Morgunblaðið - 19.02.1977, Side 18

Morgunblaðið - 19.02.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 Ófullkomnir varahlutir í mörg hundruð þyrlum KOMIÐ hefur á daginn að vara- hlutir sem settir hafa verið f þyrlur af gerðunum Bell, Sikorsky og Westland standast ekki þær kriifur sem gerðar eru til slfkra varahluta. Er hér um að ræða varahluti frá banda- rfska fyrirtækinu Aviation Sal- es að þvi að bandarfska stór- blaðið Washington Post upp- lýsti fyrir skömmu. Hefur fyrirtækið m.a. selt varahluti sína til herja Bretlands, Frakk- lands, Vestur-Þýzkalands, Nor- egs og Belgfu og er talið að hin tíðu þyrluslys undanfarin ár megi að verulegu leyti rekja til þessara ófullkomnu varahluta. Eins og kunnugt er hlekktist Sikorsky-þylu Landhelgisgæzl- unnar á í Skálafelli fyrir tæp- um tveimur árum og fyrir nokkru varð bilun í lítilli Bell- þyrlu Gæzlunnar og varð hún að nauðlenda á túninu við Kópavogshælið. í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Torfi Guðbjartsson yfirflugvirki Landhelgisgæzlunnar að hann teldi ólíklegt að varahlutir frá Aviation Sales hefðu verið í þessum þyrlum Landhelgis- gæzlunnar, en ekki væri hægt að segja um það á þessu stigi málsins með fullri vissu. — Varahlutir í Bell- Þyrlurnar eru keyptir beint frá Evrópuumboði Bell í Amster- TF-GNÁ, Sikorsky þyrla Landhelgisgæzlunnar, sem hlekktist á f Skálafelli. (Ljósm. Brynjólfur). — Við höfum aldrei verzlað beint við Aviation Sales, en hins vegar höfum við sent fyrir- tækinu fyrirspurnir um hugs- anleg kaup á varahlutum. í svörum þeirra og verðlistum hefur okkur þótt verðið það hátt að af verzlun hefur ekki orðið. — Annars eru alltaf að koma á markaðinn varahlutir, sem standast ekki þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra. Mjög erf- itt er að eiga við þetta, stundum tekst að sjá fyrir að hér er um svikna vöru að ræða, en stund- um þó ekki fyrr en eftir að hlutirnir eru komnir í vélarnar og kostar því oft mikið erfiði að fjarlægja þá aftur. Stundum tekst ekki að ná þessum vara- hlutum úr fyrr en einhver skaði er skeður, en ég held þó Ekki útilokað að þeir hafi verið í þyrl- um Gæzlunnar segir yfirflugvirkinn dam í Hollandi , sagði Torfi Guðbjartsson. — Við teljum nær öruggt að þeir varahlutir séu frá fram- leiðendum vélanna sjálfra. Varahluti í Sikorsky-þyrluna kaupum við hins vegar frá bandarísku Strandgæzlunni og þó við höfum alla stimpla á sendingum frá þeim, þá getum við ekki sagt um hver selur þeim varahlutina. ekki að varahlutir frá þessu bandaríska fyrirtæki hafi verið í okkar þyrlum, sagði Torfi Guðbjartsson að lokum. Hér fer á eftir endursögn á þeim fréttum, sem birtust í Washington Post og hafa meðal annars verið endurprentaðar i brezka blaðinu Guardian. Mörg hundruð þyrlur I flug- bann Möguleikar eru á því að hundruð þyrla í Evrópu, Afríku og Asiu verði settar i flugbann vegna þess að í þær hafa verið settir varahlutir, sem standast ekki lágmarkskröfur. Hér er um að ræða þyrlur af gerðun- um Bell og Sikorsky, sem eru bandarískar, og Westland, sem framleiddar eru i Bretlandi. Bandaríska dagblaðið The Washington Post skýrði nýlega frá þvi, að bandarísk flugmála- yfirvöld hefðu nú starfsemi fyrirtækisins Aviation Sales i New York til athugunar. Fyrir- tækið hefur framleitt varahluti í Sikorsky-, Bell- og Westland- þyrlur og hafa komið fram ásakanir um að varahlutirnir standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Á fyrir- tækið að hafa látið ýmis önnur fyrirtæki framleiða þessa vara- hluti fyrir sig án þess að