Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 23 — Vituð ér enn... Framhald af bls. 21 lestur þessara tveggja bóka (Fjár og Ur. G.D.) fyllist brjóst manns glöðu stolti, og trú á varanleik sannleikans, eins og þríeins — Þess má geta, að skrá um tilvitnunarstaði (tilvitnanir í innlend og erlend rit.GD.) tekur fjórtán blaðsíður. Sýnir það nokkuð þá vinnu, sem að baki liggur fræðum þessum. Bók þessa verður að lesa í næði á eftir fyrra bindi og með at- hygli, án fyrirfram gefinna fordóma —. “ Framanskráð tilvitnun er úr blaðagrein Kristjáns skálds frá Djúpalæk, birt á prenti 1970. Siðan hafa tvö þykk bindi bæst við ritsafnið: Þurs — Tlminn og Eldurinn 1972, 429 blaðsfður og Ás — Steinkrbss 1976, 542 blaðsiður. 1 fyrsta bindinu, Fé — Baksvið Njálu, 1969, leggur Einar Pálsson fram kjarna sögurannsókna sinna i 64 til- gátum, ásamt ýtarlegri greinar- gerð fyrir hávísindalegri vinnu- aðferð sinni, sem í grundvallar- atriðum er hin sama og allir sannir vísindamenn beita, — það er að segja: þeir fullyrða aldrei neitt, en nefna niður- stöður sínar tilgátur og draga fram öll rök sin fyrir þeim og telja þær sannleika, meðan enginn annar hrekur þær með því að draga fram fleiri og auðskildari rök gegn þeim, heldur en höfundurinn hefur birt þeim til stuðnings. Þrjú seinni bindin: Or — Trú og landnám, Þurs — Tíminn og eldurinn og Ás — Steinkross innihalda röksemdafærslur og sannanir fyrir því að tilgáturnar 64 séu réttar. Fyrir mitt leyti er ég sannfærður um, að flestallar tilgátur Einars séu óhrekjandi þvi að á hverju ári koma út víðsvegar um heim vísindarit eftir lærðustu sérfræðinga í menningar- og trúarbragða- visindum og þjóðfélagsfræðum fornaldar, og þó að fæstir höf- undanna hafi kynnst uppgötvunum Einars, nema kannski af afspurn falla niður- stöður þeirra í öllum atriðum nákvæmlega að kenningum Einars Pálssonar, þó að öngvum öðrum en honum hafi tekist að finna ráðninguna á gátum launsagnanna í heild, víðfeðmi þeirra, samkvæmni, raunsæi og notagildi þeirra fyrir það fólk sem skapaði þær. En það furðulega er, að allt þetta fer saman. Ég segi nú eins og Kristján frá Djúpalæk, að i einni blaða- grein, og jafnvel þó í langri ritgerð væri, er ógerningur að gera stórvirki Einars Pálssonar viðhlitandi skil. Nákvæmur lestur verksins er það eina sem nægir til fulls skilnings á því. Ritsafnið Rætur Islenskrar menningar, er öðrum þræði flókin og hárnákvæm tölvisi, en á hinn bóginn barmafullt af fegursta skáldskap og kristals- tærri lifsvisku. Nú þegar er það byrjað að orka svo um munar á skáldskap nokkurra islenskra höfunda, og væri mér auðvelt — Sláturhúsin . . Framhald af bls. 20 upp nú siðustu árin, höfum við mælt með og styrkt, sem ýmist gengur undir nafninu hringað- ferðin eða talíuaðferðin. Það er því ekki rétt að endurbygging sláturhúsanna sé eingöngu mið- uð við færikeðjuaðferðina. Til viðbótar því að afkasta- geta færikeðjuhúsanna var meiri heldur en þeirra húsa, sem byggðu á eldri aðferðum, þá komst nefndin að þeirri niðurstöðu að stærð húss með færikeðjunni þurfti ekki að vera eins mikil og húss sem byggði á eldri aðferðum, miðað við sömu afköst. Munaði þar, um það bil 10%. Að lokum get ég upplýst Steinþór um það að tvær hinna síðari sláturhúsanefndir hafa gert tillögur um enduruppbygg- ingu fleiri húsa en nefnd sú sem fyrst starfaði i þessum málum. Auðvitað er slíkt að sanna að þeir hafi orðið fyrir frjóvgandi áhrifum af ritum Einars Pálssonar. Margir munu á eftir koma, enda verða það skáld og frjálshuga áhugamenn í sagnfræði, en ekki norrænu- eða bókmenntafræðingar Háskóla íslands, sem fyrstir munu veita sannleikanum og fegurðinni í Rótum íslenskrar menningar viðtöku. Einn þeirra var Gunnar Gunnarsson skáld, sem lét svo ummælt skömmu fyrir dauða sinn, að rit Einars hefðu haft stórkostleg áhrif á sig. Ég stenst ekki þá freistingu, að ljúka þessari ritsmíð á nokkrum endursögnum úr verki Einars, — ekki