Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR22. JANUAR 1977 17 S-Afríka: Kaþólska kirkjan til- búin til að f ara í hart Jóhannesarborg, 21. janúar. Reuter. KAÞÓSLKA kirkjan í S-Afrfku gaf í dag til kynna að hún væri reiðubúin til að fara f hörku við stjórnvöld í landinu til að knýja fram að þeldökkum börnum verði heimilaður aðgangur að skólum kirkjunnar, sem fram til þessa hafa fylgt aðskilnaðarstefnunni. Tveir embættismenn í Jóhann- esarborg endurtóku í dag hótanir sinar um að loka slíkum skólum ef börnum blökkumanna yrði leyfður aðgangur að þeim. Sam- kvæmt kynþáttaaðskilnaðar- stefnu S-Afríkustjórnar er al- gerlega bannað, að hvít börn og þeldökk gangi í sama skóla. A fundi biskupa í S-Afríku í marz sl. var ákveðið að opna skól- ana börnum af öllum litarháttum og þegar nýtt skólatimabil byrjaði í apríl veittu nokkrir skólar þel- dökkum börnum inngöngu þrátt fyrir viðvaranir frá hinu opin- bera. Samkvæmt upplýsingum talsmanna kaþólsku kirkjunnar eru nú um 300 þeldökkir nemend- ur í skólum kirkjunnar í Jóhann- esarborg, Höfðaborg, Windhoek og Port Elizabeth. Talsmenn kirkjunnar hafa vísað á bug hót- unum embættismanna í S-Afríku og sagt að þeir muni aldrei loka skólunum og málið sé raunar ekki til umræðu. Kirkjan myndi halda áfram að fylgja opinni inntöku- stefnu hvað sem stjórnvóld segðu og gerðu. Arfleiddi Jesú Krist að peningum sínum London, 21. janúar. NTB. EF Jesús Kristur snýr aftur til jarðar innan 80 ára mun bíða hans veruleg fjárupphæð, þar sem skólastjóri nokkur í Ports- mouth í Bretlandi, Ernest Digweed, sem lézt f september sl., arf leiddi hann að 26000 sterlings- pundum. A að ávaxta féð í allt að 80 ár, ef Kristur verður ekki kom- Enoch Powell: Breta bíður borgarastríð inn fyrir þann tíma og gert kröfu til peninganna. Helzta vandamál, sem bæjar- yfirvöld eiga við að etja,. er sú klásúla í erfðaskránni þar sem kveðið er á um að þau verði að afla óyggjandi sannanna um að sá aðili, sem kann að gera kröfu til arfsins, sé i raun og veru Jesús Kristur. Lögfræðingar bæjaryfir- valda vinna nú í því að rannsaka þetta vandamál. Samkvæmt erfðaskránni mun ríkið erfa peningana hafi erfing- inn ekki gefið sig fram innan 80 ára. Manchester. 21. janúar. Reuter. HINN brezki hægrisinnaði stjórn- málamaður Enoch Powell, sem á undanförnum ðrum hefur komið af stað heitum umræðum um kyn- þáttamál í Bretlandi með baráttu sinni gegn innflutningi hörunds- dökks fólks til landsins, liélt ræðu f Manchester f kvöld þar sem hann sagði að Bretlands biði borgarastríð milli hvítra og þel- dökkra afkomenda innflytjenda. Búist er við að ræðan muni koma af stað nýjum og heitum deilum sem endurspegla ótta vegna þeirra kynþáttaóeirða, sem orðið hafa og þann möguleika að fátækrakverfi þeldökkra rísi upp. Yfirvöld áætla að um 3,5% íbúa Bretlands séu þeldökkir, en Powell spáði því að þeim mundi fjölga mun hraðar en öðrum íbú- um Bretlands og breiðast yfir sifellt stærri hluta landsins. Sagði hann að þeir mundu leggja undir sig mikilvægustu svæðin og störf- in „í hjarta konungsríkisins". Powell, sem með ræðusnilld sinni hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá almenningi, hef- ur verið gagnrýndur harðlega af leiðtogum Asíu- og Vestur- Indiumanna fyrir að æsa til haturs og ótta við þá. Powell sagði hins vegar að sá „eiginleiki mannsins að vilja aðvara náunga sinn við aðsteðjandi hættu", væri heilbrigður eiginleiki og gagn- rýndi ný lög, sem taka gildi í ár, og sem banna yfirlýsingar, sem leitt geta til kynþáttahaturs. 