Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 5

Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 5
MORC.UNBLAÐIÐ, LAUGARDAC.UR 19. FEBRUAR 1977 5 Kl. 21.55: Rauða myllan: Sögð vera ein dýrustu mistök leikstjórans ÞETTA er gömul og fræg bíómynd frá árinu 1953. Hún byggist á sýnum mál- arans Toulouse-Lautrec. Er þetta stórmynd, eins og þaö er kallað, en í mynd- inni er mikið um dýrðir og t.d. mörg dansatriði. Þann- ig mælti Björn Baldursson hjá Sjónvarpinu er við spurðum hann um bió- myndina Rauðu mylluna sem er á skjánum kl. 21.55 í kvöld. Rauðu myllunni, eða Moulin Rouge, eins og myndin heitir á frummál- inu, leikstýrir hinn frægi leikstjóri, rithöfundur og leikari John Huston, sem á sínum tíma var stórt nafn í Hollywood. Huston vann þessa mynd þó ekki fyrr en að hann hafði sagt skilið við Hollywood, og í kvik- myndaannál, þar sem fjall- að er um feril John Hustons, er sagt aó honum hafi mistekizt nokkuð mikið í leikstjórn sinni eft- ir að hann sagði skilið við draumaborg kvikmynd- anna. Þannig segir, að Rauða myllan hafi einmitt verir eitt hans dýru mis- taka . Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er þessi mynd sem sagt dæmd sem mis- lukkuð, en þar sem mikið ku vera um dýrðir í henni þá er bara að setjast fyrir framan skjáinn, og í lokin geta menn svo annaðhvort verið með eða á móti „sér- fræðingunum". Kl. 18.15: Emil sprellar MÉR er tjáð, að þessi þátt- ur með Emil sé mjög skemmtilegur, sagði Björn Baldursson hjá Sjónvarp- inu er við öfluðum upplýs- inga um dagskrá laugar- dagsins. Þetta byrjar með því að Emil fer í skóla, og sprellar eitthvað þar. Síðan kemur prestur í húsvitjun, en maður má víst ekki fara meira út í það því þá er maður að taka skemmtun- ina frá fólki. En þetta mun verða mjög skemmtilegur þáttur í dag, sagði Björn. Aðspurður kvað Björn nú fara að líða að lokum þáttanna með Emil, en sá siðasti er áætlaður 19. marz nk. Hitaveita í öll hús 1 SigluJörði í lok ársins SIGLFIRÐINGAR reikna með að fá 30 sekúndulftra af 67 gráðu heitu vatni úr einni borholunni, af þeim 9, sem boraðar voru þar á sfðasta ári. Við þetta hitastig þarf um 50 sekúndulftra fyrir allt bæjarfélagið, en verði hins vegar reist kyndistöð til að hita vatnið á þetta vatnsmagn að duga. Verður f vor haldið áfram með boranir f Siglufirði, en gefi þær ekki gðða raun hafa verið gerðar ráðstafan- ir til að reisa kvndistöð strax I sumar. Dreifikerfi hefur verið lagt í allan Siglufjarðarbæ að sögn Þorsteins Jöhannessonar bæjar- verkfræðings þar. Hafa 220 hús þegar verið tengd við kerfið og áætlað er að í lok ársins verði öll hús í bænum tengd inn á hita- veitukerfið. Undanfarið hefur verið unnið að ýmsum tilraunum í sambandi við heita vatnið og var djúpdæla sett niður i holuna fyrir þremur vikum, hefur síðan verið fylgst með niðurdrætti og gerðar rannsóknir á breytilegu vatns- magni. Verðlaunasamkcppnin: Fýlgjum reglum, forðumst slys. ~ SAMVIWITRVGGIVGAR GT ARMÚLA3 SÍMI 38500 Klipptu auglýsinguna út. Notaðu hana sem eyðublað undir svör þín. Sendu þau þegar þú hefur leyst alla (3) hluta ^ verkefnisins. Skilafrestur til 15. mars 1977. Á leikfangabfl tíl Kananeyja! Akir þú bíl þínum klakklaust gegn um verk- efni samkeppninnar og sendir rétt svör til Sam- vinnutrygginga fyrir 15. mars n.k. þá átt þú von í verðlaununum: Kanaríeyjaferð, með Sam- vinnuferðum h.f. fyrir hinn heppna og tvo ferða- félaga að auki. Verðmœtið nemur kr. 255.000.- STÓRA LITPRENTAÐA UMFERÐAR- KORTIÐ hans Jóns granna þarft þú að hafa til að geta svarað spurningunum. Það fœrðu gegn 200 króna gjaldi í nœstu afgreiðslu Samvinnu- trygginga. í Reykjavík fæst það einnig á bensín- stöðvum Esso. VERKEFNIÐ: Katrín ekur manni sínum í vinnuna (Merkt: C). Þau leggja lykkju á leið sína og koma jafnframt við í pósthúsinu (Merkt:B). Síðan fer Katrín Athugiö aö Hvara ávallt öllum liöum spurninganna. aftur heim (Merkt.A). Atriði eru hverju sinni talin upp í þeirri röð sem þau koma fyrir á leið Katrínar. Á leið frá 1 til la. Já Nei 1, 1 Ber Katrinu að gefa stefnumerki? 1, 2 Má hún aka hiklaust inn á umferðargötuna? 1, 3 Ber henni að víkja fyrir akandi umferð frá báðum hliðum? 1, 4 Má hún aka yfir varúðarlínuna? 1, 5 Heitir breiða, brotna linan á móts við biðskyldu- merkið: a) Varúðarlina? b) Markalína? Á leið frá 2 til 2a. Já Nei 2, 1 Er gangandi vegfaranda skylt að taka tillit til akandi umferðar sem nálgast, sé hann á merktri gangbraut? 2, 2 Er bláa gangbrautarmerkið leiðbeiningar- merki? 2, 3 Sé gangandi vegfarandi á gangbrautinni, eða í þann veginn að fara út á hana, hvort er þá öruggara að Katrín stöðvi bilinn: a) Við gangbrautina? b) 10 metra frá henni? □ □ □ □ EB Á leið frá 3 til 3a. Já Nei 3, 1 Má Katrín aka hiklaust inn á hringtorgið? 3, 2 Ber henni að víkja fyrir X bílnum sem nálgast ____ __ frá vinstri? □ U 3, 3 Er rétt, miðað við ökuleið hennar, að hún velji __ ___ vinstri akrein á hringtorginu? I_11_I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.