Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 22
22__________________ Nýtt guðs- þjónustuform reynt í kirkj- um í Rvík N(J um föstutímann verður gerð tilraun með nýtt guðsþjónustu- form í tveimur kirkjum Reykja- víkurprófastsdæmis, Laugarnes- kirkju og Hallgrímskirkju. Form þetta er samkvæmt tillögu að nýrri Handbók fyrir presta og söfnuði, sem biskup íslands lagði fram á prestastefnu 1976. Miðar það að þvi að auka fjölbreytni í tilbeiðslunni og gefa svigrúm til aukinnar þáttöku leikmanna í framkvæmd guðsþjónustunnar. Með formi þessu er reynt að koma til móts við þá gagnrýni, sem oft er látin í ljós, að söfnuðurinn sé um of óvirkur áheyrandi, þriggj- andi í stað þess að vera virkur hluttakandi í þvi, sem fram fer. Hefur verið útbúin sérstök messuskrá, sem kirkjugestir fá í hendur, svo allir geti fylgzt með og tekið fullan þátt í söng, bæn og messusvörum. Málverkagjöf á sængur- kvennagangi ÞANN 9. febrúar 1977 færði frú Hólmfríður Löve Kvennadeild Landspítalans málverk að gjöf, málað af Sigurði Kristjánssyni listmálara. Er þetta minningar- gjöf um móður Hólmfriðar, Pálínu Sæmundsdóttur, ljósmóð- ur, sem hefði orðið 90 ára þennan dag. Prófessor Sigurður S. Magnús- son og Kristín I. Tómasdóttir yfir- ljósmóðir veittu gjöfinni móttöku fyrir hönd Kvennadeildarinnar og þökkuðu þessa fallegu og rausnarlegu gjöf. Málverkinu hefur verið valinn staður í dagstofu á sængur- kvennagangi. — Alifugla- framleiðsla Framhald af bls. 2 heilbrigðisskoðun á þeim eggjum, sem send eru á markað Einnig gæfi dreif- ingarmiðstöðin tækifæri til þess að hægt yrði að selja eggjaframleiðsluna á stærri markað en nú er, en ýmsir framleiðendur bentu á að ekki væri nóg að hafa eina móttökustöð fyrir egg, þær þyrftu að vera fleiri og dreift um landið Ýmsir fundarmenn létu í Ijós þá skoðun að tilkoma dreifingarmiðstöðv- ar yrði ekki til að koma í veg fyrir MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1977 offramleiðslu á eggjum og til að hindra offramleiðslu þyrftu að koma til skipu- legar aðgerðir Nokkur ágreiningur var meðal fundarmanna um, hvort rétt væri að fella verðákvörðun á alifuglaaf- urðum undir það verðlagningarkerfi búvöru, sem þegar væri til staðar, töldu andstæðingar þess að með því væri verðlagnmgin tekin úr höndum framleiðenda en aðrir töldu að ef Sex- mannanefnd tæki ákvörðun um verð á þessum afurðum þyrfti einnig að fyggja að framleiðendur fengju skráð verð fyrir framleiðsíuna Á fundinum var nokkuð rætt um ástæður þeirrar verðlækkunar, sem orðið hefur á eggjum að undanförnu og kom það fram í máli ræðumanna, að þeir töldu að eggjaframleiðendur hefðu m.a orðið fórnarlömb kaup- manna, sem notuðu sér offramboðið til að auglýsa eggin upp sem ódýra vöru I þeirri von að fá kaupendur í verslanir sínar og ekki einungis til að kaupa egg heldur aðrar vörur. Einn ræðumanna, Einar Tönsberg, lét í Ijós þá skoðun að samþykkt fund- arins leysti ekki þann vanda, sem nú væri við að fást og varpaði hann fram þeirri hugmynd, hvort ekki væri rétt að eggjaframleiðendur sameinuðust um að taka 50 tonn af eggjum af markaðn- um og til frystingar. Mætti með þessu ná verðinu upp en verðmæti þessara 50 tonna væri um 1 5 milljónir og það þyrftu eggjaframleiðendur að fá í af- urðalán Ef með þessu tækist að hækka eggin upp í 400 krónur í heildsölu, fengju eggjaframleið- deeedeeedeendennnennnen endendur 20 milljónum meira fyrir eggin miðað við mánaðarsölu. — Ungur maður hætt kominn Framhald af bls. 40 til Reykjavíkur var komið með hann klukkan 04 í fyrrinótt. Lögreglan i Vík tjáði Morgun- blaðinu að mikið þrumuveður hefði gengið yfir á Mýrdalssandi og þar fyrir :ustan í fyrradag. Simamenn munu á þessum slóð- um hafa verið að vinna við síma- viðgerðir og voru m.a. uppi i sima- staurum. Eldingu laust niður í einn símastaurinn