Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 24

Morgunblaðið - 19.02.1977, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 Fannfergi í Siglufirði Siglufirði 17. febrúar DAGNY kom hingað inn með 100 tonn i dag. Hér er nú meiri snjór en í mörg ár og fannfergið er svo mikið að snjóruðningstæki hafa ekki stoppað á aðra viku. 2200 tonn af lýsi voru flutt héðan á mánudaginn og er verðmæti þess magns á þriðja hundrað milljóna. —mj Miranda komin á Dohrnbanka BREZKA eftirlitsskipið Miranda er nú komið 'a togaramiðin á Dohrnbanka, rétt utan landhelgis- linuna vestur af Bjargtöngum. Þar voru tveir brezkir togarar á veiðum í gær, gamlir kunningjar úr þorskastríðunum, Boston Beverley G-191 og Boston Blenhein FD-137. Landhelgis- gæzlan hefur auga með togurun- um, en ekki hafði hún haft fregn- ir af því hvernig veiðarnar gengju. Athugasemd UM SÍÐUSTU helgi var mér sýnd sú vinsemd, að birt var á forsíðu Lesbókar mynd af blaðsiðu úr frönsku blaði, þar sem húfa sem ég hafði gert var myndefni. í grein sem fylgdi var sagt að þetta hefði birst í Marie Clare. Þetta er ekki rétt, þetta er mynd af blað- síðu úr Femme Pratique. Ég óska eftir þvi að þetta sé leiðrétt vegna þess, að ég tel fráleitt að jafn fágað tímarit og Marie Clare mundi taka upp á þeim gáskafulla hætti að láta börn klæðast fullorð- ins fötum. Hins vegar birti Marie Clare heilsíðumynd af hönskum sem ég hafði búið til. Elfn Guðjónsdóttir. Athugasemd I TILEFNI FRÉTTAR í Morgun- blaðinu 12. febrúar s.l. um flug- félagið Vængi, skal það tekið fram til þess að fyrirbyggja mis- skilning, að hluthafar, sem segj- ast ráða yfir 46% hlutafjár, hafa óskað eftir hluthafafundi í félag- inu. í fréttinni er það haft eftir Guðjóni Styrkárssyni, stjórnar- formanni Vængja, að bréf hafi borizt frá hluthöfum, sem segist ráða yfir 46% hlutafjár og hafi þeir óskað eftir fundinum og að sjálfsögðu átti fyrirsögn fréttar- innar við það, að þeir teldu sig eiga 46% hlutabréfa, en væru ekki 46% af hluthöfum. — Rússar mótmæla Framhald af bls. 1 klukkustundum eftir að Sakharov var afhent bréfið. í bréfi Carters, sem dagsett er 5. febrúar og er fjórar máls- greinar, fullvissar Carter Sakharov um að „bandaríska þjóóin og ríkisstjórnin munu sem fyrr standa fast við þá skuldbind- ingu sína að auka virðingu fyrir mannréttindum, ekki aðeins í okkar landi, heldur einnig erlend- is“. Tass svaraði með því að vitna i eigin mannréttindavandamál Bandaríkjanna varðandi mikið at- vinnuleysi, kynþáttamisrétti, ójafnrétti gagnvart konum, vax- andi glæpahneigð og skerðingu á frelsi borgaranna. „Það veröur hins vegar að vera ljóst," sagði Tass, „að tilraunir til að þröngva skoðunum sínum upp á aðra og að blanda slíkum málum inn i almenn samskipti ríkja, geta aðeins gert erfiðari lausnir vanda- mála, sem ekki verða fundnar nema með samvinnu og sam- skiptum milli landanna tveggja." I Tass-fréttinni var ekki minnst á bréf Carters til Sakharovs. En tíminn, sem valinn var til heim- sóknar Dobrynins i utanríkisráðu- neytið, tekur af allan vafa um að bréfió er orsök Tassfréttarinnar. Tass gaf einnig í skyn að Moskva gæti tekið til ihugunar hvort ekki bæri að auka and- bandariskan áróður ef Banda- ríkjamenn halda áfram að gera opinberlega veður út af mannrétt- indamálum. Fréttastofan gaf einnig i skyn að gagnrýni stjórnar Carters gæti gert sambúð ríkj- anna erfiðari og jafnvei komið niður á tilraunum til að draga úr kjarnorkuvopnakapphlaupinu. - Norðmenn gefa Portúgölum haf- rannsóknaskip Framhald af bls. 3 norskra stjórnvalda og innan norsks sjávarútvegs virðist vera við lýði flókið styrkjakerfi, svo að helzt má líkja við styrkjakerfi landabúnaðarins hér á landi. Ljóst er, að af hálfu Norðmanna er lögð mikil áherzla á að ná samningum um saltfiskssölu til Portúgals um þessar mundir, og er beitt til þess ýmsum ráðum. Til að mynda er greint frá því í blað- inu Fiskaren hinn 10. þ.m. að norsk stjórnvöld hafi ákveðið að færa Portúgölum að gjöf haf- rannsóknaskip, sem afhendast skal eftir um eitt og hálft ár. Verð skipsins er áætlað um einn milljarður íslenzkra króna. Morgunblaðið leitaði álits Tóm- asar Þorvaldssonar, stjórnarfor- manns Sölusambands isl. fisk- framleiðanda, á þessum tilraun- um Norðmanna til að vinna salt- fiskframleiðslu sinni markað í Portúgal. Tómas sagði, að SÍF væri kunnugt um þessa viðleitni Norðmanna til að komast inn á markaðinn í Portúgal. