Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1977
Fiskiðnaður —
samkeppnis-
iðnaður
Tollar á öllum vélum til
iðnaðar, sem flokkast
undir „samkeppnis-
iðnað", hafa nú verið
felldir niður. sem er mikil-
vægt spor I þá átt að
trV39Ía jafnkeppnisstöðu
Islenzks iðnaðar. Hins
vegar er enn nokkur tollur
af fiskvinnsluvélum, 2 til
7%. í viðtali við Morgun-
blaðið fyrir skemmstu lét
Guðmundur H. Garðars-
son, alþingismaður, í Ijós
þá skoðun, að tollfríðindi
véla til samkeppnisiðn-
aðar ættu, ef rétt væri að
málum staðið, að ná jafn-
framt til véla I fiskiðnaði,
þar sem hann þyrfti að
selja afurðir sínar ! harðri
samkeppni á EFTA- og
EBE-mörkuðum.
í þessu sambandi er rétt
að minna á að Albert Guð-
mundsson, alþingis-
maður, flutti margs konar
breytingartillögur við toll-
skrárfrumvarp rikis-
stjórnarinnar, sem sumar
hverjar gengu I þessa átt.
Lagði hann til að tollar
féllu niður á flökunar-
Albert
vélum, flatningsvélum,
sfldarsöltunarvélum, roS
flettingarvélum,
slægingarvélum og haus-
skurðarvélum til vinnslu á
fiski. Núverandi tollur er
7%. Þessar tillögur náðu
ekki fram að ganga.
Forðabúr
annars vegar,
hungur hins
vegar
Alþýðublaðið segir
m.a. I leiðara I gær:
„Þegar íslendingar
meta kjör sin er oftast
gripið til samanburðar og
leitað til hinna Norður-
landanna. Yfirleitt er ekki
farið lengra. En ef á hinn
bóginn er litið framhjá
þessum auðugustu vel-
ferðarþjóðfélögum ver-
aldar verður allur saman-
burður íslendingum mjög
i hag. Sú skoðun er þó
rikjandi, að við eigum að
miða við það bezta og
ekki það sem lakara er.
Þótt fjarri sé þvi, að
Alþýðublaðið vilji gera
litið úr rikjandi erfið-
leikum á íslandi, er stund-
um hollt og gott að beina
sjónum sinum út fyrir
landamærin og lita á þá
mælistiku, sem við notum
til að meta afkomu okkar
og lifskjör.
Guðmundur
íslendingar þurfa ekki
að kvarta undan atvinnu-
leysi né matarskorti. Hús
þeirra eru betri en viðast
þekkist. Enn er þjóðin
ekki fjölmennari en svo,
að einstaklingurinn eigi
ekki hjálpar von, ef hann
leitar eftir henni. Vanda-
mál milljóna þjóðfélaga
hafa gert vart við sig, en
eru ennþá ekki allsráð-
andi."
Úr moldar-
kofum í stein-
steypuhallir
Enn segir Alþýðublaðið:
„það er ekki langt
siðan, ef tekið er mið af
ævi þjóðar, að íslendingar
bjuggu við sult og seyru.
Bylting í framfaraátt
hefur orðið á nokkrum
tugum ára, — islendingar
stigu beinlinis út úr
noldarkofum inn i stein-
steypuhallir. Þessi þróun
hefur kostað mikla bar-
áttu og gifurlega vinnu.
Þetta var unnt að gera
vegna þess að viljinn var
fyrir hefndi og landið gott,
sem þjóðin býr i.
Það ætti að vera auð-
velt fyrir jslendinga að
skilja nauð mikils meiri-
hluta mannkyns, sem
stafar af hungri og nær-
ingarskorti. En þaðereins
og þjóðin vilji ekki af
þessum vanda vita. Börn I
með útblásna maga og
beinberir og deyjandi
unglingar eru þúsundir
kílómetra frá islands-
ströndum. Grátur barna,
sem eru dæmd til að deyja
nokkurra mánaða gömul,
berst ekki hingað norður i
haf.
