Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 22. JANUAR 1977
Búskapur
ÝMIS skrautblóm vísa
líka óvelkomnum sníkju-
dýrum frá sér og sínu
nágrenni. Má þar til
nefna bæöi einær og
fjölær blóm. Af einærum
t.d. brúðarstjörnu
(Cosmos) tóbakshorn
(Petunia) stjörnufífla
(Aster) og prestafífla
(Chrysanthemum)
Biskupsbrá
(Pyrethrum) er fjölært
og fallegt garðblóm. Úr
þurrkuð um blómum
þess eru búin til skor-
dýralyf sem eru ágæt á
pöddurnar en skaðlaus
mönnum.
Skjaldflétta (Tropæoi-
um/Nasturtium) heldur
bjölium frá klifurjurtum
svo sem melónum, gúrk-
um o.fl. og sagt er að
ilmsterkar morgunfrúr
(Marigolds) fæli burtu
hnúðorminn sem ræðst á
kartöflur. jarðaber, rósir
íslenski. Blöð flestra ilm-
andi jurta hafa eitthvert
slíkt gildi. Lauf af
lavendel (og ilmreyr?)
vernda fyrir möl á líkan
hátt og mölkúlur og önn-
ur hliðstæð efni en lyktin
er ólíkt betri.
Enn hefur ekki verið
minnst á þá plöntu sem
sennilega kæmist í fyrsta
sæti ef velja ætti ein-
hverja eina varnarplöntu
í garðinn, en það er
HVÍTLAUKURINN.
Hann er fyrirferðarlitill,
auðveldur i ræktun og af-
bragðs sníkjudýrahemill.
Hver laukur er saman-
settur af mörgum smá-
laukum sem setja má nið-
ur hvern út af fyrir sig.
Má t.d. planta þeim mörg-
um saman hjá berja-
runnum og geta þeir þá
varið runnana fyrir blað-
lús og þvílíku. Fleiri
lauktegundir má nota í
SKJALDFLETTA (Tropæolum/Nasturtiuni)
og ýmsa lauka og einnig á
rætur tómatplöntunnar.
Sumar plöntur t.d.
mustarður gera gagn
með því að draga að sér
sníkjudýr frá dýrmætari
gróðri en óþrifin ganga
þá gjarnan að þessum
plöntum dauðum.
Vissar lyktsterkar
plöntur sem gróðursettar
eru upp við hús manna
fæla skordýr úr hús-
unum. Meðal þeirra hef-
ur regnfangið einna best
orð á sér, er það tajið
fæla burt flugur. Menta
er einnig góð og hefur
m.a. það sér til ágætis að
rottur forðast hana. Er
því gott að gróóursetja
mentu t.d. hjá útihúsum
sem rottur sækja í.
Innandyra rekur jurta-
pottur með basilíkuplönt-
um flugur og mý á flótta.
(Basil þarf sól).
Þurrkuð blöð vissra
jurta eru meinlaus skor-
dýralyf. Þeim má sáldra
niöur muldum í kjallara
eða annarsstaðar þar sem
skondýr gætu sest að. í
þeim hópi eru rue, regn-
fang o.fl. Lavendel er
líka gott og sennilega
ilmreyrinn okkar
sama tilgangi t.d. gras-
lauk og aðra matarlauka.
Enginn má búast við
kraftaverkum af þeim
jurtum sem hér hefur
verið minnst á, en með
því að rækta nokkrar
þeirra með aðalgróðr-
inum þar sem því verður
við komið er hægt að
halda sníkjudýrunum í
skefjum svo að þ:u verði
hverfandi. Ekki eru allar
þessar plöntur örugg
vörn fyrir hvaða sníkju-
dýri sem er, en sumar
eru það þó t.d. hvít-
laukur, regnfang, rue og
bee balm. Allar varnar-
plöntur verja aðeins tak-
markað svæði í kringum
sig (miða má við ca.
þriggja feta radíus), fer
það nokkuð eftir stærð
verndarplöntunnar og
styrkleika ilmsins, og
þarf maður að þreifa sig
dálítið áfram með þetta.
