við verið of linir við að róa i verðlagsstjóra. Til að nefna dæmi þá veit ég að f t.d. Belgíu, fyrir 1 og ‘A ári, var f.o.b. verð á saum nokkuð hærra en það dreifingar- verð sem okkur var leyft að setja á okkar framleiðslu. — Ekki erum við eanráðir hvað mótavír- inn snertir, en það stafar einfald- lega af því, að við framleiðum hann í sömu velum og naglana, og þá látum við algerlega sitja fyrir, því ef ekki væri alltaf til nóg af þeim, þá kæmu truflanir í störf of margra manna. Gjaldeyrissparnaður um 70 m. kr. Eins og áður segir er Vírnet hf. eitt af rótgrónari fyrirtækjum í Borgarnesi. Er það stoð og stytta í atvinnulífi bæjarins, því það veitir m.a. 14 iðnverkamönnum fasta vinnu, en vöxtur þess hefur svo verað fleirum atrvinnuskap- andi á einn eða annan veg. Sagði Páll okkur að veltan I fyrra hefði verið um 132 milljónir, og um mánaðamót okt.—nóv. í ár hefði veltan verið komin í um 145 millj- ónir. — Það er náttúrulega erfitt að segja um það með nokkurri nákvæmni hver gjaldeyrissparn- aðurinn er af þessu fyrirtæki, en ég held að það sé einhvers staðar á bilanu 60—70 milljónir króna. Það eru svo margir þættir sem koma þar við sögu ef allt ætti að taka til og reikna slfkt út af nákvæmni, og hvað snertir fram- leiðsluiðnað þá er slíkt afar erfitt. Aðspurður sagði Páll okkur að Framhald á bls. 21 Jón Bjarni Guðmundsson söðlasmiður: Nýjasta naglavélin. Vírinn á tromlunni til hegri er leiddur inn I vélina sem slðan klippir hann niður og mðtar naglann. 1 þetta sinn voru þeir 5 tommu (Ijðsm. ágás) Þessi mynd er tekin I vélasal Vfrnets. f þessari samstæðu er vfrinn valsaður niður I hefilegar þykktir. 81 árs iðnverkamaður hjá Vimeti hl „Verð hér þar til ég verð rekinn” EINS og fram kemur f spjallinu við Pál Guðbjartsson frkvstj. Vlrnets hf., þá hefur einn núverandi starfsmanna verið hjá fyrirtekinu alla tíð. Er þar um að reða Axel Hallgrlmsson fyrrum bðnda að Lambastöðum I Álftaneshreppi á Mýrum. Axel er orðínn 81 árs, þðtt hann beri þann aldur þð alls ekki utan á sér, og enn vinnur hann fullan vinnudag. — Ég brá búi 1956, sagði Alxel, og fluttist þá Nngað til Borgar- ness. Já, ég byrjaði hjá þessu fyrirtæki I upphafi og hef slðan verið alveg hjá því og fylgzt með uppgangi þess. Það hefur verið gott að vinna hérna og gaman að sjá fyrirtækið dafna, enda hefur þvl alltaf verið stjórnað vel og af góðum mönnum. Þá hafa vinnu- félagarnir I gegnum árin verið gott fólk, og hefur maður aldrei þurft að kvarta undan því á einn eða annan hátt. — Jú, jú, þótt ég sé orðinn 81 árs að aldri, þá finn ég ekki nein alvarleg ellimörk á mér, og ég er staðráðinn að halda hér áfram sem lengst. Maður unnir sér vel hér meðal góðs fólks og hjá góðu fyrirtæki, og því er bara að halda þessu áfram meðan heilsa leyfir eða þar til að ég verð rekinn, sagði Axel. — ágás. Axel Hallgrfmsson VlRNET hf. er eitt af eldri og rótgrónari iðnfyrirtækjum sem haslað hafa sér völl f Borgarnesi. Eins og svo mörg önnur er það við aðalgötu bæjarins, Borgarbraut. Nafnið Vfrnet kannast vfst flestir við af tómum naglapökkum sem menn hafa séð á fjúki f kringum byggingar hvers konar, en fæstum er kunnug starfssemi