Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR22. JANUAR 1977
Tónlistarskólatónleikar í Háskólabíói
Á samkomum kristniboðsvikunnar í Akraneskirkju verður sagt frá
þeim breytingum sem orðið hafa á Konsó-þjóðflokknum í Eþfópíu
vegna kristniboðsstarfsins þar.
Kristnibodsvika á Akranesi
UNDANFARIN ár hefur það
verið fastur liður í bæjarlífi
Akraness að þangað koma starfs-
menn Sambands fslenzkra
kristniboðsfélaga og halda þar
samkomuviku til kynningar á
kristniboðsstarfinu f Eþíópíu og
til að prédika. Að þessu sinni
hefst vikan sunnudaginn 23.
janúar og verður í Akranes-
kirkju.
A fyrstu samkomunni, kl. 20.30
á sunnudag, flytur sóknarprestur-
inn, sr. Björn Jónsson, ávarp og
Geirlaugur Árnason, verzlunar-
maður, og Jóhannes Ingibjarts-
son, tæknifræðingur, tala. Sam-
komunni stjórnar Skúli Svavars-
son, sem nii er heima í leyfi, en
hann hefur verið kristniboði í
Eþíópiu í allmörg ár. Elsa
Jacobsen, kristniboði frá Færeyj-
um, mun ásamt Skúla tala flest
kvöldin, en þau annast kynningu
á kristniboðinu í máli og
myndum.
á dagskrá er einnig kórsöngur
og einsöngur og verður gjöfum til
kristniboðsins veitt móttaka. A
miðvikudag og föstudag kl. 17.00
verða sérstakar samkomur fyrir
börn með myndasýningu.
„Töfraskyttan' í Nýja bíói
KVIKMYNDASYNING verður á
vegum félagsins Germaníu og
Tónleikanefndar Háskóla íslands
í Nýja bíói í dag, laugardag, kl. 14.
Þar verður sýnd kvikmyndin
..Töfraskyttan", sem byggð er á
samnefndri óperu eftir Carl
Maria von Weber.
Þekktir söngvarar koma fram í
myndinni, — meðal annarra Tom
Krause, Gottlob Frick, Arlene
Saunders og Toni Blankenheim.
„Töfraskyttan" er litkvikmynd,
sem gerð er i Hamborgaróper-
unni. Myndin var sýnd hér í sjón-
varpi á páskadag 1970. Sögu-
þráðurinn er á þá leið, að ungur
og hraustur veiðimaður fellir
ástarhug til yngismeyjar, en
getur ekki fengið hennar með
öðru móti en því að sanna skot-
fimi sina i viðurvist Ottokars kon-
ungssonar. Hinn fláráði Kaspar
tetur veiðimanninn — Max — á
að steypa magnaðar kúlur í Ulfa-
gili, sem er draugabæli. Allt fær
þó farsælan endi. Eins og fyrr
segir hefst sýningin kl. 14 og tek-
ur um það bil tvær klukkustund-
ir. Aðgangur er ókeypis.
TÓNLISTARSKÓLINN i
Reykjavík heldur tónleika
i Háskólabíói laugardaginn
22. jan. og hefjast þeir kl.
2.30 s.d. á efnisskrá tón-
leikanna er konsert fyrir
píanó og hljómsveit nr. 27 í
B-dúr KV 595 eftir W.A.
Mozart og einleikari með
hljómsveitinni veröur Kol-
brún Ósk Óskarsdóttir. Er
tillegg hennar til þessara
tónleika hluti af einleikara-
prófi frá Tónlistarskólan-
um.
Einnig flytur hljómsveitin for-
leikinn að „Rosamund" op. 26
eftir Schubert, Brúðarmarz úr
„Jónsmessunæturdraumi" Op. 61
nr. 4 eftir Mendelssohn — Barth-
oldy og 4 ensk þjóðlög fyrir
blásturshljóðfæri eftir Bordon
Jacob. Stjórnendur verða
Marteinn Hunger Friðriksson og
Jón Sigurðsson. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
Veislumatur,
hvaða nafni sem
hann nefnist:
Kaldireða heita réttir,
Kalt borð, Kabarett,
Síldarréttir, Smurt brauð,
Snittur o.fl.
Sendum íheimahús
Leigjum út sali
fyrir mannfagnaði og fundarhöld
Þorramaturinn okkar er góður
Ath.: Tökum niður pantanir í Þorramat,
með eða án síldarréttanna okkar frægu.
ÚTGARÐUR
í Glæsibæ
86220
ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTAS
(/)
03
O)
O
H
03
>
03
O
2
O)
>
ÚTSALA-BÚTASALA
byrjar í dag. Mjög gott verð.
O)
(/3
00
<
C/3
<
03
<
r-
o
00
o
H
to
>
FRIÐRIK BERTELSEN, lágmúla 7, sími 86266
ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTASALA — ÚTSALA — BÚTAS
<
Í2
a