Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 Þannig er nú svo komið fyrir mynteiningunni okkar, krón- unni blessaðri, að flestir íslend- ingar eru að verða milljónerar ef þeir eru það nú ekki þegar. Verðbólgan, sem enginn virðist lengur nenna að takast á við, sér fyrir því. En hvernig er nú þetta orð milljóner eða milljónamæringur komið inn i mál vort. Það er saga að segja frá því: John Stuart Mill útskýrði verðgildi peninga í bók er hann ritaði um miðja síðustu öld eitt- hvað á þessa leið: Verðgildi, eða kaupmáttur peninga, er háður framboði og eftirspurn. Með framboði pen- inga er átt við þá peninga sem eru í umferð á hverjum tíma. Eftirspurn er svo aftur þau verðmæti eða vörur sem til sölu eru. Þessi kenning var nógu góð á sínum tíma. Hún segir okkur hvað bankar gátu gert við peninga. Það var hægt að lána peninga út á upprunalegt innlegg í hörðum gjaldmiðli — gulli eða silfri. Seðlar eða ávís- anir gátu dugað. Ef magn vör- unnar eða verðmæti, sem í boði voru, var óbreytt, hækkaði verð þeirra og peningar urðu verð- minni. Þessi verðhækkun skað- aði þá sem hennar nutu ekki. Það var líka þarna á ferðinni sú hætta fyrir bankann. Ef allir innistæðueigendur kæmu í einu og vildu fá út fé sitt, fengju þeir sem fyrstir kæmu, en hinir síðustu ekki. Kúnstin var að stilla því þannig til að menn kæmu í réttri röð til að leggja inn og innleysa skuldir. Ef sá kvittur komst upp, að bankinn stæði ekki fyrir sínu komu allir í einu. Ef skortur varð á peningum féll verð á vörum og verðmætum og þess vegna voru þeir, sem skulduðu bankanum út á þessa hluti ekki borgunarmenn og þannig skap- aðist vítahringurinn. Svona vítahringir hafa oft skapast og hafa verið skapaðir af óprúttn- um fjármálamönnum. Hér er sagan af þeim fyrsta. Um þann nýjasta geta menn lesið í bók- Fyrsta bankahneykslið inni „Bankahneykslið", sem Bókaforlag Odds Björnssonar gaf út um jólin. Arið 1716 kom til Frakklands skozkur maður, John Law að nafni. Maður með heldur lélega pappíra. Reyndar var hann á flótta frá Englandi, þar sem hann lá undir morðákæru. Hafði upprunalega erft stórfé en var ólæknandi fjárhættu- spilari, og var þó, að sögn sam- tíðarmanna, afar heppinn í spil- um. Law hafði áður reynt að selja yfirvöldum i Skotlandi, Hollandi og á ítalíu ágæta hug- mynd sína um nýstárlegan banka, sem hann vildi stofna. Tilraunir hans í þessum lönd- um voru þó árangurslausar. Á Frakklandi hafði hann þó heppnina með sér. Þar höfðu árið áður orðið konungsskipti. , , -•¦"< m' ¦ =1 Seðlana notaði ríkið til að greiða skuldir sínar, sem voru geysilegar, og seðlarnir voru síðan gerðir löglegur gjaldmið- ill. Það eru hreinar línur með það, að þessi fyrsta seðlaútgáfa hjá Law átti rétt á sér. Fjár- hagsvandi ríkisins minnkaði og franska hagkerfið komst í gang. Banki Laws, sem hét Banque Royale (Konunglegi bankinn) opnaði útibú víða á Frakklandi og nú var öllum opið að kaupa hlutabréf í bankanum. Ef Law hefði nú hætt hefði hans verið minnst sem manns, sem hafði lagt til kafla í sögu bankamála í heiminum. Hlutafé bankans var tryggt með veði í landar- eignum og það stóð nú fyrir sínu. En mikið vill meira, og það vildi Law líka. Hann fann þörfina fyrir meira fjármagni á Dix tmtsTaurwit. Tf VMjUB JUAi Hmem :ýíigM:0tt w fyrtmt i vO* EK^ ttrws Toumoi» «l^W*?