fyrirtækisins, og f þvf skyni að gefa landslýð örlitla innsýn f þetta sérstaka fyrirtæki, lögðum við leið okkar upp f Borgarnes nú nýverið. Tókum við þar tali Pál Guðbjartsson framkvæmdastjóra og fiaðum hann að segja okkur fyrst hvert starfssvið fyrirtækis- insværi. — Reksturinn hófst í byrjun ársins, 1956, sagði Páll. Fyrst I stað snerist allt i kringum nagla, Páll Guðbjartsson, Framkvæmdastjórí ' Söðlasmiðir hvítir hrafnar ,JA ÞAÐ er nú með söðlasmiði eins og með hvfta hrafna. að þeir eru afar sjaldgæfir, nú til dags. Ekki veit ég um neinn hér um slóðir með réttindi, og fáir munu söðlasmiðir f landinu vera, þvf nýlega var leitað til með kennslu f iðnskóla og þá var mér sagt að ekki væru nema 2 f landinu með réttindi". Þannig fórust orð Jóni Bjarna Guðmundssyni söðlasmið f Borgarnesi, þegar við heimsótt- um hann nýlega. Jón Bjarni hefur stundað eigin atvinnurekstur I 40 ár, en vinnu- stofu slnu setti hann á stofn árið 1936. Er hún I einu vinarlegu herbergi I fbúðarhúsi hans við Kjartansgötu. Hefur hann haft nesi. Ætli það hefi þá ekki verið um 300 fbúar hér. Söðlasmiðirnir voru þá tveir hérna, og óhætt er að segja að meira en nóg hafi verið að gera í greininni. Þá voru til a.m.k. tíu reiðtygi á hverjum bæ, enda hesturinn mikilvægt samgöngu- og atvinnutæki f þá daga. í byrjun var mikið um við- gerðir, en nú er miklu meira um nýsmíðar aktygja, og eftir missi fyrri starfsaðstöðu hef ég reyndar hætt öllum viðgerðum. Nú, í gamla daga vann maður svo til eingöngu fyrir nágrannasveitirn- ar og héraðið hér I kring um Borg- arnes, en í dag fara hnakkar mín- ir út um allt land, og einnig hef ég fengið pantanir erlendis frá. Hjónin Jón Bjarni og Ingibjörg Guðmundsdóttir. (Ljósm. ágás) vinnustofu þar síðustu þrjú árin, en áður hafði hann haft aðsetur fyrir reksturinn að Borg við Egils- götu. — Ég var rekinn þaðan fyrir þremur árum, sagði Jón Bjarni en ég hafði ekki ætlað mér að flytja í annað húsnæði með starfsemina, því mér fannst stutt vera eftir af starfsaldri minum. Já, ég segi að ég hafi verið tekinn þótt þeir (yf- irvaldið) hafi sagt það vera vegna skipulags. — Vinnustofan sem hvarf vegna skipulags, eins og það átti vist að heita að sögn Jóns Bjarna, var ekki aðeins fyrri starfsað- staða hans, heldur hafði Jón num- ið iðn sína i þeirri sömu vinnu- stofu, — Ég kom hingað á 15. ári og byrjaði að læra söðlasmíði hjá Magnúsi Þorbjarnarsyni, sem sennilega var fyrsti söðlasmiður sem setti sig niður hér i Borgar- Hnakkar með Borgarnes- lagi — Núna smiða ég eingöngu hnakka, og þá bara spaðahnakka. Ég steinhætti fyrir löngu að smiða annað en spaðahnakka. Spaðahnakkana tel ég vera miklu betri fyrir hestinn, sérstaklega eru þeir mun betri ef eitthvað reynir á. I seinni tíð hafa hnakkar mínir farið út um land, og einnig til útlanda. Það er mest I gegnum Gunnar Bjarnason sem það geng- ur, en hann hefur verið mikið tengdur hrossaútflutningi. Ut- lendingunum virðast hnakkar minir góðir, já og spurnir koma frá þeim um Borgarneshnakka. Svo tala menn í Reykjavik um hnakka með Borgarneslagi, svo eitthvað virðist handbragðið sér- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.