Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
23
Að upplifa
umhverfið
HJÁ Almenna bókafélaginu
eru nú komnar út Ijóða-
bækur eftir ung Ijóðskáld.
Við röbbuðum við Magneu
Matthíasdóttur um Ijóða-
bók hennar: KOPAR, og við
Sveinbjörn Baldvinsson um
Ijóðabók hans: í
MANNSINS SKUGGA.
AÐ SPEGLA SIG í KOPAR
Magnea er 23 ára gomul, býr I
GrundarfirK og kennir þar ensku
og dönsku: Þessi Ijó8 lágu hjá már
og mig langaSi a8 losna vi8 þau.
sagSi hun. Þvl eru þau komin út.
NafniS Kopar er valiS me8
ákveSinni hugsun. MaSur reynir
a8 ná tilfinningum e8a hugsun
með orSum og þa8 er eins og a8
spegla sig I kopar, aSeins óljós
mynd skilar sér nema koparinn sé
gljáandi fægSur og þetta er svo
sem ekkert glóandi gull hjá mér.
Þessi IjóS eru flest frá slSasta
ári. en nokkur eru eldri.
— YrkisefniB? Ég veit ekki
hvert ég sæki þa8, hef aldrei
hugsaS út I þa8, en ef ti vill er þa8
mest til þess hvernig ég upplifi
umhverfi mitt, sjálfa mig og fólkiS
i kring
— EitthvaS I smlSum núna?
— Ég er alltaf a8 skrifa. er me8
allt of margt I smlSum og ég veit
Magnea Matthíasdóttir:
Gúmmíklefinn |
I
einangrun
er að vera þar
sem maður hefur ekkert að óttast
utan sjálfan sig.
I
einangrun
er bergmál af holum hlátri
í auðu herbergi
og engin augu að horfa í
utan sín eigin |
I
Magnea Matthfasdóttir
Sveinbjörn Baldvinsson.
ekki hvað verður úr þessu. En nú
er ég með barnaleikrit, sem mig
langar að koma á framfæri. Ég er
búin með tvo fyrstu þættina. Ég
hugsaði það upphaflega fyrir svið,
en ef til vill væri það betra fyrir
sjónvarp. Það er alltaf gaman að
Rætt við tvö ung ijóðskáld
skrifa eitthvað fýrir krakka, sér-
lega ef maður er I vondu skapi, því
þá er það upplyfting. Svo er sitt-
hvað annað á prjónunum, skáld-
saga og fleira, en það er ekki
mikið hægt að skrifa þegar maður
þarf að leiðrétta 50 stlla eins og
ég var að vinna við þegar þú
hringdir.
Annars held ég að ég hætti
ekkert í bráð að skrifa, ég byrjaði
9 ára gömul og er enn að.
KJÁNALEGT LÍFS-
GÆÐAKAPPHLAUP
Sveinbjörn Baldvinsson er 19
ára gamall og stundar nám í
Menntaskólanum við Tjörnina:
„Það má eiginlega segja að ég
hafi byrjað að fást við Ijóðagerð f
2. bekk í gaggó," sagði Svein-
björn, „og nokkur af þessum lið-
lega 30 Ijóðum sem eru f Ijóða-
bókinni eru frá gagnfræðaskóla-
árunum. Meginhluti Ijóðanna er
þó frá tveimur síðustu árum, en
bókin heitir eftir samnefndu Ijóði.
í skugga mannsins".
„Yrkisefnið?"
sprang
Eftír
Arna Johnsen
Ennþá er ég a8 leita a8 sjálf-
sögSu. en sum IjóS min hafa
virkaS á suma sem þunglyndisleg
og dapurleg lesning. YrkisefniS er
ýmislegt út frá heiminum I dag, út
frá mengun, kjarnorku og öllu
þess háttar. Billinn og sjónvarpiS
koma a8 sjálfsögSu inn I myndina.
og HfsgæSakapphlaupiS."
„HvaS finnst þér um llfsgæSa-
kapphlaupiS?"
„Mér finnst þa8 heldur kjána-
legt en þetta sjónarmiS er mis-
jafnt hjá fólki á minu reki. Margír
æSa beint ú I víxlana og lætin og
Framhald á bls. 19
| Sveinbjörn Baldvinsson:
j í skugga mannsins j
í skugga mannsins j
hvíla verk hans.
I I
| í skugga mannsins |
liðast hið rauðbrúna fljót
út í haustgrátt hafið.
í skugga mannsins
deyr vorið.
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu tií guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldumog
menntamönnum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
iH ■
E4ÐIR/HINN
SKIPSTJORINN
Fjórtán þættir um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessirskipstjórar.allir þióðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapur og
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
vai eiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
H
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar Ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims
styrjaldar. Hér er listileg frásögn
og skráð af snilld.
Opinskáar og tæpitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur í Ríkinu,
Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímur í
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn Ingvar ísdal.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi fjöri
og leiftrandi lífsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna ljall-
göngum og ferðalögum.