sjálfri röksemdafærslunni, heldur fá- einum ljóðfænum ályktunum á víð og dreif, rökstuddum og raðað í kerfi annars staðar í ritsafninu: Hinn goðsögulegi Hvoll upp- hafsins í launsögnum Njálu er Bergþórshvoll, þar sem Þri- drangar risa úr hafi í suðvestri. Tiltekinn staður á himinhring var staður upphafs og endis, suðvesturáttin undir stjörnu- merki Steingeitar, þar sem afl sólar verður minnst — að sól- hvörfum, jólum, enda gekk hafur I túni Njáls, sem er imynd Njarðar, guðs sjávar, sköpunar og lögvisi, föður Freys kornkonungs, og systur hans og ástmeyjar, Freyju, imynd hinnar frjóu jarðar. En depill endalokanna er einnig depill upphafsins. Þar sem lýkur hring gamla ársins, þar upphefst hringur hins nýja, og nær hámarki i norðaustri, á sól- stöðum, þegar afl sólar er mest, undir stjörnumerki Krabbans. Hjólið er helsti grundvöllur íslenskra goðsagna. Það byggist á sjóndeildarhring og hug- myndum um snúning timans. Hjól Rangárhverfis er fasttengt stjörnuhimni, enda bundust landsvæði stjörnuhimni í menningarrikjum fornaldar. Þrir drangar úr sjó, undir merki steingeitar í suðvestri, urðu upphafsstaður, viðmið- unardepill og kjölfesta heims- myndar í fjölmörgum löndum, einnig Islandi. Við Þridrangana bundust hugmyndir getnaðar, fæðingar og dauða. ímynd þeirra eða tákn I Landnámu eru þeir Hallsteinn, Hólm- steinn og Hásteinn synir Atla jarls, og urðu þess valdandi að Ingólfur og Hjörleifur fluttust til islands. Annar var drepinn á akri, sem hann vildi sá, ásamt uxa sinum, heilögu dýri forn- þjóða, hinn varð skapari nýrrar þjóðar. Við sköpunarathafnir, svo sem landnám, var Móðir Jörð svipt meydómi sinum. Tvíkynja goð frjóseminnar, Freyja—Freyr, börn Njarðar, renna frá Þrídröngum upphafs- ins til fulls þroska á hásumri undir merki krabbans i norð- austri. Þá er verk þess full- komnað. Mennirnir uppskera korn þess og vín. Guðinn gengur út til að sá. Þar fellur hann á akri sínum, særður fimm sárum, Leifur við Höfða sinn, Höskuldur á akrinum i Vorsabæ, Kristur á Golgata. Sú fráhvarf frá hinum fyrstu til- iögum, en þar var gert ráð fyrir að í landinu yrðu aðeins 18—20 sláturhús, eða að þau hefðu for- gang í uppbyggingunni. Ennþá er þó eftir að byggja upp ein 10 sláturhús samkvæmt tillögum fyrstu sláturhúsnefndarinnar, en það er hægt að hughreysta Steinþór með þvi að þessi sláturhúsamál eru ávallt I endurskoðun og munu án efa lengi verða það. MYIMDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 goðumborna vera, sem færir manninum hina miklu gjöf, jarðargróðann, gengur í dauð- ann svo að mennirnir megi lifa. Likami hans er korn, blóðið er vín. Fæðing og dauði mætast i sama depli hringsins, á hverfi- punkti dauða og upprisu. Þetta er ekki annað en við erum öll vitni að árlega, meðan hjól árs- ins snýst heilan hring. Utilokað er hér, rúmsins vegna, að gera meira en rétt tæpa á örfáum atriðum tákn- málsins, sem Einar tekur til meðferðar, túlkar og rökstyður í ritum sínum úr alligóriskum bókmenntum okkar, svo sem Njálu, og er vafamál, að fólk sem þessa grein les verði nokkru nær um efnið, svo yfir- gripsmikið og nýstárlegt er það, og til skilnings á bókunum nægir ekkert annað en að lesa þær með gaumgæfni. Enn ætla ég þó að fara nokkrum orðum um Timann i Rótum fslenskrar menningar: Helsta einkenni „frum- stæðrar" hugsunar er að gera sér grein fyrir oki tímans. Það ok byggist á endurtekningunni, hringrásinni. Öll lifandi skepna er bundin í viðjar timans, fæðingu, þroska og dauða. Að baki ásýnd tímans ætti að felast raunveruleiki, þar sem menn lifa óáreittir i fullum þroska um aldir. Kyrrstæður er tíminn í þá veru , að hann snýst alltaf i hring. Dagurinn í dag er ekki annar dagur en í gær, heldur sami dagurinn endurtekinn. Árið i ár er ekki árið 1977, sem kom á eftir árinu 1976, heldur árið 1 eftir árið 1 i fyrra. Timinn líður ekki beina braut frá vissu upphafi að vissum endi, heldur frá upphafi til endis í hring. Spurningin