Það hrikalegasta við
næringarskort mikils
meirihluta mannkyns er
það, að kæligeymslur rfku
þjóðanna eru yfirfullar af
smjöri og kjöti og þaðflóir
út úr kornturnunum.,,
Vandamálin
ólík
Siðan ræðir Alþýðu-
blaðið um, að komm-
únistaríkin séu i engu frá-
brugðin öðrum svoköll-
uðum auðvaldsrikjum,
búandi við nægtir og
birgðir fram i timann, við
hlið sveltandi milljóna
þjóða. Þarna mætist öfgar
i aðbúð mannfólksins,
annars vegar þeir, sem
svelta, hins vegar þeir, er
sitja á umframbirgðum
langt fram i timann.
Loks segir blaðið:
„íslendingar hafa kynnzt
smjörfjöllum og kjöt-
birgðum. Þeir eiga gnótt
matvæla og enginn liður
fæðuskort. Staðreyndin
er sú, að vandamál dag-
legs lífs á Íslandi eru
hreinir smámunir, þegar
litið er til þróunarland-
anna og þeirra hörmunga,
sem Ibúar þeirra liða.
Auðvitað ber islendingum
að berjast stöðugt fyrir
bættu og betra þjóðfélagi.
En á sama tima ættu þeir
að hafa i huga, hve vel
þeim er borgið og framar
olln öðru að gleyma ekki
skyldum sinum við svelt-
andi heim."
GUÐSPJALL DAGSINS:
Matt. 8, 1—13.:
Jesúsgekk ofan
af f jallinu.
LITUR DAGSINS:
Grænn. Táknar vöxt, eink-
um vöxt hins andlega Iffs.
DÓMKIRKJAN Nýir messu-
staðir vegna viðgerðar á
kirkjunni: Klukkan 11 messa i
Kapellu háskólans, gengið inn
um suðurdyr. Séra Hjalti Guð-
mundsson. Klukkan 5 síðd.
Messa í Fríkirkjunni. Séra
Þórir Stephensen. Barnasam-
koma í Vesturbæjarskólanum
við Öldugötu kl. 10.30 árd. Séra
Þórir Stephensen.
NESKIRKJA Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2
siðd. Séra Frank M. Halldórs-
son.
HATEIGSKIRKJA Barnaguð-
þjónusta kl. 11 árd. Séra Tómas
Sveinsson. Messa kl. 2 síðd.
Séra Arngrímur Jónsson. Sið-
degisguðþjónusta kl. 5. Séra
Tómas Sveinsson.
DÓMKIRKJA KRISTS
Konungs, Landakoti. Lágmessa
kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30
árd. Lágmessa kl. 2 síðd.
FÍLADELDFÍUKIRKJAN
Safnaðarsamkoma kl. 2 síðd.
Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd.
Guðmundur Markússon.
FELLA- OG HÓLASÓKN
Barnasamkoma í Fellaskóla kl.
11 árd. Guðþjónusta í skólanum
kl. 2 síðd. Séra Hreinn
Hjartarson.
LANGHOLTSPRESTAKALL
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðþjónusta kl. 2 síðd. Scra
Arelíus Níelsson.
BÚSTAÐAKIRKJA Barnasam-
koma kl. 11 árd. Guðþjónusta
kl. 2 síðd. Barnagæzla. Organ-
isti Birgir Ás Guðmundsson.
Séra Ölafur Skúlason.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Séra Ragnar P\jalar
Lárusson. Fjölskyldumessa kl.
2 síðd. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
LANDSPÍTALINN Messa kl.
10 árd. Séra Karl Sigurbjörnss-
on.
ASPRESTAKALL Messa kl. 2
siðd. að Norðurbrún 1. Séra
Grímur Grímsson.
FRÍKIRKJAN Reykjavik.
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðni Gunnarsson. Messa kl. 11
árd. Séra Þorsteinn Björnsson.
AÐVENTKIRKJAN Reykjavík.
Samkoma kl. 5 síðd. Sigurður
Bjarnason.
