Morgunblaðið - 20.01.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977
31
Enska
1 # knatt-
spyrnan
í GÆRKVÖLDI fóru fram eftir-
taldir leikir í ensku knattspyrn-
unni:
Enska deildarbikarkeppnin:
Derby — Blackpool 3—2
l.deild:
Manchester Utd. — Bristol City
2—1
Skotland — úrvalsdeild:
Aberdeen — Rangers 3—3
Reyðarfjörður:
Ný löndunartæki
tekin 1 notkun
þegar fyrsta
loðnan barst
Reydarfirdi. 19. jan.
FYRSTA loðnan barst til okkar í
dag, þegar Árni Sigurður AK 370
kom með 380 tonn af loðnu til
síldarverksmiðjunnar. Tekin
voru í notkun ný löndunartæki,
sem eru með sjálfvirkar vogir, og
hægt er að landa 250 tonnum á
klukkutíma. Reyndust tækin
ágætlega. 35 manns munu hafa
vinnu við verksmiðjuna þegar allt
er komið í gang og lífgar þetta
mikið upp á staðinn. Fleiri bátar
eru væntanlegir í kvöld og nótt.
Báturinn Gunnar er á netaveið-
um og er afli mjög tregur í net.
Til dæmis kom Gunnar inn með
3'/2 tonn á mánudagsnótt eftir 3
lagnir. Snæfugl er nýfarinn á
loðnuveiðar. Veður er gott hér í
dag, en mikið er búið að snjóa og
mikill snjór í plássinu. — Ureta.
Stofnlánadeildin:
Sameiginleg-
ar tillögur
frá nefndinni
— TILLÖGUR nefndarinnar eru
nú til meðferðar hjá ríkisstjórn-
inni og á þessu stigi get ég ekki
tjáð mig um þær, sagði Halldór E.
Sigurðsson landbúnaðarráðherra,
er blaðið leitaði álits hans á til-
lögum nefndar þeirrar, sem unn-
ið hefur að endurskoðun laga um
Stofnlánadeild landbúnaðarins
en eins og fram hefur komið í
blaðinu, gera tillögur nefndarinn-
ar m.a. ráð fyrir því að lagt verði
1% gjald á búvöru við sölu henn-
ar til neytenda. Er tekjum af
gjaldinu ætlað að mæta að hluta
kostnaði, sem deildin hefur orðið
að bera vegna útgjalda af teknum
lánum umfram tekjur af veittum
lánum.
Halldór sagði, að tillögurnar
hefðu verið gerðar af nefndinni
samhljóða en í henni áttu sæti
fulltrúar Stofnlándeildar, Seðla-
bankans, tveir þingmenn frá
hvorum stjórnarflokkanna og
einn þingmanna Alþýðubanda-
lagsins en þingmenn þessir eiga
jafnframt sæti i bankaráði Búnað-
arbankans, sem fer með stjórn
Stofnlánadeildar landbúnaðarins.
Fyrsta loðnan
til Eskifjarðar
Eskifirdí. i9. janúar.
FYRSTA loðnan kom til Eski-
fjarðar f dag og voru þrfr bátar
komnir inn, allir með fullfermi,
og fleiri væntanlegir. Vetrarver-
tfð hefur gengið illa, það sem af
er, varla gefið á sjó fyrir línubáta
og netabátar fiskað Iftið.
Eskfirðingar halda árlegt
þorrablót sitt i Valhöll n.k. laug-
ardag og verður fjölmenni að
vanda og margt til skemmtunar.
Mótsstjóri að þessu sinni er Ragn-
ar Björnsson húsasmiður. Allmik-
ið hefur snjóað undanfarið og
skíðalyftan hefur snúist siðustu
daga og margt manna verið við
Ók á bíl
og stakk af
HARÐUR árekstur varð á þjóð-
veginum rétt vestan við Selfoss
klukkan 14 í gær. Bifreið hafði
verið lagt þar vegna bilunar og
voru þrjú börn í bifreiðinni, á
aldrinum 1 —10 ára, en móðir
þeirra hafði farið að sækja aðstoð.