er: Upphefst hringurinn aftur? — Talað er um tímaskyn hins ,Jrumstæða“ manns sem eins konar eilifa nútið. Á slikri nú- tið byggist meydómur Jarðar. Þótt hún verði gömul og vömb hennar geld á háusti, og á vetri með kartneglur kræklóttra greina (kerling Hel-Bergþóra), þá vaknar hún síung og frjó i endurnýjuðum meydómi á vori. Svipting þess meydóms merkir sköpun nýrrar veraldar. Hvíld og hátið hefur jafnan tengst hugmyndinni um stöðvun Tímans. Þegar oki Timans er af létt — þegar menn lifa í eindrægni á bak við ásýnd hins ytra borðs — þegar sól og tungl draga menn ekki miskunnarlaust frá fæðingu til dauða — þá eru menn frjálsir undan oki daglegrar annar. Hvarvetna tengja menn þessa stöðvun tímans við jól.Þá uppljúkast himnarnir — hlið opnast inn í raunveruleikann að baki ásýndinni. Ný sól fæðist og ný miskunn: Lífið fæðist og ný miskunn: Lifið. Með orðinu „frumstæður" hugur er ekki átt við, að þar sé Um að ræða villimann eða and- stæðu siðmenntaðs manns, heldur er átt við að frumstæður maður sé sá, sem hlýðir þeim hvötum og eðlisbundnu kennd- um hugarheimsins, sem frum- læg eða upprunaleg trú byggist á. Öll trúarbrögð eru af sömu rót. Kristindómurinn er fullur af heiðnum minnum. Goðaveldi islendinga til forna var sniðið eftir konungdæmum í nálægum löndum með uppruna sinn eða fyrirmynd í suðlægum menningarsamfélögum. Goðarnir 36 (síðar 48) voru hver um sig 1/36 hluti konungs, með sameiginlega löggjafar- samkundu og dómstóla á hug- myndafræðilegri Miðju lands, sem skorðuð var helgum rúna- tölum við tíma og vegalengdir, nákvæmlega sömu tölum og giltu annars staðar i heiminum. Tíminn einn var eilífur, gat hvorki farist í eldi né vatni né fyrir vopni (Kári í Njálu). i eiðstaf sinum ákölluðu heiðnir menn Njörð og Frey og hinn Almáttka Ás, sem kann að hafa verið Timinn. Þegar kristni var lögtekin breyttist fátt annað en að guðirnir skiptu um nöfn, Þeir urðu að Föður, Syni og Heilögum Anda, — eða kannski má segja, að skipt hafi verið um Konung — hugmyndafræðilega séð. Það var ekki fyrr en að goðaveldið leið Undir lok á Sturlungaöld síðla, að hin forna heimsmynd var máð af ásýnd islenskrar menningar, hún bannfærð og henni visað niður til djöfulsins, með tölvísi sína, rúnaletri, merkistöngum, stein- krossum og náttúrudýrkun. Þessa fordæmdu menningu læsti höfundur Njálu inni i Listaverki sinu, fól hana augum heimsins bak við glæsi- legt yfirborð þess, og þar lá hún falin og gleymd í sjö hundruð ár. Þangað til núna. Núna hefur Einar Pálsson fundið lykil táknmálsins og opnað Sesam með honum. Leitendur sannleikans viða um lönd sjá, skilja og undrast, en hinir skriftlærðu á islandi snúa sér þegjandi til veggjar, og vilja halda áfram að sofa. Selfossi 15. febr. 1977 Guðmundur'Daniélsson Dýhuhlífin Það er meó ólikindum, en þó staðreynd að DÝNUHLÍFAR hafa aldrei verið fáanlegar á íslandi fyrr en nú, þótt þær hafi í áraraðir verið taldar jafn sjálfsagður hlutur og rúmdýnur á hverju heímili í öllum nágrannalöndum okkar. Full þörf er því á að kynna dýnunlífina hérlendis. DÝNUHLÍFiN er notuð sem hliföar-ábreiða á rúmdýnur undir venjulegt lak og þvegin með öðrum rúmfatnaði. Dýnuhlífin er framleidd úr hvítu lérefti, vattstungin með polyester. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR: Fyrst og fremst - fullkomið hreinlæti. Rúmdýnan er ætið hrein og sem ný. Þægilegra og hlýrra rúm að sofa í. Þótt' sjálfsögð nauðsyn sé að kaupa dýnuhlíf með hverri nýrri rúmdýnu, þá er hún ekki siður nauðsynleg á eldri rúmdýnur, þvi allir eru sammála að fullkomið hreinlæti er nauðsyn. DÝNUHLÍFIN er fáanleg i öllum stærðum, einnig á svefnsófa og svefnbekki. Útsölustaðir:Flestar húsgagnaverslanir, sem versla með rúm og rúmdýnur, ásamt stærri verslunum og Kaupfélögum út um land. Heildsölubirgðir DÍMON Umboðs- og heildverslun Suðurlandsbraut 20, Box 5291, Reykjavik. Simi: 85288.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.