og tættist hann gjörsamlega i sundur. Var ungur piltur, sem vann að viðgerðum tiltölulega nýkominn ofan úr staurnum, er eldingunni laust niður. Þvi má segja að hurð hafi þar skollið nærri hælum. Talsvert var um síma- og rafmagnsbilanir á þessum slóðum. V æng jaen durskoð- un er á lokastigi ENDURSKOÐUN á bókhaldi Fiugfélagsins Vængja er á loka- stigi, að sögn Gunnars R. Magnús- sonar endurskoðanda. Bjóst hann við því að verkinu lyki einhvern tíma i næstu viku. Söngur og hljódfæra- sláttur SIGRÚN Harðardóttir söngkona og lagasmiður mun syngja við undirleik á tónleikum í Mennta- skólanum i Hamrahlið n.k. mánu- dagskvöld kl. 21 og einnig mun koma þar fram Kvintett Ólafs Helgasonar sem leikur létta tón- list án söngs. Hljómsveit skipuð eftirtöldum hljóðfæraleikurum mun aðstoða Sigrúnu: Magnús Kjartansson, Ingólfur Steinsson, Lárus Gríms- son og Ragnar Sigurjónsson. Sigrún og aðstoðarmenn henn- ar munu einnig koma fram á sjálf- stæðum tónleikum i Verzlunar- skóla islands n.k. fimmtudags- kvöld. Bollusala í Garðabæ KVENFÉLAG Garðabæjar efnir til bollusölu f barnaskóla Garða- bæjar nú sunnudaginn 20. febrú- ar til styrktar Garðakirkju. Bollu- salan hefst klukkan 14 og stendur yfir á meðan óseldar bollur eru til. Talsmaður fjáröflunarnefndar kvenfélagsins sagði i viðtali við Mbl. í gær, að um nýlundu væri að ræða. Ekkert brauðgerðarhús væri í Garðabæ, en konurnar hafa bakað bollurnar sjálfar og eru þær fjölbreyttar að gerð. Nýr hæstarétt- arlögmadur NÝLEGA lauk Hafsteinn Hafsteinsson hdl. prófmálum fyr- ir Hæstarétti, og mun hann því öðlast hæstaréttarlögmannsrétt- indi. Hafsteinn Hafsteinsson var blaðafulltrúi Landhelgisgæzlunn- ar i Þorskastríðinu 1972. — Nöfn 29 um- sækjenda birt Framhald af bls. 40 Ingibergur Þorkelsson, sjálfstæð- ur atvinnurekstur James A. Wilde, framkvæmda- stjóri Július M. Magnús, sjálfstæður at- vinnurekstur Kári Guðmundsson, heilbriðgis- ráðunautur Kristinn Gunnarsson, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu Ölafur Karvelsson, deildarstjóri í innflutningsverzlun Páll Andreason, kaupfélagsstjóri m.m. Páll Vidalín Valdemarsson, deildarstjóri Sindra Stáls Ragnar Pétursson, sölustjóri s.i.s. Sigurður Jónsson, iðnrekandi Sigurður örn Ingólfsson, tækni- maður Sigurjón Guðbjörnsson, fulltrúi i Frihöfninni Keflavíkurflugveili Sigurjón Magnússon, sjálfstæður atvinnurekstur Sigvaldi Friðgeirsson, skrifstofu- stjóri tollstjóra Skúli Ólafs, sjálfstæður atvinnu- rekstur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stór- kaupmaður Þröstur Sigtryggsson, skipherra Reykjavík, 18. febrúar 1977. Einar Ágústsson." — Landburður Framhald af bls. 40 Þír4ur Jónasson EA 380, Arsæll KE 220, Itákon ÞH 450, Hringur 70, Helga II RE 350, Faxi GK 200. Bára GK 180, Geir goói GK 150, tsleifur VE 430, Bylgja VE 140, Steinunn SF 40, Ólafur Magnússon EA 190, Klængur Ar 170, Kap II VE 590, Vöróur ÞH 180, Gunnar Jónsson VE 300, Vonin KE 180, Skfrnir AK 380, Arni Sigurður AK 400, Hðnaröst Ar 270, Náttfari ÞH 300, Börkur NK 980 og Pótur Jónsson RE 630 tonn. Þetta eru samtals 14.430 tonn. stjóra á TALSVERT atvinnuleysi hefur verið á Selfossi undanfarið og er þar fjölmennastur hópur kvenna, sem starfaði við Prjónastofu Sel- foss fram að áramótum. Höfðu Útibússtjóra- skipti hjá Landsbanka SAMKVÆMT ákvörðun banka- ráðs mun Helgi Jónsson, sem ver- ið hefur útibússtjóri Landsbank- ans á ísafirði, taka við stjórn úti- búsins á Akranesi 1. júní n.k. Sveinn Elíasson, sem verið hef- ur útibússtjóri á Akranesi, mun jafnframt taka við stjórn útibús- ins á Hvolsvelli, en Ari Jónsson, útibússtjóri á Hvolsvelli, mun samkvæmt eigin ósk taka við störfum í aðalbankanum í Reykja- vík. Þá hefur starf útibússtjóra á isafirði verið auglýst laust til um- sóknar. Orgeltónleikar Á MORGUN, sunnudaginn 20. febrúar, klukkan 17 heldur prófessor Hans Gebhard orgel- hljómleika í Filadelfíu í Reykja- vík. Á efnisskrá verða verk eftir Muffat, Bustehude, List, Mozart og Bach. Prófessor Gebhard er fæddur 1929 og er organleikari við Nicolaikirkjuna í Kiel og prófess- or við tónlistaháskólann í Ltibeck. Hann stundaði nám í organleik hjá Friedrich Högner og Michael Schneider. Aðgangur er ókeypis. 