82 haf a látist Sidney, 21. janúar. NTB. TALA þeirra, sem létust í járn- brautarslysinu í Sidney fyrr i vik- unni er nú komin í 82, eftir að tveir hinna slösuðu létust af völd- um meiðsla sinna í sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum Iög- reglunnar í borginni eru 37 far- þegar enn í lífshættu í sjúkrahús- um. Bandaríkin: Kaldasti vetur á þessari öld Heldur er þó að draga úr kuldakastinu Chicago og New York, 21. jan- úar. AP—Reuter. VEÐFBFRÆÐINGAR í Banda- ríkjunum áttu von á því í dag, að heldur færi að draga úr kulda- kasti siðustu daga, sem hefur gert þennan vetur hinn kaldasta það sem af er óldinni. Frost og snjór í sólarfylkinu Flórída hafa valdið miklii tjóni á ávaxta- og græn- metisrækt og hefur Reuben Askew fylkisstjóri lýst yfir neyð- arástandi þar. Talið er að tjónið nemi mörgum milljónum dollara. Þá hafa verksmiðjur í Miðvestur- ríkjunum og á NA-ströndinni orð- ið að loka vegna orkuskorts til hitunar og hafa þúsundir verka- manna þannig misst atvinnu sína um stundarsakir. Gera sérfræð- ingar ráð fyrir að þessir miklu kuldar muni leiða til stórhækkaðs verðs á grænmeti, ávöxtum og kjöti síðar á árinu. 1 mörgum fylkjum hefur verið lýst yfir gasneyðarástandi vegna gífurlegrar notkunar á gasi til húshitunar, og i Ohio og Michigan var 56000 starfsmónnum við bíla- verksmiðjur sagí upp störfum um tíma þar sem erfitt var að hita upp vinnustaði þeirra. Þó er talið að þetta muni ekki draga veru- lega úr framleiðslu, að bílaiðnað- urinn geti unnið upp vinnutapið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Einnig hefur orðið að segja upp mörgum starfsmónnum i stálverk- smiðju. Verst verða bændur í landinu þó úti af völdum veðursins, eink- um i Miðvcsturríkjunum, þar sem frostiö hefur farið niður í 45 stig á cclcíus. En mjög litill snjór hefur fallið og það ásamt kuldanum mun hafa veruleg áhrif á upp- skeruna á þessu ári svo og naut- gripaeldi, þar sem þeir þurfa niiklu meira fóður og vaxa seinna sökum kuldans. Mun þetta leiða til mjög hækkaðs verðs á afurðum eins og soyabaunum, mais og hveiti. Geir Haarde, fréttaritari Mbl. i Minneapolis, sagði í samtali í gær, að þar hefði frostið farið niður í 30 stig á celcíus og er viridur væri tekinn með i reikninginn væri raunverulegt frost allt að 45 gráð- ur. Þetta hefði orðið þess vald- andi að skortur hefði orðið á orku til húsahitunar. Þess vegna hef'ði fylkisstjórnin fyrirskipað að hita- stigi i opinberum byggingum og skólum skyldi haldið við 18 gráð- ur á celcíus á virkum dógum en 16 gráður um helgar og þvi jafn- framt beint til húseigenda að þeir reyndu aó takmarka hitanotk- usína. Geií sagði að veðrið og kuldinn hefði verið eitt helzta fréttaefni fjölmiðla i landinu og sumsstaðar orðið að segja fólki