Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 29 VELVAKANDI SVARAR ÍSÍMA OIOO KL. 10 — 11 FRÁMÁNUDEGI stöðu að taka á móti lögreglu ef hún er fáanleg. Forráðamenn bæjarins hafa leitað eftir þvi að svo verði, en ekki bólar á úrlausn. Nú hafa stjórnir sjálfstæðisfélagsins Ingólfs og Framsóknarfélags Hveragerðis ákveðið að boða til almenns borgarafundar um þessi mál og bjóða til hans þeim sem helzt kunna okkur svör að veita. Vil ég skora á Hvergerðinga að mæta á fundinn sem verður aug- lýstur næstu daga og tjá hug sinn um málið. Sigrún Sigfúsdóttir." An efa liggja til þess margar ástæður, að afbrotum fer fjölg- andi i Hveragerði og nágrenni, hvort sem þar er um að ræða heimamenn eða aðkomumenn. Bæir og þorp á Suðurlandsundir- lendinu fara ekki varhluta af auknum afbrotum frekar en önn- ur bæjarfélög. Það er eflaust rétt að beinn og breiður vegur, sem rætt er um í bréfinu, á einhvern þátt i stórauknum ferðum manna austur þangað og þar innan um er misjafn sauður, eins og oft er ímörgu fé. Sennilega er þetta því hluti stærra vandamáls, sem allt landið á við a- glima, aukin af- brotahneigð eða kemur hér annað til? % Unglingar ófyrirleitnari en áður? „Ég las nýlega í blaði eitthvert viðtal þar sem meðal annars kom til umræðu það atriði hvort unglingar væru ekki uppivóðslu- samari en áður, hvort börn og unglingar væru ekki ófyrirleitn- ari og skömmuðust sín ekki fyrir að vera ruddaleg og ókurteis i framkomu sinni, bæði við kenn- ara og aðra sem þeir þurfa að eiga samskipti við, t.d. afgreiðslufólk. Mér finnst þetta vera rétt, að unglingar eru farnir að leyfa sér meira en áður, meira en maður þorði í mínu ungdæmi, en er ég þó ekki mjög aldraður. Þeir eru orðnir frjálslegri á margan hátt og það er vel, en öllu þessu frelsi verður að setja einhver takmörk og það þýðir ekki að leyfa sér allt, bara af því að það er í tízku og er gaman. Það er svo í sumum hverf- um Reykjavikur þegar komið er i „sjoppu" að kvöldlagi að í fyrsta lagi hafast menn þar varla við, vegna reykjarmakkar og i öðru lagi vegna ýmiss konar áreitni unglinga. Þau leyfa sér t.d. að tala upphátt um þá sem koma til að versla, finnst viðkomandi ekki rétt eða faljega klæddir, og fleira og gera grín að, við mikinn fögn- uð hins veikara kyns, sem fylgist af aðdáun með piltunum fyrir það hvað þeir þora. Þetta er mjög hvimleitt og ég vil beina því til unglinganna, sem sjálfsagt nenna ekki að lesa svona raus, að þeir sjái sóma sinn í því að haga sér svona nokkuð sæmilega á al- mannafæri og vera með dónaskap og óþarfa áreitni við fólk. Ég tek fram að þetta á auðvitað ekki við nema hluta af unglingum, en því miður er það svo, að maður tekur frekar eftir því sem miður fer og lætur heyra í sér vegna þess. Ein tíu árum eldri en unglingar" Þessir hringdu . . . 0 Einstæð og atvinnulaus Kona nokkur hringdi fyrir skömmu og rakti í stuttu máli það sem á daga hennar hefur drifið' síðasta árið, eða þar um bil. Mað- ur hennar, sem lengi var deildar- stjóri í stóru fyrirtæki, lézt fyrir um ári og hefur hún nú árangurs- laust reynt að fá vinnu sér og syni sínum til framfæris, en hann er i menntaskóla. Hún vill reyna að gera allt til þess að hann geti haldið áfram námi en óvist er með það vegna fjárhagsástæðna. Hún hefur reynt að verða sér úti um vinnu, eins og fyrr er sagt, og i þvi skyni leitað á fund þeirra fyrirtækja og s'tofnana sem aug- lýst hafa að undanförnu, en alltaf f'engið neitun. Það sem hefur orð- ið henni tii bjargar, sagði hún, er, að ættingjar hennar erlendis hafa sent henni nokkra fjárupphæð öðru hvoru. Ekknabætur nægja SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu unglingaskákmóti í V-Berlín um áramótin 1975—76 kom þessi staða upp í skák Kouatly, Líbanon, sem hafði hvitt og átti leik, og Raupp, V- Þýzkalandi: 25. Bf8! Kxf8 (Hvorki 25 . . . Hxf8 26. He7 + , né 25.. . Dxb2 26. Bxg7 Dxg7 27. He7+ bjarga svörtum) 26. Hfl+ Bf5 27. Dxg6 Dxb2 28. Hxf5+. Svartur gafst upp. Sigur- vegari á mótinu varð englending- urinn David Goodman. ekki til að reka íbúð þá sem hún á auk annars kostnaðar sem fylgir því að lifa, eins og hún orðaði þaó, þó segist hún ekki eyða neinu í vitleysu, aðeins kaupa það nauð- synlegasta, fer ekki á bíó, né held- ur sonur hennar. Þessi saga er aðeins rakin hér til að sýna að ekki eru allir þegn- ar þessa þjóðfélags vel á vegi staddir, til er nokkur hópur, sem er minni máttar og þarfnast skiln- ing og stuðnings annarra sem betur mega sín. HOGNI HREKKVISI Mmti Þessi köttur þinn er ofsa „sporhundur"! Skattaframtal 1977 Tilkynning til hluthafa Á aðalfundi Eimskipafélagsins 20. maí 1976 var samþykkt að tvöfalda hlutafé félagsins með útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1 976. Eimskipafélagið vill benda hluthöfum á, að skattaframtali 1977 ber þeim að telja fram hlutafjáreign sína í félaginu með tvöföldu verð- gildi, miðað við það sem hún var 20. maí 1976, þótt útsendingu jöfnunarhlutabréfanna hafi ekki verið lokið að fullu fyrir árslok 1 976. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. /f-'s'.U.-ll.:1-".'-! '^¦-¦¦¦¦•,..|,,,lJI- ........ ' x Opid til hádegis ídag Þorrabakkinn kr. 850 Úrvals kjúklingar 10 stk. 950 kr. kg. Úrvals unghænur 10 stk. 600 kr. kg. Úrvals nautahakk 10 kg. 690 kr. kg. Reykt folaldakjöt heilir frampartar 390 kr. kg. Kindahakk 570 kr. kg. Laugalæk 2, REYKJAVIK. simi 3 5o 2o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.