#Ai^nt, vnfcnr «$«««. A fcwi» 1« premier JuiHet mil y»r..t.S.'F««*>»; ¦ ' GmauUtu. ¦ Sign<|..' US.'»ou»f«ol<. Diimauie. CimcW f .'<* 8.' BsRMt Cranet. Þessi seðill er frá Banque Royale, útgefinn árið 1720. Loðvík 14. hafði andast og Loð- vík 15. var nú aðeins 7 ára og var Filippus hertogi af Orleans ríkisstjóri hans. Hertoginn var þó sannarlega hvorki hugsjóna né framkvæmdamaður. Law fékk, ásamt bróður sínum, leyfi árið 1716 til að stofna banka og var stofnféð 6 milljón livres (frönsk pund). Bankinn fékk leyfi til seðlaútgáfu. Þessi seðlaútgáfa var þó í skulda- bréfaformi og aðallánþeginn var auðvitað ríkið. markaðinum og fann leið til að skapa það. Honum datt í hug það snjallræði að stofna Mississippi félagið, tilað vinna í gull í nýlendum frakka, sem þeir áttu þá í Louisiana í Vesturheimi. Það var þá hald manna, að þar væri að finna mikið af gulli. Félagið var síðan kallað Indiafélagið og fékk verzlunarleyfi á Indlandi og í Kína. Ennfremur einkasölu á tóbaki og réttindi til mynt- sláttu. Hlutabréf félagsins voru sett á opinberan markað árið 1719 og með meira auglýsinga- skrumi en hingað til hafði þekkst. Viðtökurnar voru alveg æðislegar því allir vildu eignast bréfin. Og verðið steig hærra og hærra í kauphöllinni. Þeir sem keyptu bréf snemma á árinu 1719, fyrir nokkur þúsund, gátu selt þau nokkrum vikum eða mánuðum síðar fyrir milljónir. Menn sem þannig höndluðu voru kallaðir milljónerar og það orð hefir síðan loðað við þá sem eiga margar milljónir eða eignir miljóna virði. Banque Royale hélt áfram að gefa út seðla. Vorið 1719 voru 100 milljón livres í umferð; um mitt sumarið voru gefnar út 800 milljón livres í viðbót. Maður skyldi halda að nú væri stofnfé Louisiana félags- ins borgið. Öðru nær. Ríkiskass- inn franski hirti alla pening- ana. Stofnfé Louisiana félags- ins átti aðeins að vera vextirnir af láninu til ríkisins. Þótt gullnám í Louisiana hafi verið vafasamt fyrirtæki var það þó enn verri fjárfesting að festa fé í tómum franska ríkis- kassanum. En allir voru svo heillaðir af Law að enginn tók eftir þessu í heilt ár. Hann var aðlaður og kallaði sig Hertog- ann af Arkansas. Sá fyrsti og eini. Hann var viðurkennt fjár- málaséní og var 5. janúar 1720 gerður fjármálaráðherra. End- irinn var i nánd. Það voru seðl- arnir sem komu vandræðunum af stað. I ársbyrjun 1720 vildi Couty prins eignast hlutabréf, en fékk ekki. Vildi hann því innleysa seðlana sína í Banque Royale í gulli. Þetta hefur verið slatti af seðlum sem hann átti því það þurfti þrjá hestvagna til að flytja gullið og silfrið sem hann fékk út á seðlana. Law fékk þó ríkisstjórann til að skipa prinsinum að skila tals- verðu af málminum aftur i bankann. Aðrir voru þó kænni. T.d. Vermalet nokkur sem inn- leysti milljón Livres, lét í vagn Mvnl eftir RAGNAR BÖRG og batt hey ofaná. Keyrði svo rakleitt til Belgíu dulbúinn sem bóndi. Aðrir komu gulli frá Banque Royale til Hollands og Englands. Law fékk nú hóp lausamanna úr götulýð Parísarborgar til að þramma um göturnar með skóflur og haka og segjast vera á leið í gullnámurnar í Louisi- ana. Því miður, fyrir hann, snéri hópur af þessum lýð til baka til Parísar, áður en þeim varð komið á skip til Vestur- heims. Kjöftuðu þeir frá öllu saman og seldu gullvinnslu- verkfærin sín. Fór þá að koma ókyrrð á þá, sem áttu seðla. Law, sem