En það er ómaksins vert
að reyna að skipuleggja
garð sinn þannig að
plöntuniðurröðunin
útrými eins og af sjálfu
sér þeim hvimleiðu
sníkjudýrum sem annars
kaila á eiturúðun garð-
anna. SiRUrlaug Árnadóttir
Skáld og
meistari
Þjóðleikhús — litla
sviðið:
Meistarinn.
Höfundur:
Oddur Björnsson.
Leikstjóri:
Benedikt Árnason.
Leikmynd:
Birgir Engilberts.
ÆFINGIN skapar meistarann.
Meistari verður hver í fullkomn-
un sinni. En hvað er fullkomnun
— hvað nema stærðfræðilegur
punktur sem hefur þó enga stærð,
imyndað og tímalaust andartak
þegar verk er fullkomnað. Eða
líf? Líf endað?
Meistari Odds Björnssonar í
þessu samnefnda leikriti er gam-
all lifimaður sem er búinn að fá
ólyst á lífinu; spekingur sem er
orðinn of spakur; skáld sem er
orðið of mettað af yrkisefni tii að
geta ort: „Þú tekur þér ferð á
hendur til að afla þér reynslu —
svo þú verðir betra skáld--
svo kemurðu aftur heim — með
of mikla þekkingu til að geta sett
hana á blað.“
Andspænis meistaranum er
„nýi læknirinn" sem hann hefur
kallað til sín. Til að lækna sig? Af
hvaða sjúkdómi? Kannski ekki
endilega til að lækna sig af ein-
hverjum sjúkdómi heldur allt
eins til að gera fullkomnun sína
að veruleika. Því fullkomnun
verður naumast að veruleika
nema hún hljóti um leið staðfest-
ing i mannlegri vitund. Auk þess
sem „þrautin verður aðeins leyst
Róberl Arnfinnsson í hlutverki
„meislarans".
af þremur," eins og meistarinn
segir.
Hver er þá sá þriðji? Kona auð-
vitað. Kona meistarans eða
læknisins eða bara einhver kona;
konan í draumi og meðvitund
karlmannsins yfirhöfuð. Þarna er
sem sé kominn sá gamalkunni
dramatiski þríhyrningur: tveir
karlar og ein kona, lífsneistinn
sem kveikir ástina og gerir listina
rafmagnaða og háspennta og
tendrar Iogann á arni endurminn-
inganna.
Oddur Björnsson er listfengur
og hugkvæmur rithöfundur. og
stutt leikrit eru sérgrein hans.
Taimál, bæði „gott“ og „illt“, hef-
ur hann á valdi sinu og kann
höfunda best skil á tvíþættu hlut-
verki orðanna: annars vegar að
tjá það sem þeysist sjálfkrafa og
ómengað upp úr sálardjúpunum;
hins vegar að leyna þvi sem innst
f sefa býr. Með næmu auga fyrir
veruleikanum, væmnislausu
skopskyni og markvissu táknmáli
hefur hann gert bestu verk sín að
meistarastykkjum. Hann hefur
líka sífellt endurnýjað sig, tekið
fyrir ný og ný sjónarhorn i mann-
lífinu.
Allir hafa þessir góðu hæfileik-
ar hans nýst honum vel við samn-
ing „Meistarans". Samtalslistin
bregst honum sjaldan. Þó fannst
mér enskuslettur þær, sem lagðar
eru í munn sjálfum meistaranum
of margar og of tiðar, færri hefðu
dugað til að tjá kæruleysi hans
gagnvart sér og öðrum.
Ég nefndi „þríhyrning". Það
gamla hugtak má þó ekki valda
misskilningi. Hér er ekki á ferð-
inni „átaka-“ og raunsæisverk þar
sem hver persóna kemur fram
sem skýrt afmarkaður einstakl-
ingur í mótleik gegn öðrum ein-
staklingum. Tala hlutverka gefur
ekki allt til kynna. Meistarinn
gamli og nýi læknirinn eru tviein
persóna, tvö andlit og þó með
nokkrum hætti eitt. Eftir að hafa
horft í sama spegilinn sjá þeir
sjálfa sig hvor í öðrum. I raun og
veru er þarna sami maður á tveim
æviskeiðum, gamall karl ásamt
með endurminningu sinni per-
sónugerðri. En kvenimyndin
breytist ekki í vitund hans (eða
þeirra). Þvi er konan aðeins ein i
leiknum.