Uerðist það þegar hún var nýlega
farin, að ekið var á kyrrstæðu
bifreiðina og hún stórskemmd, en
börnin sluppu ómeidd. Tjónvald-
urinn fór af vettvangi án þess að
gera vart við sig, en elsta barnið
taldi að þarna hafi verið um fjög-
urra dyra amerískan bil að ræða,
líklega Mercury Comet, og hefur
hægri hlið hans skemmst. Eru
þeir sem geta veitt upplýsingar i
málinu beðnir að hafa samband
við rannsóknarlögregluna.
Álits land-
búnadarrádu-
neytisins
var leitað
HALLDÖR E. Sigurðsson land-
búnaðarráðherra hefur beðið
Morgunblaðið að leiðrétta, að það,
sem haft er eftir honum í gær
þess efnis, að viðskiptaráðuneytið
hefði hingað til veitt útflutnings-
leyfi fyrir landbúnaðarafurðir án
samráðs við landbúnaðarráðu-
neytið. Þetta er ekki rétt. Hið
rétta er að viðskiptaráðuneytið
hefur venjulega leitað álits land-
búnaðarráðuneytisins áður en
slík leyfi hafa verið veitt. Svo var
í því tilviki, sem veitt var út-
flutningsleyfi fyrir lOOtonnum af
undanrennufuftinu sl. haust, en
Halldór sagðist ekki hafa vitað
um að svo hefði verið gert, og var
það vegna fjarveru hans af land-
inu, þegar leyfið var veitt.
Halldór tók fram að það væri
hins vegar ákvörðun beggja ráðu-
neytanna, að framvegis yrði um
að ræða nánari samvinnu við-
skiptaráðuneytisins og landbún-
aðarráðuneytisins áður en út-
flutningsleyfi fyrir landbúnaðar-
afurðir yrðu veitt.
— Stal lyklum
og bíl
Framhald af bls. 32.
eyri, sem varnarliðsmenn höfðu
greitt íslenzku smyglurunum fyr-
ir fíkniefnin.
Skömmu eftir áramót óskuðu
bandarísk heryfirvöld eftir lög-
sögu yfir manninum, og varð rík-
issaksóknari við þeirri ósk. Var
maðurinn fluttur frá Reykjavík
til Keflavíkur, og þar var hann
úrskurðaður i 30 daga gæzluvarð-
hald. Hafði maðurínn setið inni
tæpan helming tímans þegar
hann brauzt út.
— Yfirgáfu
svæðið í nótt
Framhald af bls. 32.
þegar umbrot urðu I Gjástykki,
land seig og gufur brutust út.
Sagði Eysteinn að óróinn núna
væri heldur minni en þegar gaus I
Leirhnúk I desember 1975. Þá
hefur það einnig gerst nú eins og
í nóvember s.l. að stöðvarhúsið
við Kröflu byrjaði að síga eftir
margra vikna ris. Þegar mælingar
voru gerðar um miðnættið I nótt,
hafði húsið sigið um hálfan milli-
metra á rúmum klukkutíma, sem
er mjög hratt sig og hélt sigið
áfram.
Starfsmenn Almannavarna
mættu til starfa laust eftir mið-
nætti vegna þróunar mála á
Kröflusvæðinu. Almanna-
varnaráð ríkisins hélt fund I gær-
dag, og þar mun hafa komið fram
vilji þess um að vinna yrði lögð
niður á Kröflusvæðinu frá og með
deginum I dag og stæði vinnu-
stöðvunin næstu 10 daga. Á fund-
inum I gær var ennfremur rætt
erinda Almannavarnanefndar
Mývatnssveitar varðandi aukið
öryggi þar I sveit. Lagði nefndin
þar m.a. til að lokið yrði við
varnargarða, sem byrjað var á s.l.
sumar I Bjarnarflagi, sunnan
Kísilverksmiðjunnar. Er jarðýta
komin á staðinn.
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavarna, sagði við
Mbl. I nótt, að brottflutningur
starfsfólksins við Kröflu hefði
gengið mjög vel og harðar en
menn hefðu átt von á. Var áform-
að að halda áfram vakt I miðstöð
Almannavarna I Lögreglustöðinni
i Reykjavik fram eftir nóttu.
— Kaupa rækju-
togara
Framhald af bls. 2
verður honum siglt til Danmerk-
ur, þar sem nýju rækjuvinnslu-
tækin verða sett í hann.
