Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 12

Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 EIN ER ÞAR KIRKJA UNDRA HA . . .’ Um bók séra Jóns Auduns: Líf og lífsviðhorf FYRSTA lesmálssíða þessarar bókar er skáletraður formáli, sem ber sama heiti og bókin. Honum lýkur með þessum orð- um: ,,I þeirri von, að einhverjir vilji verða mér samferða — samferða en ekki sammála um allt sem ég segi, — ýti ég fari, sem ég veit að er veikt, úr vör. Eins og mér endist vit og minni til, mun ég reyna að forðast missagnir." Ég er einn þeirra manna, sem legg allmikið upp úr því, að prestar séu að minnsta kosti það gáfaðir og snjallir ræðu- menn, að ræður þeirra séu ekki hvort tveggja: illa samdar og hafi ekkert það að flytja, sem snerti tilfinningar minar eða tali til almennrar reynslu minn- ar og hugsanalífs. En á þá um sitthvað ólíku guðsmenn, Sigur- björn Einarsson biskup og Jón dómprófast Auðuns, hef ég jafnan hlustað, þegar ég hef átt þess kost. Og þegar ég hóf lest- ur bókarinnar Llf og lifsvið- horf, skorti ekkert á, að mig fýsti að verða höfundi hennar samferða. En ekki bjóst ég við þvi, að ég læsi hana af slikum áhuga, að kona min fengi gilda ástæðu til að mæla til min þess- þennan hátt hugðist hin vitra móðir koma honum til þess þroska, að hann temdi sér að leiða sjálfur sjálfan sig í krafti skynsemi sinnar og samvizku. Á bernsku- og æskuárum séra Jóns Auðuns var þegar orðið á Isafirði allblómlegt menningar- lff, og oft komu á heimili foreldra hans vel menntaðir og skemmtilegir gestir, sem fróð- legt var á að hlýða og vænlegt til örvunar frjóu hugsanalifi. En hinn ungi Jón Auðuns naut ekki aðeins á ísafirði hollrar og þroskandi mótunar. Hann var á annan tug sumra á hinu gamla höfðingjasetri, ögri við Isa- fjarðardjúp. Allvfða I innsveit- um Djúpsins höfðu lengi búið dugandi og stundum stór- brotnir menn, sem efnuðust af Bðkmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Séra Jón Auðuns. Fyrsta grein bankafræðum á vegum Hambrosbanka í Lundúnum, sem var um skeið áhrifaríkur og oft nefndur hér á landi, en ekki þekktist Jón Auðuns það boð. Þá reyndist faðir hans svo skilningsrikur, að hann ráð- lagði honum að innrita sig í heimspeki í Háskóla Islands. Og á það ráð féllst hinn annars óráðni sonur. Bókarhöfundur kveðst ekki hafa átt neina barnatrú — I venjulegri merkingu þess orðs — þegar hann fór úr föður- garði. En sitthvað, sem hann las í bernsku mun hafa haft meiri trúræn áhrif en hann gerði sér grein fyrir. „Sumar persónur skáldritanna," segir hann, „urðu mér svo handgengnar, að þær gengu ljóslifandi í draum- um minum.“ Þegar ég les þetta um orðum: „Það er naumast hún hrifur þig, þessi bók. Þú lest hana eins vel skrifaðan og spennandi róman." Og víst er um það, að hvað sem öðrum kann að finnast, þykir mér þessi bók ein hin merkasta, sem mér hefur borizt í hendur um langt skeið. Hún er vel skrifuð og fágætlega ljós og skilmerkileg þroskasaga sannleiksleitanda, sem hefur ungur þroskazt til þess að telja sér skýlt að leiða sjálfur sjálfan sig með skynsemi sína og sam- vizku að leiðarljósi — og getur svo að lokum með fyllsta rétti tekið sér í munn þessi orð Þor- steins skálds Erlingssonar: „Mig langar að sá lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni." Fyrsti