Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 ' Fjárhagsáætlun Reykjavíkur samþykkt; Tekjuliðir 10,2 milljarðar kr. ffiftMMSfftK FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar fyrir árið 1977 var samþykkt á fundi borgarstjórnar skömmu fyrir klukkan 7 ð föstu- dagsmorgun og hafði þá fundur staðið f um 14 klukkustundir. Niðurstöðutölur eru þannig að tekjuliðir verða rúmir 10.2 milljarðar og hæstu þættirnir þar eru; tekjuskattar 5,2 milljarðar fasteignagjöld 1,3 milljarðar. jöfnunarsjóður 1,2 milljarðar og aðstöðugjöld 1,5 milljarðar króna. Rekstrargjöld verða um 7,5 milljarðar króna og stærstu þættir þar eru félagsmál 2,0 milljarðar, fræðslumál 1,4 milljarðar, heilbrigðis- og hrein- lætismál 789 milljónir og liður- inn listir, fþróttir og útivera 700 milljónir króna. Á eigna- breytingareikningi færast um 2,7 íslending- ar 220.545 ÍSLENDINGAR voru hinn 1. desember sfðastliðinn 220.545 að tölu, segir í bráðabirgðatölum, sem Morgunblaðið fékk frá Hag- stofu tslands f gær. Karlar voru örlftið fleiri en konur eða 111.334, en konur 109.211. Reykjavík hafði aðeins vinning- inn yfir alla aðra kaupstaði lands- ins sé fbúatala þeirra lögð saman. 1 Reykjavfk voru 84.334 fbúar, en í kaupstöðunum 79.087 fbúar. Reykvfskir karlar voru 41.006 en konur 43.328. Karlar f öðrum kaupstöðum voru 40.043 og konur 39.044. íbúar í sýslum landsins voru Eldur kom upp á Litla-Hrauni ELDUR gaus upp í vinnuhæl- inu á Litla-Hrauni í gær laust fyrir kl. 8. Kom eldurinn upp í tauhcrbcrgi í norðausturálmu gömlu byggingarinnar, en fljótlcga tókst að slökkva eld- inn og náði hann ckki að breið- ast út. Reykur náði heldur ekki svo um bygginguna, að grípa þyrfti til þcss að flytja vistmenn eða gera aðrar ráð- stafanir. 57.081, 30.255 karlar og 26.826 konur. Óstaðsettir íbúar landsins voru 43, 30 karlar og 13 konur. Stærstu kaupstaðir eru Kópavog- ur með 12.769 íbúa, 6.494 karla og 6.275 konur, Akureyrí með 12.279 íbúa, 6.016 karla og 6.263 konur. 1 þriðja sæti er Hafnarfjörður með 11.724 íbúa, 5.881 karl og 5.843 konur. Aðrir kaupstaðir ná ekki 10 þúsund íbúum, en í f jórða sæti er Keflavík með 6.288 íbúa, 3.212 karlaog 3.076 konur. Fjölmennasta sýsla landsins er Árnessýsla með 9.607 ibúa, 5.030 karla og 4.577 konur. Þá kemur Snæfellsnessýsla með 4.448 íbúa, 2.229 karla og 2.119 konur. Suður- Mulasýsla er aðeins fámennari með 4.444 fbúa, 2.353 karla og 2.092 konur. Þá er Rangárvalla- sýsla með 3.560 íbúa, 1.903 karla og 1.657 konur. Aðrar sýslur ná ekki 3 þúsund ibúum. Borið saman við árið 1975 eða bráðabirgðatölur frá 1. desember það ár, er íslendingar voru 218.682, er fjölgunin frá 1975 til 1976 1.863 eða 0.85%. Hliðstæð fólksfjölgun frá árinu áður var 1.16%. A árinu í fyrra bættust tveir nýir kaupstaðir við, Njarð- vík og Garðabær. Gildistaka kaup- Framhald á bls. 18 milljarðar króna. Hækkun á fjár- hagsáætlun frá áætluninni 1976 er um 30,6% Á fundinum voru sem sjá má, umræður langar og strangar. Kom mikill fjöldi tillagna til umræðu. Þar á meðal tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um holræsa- mál og var hún samþykkt. Tillag- an hljóðar þannig: „Borgarstjórn samþykkir, að á árinu 1977 verði gerð hönnun og undirbúnar fram- kvæmdir við aðalholræsi frá botni Elliðaárvogs að Kringlumýrar- braut, sem miðist við útrás frá Laugarnesi. I greinargerð sem fylgir tillögunni segir að athug- anir sem gerðar hafi verið á undanförnum árum bendi til að mjög aðkallandi sé að framlengja þær holræsaútrásir sem falla í Elliðaárvog. Á þessu ári er áætlað að verja 10 milljónum króna i gerð nákvæmrar hönnunar og áætlunar. Ræsið verður sennilega 3,8 km á lengd. gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í áföngum. Þetta mun verða byrjunin á að leysa holræsamál umhverfis borgarlandið og í því. Nú er unnið að rannsóknum á vegum bogar- innar í Fossvogi og mun nánari ákvörðun um holræsamál biða niðurstöðu þeirra og samstöðu nágrannasveitarfélaganna. Nánar verður skýrt frá fundi borgar- stjórnar síðar. ast er... oo. ðð 'hrm.gja fyni" óKuririugð su&urtíl Keflavi'Kur ao bíája Þeím wísKunnar' Síbylgju- sýningar í Hafnarbíói HAFNARBÍÓ byrjar í dag á þeirri nýjung að sýna kvikmyndir og siendurtaka þær. Sýnir bfóið tvær kvikmyndir með þessum hætti, „Robinson Cruso og tfgur- inn" og „Borgarljósin" eftir Chaplin. Sýningarnar hefjast klukkan 13,30 og standa til klukk- an 20.30. Gestir hússins geta á þessum tfma komið hvenær sem er, inn í miðja mynd og setið síðan áfram og séð það sem vant- ar framan á myndina. Alls er möguleiki á að sitja f bfðinu f 7 klukkustundir og sjá aðra mynd- ina tvisvar og hina þrisvar. Jón Ragnarsson, forstjóri Hafn- arbíós, sagði i viðtali við Morgun- blaðið í gær, að um helgar yrði lögð áherzla á að hafa myndir fyrir börn, enda væru þær tvær myndir, sem sýningar hæfust á, fyrir börn og raunar fullorðna líka. Verð á sýningar af þessu tagi verður 450 krónur, en almennt miðaverð er nú 350 krónur. Þá verða níusýningar og ellefu- sýningar eins og verið hefur í Hafnarbíói, en þar er sýnd um þessar mundir bandaríska kvik- myndin Fórnin með Richard Wid- mark og Christopher Lee. Þá má geta þess, að þessi háttur kvikmyndasýninga hefur mjög rutt sér til rúms erlendis, en þetta er fyrsta sinni, sem íslenzkt kvik- myndahús tekur upp þessa tilhög- un. Heildarloðnuaflinn 75 þúsund lestir: Útflutningsverðmæti 1300 millj. HEILDARLOÐNUAFLINN var orðinn 75 þúsiind lestir i gær- morgun og ef miðað er við að 8.20 fáist fyrir kflóið af loðnunni er aflaverðmætið orðið 660 niillj. kr. að meðtöldu stofnfjársjóðsgjaldi. Eftir þessu að dæma er út- flutningsverðmæti loðnuafurða orðið 1300 milljónir króna. það sem af er loðnuvertfðinni, en hún hefur nú staðið f 17 daga og um 60 skip hafa hafið veiðar. Á tímabilinu frá því kl. 20 i fyrrakvöld fram til hádegis í gær tilkynntu 25 skip um afla samtals 9270 lestir. Flest skipanna fóru á Austfjarðahafnir, þ.e. frá Vopna- firði til Fáskrúðsfjarðar og eru nú allar þrær fullar á þessum stöð- um. Skipin, sem tilkynntu um afla í fyrrakvöld