upp störfum af þessum sökum. (ieir sagði að heldur va'ri nú farið að draga úr kuldanum og væri nú t.d. aðeins 15 stiga frost. Washington, 21. janúar. Reuter. JIMMY Carter Banda- ríkjaforseti á við mörg vandamál að stríða fyrstu dagana, sem hann situr í Hvíta húsinu. Hann horfist nú í fyrsta skipti í augu við vand- ann, með ábyrgðina einn á herðum í málum eins og deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs, takmörk- un útbreiðslu karnorku- vopna, olíumál Araba- rikjanna og efnahagsmál- in heima fyrir. Þetta eru ekki ný vandamál, fyrir- rennari hans, Gerald Pord, glímdi við sömu vandamál, en hann tókst á við þau á annan hátt. Carter lofaði hins vegar i Mörg vanda- málblasavið Carter á fyrstu dögum kosningabaráttu sinni nýjum starfsaðferðum, þar sem saman færu sið- ferði og atvinnumennska í stjórnmálum. Á þennan hátt mun árangur hans verða metinn. Efst á lista hjá hinum nýja forseta eru efnahagsmálin heima fyrir og Carter er sann- í'æróur um að þau mál verði að leysa áður en ha'gt verður að snúa sér að öðrum vandamál- um. Tillaga hans um 30 milljarða dollara skattaafslátt og starfsáætlun til að draga úr atvinnuleysi i landinu, þar sem 8 milljón manns eru nú at- vinnulausir hafa hins vegar vakið nokkrar deilur. Þeir frjálslyndari, t,d. meðal verka- lýsðleiðtoga, telja að þessi áætl- un nægi ekki til aö rífa þjóðina upp úr efnahagshningnun, og þeir sem íhaldssamari eru telja að hún muni leiða til nýrrar verðbólguóldu. Nýja starfs- áætlunin muh leiða í Ijós hve langt forsetinn er tilbúinn til að ganga til að vega gegn vax- andi andstöðu blökkumanna gegn honum. Blökkumenn telja sig hafa ráðið miklu um að Carter náði kosningu. en telja sig hlunnfarna þar sem svo fáir úr þeirra hópi hafa verið út- nefndir í mikilva'g emba'tti. 1 utanríkisniálum er nýr SALT-samningur við Sovétrík- in efst á lista og er Brezhnev hvatti til þess í ræðu fyrir tveimur dögum. að gerð slíks samnings yrði hraðað tóku menn Carters þegar í stað und- ir með honum og nii er í undir- búningi toppfundur leiðtog- anna tveggja. Þá eru deilur Araba og Ísraela ekki siður mikilva'gt viðfangsefni fyrir Carter og hina nýju stjórn hans og hefur þegar verið skipuliigð ferð Cyrus Vance utanríkisráð- herra til nokkurra landa á þessu sva'ði. Israelar. Egyptar og Palestínumenn hafa allir gefið til kynna sáttfýsi á einn eða annan hátt og mun Vance reyna að ganga úr skugga um hve mikil alvara sé þar að baki. Oliumálin tengjast þessu máli mjiig náið og Carter hefur varað leiðtoga Arabarikjanna við þvi aö hann muni lita á nýtt olíusölubann. sem efnahagslcgt strið og svara í sömu mynt með því að setja á útflutningshöml- ur. Þá er gert ráð fyrir að Carter muni fljótlega sitja á toppfumli leiðtoga NATO-ríkjanna og vestra'nu iðnrikjanna. þar sem ra'lt verður um áhril' olíuha'kk- unar undanfarinnar ára á el'na- hagslíf þessara þjóða. Onnur mál , sem forsetinn niun ein- beita sér aö í náinni framtið eru Panamamálið og ástandið í suðurhluta Al'ríku, en þar kunna að vera á ferðinni meiri- háttar vandamál. ef ekki tekst að leysa þau i ta'ka tið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.