Að sögn Jóhanns er formlegt
samþykki Fiskveiðasjóðs fyrir
kaupunum ekki komið enn, en
meðmæli Siglingamálastofnunar-
innar liggja þegar fyrir.
Jóhann kvaðst vera bjartsýnn á
djúprækjuveiðar norður af ís-
landi, þó svo að stutt reynsla væri
komin á þær. Því miður hefði
veður verið þannig I haust að vart
hefði gefið á sjó síðan I október.
Það væri enn verra þegar
Aflatryggingarsjóður hlypi ekki
undir bagga þegar ekki gæfi á sjó
eða illa fiskaðist hjá rækjubátum
og þessu þyrfti að breyta fljótt.
En sem dæmi um rækjuaflann
sagði Jóhann að Snorri Snorrason
skipstjóri hefði fengið 70 tonn af
rækju á 45 tonna bát I september-
mánuði s.l. Nýi togarinn þyrfti
hins vegar að fiska 500 lestir af
rækju á ári til að afkoman yrði
góð, en verðmæti 500 tonna af
rækju miðað við núverandi verð-
lag væri tæpar 200 milljónir
króna.
Að lokum sagði Jóhann, að Sölt-
unarfélagið hefði fengið sérstak-
lega góða fyrirgreiðslu I Lands-
banka íslands og þá sérstaklega
af hálfu Jónasar Haralz banka-
stjóra. Sömu sögu væri hins vegar
ekki hægt að segja er Snorri
Snorrason útgerðarmaður og
skipstjóri hefði reynt að kaupa
rækjuskip i fyrra, en þá hefði
málið verið stöðvað á síðustu
stundu af Útvegsbankanum.
— Baskafáni
Framhald af bls. 1.
Franco einræðisherra bann-
aði á sínum tíma notkun þjóð-
fána Baska á þeirri forsendu
að hann væri vatn á millu
þeirra, sem væru fylgjandi að-
skilnaðarstefnu.
— Kaíró
Framhald af bls. 1.
á bak við múgæsingar og
átök vegna verðhækkan-
anna, en vinstri sinnaðir
stjórnmálamenn halda því
fram, að stefna stjórnar-
innar i efnahagsmálum
komi aðeins til góða fá-
mennum forréttindahópi.
— Andófsmenn
Framhald af bls. 1.
hendur blaðamanninum Jiri
Lederer, og sé hann sakaður um
að hafa „rýrt orðstfr Tékkó-
slóvakíu erlendis", en fyrir sllkt
brot hljóti menn allt að þriggja
ára fangelsisdóma.
Hið opinbera málgagn tékk-
nesku stjórnarinnar Rude Pravo
segir I dag, að engar „galdraof-
sóknir“ fari fram I Tékkó-
slóvakíu. Blaðið gagnrýnir mjög
þau ummæli Bruno Kreiskys, for-
seta Austurríkis, I gær, en það var
eftir honum haft, að hann ætlaði
að hafa samráð við aðra jafnaðar-
mannaleiðtoga I Vestur-Evrópu
um leiðir til.að koma tékkneskum
baráttumönnum fyrir mannrétt-
indum til hjálpar.
Blað brezka kommúnistaflokks-
ins, „Morgunstjarnan“ skorar I
dag á tékknesk yfirvöld að láta af
ofsóknum á hendur þeim sem
undirrituðu „Mannréttindi 77“,
— þeir fari aðeins fram á að hald-
in verði ákvæði Helsinkir
yfirlýsingarinnar.
A sömu lund eru ummæli
fréttaskýrenda I útvarpi Páfa-
garðs í dag, og portúgalska þingið
fordæmdi I dag handtökur vegna
„Mannréttinda 77“ með atkvæð-
um allra þingmanna, nema
kommúnista. Formaður þing-
flokks kommúnista á portúgalska
þinginu sagði, að tillagan væri
Ögrun við stjórn Tékkóslóvakíu
og staðfesti hún „and-
kommúniska" stefnu stjórnarinn-
ar i Lissabon.