300 fluttir vegna hættu á eldgosi Jakarta, 16. febrúar. Reuter. HÆTTA á eldgosi á eynni Makian i Indónesiu hefur leitt til þess að um 400 manns hafa verið flutt á brott að þvf er skýrt var frá í dag. Embættismenn hafa varað við þvi að flytja verði á brott rúmlega 300.000 manns ef eldgos verður. Eldfjall á eynni hefur spúð reyk og sandi í nokkra mánuði. Selfossi þar alls 30 konur vinnu hálfan eða allan daginn, en Hagkaup hf, sem rekið hefur fyrirtækið, ákvað að loka fyrirtækinu um áramót vegna verkefnaskorts um tima að minnsta kosti. Alls eru 56 á atvinnuleysisskrá á Selfossi, 22 karlar, 13 bílstjórar, 5 verkamenn, 2 málarar, 2 tré- smiðir, og 34 konur eru atvinnu- lausar en 17 þeirra njóta ekki atvinnuleysisstyrks þar sem mak- ar þeirra eru of tekjuháir. Brautskráning stúdenta AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í Hátiðasal Háskólans, laugardag- inn 19. febrúar kl. 13:30. Rektor Háskólans, próf. Guðlaugur Þor- valdsson, ávarpar kandídata og deildarforsetar afhenda próf- skírteini. Þá syngur Háskólaskór- inn nokkur lög undir stjórn frú Ruthar Magnússon. Atvinnuleysi meðal kvenna og bifreiða- Hver er framtíð Islands undir erlendri stóriðju? EFTIRFARANDI grein hefur borizt til Morgunblaðsins frá „starfshópi í M.H. um stóriðju á Islandi". Það skal tekið fram, að teikningar, sem fylgja greininni, eru frá þessum starfshópi. Þessa dagana eiga sér stað tals- verðar umræður meðal lands- manna um þau stóriðjuáform sem ráðamenn þjóðarinnar hafa aug- ljóslega á prjónunum. I þessum umræðum hefur verið drepið á mörg athuglisverð atriði og er ekkert nema gott um það að segja að menn ræði sín í milli um lands- ins gagm og nauðsynjar. Þó eru nokkur atriði sem okkur, þeim, sem þessar línur ritum, þykir ónóg áhersla hafa verið lögð á. Þar sem hér er um málefni að ræða sem eflaust verður afdrifa- ríkt fyrir mannlif í þessu landi, viljum við koma skoðunum okkar á framfæri. Jafnframt viljum við hvetja alla þá sem ígundað hafa þessi mál til að skípa sér ekki i hinn þögla hóp heldur láta til sín heyra og veita þannig stjórnvöld- um þá pressu og aðhald sem nauðsynlegt er. Það hlýtur að vera grundvallar- atriði í umræðu sem þessari að menn úthýsi allri skammsýni og geri sér grein fyrir nauðsyn þess að setja hlutina í samhengi. Sagan hefur sýnt okkur það, að þau sjónarmið sem ríkja í dag og þykja sjalfsögð geta svo auðveld- lega kollsteypst er fram líða stundir. Nú höfum við islendingar fyrir augunum okkar eigin reynslu og einnig reynslu annarra þjóða af stóríðju og af henni hljótum við að reyna að draga nokkra lær- dóma. Álverið í Straumsvik er okkur ljóslifandi dæmi um stór- iðjuframkvæmdir á íslandi. Álverið átti að skila okkur dágóðri summu gjaldeyris og verða máttarstólpi öflugs og gróandi atvinnulífs. En í upphafi skyldi endirinn skoða. Flestir eru sammála um að álverið sé fram- kvæmd sem hafi skilað okkur sáralitið áfram f átt til efnahags- legs öryggis og velfarnaðar. í þann tæpa áratug sem álverið hefur starfað hefur það skilað hagnaði aðeins eitt ár og þá sára- litlum. Hvað er þá áunnið við samlífi íslenskra yfirvalda og erlendra stórfyrirtækja við uppbyggingu stóriðju á íslandi? Því er vand- svarað fyrir allt venjulega þenkjandi fólk en með rang- færðum upplýsingum og orða- gjálfri hefur yfirvöldum tekist að slá ryki I augu margra. Að vísu er Framhald á bls. 25 B«g»B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.