kafli þessarar bókar fjallar um ætt höfundarins, for- eldra hans og nánustu skyld- menni — og það uppeldi, sem hann hlýtur á bernskuheimili sínu i faðmi hinnar sérkenni- legu náttúru, er hann lýsir i fáum orðum, sveipuðum gliti ljúfra og heillandi minninga. I þessum kafla er að finna eftirminnilegar mannlýsingar, og þar verður það þegar Ijóst, sem síðan kemur víða fram I bókinni, að höfundurinn er ær- ið glöggur mannþekkjari, sem gerir sér fulla grein fyrir því, að fáorð tilsvör varpa oft og tiðum skýru ljósi yfir gerð manna. En þó að hann dragi upp all- glöggar myndir af fleiri en foreldrum sínum, leggur hann að sjálfsögðu mesta rækt við að kynna þau. Lesandinn fær Ijósa hugmynd um föðurinn, sem rúmlega tvítugur tekur að sér við lát foreldranna sinna forsjá yngri systkina sumra I bernsku, og stjórn fjölmenns og umsvifa- mikils heimilis, verður hálfþritugur hreppstjóri sveit- ar sinnar og síðan á Isafirði önnum kafinn áhrifamaður á sviði fjármála, atvfrmulifs, bæjarmála og landsmála, en er þó — þrátt fyrir allar' sínar annir — umhyggjusamur ög nærfærinn eiginmaður og fað- ir. .En mun meiri rækt leggur bókarhöfundur við mynd Margrétar Jónsdóttúr, hinnar gáfuðu sannmenntuðu og valin- kunnu risnuhúsfreyju og sann- höllií móður, sem í uppeldi hins gáfaða sonar lagði áherzlu á að hann kynntist fögrum bókmenntúm — og þá ekki sizt ljóðum — og.ennfremur fram- vindu Sögunnar islenzkrar og almennrar. Meðal annars á Sjálfur leió þú s jálfan þig útgerð og landbúi, sumir aðnjótandi hlunninda, sem þeir lögðu verðuga rækt við. En hæst þótti þera heimilið i ögri. Þar bjó með dætrum sinum, Haildóru og Ragnhildi, Þuriður Ólafsdóttir, ekkja hins glæsi- lega og með afbirgðum auðsæla og duglega athafnamanns, Jakobs Rósinkarssonar, föður- bróður hinna góðkunnu Æðeyjarsystkina. Þuríður var náin frænka og mikil vinkona þeirra Garðsstaðafeðga, og hjá henni hafði hin vel menntaða prestsdóttir, Margrét Jóns- dóttir frá Stað á Reykjanesi við Breiðafjörð, verið heimilis- kennari og þá kynnzt hinum unga og framavænlega Garðs- staðabónda. Þuríður húsfreyja hafði orðið fyrir þyngri hörm- um en flestar kynsystur hennar, þó að á þær hafi ærið oft verið lagðar þungar sorgir. Manndóm hennar og reisn fengu þeir örlagadómar ekki skert, en sitthvað benti til þess, að hana hefði að nokkru kalið á hjarta. Auðvitað höfðu dætur hennar ekki farið varhluta af þeim firnum harma, sem dunið höfðu yfir heímilið, og munu þeir hafa átt nokkurn þátt i þvi, samfara óvenju góðri og hollri uppfræðslu heima og heiman, að treysta meðfædda reisn þeirra og þróa hjá þeim órofa ábyrgðartilfinningu og höfðing- lega mannuð. I ögri var haldið áfram að glæða áhuga hins gáfaða og næmgeðja drengs jafnt á eldri sem yngri Ijóðlist íslendinga, og Sagan, —vissu- lega varð hún honum sérlega hugstæð og hjartfólgin á hinu fornfræga höfðingjasetri Hinir fornu gripir ögurkirkju og sitt- hvað fleira fráTiðinni tið talaði til hans aftan úr Iruiu aldanna, og tiltölulega ríýjar harmsögur ísfirzkra ætta urðu honum svo að segja áþreifanlegur veru- leiki, þá er hanp rifaði þær upp við lestur á legsteina i karkju- garðinum i ögri. Þegar svo þess er gætt, að fjögur föðursystkini hans, sem voru langdvölum á heimili