— Carter sver
Framhald af bls. 1.
náðun, og hafa annað hvort særzt
I bardögum I Víetnam eða hlotið
heiðursmerki fyrir frammistöðu
sína I styrjöldinni. Þá var eitt af
síðustu embættisverkum Fords að
gefa „Tókýó-Rósu“ upp sakir, en
hún flutti bandarískum hermönn-
um áróðursboðskap fyrir Japani I
síðari heimsstyrjöldinni. „Tókíó-
Rósa“ var fundin sek um föður-
landssvik árið 1948 og sat I
fangelsi rúm sex ár.
1 dag ræddi Ford við ýmsa
þjóðarleiðtoga I síma, þar á meðal
Leonid Brezhnev. í samtalinu við
hinn sovézka leiðtoga lét Ford I
ljós vonir um að þeir Carter héldu
áfram að byggja ofan á þann
grundvöll, sem lagður var I
Vladivostok árið 1974, en þar
komust þeir Ford og Brezhnev að
samkomulagi um að stefna að tak-
mörkun vopnabúnaðar.
m
— Eg var í
góðu formi. . .
Framhald af bls. 3
Í gær stóð til að þeir Friðrik
og Kortsnoj hittust I Wijk aan
Zee, en af því varð ekki af
einhverjum ástæðum. Hér á
eftir birtist skák þeirra Frið-
riks og Timmans I gær.
Ilvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Jan Timman
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — b6, 3. c4
— e6, 4. g3 — Ba6, 5. Da4 —
De7, 6. a.3 — Dd6, 7. Rbd2 — c5,
8. e4 — Dc6, 9. Dxc6 — Rxc6,
10. d5 — Rd4, 11. Rxd4 — cxd4,
12. b4 — e5, 13. Bd3 — Hc8, 14.
Ke2 — h5, 15. h3 — h4, 16. g4
— Be7, 17. f4 — d6, 18. a4 —
Bd8, 19. a5 — bxa5, 20. b5 —
Bb7, 21. Rb3 — a6, 22. Rxa5 —
Bxa5, 23. Hxa5 — axb5, 24.
cxb5 — 0-0, 25. fxe5 — dxe5, 26.
Ba3 — IIa8, 27. Bb4 — IIxa5,
28. Bxa5 — Ha8, 29. Bd2 —
Ha2, 30. Hcl — Re8, 33, 32. Bb4
— Ha8, 33. Be7 — Bc8, 34. b6
— f6, 35. d6 — Kf7, 36. Bb5 —
Be6, 37. b7 — Hb8, 38. Ba6 —
Bd7, 39. Hc8 og svartur gefst
upp.
— Ingólfur
Arnarson
Framhald af bls. 2
var 11,7 lestir samkvæmt útreikn-
ingum L.Í.U. Bjarni Benediktsson
fékk 3.512 lestir og var aflaverð-
mætið 143.8 millj. kr. og afli á
úthaldsdag 10.3 lestir. Þormóður
goði fékk 2.925 tonn, aflaverð-
mæti 131.3 millj. kr. og afli á
úthaldsdag 8.5 lestir. Hjörleifur
fékk 1.945 lestir, aflaverðmæti
91.5 millj. kr. og afli á úthaldsdag
7.4 lestir.
— Blóðþrýst-
ingurinn . . .
Framhald af bls. 5
farnir að snúast til reynslu eftir tvo
mánuði.
Undir niðri býr nokkur uggur I
brjósti fólks. þó svo virðist ekki á
yfarborðinu. Öryggismálin hafa mik-
ið verið f brennipunkti undanfarna
daga og sýnist sitt hverjum um
framkvæmd ýmissa öryggisatriða
Bæklingur frá Almannavarnaráði
rtkisins er inni á hverju herbergi I
skálum starfsmanna. Er þar Tjallað
um hugsanlegt hættuástand á
Kröflusvæðinu og hvernig fólk þar á
að bregðast við Kaflarnir í þessum
bækling bera heitin aðvörunarkerfi,
viðvaranir og flótti. Einnig er sérstök
rás á talstöðinni, sem notuð er milli
Reynihllðar og Kröflu er ber heitið
Róttinn, Vonandi þarf ekki að nota
þessa rás. Vonandi þarf læknanem-
inn, sem er við Kröflu, ekki að nota
kunnáttu sina I læknisvlsindum
Klukkan 23 á hverju kvöldi ekur
lllugi Jónsson frá Reykjahllð, fyrrum
bóndi og bilstjóri með meiru, upp á
hæðina fyrir norðan stöðvarhúsið.
