Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 24

Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 Stefán Thors skipulagsarkitekt: I>eir vissu að jörð- in var máttug í eðli Athugasemdir vegna skipulagssýningar NC stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning, þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér aóal- skipulag Reykjavíkur fram til ársins 1995. Skipulags- nefnd borgarinnar hefur þegar samþykkt hið nýja aðalskipulag, en eftir er að samþykkja það í borgar- ráði og borgarstjórn. Þetta mun vera í fyrsta skipti, að haldin er svo stór sýning á vegum borgarinnar, þar sem kynntar eru skipulags- tillögur áður en þær eru samþykktar endanlega. Þetta gæti því verið kjörið tækifæri fyrir borgarbúa, til að kynna sér þessi mál og láta í ljós skoðun sina á þeim, en til þess er einmitt ætlast af hálfu borgaryfir- valda og er því um mjög virðingarverða tilraun að ræða. Hitt er svo annað mál, að sýningin er svo um- fangsmikil og slitrótt, að því sem næst ógerningur er að fá í hana samhengi, nema eyði í það miklum tíma. Aftur á móti er hægt að taka ákveðna hluta hennar fyrir og skoða þá nánar. GRJÓTAÞORP Eitt af fyrstu atriðum, sem komið er að á sýningunni, er Grjótaþorpið. Þar varð ég fyrir þviliku rothöggi, að allur hinn hluti sýningarinnar féll I skugga og veit ég að þannig er um marga. Þar blasir við stórum stöfum: „Grjótaþorp. Samþykkt skipu- lagsnefndar. Hugmynd að deili- skipulagi." Samþykkt skipulagsnefndar felur i sér i aðalatriðum: a) að leyft verður nýtingarhlut- fall 1,5—2,0, en það er í dag 0,94 og er óvenju hátt vegna Morgun- blaðshússins. (Nýtingarhlutfall er fengið með því að deila saman- lögðu flatarmáli lóða í samanlagt gólfflatarmál hæða). b) að einstök hús í hverfinu falli undir hugtakið verndun mann- virkja. c) að í Grjótaþorpi þurfi að eiga sér stað veruleg uppbygging. d) að gatnakerfi verði óbreytt í meginatriðum. Þá vaknar spurningarnar: 1. Er eitthvert samhengi milli samþykktar skipulagsnefndar um aðalskipulag á svæðinu og deili- skipulagstillögunnar fyrir Grjóta- þorp, sem hangir við hliðina? 2. Er samþykktin ef til vill sniðin eftir deiliskipulagstillögunni? Ef svo er, skil ég hvers vegna tillag- an er með á sýningunni. Ef svo er hins vegar ekki, hvers vegna er þá verið að sýna tillöguna? Með þessari samþykkt skipu- lagsnefndar eru eigendur gömlu húsanna hvattir til að rffa þau og fullnýta byggingarmöguleikana (og hafa sjálfsagt sumar beðið lengi eftir þessari samþykkt). Þess má geta að 68% lóðanna eru i einkaeign. Ef meirihluti skipulagsnefndar telur, að þessum dauðadómi yfir Grjótaþorpi verði bjargað með því að „gatnakerfið verði óbreytt í meginatriðum" þá er það mis- skilningur og í raun og veru fjar- stæða, því það sem i dag eru „skemmtilegar og óvenjulegar götur“ geta alveg eins orðið að dimmum og skítugum sundum með 3—4 hæða húsum á báða bóga. Væri þá ekki miklu betra að gera gatnakerfi, sem hæfir svo þéttri byggð, ef rífa á allt hvort sem er? í bókun skipulagsnefndar stendur að Grjótaþorp eigi að lokka með hlýleika („inti- miteti"). Það hefur reyndar reynst arkitektum erfitt hingað til að skapa hlýleika í nýrri byggð, þó svo að hverfin séu hönnuð sem heild, svo ekki sé talað um hverfi, þar sem stærstur hluti lóðanna er i einkaeign, eins og tilfellið er I Grjótaþorpi. Eða ætlar borgin að kaupa upp lóðirnar, eftir að hafa fimmfaldað þær í verði með þess- ari samþykkt? ÞRÓUN GRJÓTAÞORPS Hvernig má vera að nú er svo komið, sem raun ber vitni? Til að fá svar við þeirri spurningu, hef ég leitað til nokkurra aðila, sem til þekkja og fengið eftirfarandi upplýsingar um þróun Grjóta- þorps: 1. Árið 1965 er samþykkt í borgar- stjórn aðalskipulag Reykjavíkur. 