Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 19 — Hestar Framhaldaf blsll kaupendurnir. Þeir óska eftir hestum, sem eru a.m.k. 135 sm á hæð (stangarmál), þægilega viljugir og taugasterkir. Þetta fólk hefur almennt ekki neina reiðmannshæfileika. Það verður að fá vel tamda hesta, sem eru þægir og auðveldir þó að þeim sé ekki riðið daglega. Forðist að nota kynbótahross sem eru of skeiðlagin. Skógarútreiðarmaðurmn mun gera skeiðlagin hest að lullara á stuttum tíma. Ræktið reiðhesta. Lítið gagnrýnisaug- um á stóðið ykkar og útilokið þau hross frá ræktuninni sem hafa hvorki útlit né hæfileika reiðhrossa. Hafið hugfast að á meginlandi Evrópu eru aðrar aðstæður fyrir hestafólk en á íslandi. Menn verða stundum að ríða meðfram stórum um- ferðarbrautum, jafnvel eimlest- um og á þröngum skógargötum og þar verða hestar að vera hlýðnir. Hesturinn verður að hafa sterkar taugar og aðlög- unarhæfileika. Vandið sérstaklega val stóð- hesta ykkar. Þið, sem eru reyndir fagmenn, verðið að nota stóðhesta, sem þið gerið ykkur fyllilega ánægða með. Hlægið að bændum sem nota ennþá ótamda stóðhesta. Stóð- hesturinn hefur úrslitaáhrif á ræktunina og þið verðið að prófa afkvæmin. Ef þið eignist stóðhest, sem er reiðhestur sjálfur og gefur reiðhross, þá notið hann, hvað sem hver segir. Trúið á þann hest og not- ið hann. Verðið sem þið munið fá fyrir hrossin ykkar mun sýna að það borgar sig að rækta fyrir erlendan markað. Og mikill verðmunur mun koma fram á slikum hestum og þeim sem eru einungis keyptir vegna þess að betri hross eru ekki f áanleg. Sennilega draga sumir orð mín í efa, og segja, við erum búnir að rækta góða hesta i þúsund ár. Vissulega er það rétt. En eftirspurn eftir reiðhestum hefur aldrei verið eins mikil og þessi siðustu ár. Ég vona að þið misskiljið ekki þetta bréf. Ég elska land ykkar og þjóð og dái islenska hestinn. Gagnrýni mín á að hjálpa til þess að íslenski hesturinn megi standa sig vel I síharðnandi samkeppni við önnur hestakyn á meginlandinu. Við verðum að taka upp nánari samvinnu. Við megum ekki láta stjórnast einungis af keppnisreið- mönnum. Okkar framtíðar- markaður er hjá þeim sem fara á hestbak til þess að ríða út i skóginum. Ég er fús til að ræða þessi mál nánar, þegar ég heimsæki island næst. Það mundi og verða mér til mikillar ánægju ef ég gæti tekið á móti íslenskum ræktunarmönnum i heimahéraði minu. Kær kveðja Claus Becker Forystumenn ASÍ þinga í Finnlandi FORYSTUMENN Alþýðusam- bands íslands hafa siðustu daga verið á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna í Finn- landi. Hafa þeir Björn Jóns- son, forseti ASÍ, Snorri Jóns- son og Asmundur Stefánsson, hagfræðingur ASÍ, setið þetta þing. Þá hefur Ólafur Hanni- balsson, skrifstofustjóri sam- bandsins, verið í Ísrael siðustu daga, en þangað var honum boðið sem einum nefndar- manna i nefnd á vegum Nor- rænu verkalýðssamtakanna. Voru Björn Jónsson og Snorri Jónsson væntanlegir heim i gærkvöldi og má búast við því að skriður komist á undirbún- ing fyrir kjarasamningana, sem framundan eru, næstu daga. IMýja kalda kerfið nordÍTIende ¦•.-.•¦¦¦ Þetta er Spectra rafmagnskuldi Þessi nýju Nordmende littæki ganga miklu kaldari en önnur littæki: Eftir því sem tækið hitnar minna, þá endist það lengur. Nordmende littæki ersamsett úr einingum, sem auðveldarmjög viðhald. Ekki er nauðsynlegt að senda allt tækið til viðgerðar. Það nægir að senda eina einingu. Verð 14 tommur: 170.775 — 20 tommur: 272.638 — 22 tommur: 290.000 ca. — 26 tommur: 345.363 — 26 tommur fjarstýrt þráðlaust: 397.445 tc ordíTIende 1) Fyrstir með sjónvarp til Islands. 2) Fyrstir með transistora. 3) Fyrstir með línu-l'rtmyndaskerm. 4) Fyrstir með kalda kerfið. BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nóatún, sími 23800 Klapparstíg 26, sími 19800. 26 ár fremstir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.