bróður sins og mág- konu, urðu dauðanum hvíta að bráð í blóma lifsins, mætti það virðast næsta furðulegt, ef eilífðarmálin hefðu ekki orðið honum óumflýjanlegt viðfangs- efni, þá er þar kom þroskaferli hans, að hann hlaut að mynda sér varanlegt lífsviðhorf. Það er og ekki aðeins fróðlegt og lærdómsríkt, heldur — eins og gefið er í skyn í upphafi þessa greinarkorns — beinlínis „spennandi“ að fylgja séra Jóni Auðuns á leið hans til þess þroska, sem samræmir trúar- lega þörf hans og þær kröfur, sem samvizka hans, studd mikilli rökvisi, fjölþættri þekkingu, sjálfsgagnrýni og lifsreynslu, gerir til hans and- spænis þeirri óhagganlegu stað- reynd, að likamlegur dauði verður ekki umflúinn. Undir gagnfræðapróf las Jón Auðuns heima á Isafirði, með leiðsögn eins hins gagnmenntaðasta valmennis, sem ég hef haft kynní af, Hans Einarssonar, sem segja má að allir Isfirðingar hörmuöu, þá er haríh lézt í fullu fjörí af blóðeitrun. Haustið 1921 settist Jón Auöuns I fjórða bekk Menntaskólans, sem hónum fannst svo litið til um, að hann lagði sig ekki allan fram við námið, heldur kaus að Verja miklu af tfma sfnum til lesturs úrvalsbókmennta, einkum éftir Norðurlandahöfunda. Að loknu stúdentsprófi var hann svo engan veginn I þvf ráðinn, hvaða háskólanám hann ætti að velja sér. Heiðursmaðurinrí Geir rektor Zoéga réð honum fil að ieggja stund á nám í tann- íækningum, þar eð vöntun væri á tannlækhum, en ekki féll það ráð i frjóa jörð hjá hinum unga stúdent. Faðir hans bauð hon- um að koma honum til náms i minnist ég þess, að ég lifði svo mjög í heimi sumra þeirra skáldrita, sem ég las í æsku, að ég hló og grét, naut og þjáðist með persónunum. Og ógleymanleg og ómetanleg urðu mér niðurlagsorðin í „A guðs vegum,“ eftir Björnsson: „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir, enda áttu þau sinn rika þátt í því að leysa mig undan því sálræna oki, sem helvítiskenningin lagði á mig í bernsku minni. . . . En það skáldrit, sem séra Jón Auðuns nefnir sem ámóta áhrifavald, er Jerúsalem, eftir Selmu Lager- löf. Hann dreymdi sig staddan í sporum Ingimaranna í borginni helgu, „og þeim svefnförum," segir hann, „lauk með Krists- draumi, sem lengi vakti fyrir mér sem heilög minning." Og hann heldur áfram: „En veru- lega trúarupplifun átti ég aðeins einu sinni og var þá u.þ.b. tiu ára gamall.“ Mér þyk- ir hann lýsa þvf undursamlega fyrirbirgði af svo barnslega tærri og hrifandi einlægni, að ég gét ekki stillt mig um að birta, þá lýsingu í heild, enda mun hún vissulega hafa reynzt ærinn áhrifavaldur um lífsstarf hans og lifsviðhorf: „I>að var yndislegt sumar- kVöId í ögri. Eftir mjaltir rak ég kýrnar upp á Efraból I haga, en þar lagðist niður gömul kýr, og fcjálfur settist ég og hallaði mér að hálsi hennar. Gamla kýrin hringaði hálsinn utan om mig varlega og eins og af mikilli ástúð. Fyrir framan mig blöstu við bæjarhúsin, túnið og Djúpið breiða, bláa, váfið kvöldkyrrðinni. Ösegjanlegur friður umvafði gömlu kúna, mig og umhverfið allt, unaðar- sæla fyllti barnsál mlna og þá gerðist hið óvænta, sem ég hafði aldrei lifað áður og aldréi lesið um né heyrt fyrr en ára- tugum síðar, er ég tók að kynna mér við þýzkan háskóla mýstik, dulhyggju miðaldanna. Titrandi fann ég óumræðilega nálægð Guðs yfirskyggja mig, eins og allt yrði þrungið Guði, himinn og haf, jörðin, ég og gamla kýrin. Ég varð eitt með þessu öllu — og öryggiskennd- inni, friðinum fæ ég ekki lýst. Hve lengi veit ég ekki. Ég sveif fremur en gekk heim og gat engum sagt, hvað fyrir mig hafði komið.