Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 8

Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 197? BLÚM /grX. VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. ÞRÍBURABLÓM — FELUBLÓM (Bougainvillea) Á síðari hluta 18. aldar fóru Frakkar í fyrsta leiðangur sinn umhverfis jörðina, en stjórnandi hans var frægur sæfari L.A de Bouganville. Grasafræðingur var með í förínni ásamt aðstoðarmanni sem siðar reyndist vera kona dulbúin sem karlmaður og gerði það sitt til að vekja umtal og varpa ævintýrablæ á fyrirtækið Þegar leiðangurinn kom til Suður- Ameríku tók grasafræðingurinn ásamt ..aðstoðarmanni" sin- um til óspilltra málanna við grasarannsóknir, söfnuðu þau og lýstu fjölda nýrra plantna sem þá voru náttúruvísindunum með öllu ókunnar. Þar á meðal voru nokkrar tegundir af jurt sem látin var bera nafn leiðangursstjórans og um verður fjallað að þessu sinni. Bougainvillea er nú ræktuð víða um heím m.a. hér á landi undir nafninu Þríburablóm eða Felublóm og sennilega er stærsta planta þeírrar tegundar hérlendis í blómasöluskálanum í Eden í Hveragerði Nafnið þríburablóm höfðar til blómskipunarinnar sem er þannig að gulleit pípulaga 'blómin sitja þrjú saman umlukt þrem litsterkum háblöðum. Þessi háblöð halda lit sínum mánuðum saman svo að plantan getur skartað í stofunni meiri hluta sumars. Hún er til í mörgum litum aðallega þó rauðum og fjólubláum, og einnig er til afbrigði sem ber fyllt blóm Blómstrandi bougainvillea hér ð landi nefnd Þriburablóm eða Felublóm Þetta er fljótvaxin þyrnótt klifurjurt sem getur orðið æði fyrirferðarmikil sé henni ekki haldið i skefjum með hæfilegri klippingu. Ræktun í gróðurskála eða á yfirbyggðum svölum hentar henni vel en hiti má ekki vera undir 1 5° C ef vöxtur á að haldast í eðlilegu horfi. Umplöntun skal fara fram að vorinu og notuð blanda af laufmold, mómold, sandi og gömlum húsdýraáburði, einnig má nota grasrótarmold blandaða muldum mosa. Pottar skulu ekki vera stærri en nauðsyn krefur. Erfiðlega gengur að koma til græðlingum í heimahúsum. Þa skal taka af þroskamiklum greinum og þurfa þeir 25—30 gráður hita og mikinn loftraka til þess að mynda rætur. Ekki sakar að reyna, spennandi getur það verið og ánægjulegt ef vel tekst til. Bestur árangur hvað blómgun snertir næst þar sem plantan nýtur mikillar sólar. Hér verður bætt við klausu sem á við allflestar sólelskar jurtirt d pelargóniur o.m.fl. ..Mikilvægt er að sem best samræmí sé milli birtu og áburðargjafar, má í þvi sambandi benda á að hafi píantan ekki næga birtu en ríflegan áburð getur svo farið að hún svikist um að mynda blóm. Hafi hún hinsvegar næga birtu getur hún í mörgum tilfellum borið sæg af blómum jafnvel þótt hún fáí lítinn sem engan áburð, en ef svo ber undir verða jurtirnar oft fremur blaðlitlar. Erfitt er að segja nokkrar ákveðnar reglur sem vit er í um þetta atriði þar sem svo mismunandi skilyrði og aðstæður allar eru hjá fólki sem föndrar við ræktun —- úti sem inni. Því er nauðsynlegt að þreifa fyrir sér og reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir hváð best hentar svo að góður árangur náist í hverju einstöku tilfelli Þetta getur kostað tíma og fyrirhöfn, ekki er því að neita, en minnist þess að verkið lofar meistarann'. HL/ÁB Útgerðarmenn — Skip- stjórar Til leigu góð loðnunót 150 faðmar á lengd, 40 faðmar á dýpt. Uppl í: Netageröinni, Eyrartröð 6, Hafnarfirði sími 50944, heimasímar 50881 — 50 733. Alþingismanna og % borgarfulltrúa Sjálf stæðisf lokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 19. febrúar verða til viðtals Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi og Margrét S. Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi. HÚSEIGNIN Safamýri 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð. 3 svefnherb. Suður svalir. Bílskúr. Útb. ca. 8 millj. Einbýlishús á einni hæð í Norðurbænum i Hafnarfirði ca 145 fm. 55 fm. bilskúr. Allt frágengið. Frekari uppl. i skrifstofunni. Fossvogur 2ja herb íbúð. Útb. 5 millj. Furugerði nýleg 3ja herb. íbúð. Frekari uppl. i skrifstofunni. Rauðalækur 5 herb. íbúð á 1. hæð. ca. 130 fm. Sér inngangur. Sér hiti. Bil- skúrsréttur. Verð 13.5 millj. Nýbýlavegur Kóp. 2ja herb. lúxusíbúð á 2. hæð. Bilskúr. Háaleitisbraut 5 til 6 herb íbúð á 3. hæð. Bilskúr. Verð 1 3.5 millj. Einbýlishús i Smáibúðahverfi hæð og ris og hálfur kjallari Bílskúr. Útb. 9.5 til 10 millj. Einstaklingsibúð á 4. hæð i lyftuhúsi. Útb. ca. 4 millj. Meistaravellir 130 fm. ibúð á 4. hæð. 3 svefn- herb. Verð 12.5 millj. Einbýlishús Góð eign við Langagerði. Útb. ca. 13 millj. Dalaland 3ja herb. ibúð á 3. hæð. Útb. ca. 7 millj. Hjallabraut glæsileg 4ra til 5 herb. ibúð á 2. hæð Þvottaherb. inn af eldhúsi. Dunhagi 125 fm. ibúð á 3. hæð. Útb. 7 til 8 millj. Kársnesbraut Kóp. 4ra herb. risibúð. Utb. 4.5 millj. Holtsgata 2ja herb. ibúð á 2. hæð. Ránargata hæð og ris 4 svefnherb. Verð 11.6 millj. Grenigrund sérhæð i tvibýlishúsi 135 fm. 4 svefnherb. Bílskúrsréttur. Verð 1 5 millj. Hverfisgata 3ja herb. íbúð á 3. hæð í stein- húsi. 86 fm. Útb. 5.5 millj. Þverbrekka Kóp. 4ra til 5 herb. íbúð á 2. hæð. Bilskúrsréttur. Útb. ca. 7 millj. Einstaklingsíbúð við Hjarðarhaqa. Utb. 2.5 millj. Einstaklingsíbúð við Ásbraut i Kóp. Útb. 3.5 til 4 millj. Opið í dag Pétur Gunnlaugsson lögfr. Laugavegi 24, 4. hæð. sími 28370 — 28040,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.