Sláttumennirnir
Norræna húsið hefur hafið
starfsemi sína á þessu ári með
sýningu á verkum eftir unga
finnska listamenn, sem nefna sig
„Sláttumennina“. Þessi hópur
hefur verið athafnasamur heima í
Finnlandi og rekið meðal annars
galleri I Helsingfors. Þeir nota
fjöldann allan af aðferðum til að
tjá listrænar tilfinningar sínar:
Skrifa, fremja hljómslátt á segul-
bönd, mála með oliu, gera grafik
og vatnslitamyndir ásamt skúlp-
túr, og ekki má gleyma ljós-
myndavélinni, sem virðist þeim
eins töm og handunnin myndlist.
Þessi hópur virðist æði misjafn.
Það er gamla sagan, þegar margir
sýna saman, en 13 listamenn eiga
verk á þessari sýningu. Þeir hafa
að virðist nokkuð sameiginlega
hugmyndafræði að baki mynd-
gerð sinni. en útfærslan er nokk-
uð misjöfn og persónubundin.
Ekki finnst mér þessi hópur ýkja
frumlegur í myndgerð sinni, og
vað hér á ystu takmörkum Evrópu
höfum fengið nasasjón af sumu
því, sem þessi hópur hefur að
bjóða. Súmmararnir hjá okkur
hafa þegar sýnt okkur hér mikið
af sömu hugmyndum og þarna
eru á ferð, en ef til vill ekki eins
vel unnar hugmyndir og gefur að
líta á þessari sýningu í Norræna
húsinu. Með öðrum orðum, það er
deginum ljósara, að hér er hópur
á ferð, sem er betur að sér en
okkar menn, betur skólaður. í
flestum tilfellum ráða hinir
finnsku listamenn yfir meiri
tækni til að tjá hugdettur sínar.
Allt er þetta ómur af því er efst
var á baugi fyrir nokkrum árum,
og vafasamt, að lengur sé álitið
framúrstefnulist hjá stórþjóðum.
Það er ekki mikið á ferð af þess-
ari listtegund á sumum þeim stöð-
um, er ég þekki svoiítið til, eins
og t.d. London, en sú var tíðin, að
Myndllst
eftir VALTÝ
PETURSSON
þar gat að líta ýmislegt, sem
flokkast getur undir þá hug-
myndafræði, sem ræður ríkjum á
þessari finnsku sýningu.
Ég er nú ekki allskostar ánægð-
ur með verk þessa hóps lista-
manna frá Finnlandi. Til dæmis
er það seinheppið að gera vörðu
úr skreið og setja við inngöngu
dyr. Fyrir okkur islendinga er
þess konar mikið grin og minnir á
orðaleikinn að selja kol til
Newcastle. Voru ekki rúgbrauð
hlaðin í vörðu á Skólavöruholti
fyrir einum sjö árum? Ekki man
ég betur, og meira að segja höf-
undurinn var íslendingur. Það er
stundum erfitt að vera frumlegur
hvort heldur andagiftin er finnsk
eða frónsk.
Það er ýmislegt sem vakti at-
hygli mína á þessari sýningu
„Sláttumannanna", í gangi eru
ljósmyndir eftir CARL ERIK
STRÖM, Ijósmyndirnar sjálfar
eru mjög þokkalegar, en satt að
segja veit ég ekki, hvað textinn
við sumar þeirra á að merkja. Til
dæmis klausa eins og þessi: Þessi
maður sér hafið í fyrsta sinn seint
á ævinni. Á þeirri stundu ákveður
hann að verða sér úti um bát. Svo
mörg eru þau orð, og ef slikur
texti á að koma fólki til að hugsa
og velta fyrir sér gátu lífsins og
0111 Lyytikáinen: Hönd i landslagi.