og fyrrinótt, eru þessi: Eldborg GK 530 lestir, Grind- víkingur GK 450, Sæbjörg VE 290, Hrafn Sveinbjarnarson GK 250, Skarðsvík SH 400, Kefl- víkingur KE 230, Hilmir KE 230, Freyja RE 250, Helga Guðmunds- dóttir BA 450, Kap 2. VE 530, Árni Sigurður AK 420, Hilmir SU 500, Húnaröst AR 260, Helga RE 240, Snæfugl SU 200, Börkur NK 800, Loftur Baldvinsson EA 700, Rauðsey AK 460, Vörður ÞH 200, Arnarnes GK 190, Pétur Jónsson RE 580, Guðmundur RE 700, Ar- sæll Sigurðsson GK 190, Bylgjan VE 120 og Bjarnarey VE 80. Strauk sama kvöld- ið og verjandinn kom Hafði setið inni í fimm mánuði STROKUFANGINN af Keflavíkurflugvelli, Christopher Barbar Smith, er 23 ára gamall, fæddur í september 1953. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér f gær, hefur hann veriii til mikilla vandræða síðan hann kom hingað til lands í herþjónustu í júlí 1974. Hefur hann verið sérstaklega afkastamikill við smygl og sölu á fíkniefnum. Allir lögfræðing- ar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli munu hafa beðist undan því að verja mál Smiths, og var fenginn til þess lögfræðingur frá Norfolk í BandarFkjunum. Kom sá einmitt til landsins daginn sem Smith strauk úrfangelsinu. Fangelsi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Ljósmynd Friöþjófur í klefanum I fangelsinu, var ekki innan flugvallarsvæðisins ! gær er Morgun- blaðsmenn voru þar syðra. Hafði hann fengið bifreið sína I he'ndur aftur eftir að hún hafði verið rannsökuð, en fang- inn stal bifreiðinni og flúði á henni sem kunnugt er. Bifreiðin fannst I fyrradag á Hraunsandi skammtfrá Grindavlk. Þess má geta að bændur á Hrauni heyrðu I bíl eða bllum á sjöunda timan- um á fimmtudagsmorgun Skömmu slðar kom bifreið úr gagnstæðri átt og er þvf ekki útilokað að strokufanginn hafi skipt um bifreið þar skammt frá. Við bil fangavarðarans i fjöruborðinu fundust spor eftir fangann og lágu þau að sjónum Var því sá möguleiki tekinn með I reikninginn að fanginn hefði fyrirfarið sér og fjörur voru leitaðar á þessum slóðum í gærdag, án árang- urs. Fangelsið á Kef lavíkurf lugvelli: Smith var úrskurðaður í gæzluvarð- hald á Keflavfkurflugvelli um miðjan desember 1975 vegna mikils flkni- efnamals, sem byrjað var að rannsaka. Reyndist hann vera höfuðpaurinn f ffkniefnasmygli til Keflavíkurflugvallar, en alls var smyglað irin 24 kg. af fíkniefnum. Hluti af þvf efni var til Islendinga utan vallarhliðsins og var Smith því fluttur til Reykjavfkur og hafður þar í gærzluvarðhaldi um tlma Var honum sleppt út f byrjun mars 1976. Þegar rannsókn . ffkniefnamálsins mikla hófst s.l. haust sannaðist fljót- lega að Smith var einnig flæktur i það mál. Hafði hann keypt fikniefni af fs- lenzkum mönnum, sem höfðu smyglað þvf til landsins og selt þau til banda- rfskra hermanna á Keflavfkurflugvelli. Um þetta leyti var væntanlegur dómur yfir Smith vegna fyrra brotsins, en hann hafði ekki verið sendur úr landi vegna þess að dómur var ekka fallinn í méli hans Smith var hnepptur f gæzlu- varðhald í Reykjavfk 7. nóvember