“ En þó að minningarnar um þetta tvennt væru honum mjög hugstæðar, meðan hann var að hugleiða framtíð sina veturinn eftir stúdentspróf, nægðu þær ekki til að eyða þeim vafa, sem með honum bjó um það, hvort hann ætti að áræða að velja sér guðfræði að námsefni. Þennan vetur fór hann eitt sinn á kvöldsamkomu hjá Kristilegu félagi ungra manna, en það, sem þar fór fram, snart hann ekki svo, að hann fýsti að leita þangað aftur. Hann hitti fyrir menn, sem ræddu trúar- leg efni, en þær umræður höfðu ekki djúptæk áhraf. Annað veifið fór hann í kirkju og þá einkum þar sem séra Haraldur Nielsson var sá segull, sem dró ómótstæðilega að sér fjölda manna í hvert sinn sem hann predikaði. Og vissu- lega dáði hinn ungi Jón Auðuns glæsilega mæslku og andríki séra Haralds, en það fékk ekka sigrazt á vafanum. Þar varð magnþrungin persónuleg upplifun á vegum andlegrar reynslu að koma til. Hann las mikið skáldskap i bundnu máli og óbundnu, — „en“, segir hann, „ekki réð það úrslitum um að ég færi að lesa guðfræði fyrr en ég las Kejser og Galilæer eftir Ibsen. Framhaldið af þessum ummæl- um hins aldraða og langreynda sannleiksleitanda birti ég hér orðrétt, ekki sizt til að árétta ómótmælanlega, hve örlög- þrungin áhrif skáld geta haft með ritum sínum — og þar með, hver ábyrgð áþeim hvilir: „Ég las þetta mikla skáldrit upp aftur og aftur, og barátta keisarans, Júlians fráhverfings, við Krist, baráttan við Krist i sálu hins gáfaða keisara, baráttan, sem lauk með þvi, að deyjandi hrópaði hann: „Þú hefir sigrað, Galilæi," hafði geysileg áhrif á mig. Ég lifði þessa baráttu innra með sjálfum mér með þviliku afli, að slíkur stormur hafði aldrei áður farið um sál mína. Ég upplifði það, að undan áhrifavaldi hans var ekki unnt að komast, að honum gat eng- inn gleymt, sem einu sinni hafði séð hann, að þessi stórkostlegi persónuleiki hlaut að verða ofjarl hverjum þeim, sem i snertingu við hann hafði einu sinni komizt, að allri baráttu gegn honum hlaut að ljúka með sigri hans. Svo margir mér meiri og sterkari menn hafði hann sigrað, að mig, ungan, veikan og á marga lund lítt þroskaðan, dró hann að sér með afli, sem stundum varnaði mér svefns og fyllti mig ýmist sælu eða sársauka. Mér var ljóst, að þá leið, sem presturinn Brandur fór, gat ég ekki gengið, strangleiki hans var mér fjarlægur. Þegar ég kom heim um vorið, greip ég enn einu sinni Kejser og Galilæer og las. Enn lifði ég baráttu hins gáfaða keisara, og með þetta veganesti innritaðist ég í guðfræðideild Háskólans um haustið.; Þannig .varð það Henrik Ibsen að kenna eða þakka að ég varð prestur. Þetta er mín saga. Ég veit ekki, hvort margir aðrir eiga sömu sögu að segja. Baráttunni var ekki lok- ið. Hún leitaði á mig oft á 43 ára prestsferli mínum. Ég lifi hana stundum enn.“ Þar með voru merkileg ráð ráðin, ráð, sem orðið hafa mörg- um særðum likn, mörgu sorgar- barni til huggunar, mörgum leitandi sálum lýsandi vegvisir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.