fjármálaráðherra, lét nú það boð út ganga, að hann bannaði mönnum að eiga gull, silfur og síðar skartgripi. Þeir sem kjöftuðu frá eigendum slíkra gripa fengu hlut í því sem upptækt var gert. Banque Royale var nú umsetinn mönn- um, sem vildu innleysa seðlana sína. Dag nokkurn í júní 1720 var þröngin svo mikil að fimmt- án manns tróðust undir, til bana. Law var nú ekki lengur álitinn neitt fjármálaséní. Ef lýðurinn hefði náð til hans hefði ekki verið tuttla eftir af honum. Ríkisstjórinn kom hon- um í felur og hann fór síðan til Feneyja þar sem hann lifði „i hæfilegri fátækt" og að því heimildir herma, í 10 ár. Frakkar hafa síðan haft megnustu ótrú á bönkum og hafa rekið sig á, oftar en einu sinni, að ekkert er á seðla að treysta. Þar er því enn þann dag í dag sá góði siður að setja sitt sparifé í gullpeninga og geyma þá, helzt undir koddan- um. qCKHO^ ^OETS'* Nordurlanda- merki 2. febrúar nk. Skömmu fyrir jól birti Póst- og símamálastjórnin áætlun um frímerkjaútgáfu sína á árinu 1977. Fyrst verða það Norður- landafrímerki, sem koma út 2. febrúar nk. Segir í tilkynningu póststjórnarinnar, að slík frí- merkí séu að jafnaði gefin út þriðja hvert ár samtímis í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð og íslandi. í samræmi við það sýnir næsta teikning fimm vatnaliljur, en hún er eftir norska listakonu, Ingrid Jangaard Ousland. Er útgáfa þessa Norðurlandamerkis látin bera upp á sama mánuð og nokkru áður en 25. þíng Norðurlandaráðs verður haldið í Helsinki. en það hefst 19. febrúar. Einhvern veginn ^//OSLO^ finnst mér vanta sjöttu liljuna sem tákn Færeyja, þar sem frændur okkar þar hafa nú fengið rétt til eigin frímerkja- útgáfu. Er vonandi, að þeir fái senn aðild að þessari sameigin- legu Norðurlandaútgáfu, enda í rauninni sjálfsagt, þar sem þeir hafa eigin póststjórn. Hér er birt mynd af öðru því verðgildi, sem út verður gefið, og jafnframt mynd af sér- stimpli þeim, sem notaður verð- ur á útgáfudeginum. Til gam- ans læt ég fylgja með myndir af norska og sænska sérstimplin- um, sem ég hef nýlega fengið sendar. Frímerkin eru prentuð hjá Setelipaino í Helsinki, þ.e. í Seðlaprentsmiðju Finnlands- banka. Sú prentsmiðja hefur áður prentað nokkur íslenzk frímerki allt frá árinu 1965. ^>UDN° íslenzk f rí- merkjaút- gáfa 1977 Eins og fram kemur í tilkynn- ingu póststjórnarinnar, eru verðgildin tvö, 35 og 45 kr., en þau giltu einmitt til almenns burðargjalds frá 1. maí sl. og til ársloka innanlands og til ann- arra Norðurlanda og svo til annarra Evrópulanda. Nú varð svo breyting á frá 1. janúar. Hefur það í för með sér, að lægra verðgildið er orðið óraun- hæft, þegar það kemur á mark- að og hentar ekki til þess, sem ætlað var. Er því viðbúið, að póststjórnin sitji uppi með mest af upplaginu um mörg ár. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinni, sem póststjórnin. íslenzka stendur frammi fyrir þessum vanda í okkar mikla verðbólgu- þjóðfélagi. Af þeim sökum skil ég vel, að hún getur ekki ákvarðað verðgildi væntan- legra frímerkja langt fram í tímann, eins og væri þó æski- legt. En það er annað, sem hún á að geta athugað og ákveðið með sæmilegum fyrirvara og það er val myndefnis á frímerk- in. Hefur póststjórninni oft ver- ið legið á hálsi seinlæti i þessu efni og því miður oft með réttu. Hefur mörgum frímerkjasöfn- urum