ARBÆJARPRESTAKALL
Barnasamkoma í Árbæjarskóla
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í
skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Barnasamkoma í Breiðholts-
skóla kl. 11 árd. Messa í skól-
anum kl. 2 síðd. Séra Ingólfur
Guðmundsson prédikar.
Sóknarnefnd.
HJALPRÆÐISHERINN
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 síðd.
Hjálpræðissamkoma kl. 8.30
síðd. Kafteinn Daíel Óskarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr.
Ísfeld.
GRENSASKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. Séra Hall-
dór S. Gröndal.
LALGARNESKIRKJA Barna-
guðþjónusta kl. 11 árd. Guð-
þjónusta kl. 2 siðd. Helgistund í
Hátúni 10 B fyrir Landspítala-
deildirnar kl. 4 síðd. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESSÖKN
Barnasamkoma kl. 11 árd. í fé-
lagsheimilinu. Séra Guðmund-
ur Óskar Olafsson.
DIGRANESPRESTAKALL
Barnasamkoma i Safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11 árd. Guðsþjónusta i Kópa-
vogskirkju kl. 11 árd. Séra Þor-
bergur Kristjánsson.
KARSNESPRESTAKALL
Barnaguðsþjónusta í Kársnes-
skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Séra
Arni Pálsson. «
GARÐASÓKN Barnasamkoma
i skólasalnum kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
KAPELLA ST. Jósepssystra í
Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd.
FRÍKIRKJAN Í HAFNAR-
FIRÐI. Barnasamkoma kl.
10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Vænzt
er þátttöku fermingarbarnanna
og foreldra þeirra. Séra
Magnús Guðjónsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra
Bragi Friðriksson messar. Séra
Garðar Þorsteinsson.
MOSFELLSPRESTAKALL
Barnasamkoma í Lágafells-
kirkju kl. 10.30 árd. Séra Birgir
Asgeirsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA Guðs-
þjónusta kl. 2 síðd. Kvöldvaka
kl. 8.30 síðd. Séra Ólafur Oddur
Jónsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Sóknarprestur.
UTSKALAKIRKJA Messa kl. 2
síðd. Séra Erlendur Sigmunds-
son.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Almenn guðsþjónusta kl. 2
síðd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2
síðd. Um kvöldið kl. 8.30 hefst
árlega kristniboðsvika. Séra
Björn Jónsson.
Islenzk fyrirtæki
Auglýsið vörúr yðar á frumlegan hátt. íslenzkur
auglýsingaljósmyndari starfandi í París býður
yður þjónustu sína 30 mismunandi litskyggnur
samkeppnisfærar við hverja erlenda gæða
auglýsingu fyrir aðeins 1 800 franska franka og
2000 franska franka fyrir „special effect" t.d.
tvöfalda lýsingu. Sendið tillögur yðar til
Sigurður Thorgeirsson,
10 Rue Rene Boisanfray no. 12,
28100 Dreux France..
GOLFKIUBBUR REYKJAVIKUR
Árshátíð og þorrablót
klúbbsins verður
haldin í Golfskálanum, laugardaginn 29. janúar
og hefst kl. 19.00.
Félagar vinsamlega tryggið ykkurmiða tíman-
lega.
Miðasala og pantanir hjá Kára Elíassyrii, sími
10375 og Ólafi Þorsteinssyni, sími 85044.
Skemmtinefndin.
P«r
Morgunbladid
óskareftir
bladburdarfólki
Vesturbær
Faxaskjól
Ægissíða
Sólvallagata
Austurbær
Hvertisgata
frá63—125
Úthverfi
Blesugróf
Langholts-
vegur
Kópavogur
Hraunbraut
Skjólbraut
Upplýsingar í síma 35408
IMtogmifelftfrife
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá
klukkan 1 4:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti
hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og
er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér
viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 22. janúar verða til viðtals:
Davíð Oddsson, borgarfulltrúi og Sigrið"r
Ásgeirsdóttir, varabogarfulltrúi.