1 aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að reist verði tvö háhýsi við Aðal- stræti, sitt hvorum megin við Morgunblaðshúsið, og þriggja hæða hús við Garðastræti milli Tungöti og Vesturgötu. Á milli Aðalstrætis og Garðastrætis var gert ráð fyrir 1—2 hæða húsum á brú yfir Suðurgötu sem átti að framlengjast 1 gegn um Grjóta- þorpið niður á höfn. 2. Árið 1969 liggja fyrir niðurstöð- ur úr húsakönnun, sem Hörður Agústsson listmálari og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt gerðu i Reykjavfk á vegum borgarinnar. Sú könnun fjallar að mjög litlu leyti um Grjótaþorp, þar sem Hörður og Þorsteinn gengu út frá aðalskipulaginu frá 1965, sam- kvæmt fyrirmælum borgarráðs og tóku það sem gefna forsendu að húsin í Grjótaþorpi yrðu rifin. 3. Einhvern tíma á árunum 1970—75 er ákveðið að breyta aðalskipulaginu þannig að Suður- gata verði ekki framlengd í gegn um Grjótaþorp. Þessi ákvörðun hefur þó aldrei verið bókuð i skipulagsnefnd. 4. 1 ágúst 1975 er lögð fram deili- skipulagstillaga arkitektanna Guðmundar Kr. Guðmundssonar og Ólafs Sigurðssonar, sem gerð var á vegum borgarinnar. 1 þess- ari tillögu er gengið út frá þvi, að niðurstaða húsakönnunar Harðar og Þorsteins hafi verið, að rífa ætti Grjótaþorp. Heildarnýtingar- hlutfall á svæðinu átti samkvæmt tillögunni að vera 1.74 eða svipað og nú hefur verið samþykkt í skipulagsnefnd. Samkvæmt tillögunni áttu að- Rosenthal-verzl- un í Reykjavík FYRIR siustu helgi var opnuð ný verzlun að Laugavegi 85 ( Reykja- vík, Rosenthal-verzlun. Eins og nafnið bendir til verða þar seldar postulinsvörur frá Rosenthal f Vestur-Þýzkalandi. — Það hefur staðið til nú i nokkur ár að opna sérstaka verzl- un, sem hefði á boðstólum vörur frá Rosenthal, sagði Arndís Björnsdóttir, einn eigenda verzlunarinnar þegar við hittum hana að máli nýlega. — Til þess að fá leyfi til að opna sérverzlun með Rosenthal-vörur verður að uppfylla talsvert strangar kröfur um innréttingar, húsnæði, vöru- val og fleira þess háttar, og hér eins og annars staðar hefur Rosenthal haft hönd í bagga með innréttingum og uppröðun. — Við verðum hér aðallega með vörur úr hinni svolölluðu „Studio- línu“, en þær eiga það sameigin- legt, að hönnuðirnir eru allir heimsþekktir listamenn, sem hafa haslað sér völl áður en þeir tóku að sér verkefni fyrir Rosenthal. Meðal þessara listamanna eru Björn Wiinblad, Tapio Wirkkala og Salvador Dali, svo einhverjir séu nefndir. Björn Wiinblad kannast margir Islendingar við, sem hafa verið á ferð í Kaup- mannahöfn, þvi að i miðborginni þar er Björn Wiinblads Hus, sem er afar sérkennilegt og skemmti- legt. — Það er sérstætt við Rosen- thal, að ekki er fáanleg nema „fyrsta sortering", en ég get ekki neitað þvi að mér fannst illa farið með góða gripi þegar ég horfði á starfsmenn verksmiðjunnar i Vestur-Þýzkalandi mölva ýmis- legt mélinu smærra, sem ekki stóðst fylístu kröfur þegar ég var þar á ferð fyrir skömmu. — Við verðum með matar- og kaffistell, og margs konar staka muni. Bæði ætlum við að selja heil stell og hluta úr þeim til hagræðis fyrir þá, sem vilja safna smátt og smátt. Við verðum alls ekki með allar þær tegundir, sem framleiddar eru, en hins vegar getum við pantað hvað sem er og höfum lista yfir alla framleiðslu verksmiðjunnar. Tryggt er að hvert stell er framleitt í að minnsta kosti 30 ár, og tilkynnt er með tveggja ára fyrirvara þegar framleiðslu er hætt. Þá verðum við með hótelpostulín frá verk- smiðjunum, en þetta postulín er þegar í notkun hér hjá Hótel Esju og Hótel Loftleiðum. Margir listmunir frá Rosenthal verða eftirsóttir af söfnurum, og sem dæmi má nefna að fyrsti jóla- plattinn er frá 1971. Hann er löngu uppseldur, en þar sem hann kemur á markað hjá listmunasöl- um erlendis er verðið nú tífalt a við það, sem i upphafi, sagði Arndis Björnsdóttir að lokum. Arndfs Björnsdóttir i hinni nýju verzlun að Laugavegi 85.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.