þótt útgáfa íslenzkra frí- merkja vera nokkuð laus í reip- unum og næsta óákveðin og á stundum helzt til seint á ferð- inni, svo sem var með Póst- afmælismerkin á liðnu ári. Ætti að vera sæmilega auðvelt að koma þessu í fastari farveg, enda hefur póststjórnin sér til ráðuneytis sérstaka litgáfu- nefnd. Og hún mun hafa haldið fund í desember og ákveðið þar helztu útgáfur á þessu ári. Vil ég hér vekja athygli á þeim frímerkjum, sem væntanleg eru eftir útkomu Norðurlanda- merkjanna. I maí munu Evrópufrímerki koma út, svo sem venja hefur verið um mörg ár. Verður sam- eiginlegt myndaefni þeirra að þessu sinni landslag. — Næsta sumar er fyrirhugað að gefa út frímerki í tilefni 75 ára afmælis Sambands íslenzkra samvinnu- félaga. — Þá boðar póststjórnin áframhald af útgáfu frímerkja með myndum af merkum Is- lendingum. Svo hefur hún ákveðið að gefa út frímerki með mynd af straumönd, og er það gert í samráði við Náttúru- verndarráð í tengslum við svo- nefnt „Votlendisár Evrópu". Loks segir í tilkynningu póst- stjórnarinnar, að í athugun sé frímerkjaútgáfa í tilefni Al- þjóðagiktarársins 1977. Þetta er efni tilkynningarinn- ar, og hlýt ég að játa, að ég kysi svo sem nákvæmari tímaáætl- un um einstakar útgáfur, eins og víða er venja hjá póst- stjórnum. En í beinu framhaldi af því, sem nú hefur verið sagt, langar mig til að hugleiða nokk- uð frímerkjaútgáfu okkar al- mennt. Prentun íslenzkra frímerkja Norðurlandamerkið næsta er prentað með svonefndri djúp- prentun eða eins og segir í til- kynningu sænsku póststjórnar- innar með beinni og óbeinni stálstunguprentun. Ég er þeirr- ar skoðunar, að ísl. póststjórnin ætti oftar að nota þá aðferð en gert hefur verið undanfarin ár. 1 mörgum tilvikum verða merk- in miklu skemmtilegri og auk þess fæst meiri dýpt í mynd þeirra en með öðrum aðferðum. Menn beri t.d. saman Póstaf- mælismerkin frá í haust, sem Frlmerki eftir JÓN AÐALSTEIN JÓNSSON prentuð voru með þessari að- ferð, og svo aftur merkið, sem út kom til að minnast 100 ára afmælis auramerkjanna og prentað var með svokallaðri sól- prentun. Ég legg ekki að líku, hversu mér finnst stálstunga taka sólprentun fram að flestu leyti, en þó alveg sérstaklega í sambandi við mannamyndir og landslagsmyndir. Vil ég benda lesendum á að athuga t.d. sænsk frímerki síðustu ára, sem flest eru djiipprentuð, og bera saman við frímerki okkar. Auðvitað er smekkur manna ekki einhlftur, og margir safnarar, bæði innlendir og er- Iendir, eru hrifnir af sólprent- uninni, enda verður því ekki heldur neitað, að sú prentunar- aðferð á stundum vel við, t.d. við blómamyndir. Ég tel samt rétt að hreyfa þessu máli hér og beini þá þessum orðum ekki sízt til nefndar þeirrar, sem ræður útgáfu íslenzkra frí- merkja fyrir hönd póststjórnar- innar, og vil hvetja hana til að íhuga þetta mál rækilega. Eins væri fróðlegt að heyra álit frí- merkjasafnara um málið, og vil ég gjarnan birta ummæli þeirra, ef þeir senda þættinum orð um það. Ég álit, að skyn- samlegar og ákveðnar umræður um frímerkjamál geti einmitt orðið fyrrgreindri nefnd nokk- urt leiðarljós í starfi hennar. En í framhaldi af þessu vil ég vekja athygli á einu atriði, sem varðar islenzk frímerki — og það er stærð þeirra. Mun ég víkja að því í næsta þætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.