Þar leggur hann bifreið sinni og
byrjar varðstöðu sína, sem stendúr
til morguns. Horfir lllugi Jónsson út
I sortann alla nóttina og er við öllu
búinn. í bil sinum hefur hann talstöð
og getur þvi látið vita ef eitthvað
óvenjulegt kemur upp á.
Á skjálftavaktinni i Reynihlíð er
vakt allan sólarhringinn. Þau Halina
Guðmundsson og Hjörtur Tryggva-
son skiptast á og standa átta tíma
vaktir i senn. Halina, sem er pólsk
að uppruna og jarðeðlisfræðingur
að mennt, sagði okkur á dögunum
að leiðinlegast væri að vera á vakt á
næturnar. Helzt væri að lesa góða
gók og drekka kaffi. Fáir kæmu I
heimsókn og þvi sjaldan hægt að
taka i spil til að fá timann til að llða
Stundum væri llka meira en nóg að
gera við að fylgjast við hreyfingum á
skjálftamælunum þremur, úr Reyni-
hlið, Gæsadal og á Kröflusvæðinu.
Virknin hefur aukist siðustu daga og
sérstaklega hafa skjálftarnir stækk-
að. þó fjölgunin hafi ekki verið ýkja
mikil.
Breytingar á holunum við Kröflu
eru miklar jafnvel frá degi til dags
Enn neðar en þær ná eru mikil
umbrot, kvikan er á hreyfingu. Hvað
það boðar vita menn i rauninni ekki
— Kissinger
Framhald af bls. 14
horfði oft og tfðum, að telja mönn-
um vlSa um heim trú um þaS, aS
Bandarikin væru enn til forystu
fallin. Þetta var umtalsvert afrek,
og þaS þurfti mikið til. Á stundum
rak Kissinger ekki einungis erindi
Bandarikjanna erlendis heldur
kom fram fyrir forsetana I flestum
greinum, þegar þeir voru ekki
menn til þess sjálfir sökum ringls
eSa reynsluskorts.
Þennan leik hefSi hann ekki
getaS leikiS nema þvl aðeins, aS
hann var þegar orSinn „stjarna",
og þurfti orSiS varla annað en
sýna sig svo aS ofbirtu sló I augu
beggja, stuSningsmanna og and-
stæSinga Bandarlkjanna, og þeir
gleymdu þvl hvert sinn, aS þau
voru I háska stödd. Þessi töfra-
brögS voru og enn athyglisverSari
fyrir þá sök, aS aldrei var meS öllu
vlst, aS þau væru einungis töfra-
brögS.
Fyrir skömmu var Josef Luns.
aðalritari NATO, beðinn að taka
saman álit satt á Kissinger I fáum
orðum að loknum ferli. Luns
komst þá svo að orði: „ Hann á sér
engan llka. Annar eins mun ekki
koma eftir hann."
— Bruninn . . .
Framhald af bls. 5
leyti fór varaliðið að koma á stað-
inn.
Skipulagsleysi með fáum
mönnum við mikinn eld I húsi, er
varla hægt að tala um, þar gegnir
hver maður ákveðnu starfi.
Brunahanar I Grjótagötu og
Bröttugötu voru ekki notaðir við
slökkvistarfið, þvi vitað er að þeir
gefa ekki nægilegt vatn á mikinn
eld. Á vakt við húsið eftir
brunann var tengt við brunahan-
ann I Grjótagötu og var hann í
lagi, en brunahaninn I Bröttugötu
var óvirkur.
i upphafi slökkvistarfs varð
reyksprenging í húsinu. sem
orsakaði að rishivðin varð alelda.
Eftir það breiddist eldurinn ekki
meira unt húsið og tókst að halda
honum innan þeirra rnarka, þar
til hann varð slökktur.
Eins og sjá mátti á húsinu eftir
brunann, var árangur af slökkvt-
starfinu góður.
19. janúar 1977.
Sig. Gunnar Sigurðsson
varaslökkviliðsstjóri
Óli Karló Olsen.
aðalvarðsst jón.