s.l. og þegar Ijóst var að hann var mikið flæktur i nýja málið, var dómsupp- kvaðningu vegna fyrra málsins frestað. Var Smith í gæzluvarðhaldi hjá Flkni- efnadómstólnum f Reykjavfk til 7. janúar. Þá var þáttur hans f málinu, sem varðaði íslenzka aðila, talinn uop- lýstur og m.a. voru gerðar upptækar nokkrar milljónir króna í erlendum gjaldeyri hjá íslendingum, sem höfðu selt Smith fikniefni. Var hluti af pen- ingunum geymdur f bankahólfi, eins og kom fram i Mbl á sínum tíma. í janúar óskuðu bandarfsk heryfir- völd eftir lögsögu yfir Smith og var hún veitt af rfkissaksóknara. Var talið rétt að áframhaldandi rannsókn á máli Smith færi fram á Keflavfkurflugvelli. en hún var f því fólgin að kanna hvernig hann hafði dreift fikniefnunum til bandarlskra hermanna. Var hann fluttur til Keflavlkurflugvallar 7. janúar s I eins og að framan greinir og úr- skurðaður I 30 daga gæzluvarðhald Hafði hann setið i gæzluvarðhaldi I 5 mánuði samtals sfðan í desember 1975, vegna þátttöku f ffkniefnamál- um. Til bráðabirgða í einu af elztu húsum varnarliðsins — VIÐ MUNUM að sjálf- sögðu gera allt, sem í okkar valdi stendur til að ná stroku- fanganum Cristopher Barba Smith, sagði Howard Mat- son, blaðafulltrúi á Keflavík- urflugvelli, i viðtali við Morg- unblaðið í gær. — Okkar rannsókn er einskorðuð við Keflavíkurflugvöll, þvf lög saga okkar nær ekki lengra, en við reynum að hafa eins gott samstarf við íslenzku lögregluna og framast er unnt, sagði Howard. Aðspurður sagðist Howard ekki geta greint frá rannsókninni, sem færi fram á Keflavfkurflugvelli á þessu stigi máls- ins. Hann sagði að margir hefðu verið yfirheyrðir f þessu sambandi og þar á meðal fangavörðurinn, sem stroku- fanginn læsti inni I klefa sfnum. Um það hvort eitthvað hefði komið fram sem benti til að vörðurinn væri f vitorði með fanganum, eins og komið hefur fram I fjölmiðlum, sagði Matson að það væri meðal þeirra atriða, sem verið væri að rannsaka. Mbl. er kunnugt um að eitt þeirra atriða, sem verið er að kanna er hvort strokufanginn hafi farið beint úr fang- elsinu og út af vellinum eða dvalið innan flugvallarsvæðisins I einhvern tfma. í þvl sambandi hafa vaknað spurningar um hvort hann hafi náð sér I peninga, önnur föt og jafnvel vopn áður en hann fór I gegnum hliðið. Fangavörðurinn, sem læstur var inni Ein elzta bygging varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðsmenn skoðuðu fanga- geymslur Varnarliðsins á Keflavlkur- flugvelli I gærdag og þær vistarverur, sem Cristopher Barba Smith, öðru nafni Corky, hefur gist slðan varnarlið- ið fékk lögsögu yfir honum þann 5. janúar sfðastliðinn. Eru fangageymsl- urnar f einu af elztu húsunum, sem varnarliðið reisti á Keflavfkurflugvelli, llklega byggt 1942 eða 43, að sögn Howards Matsons. Tveir fangaverðir gættu Cirstophers Smiths frá þvl hann var fluttur f gæzlu á Keflavíkurflugvelli. Á miðvikudags- kvöldið er Smith tókst að flýja mun annar fangavarðanna hafa brugðið sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.