Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 13
•I n'jAil'.i.
MORGUNBLA.fiIÐ. LAyGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 ..
Drekinn í mér og þér
stefnu átti ekki upp á pall-
borðið hjá ráðamönnum i
Sovét. Eitt beittasta vopnið i
skáldskap Schwarts er skopið
og gefur það Drekanum byr
undir vængi. Ævintýraheimur
Drekans er i senn draum-
kenndur og ákaflega raun-
verulegur.
Sýning ’ Leiklistarfélags
Menntaskólans við Hamrahlíð á
* Drekanum tókst að minu mati
vel þótt athugandi hefði verið
að stytta leikinn nokkuð. Á
köflum var verkið langdregið,
einkum undir lokin. í heild
sinni vitnar sýningin um
vönduð vinnubrögð: þýðing
leikstjórn, leikur, tónlist og
siðast en ekki sist hin skemmti-
lega leikmynd sem er verk
myndlistarfólks skólans. Salur-
inn er ágætlega fallinn til leik-
sýninga.
Það vakti athygii hve leikur
var góður, framsögn skýr. Ekki
verður komist hjá þvi að nefna
nöfn nokkurra nemenda sem
stóðu sig með slikri prýði að
betur verður ekki á kosið i
skólasýningu. Þar er fremstur i
flokki Jakob S. Jónsson sem
gerði borgarsGóranum ágæt
skil, enda fær hann mörg tæki-
færi til að sýna hvað i honum
býr. Leikur Jakobs var furðu
þroskaður af svo ungum manni
að vera. Hann hefur glöggt
auga fyrir skoplegu hliðunum
og dregur ekki úr hinni ýktu
mynd af borgarstjórnaum.
Björn Guðbrandur Jónsson var
gervilegur Lancelot, drekabani
allra alda. Sigriður Þorgeirs-
döttir var sakleysið sjálft i hlut-
verki Elsu, óspillt og hugrökk
Leikarar og aðstoðarfólk I „Drekanum“.
Leiklistarfélag Menntaskólans
við Hamrahlið:
DREKINN
eftir Évgeni Schwarts.
Þýðing: Örnólfur Árnason.
Leikstjóri: Þórunn Sigurðar-
dóttir.
DREKINN eftir Évgeni
Schwarts er hefðbundinn ævin-
týraleikur. Eins og öll góð
ævintýri hefur hann boðskap
að flytja. Brýnt er fyrir
mönnum að sigrast á hinu illa í
sjálfum sér og öðrum. Sýnt er
hvernig lífsblekkingin leikur
fólk, hégómleikinn afskræmir
það. Einfaldleiki hjartans, göf-
ugt hugarfar eru leiðarljós
Drekans. Sagt er að Évgeni
Schwarts hafi lært af H.C.
Andersen, flest verk hans eru i
ævintýrastíl. Schwarts var
Rússi og varð fyrir ofsóknum á
Stalinstimanum og kemur það
ekki á óvart þegar þess er gætt
Lelkllsl
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hve andsnúinn hann var hvers
kyns einræði (samanber Drek-
ann) og ríkisforsjá. Mannúð
hans með keim af frjálshyggju-
Elsa (Sigrfður Þorgeirsdóttir)
og Drekinn (Karl Ágúst
tJlfsson).
gagnvart valdinu.
Karlamagnús, faðir Elsu, var
leikinn af Indriða Einarssyni
og gerði hann þessum gamla
heiðursmanni eftirminnileg
skil. Drekinn var leikinn af
Karli Ágústi Ulfssyni. Um leik
hans má segja að hann var hik-
laus og ákveðinn. Karl var rétt-
ur maður í þetta að mörgu leyti
vandmeðfarna hlutverk. Einnig
mætti nefna Ingvar Ólafsson i
hlutverki Hinriks, Ragnheiði
Tryggvadóttur i hlutverki
kattarins og Guðmund R.
Guðmundsson sem leikur
fangavörð.
Þótt hér sé um áhugamanna-
sýningu að ræða og viðvanings-
bragur að sjálfsögðu nokkur
held ég að þessi sýning eigi
erindi til margra. Fólki skal því
eindrégið ráðlagt að sjá þessa
sýningu Leiklistarfélags
Menntaskólans við Hamrahlið.
Þrumuvedur
og ljósagangur
á Eskifirði
Eskifirði, 17. febrúar.
HÉR Á Eskifirði æru nú komin á
land 17.500 tonn af loðnu og bíða
skip í höfninni með um 2000 tonn,
sem landað verður á morgun
föstudag. Loðnufrysting hefst
strax og loðnan verður frystingar-
hæf. Hólmanesið landaði 100
tonnum af þorski í vikunni og
Hólmatindurinn 70 tonnum.
Tregt hefur verið hjá neta- og
línubátum.
Nýlega tók til stárfa ný hrað-
fiskverkun hér í bænum og er það
Sæberg hf. sem rekur hana. Fór
fyrsta framleiðslan af bitafisk á
markaðinn í gær. Þá bættist nýr
bátur i flotann hér, 42 lesta bátur,
keyptur i Reykjavik. Skipstjóri og
eigandi er Gylfi Þ. Uiðsson og fer
báturinn á netaveiðar. Allmikill
snjór er og hefur fólk notað skíða-
færið vel, er skíðalyftan í gangi
alla daga. í nótt var þrumuveður
og ljósagangur og fylgdi þessu
veðri allmikil rigning.
— Ævar.
Leigubílstjóri
beðinn að
gefa sig fram
KLUKKAN 17.26 á þriðjudaginn
varð árekstur milli tveggja fólks-
bíla af Trabant og Chevroletgerð
á mótum Hringbrautar og
Njarðargötu. Ágreiningur e;r uppi
um stöðu umferðarljósanna þegar
þetta gerðist. Leigubilstjórinn
ræddi við ökumann Trabantbíls-
ins á árekstursstað og bauðst til
að bera vitni i málinu, en enn
hvarf af vettvangi áður en nafn
hans var tekið niður. Er leigubíl-
stjórinn beðinn að gefa sig fram
■ svo og önnur vitni ef til eru.
Vökvaknúin skurögrafa með ótrúlega
verkhæfni
Faanleg með ýmsum mismunandi aukabúnaði.
Veitum fúslega ailar upplýsingar.