veita þeim nauðsynlegar framleiðslu- leiðbeiningar. Siðan hafa vara- hlutirnir verið merktir Sikorsky eða Bell og fengið þar með villandi gæðastimpil og seldir á sama verði og varahlut- ir sem þyrluframleiðendurnir gera sjálfir. Washington Post segir, að þessar eftirlíkingar hafi meðal annars verið settar í þyrlur herja Bretlands, Frakkclands, Vestur-Þýzkalands, Noregs, Belgíu, Egyptalands, Ástraliu, Pakistan, írans og Qatar. Segir blaðið, að ef ásakanirn- ar reynist vera á rökum reistar muni það kosta um 100 milljón- ir dollara að skipta um vara- hluti og að hundruð þyrla verði settar í flugbann. Tilboð í stauravirki Grundartanga opnuð: 90 milljón krónu munur á hæsta og lægsta tilboði Ný sýning hjá Sólon Islandus TII.BOÐ voru opnuð í gær í undirstöður fyrir stauravirki 220 kW háspennulínu þeirrar, sem Landsvirkjun hyggst reisa milli spennistöðvar Landsvirkjunar við Geitháls og hinnar fyrirhug- uðu járnblendiverksmiðju á Grundartanga i Hvalfirði. Undir- stöðurnar voru boðnar út í þrem- Verður Maí seld- ur til Noregs BÆJARUTGERÐ Hafnarfjarðar athugar nú tilboð, sem borizt hef- ur í togarann Maí — að þvf er Guðmundur Ingvason, fram- kvæmdastjóri, tjáði Morgunblað- inu í gær. Tilboðið er frá norsk- um aðilum, en i staðinn er útgerðarfélagið að fhuga kaup á litlum skuttogara frá Noregi. Togarinn Maí er gamalt og við- frægt aflaskip, síðutogari. Guðmundur Ingvason kvaðst lítið geta sagt að svo stöddu um athug- un á tiiboðinu, sem borizt hefur, en bjóst við að niðurstöður myndu liggja fyrir i lok næstu viku. Akranesi 1 7 febrúar BÆJAR- og héraðsbókasafnið á Akranesi gengst fyrir Rithöfunda- kynningu í bókhlöðunni laugar daginn 19. febrúar klukkan 14. Bókasafnið hefur á undanförnum árum annazt nokkrar slfkar höfunda- kynningar. Tilgangurinn er að skapa tengsl milli höfunda og lesenda og reynslan sýnir að sllk tengsl skapast m.a. með aukinni kynningu viðkom- andi höfunda. Þessir borgfirzku rithöfundar hafa þegar kynnt rit sln Björn J Blöndal, Guðmundur Böðvarsson, Jón Helga- son og Þorleifur Biarnason Raddir ur verkhlutum og var bjóðendum gefinn kostur á að bjóða í einn eða fleiri hluta. Sjö tilboð bárust. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsvirkjun, sem Mbl. barst i gær átti Aðalbraut h.f. lægsta tilboðið að krónutölu til i fyrsta verkhluta, en Hlaðbær h.f., Fjöl- virkinn áttu lægstu tilboð í annan og þriðja verkhluta. Tilboðin verða nú tekin tii nánari athug- unar og endanlegs samanburðar. Hitatæki h.f., Steingrímur Páls- son bauð í fyrsta verkhluta 121,7 milljón krónur, í annan hluta 130,9 milljónir, í þriðja hluta 127,4 milljónir. Aðalbraut h.f. bauð í fyrsta verkhluta 107,6 milljónir króna, i annan 117,7 SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN i Reykjavík, Rúnar Bjarnason, bæjarstjóri Kópavogs, Björgvin þeirra eru varðveittar á bókasafninu á segulspólum Einnig gáfu þeir bóka- safninu sýnishorn af handritum slnum Á bókasafninu 19. febrúar munu eftir- taldir rithöfundar lesa úr ritverkum sinum Guðmundur G Hagalin. Jón Óskar og Sveinbjörn Beinteínsson, sem kveður rimur Þess má vænta að Akurnesíngar og nærsveitafólk noti tækifærið til að kynnast þess'um rithöf- undum betur Áformað er að hafa barnabókakynningu siðar i vetur, en þær kynningar hafa hlotið eindæma vinsældir og biða börnm þeirra ávallt með mikilli eftirvæntingu — Júlfus. milljónir og í hinn þriðja 113,5 milljónir króna. Völur h.f. og Stólpi h.f. buðu aðeins í annan verkhluta 110,5 miiljónir króna. Hlaðbær h.f. og Fjölvirkinn h.f. buðu ekki í fyrsta hluta. í annan hluta buðu þeir 59 milljónir og hinn þriðja 57,4 milljónir. Vörðu- fell h.f. bauð ekki í fyrsta hluta, en í annan 80,9 milljónir og hinn þriðja 74,2 milljónir króna. Mið- fell h.f., Véltækni buðu í fyrsta hluta 108,8 milljónir, í annan hluta 145,8 milljónir og hinn þriðja 108,3 milljónir króna. Grétar og Rúnar buðu i fyrsta hluta 142 milljónir, í annan hluta 149 milljónir og í þriðja hluta 164,8 milljónir króna. Sæmundsson, og forstjóri Bruna- bótafélags tslands, Ásgeir Ólafs- son, verða framsögumenn á almennum borgarafundi f Kópa- vogi á morgun, sunnudag 20. febrúar. Fundurinn ber yfir- skriftina Brunavarnir ( Kópavogi og hefst kl. 15.00 I Félagsheimil- inu. Eftir ræður framsögumanna verða almennar umræður og spurningum svarað. Fundurinn er haldinn á vegum Junior Chamber og í fréttatil- kynningu hreyfingarinnar segir m.a.: Að undanförnu hafa átt sér stað atburðir, sem gefa tilefni til aukinna umræðna um brunamál og brunavarnir. Margvíslegar spurningar hafa gerzt áleitnar og er það í þeim tilgangi að svara þessum spurningum, sem JC gengst fyrir fundinum. Fundar- stjóri er Reynir Þorgrimsson en fundurinn hefst eins og áður sagði kl. 15.00 í Félagsheimilinu. „ÉG hefi enga trú á ismum eða kenningum um myndlist. Mynd er mynd og hún verður að standa alein fyrir sínu — hver sem það kann að vera, sem málaði hana, hvort sem það tók fimm mfnútur eða heilt ár eða hvernig sem hugarástand málarans kann að hafa verið á meðan,“ sagði Einar Þorláksson, sem opnar sfna 5. einkasýningu f Gallerf Sólon Islandus f dag, laugardag. Á sýningunni eru 32 pastel- myndir og meira verður ekki sagt um myndirnar án þess að brjóta i bága við skoðanir listamannsins. Einar var við nám í myndlist m.a. I Hollandi, Danmörku og Noregi og hefur áður sýnt í Lista- mannaskálanum, Unuhúsi, Casa Nova og í Norræna húsinu. Hann starfar hjá Orkustofnun — „ég byrjaði feril minn þar i landmæl- ingum, var við það í 10 ár — þess vegna hef ég litið gaman af að mála landslag eins og þú sérð“. Sýning Einars verður opin til 6. marz n.k. Athugasemd í ÚTVARPSÞÆTTI Sigmars -Br Haukssonar. þar sem fjallað var um dægurlög og dægurtexta. fór ég rangt með eitt orð i einni textalinu sem nokkru máli skiptir Þegar ég hlustaði á textann, heyrðist mér sungið „nú er hjá okkur nótt'. en það mun eiga að vera „nú er hjá okkur hljótt' Betur fer á þvi. en að visu verður þá ofstuðlun i næstu linu á eftir, og þó ekki til stórbaga Skal ekki frekar farið út i textann hér, en misheyrnina vildi ég leið- rétta Þá skal, að gefnu tilefni, tekið fram, að gagnrýni min í umræddum þætti beindist ekki að neinum sér- stökum höfundi eða höfundum. heldur vildi ég benda á, að það sem væri mest áberandi i óskalagaþátt- um útvarpsins og jafnvel kallað frá- bært á dægurlagasiðum dagblað- ■onwa. væri i raunmni klaufalega saman sett og bæri vitni um van- kunnáttu Til að gera þetta Ijóst. tók ég smáglefsur úr hinum og þessum textum, án þess að nefna nöfn text- anna eða höfundanna Ég leiddi hinsvegar hjá mér að fara rækilega í efni .einstakra texta. enda skiptir mestu máli að menn kunni til verka, hversu lltilfjörlegur sem efniviðurinn er Hitt er skaði. ef alþýða manna lætur skemmtanaiðnað nútimans slæva dómgreind sina, svo að hún taki við hverju sem að henni er rétt Þau dæmi, sem ég tók. voru sum gullvæg hjá þvi versta sem hampað er i útvarpi og blöðum Reykjavik 1 5 febr 1 977 Jón Óskar. Rithöfundakynn- ing á Akranesi Almennur fundur um brunavamir í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.