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn reyndu slíkt en allir tilburðir þeirra væru nú stórkostlegri en áður hefði verið. Að örðu leyti vildi Tómas ekki tjá sig um þetta mál á þessu stigi. — Bílslysið Framhald af bls. 1 ist af skemmdum í lifur og lung- um. „Auk þess var hann illa skrámaður," segir I krufningar- skyrsiunni. Oboth-Ofume lést af heilablæðingu, sem stafaði af heilaskemmdum og Oryema lést af heilaskemmdum, sem stöfuðu af höfuðkúpubroti og innri blæð- ingum, sagði útvarpið. Auk þess var brjóst hans sundurkramið. Utvarpið sagði Amin hafa sagt S.Þ. sendinefndinni að major Moses, hermaðurinn, sem ók þre- menningunum, væri meðvitund- arlaus á sjúkrahúsi. „Þegar hann nær sér,“ sagði Amin „getur hann skýrt heiminum frá því hvað gerðist." Utvarpið sagði ekkert um það hvort lík Luwums erkibiskups yrði afhent anglikönsku kirkjunni i Kampala til greftrun- ar. Ekki var heldur gefið í skyn að rikisstjórnin mundi fallast á er- lendar kröfur um að hlutlaus nefnd rannsakaði kringumstæður dauða mannanna. Lát þremenninganna, sérstak- lega Luwums erkibiskups, kom af stað mótmælaöldu um allan heim gegn Amin, sem ásakaður hefur verið um að halda uppi ógnaröld i landinu síðan hann komst til valda fyrir sex árum síðan. Amnesty international áætlaði nýiega að 50.000 til 300.000 manns hefðu verið myrtir í stjórnartíð Amins. Hvöttu samtökin Sam- einuðu þjóðirnar til að kanna fregnir af ofbeldi i Uganda. Dagblað í Kenya hafði það í dag eftir heimildum í Uganda að Luw- um og ráðherrarnir hefðu verið skotnir af hermönnum í úthverfi Kampala, Nakesoro, skömmu eft- ir að þeir voru handteknir. Hefur blaðið það einnig eftir Uganda- manni, sem er flóttamaður, að hermenn Amins hafi drepið hundruð óbreyttra borgara I norðurhluta landsins i bænum Bulu. Beinist ofsóknirnar gegn Acholi- og Langi-ættbálkunum, en Luwum var Acholi. — Loðnufrysting 1 Eyjum . . . Framhald af bls. 40 cm. Ólafur Gislason sagði að hrognin væru á bilinu 14 til 15% og stærðin væri fremur breytileg. Því yrði að leggja svo mikla vinnu i flokkunina, forflokkun í vél og siðan handflokkun. Enn hefur aðeins eitt frystihús I Eyjum hafið loðnufrystingu, ísfélagið. — Rúmenía Framhald af bls. 1 til kynna að til aðgerða yrði gripið gegn andófsmönnunum, eins og kom á daginn. Það vekur athygli stjórn- málafréttaritara hve sterkt forsetinn tekur til orða er á það er litið hve fámennur and- ófsmannahópurinn er. Telja þeir að forsetinn sé ákveðinn í að vernda orðstir Rúmeniu fyr- ir Belgraðfundinn i júní, þar sem aðildarríki Helsinkisátt- málans koma saman á ný, en þar verða mannréttindi helzta umræðuefnið. í kvöld var ekki vitað hvort opinber ákæra hefði verið lögð fram á hendur Goma né hve margir af félög- um hans hefðu verið hand- teknir. Goma sem er 42 ára sat i nokkur ár í fangelsi á árun- um eftir 1950 og hefur verið hálfgerður útlagi í heimalandi sinu eftir að tvær bækur eftir hann voru gefnar út í V- Þýzkalandi 1971—72. Hér var um skáldsögur að ræða og fjallaði önnur þeirra um frels- isskerðingu, en hin var skop- saga um frú Ceausescu. — Staðreyndir Framhald af bls. 16 Þarf ekki að rekja tölur i því sambandi heldur visast til skýrsiunnar. í þessu felst svo auðvitað, að markaðurinn fyrir Kröfluraf- magn á Norðurlandi og Aust- fjörðum er ekki nægilega stór, eða með öðrum orðum, að Kröfluvirkjun sé of stór miðað við þessa markaði næsta ára- tuginn eða svo. Hún yrði þeim i rauninni byrði en ekki búbót. í þessu sambandi verða menn að gæta að því, að í almennri um- ræðu var þvi ávallt haldið fram, að Kröfluvirkjun væri fyrir þessi svæði og til þess að mæta orkuskorti og orkuþörf þar. Var því sjálfsagt að líta á dæmið með tilliti til þess. Ef við skoðum þessar mark- aðsaðstæður aðeins nánar, kem- ur í ljós, að raforkumarkaður Norðurlandsvirkjunar á Norðurlandi er um 220 Gwh árið 1977, en 260 — 270 Gwh árið 1980 og að viðbættum Austfjarðamarkaði um 300 — 320 Gwh á þvi ári. Orkuvinnslu- geta Norðurlandsvirkjunar-er hins vegar um 700 Gwh. Það er ekki fyrr en eftir um 10 ár, sem orkumarkaðirnir á Norðurlandi og Austfjörðum eru búnir að ná þessari stærð, nema nýir mark- aðir finnist umfram gufukatla og húshitun. Þess vegna er líka ábending- in um 200 til 400 Gwh viðbótar- markaði. Skýrslan sýndi ljós- lega, að það hlyti að verða meginviðfangsefni að afla þess- ara markaða, ef rekstrargrund- völlur ætti að geta orðið viðun- andi. Fram að þessu hafði a.m.k. verið heldur hljótt um þá staóreynd. Til samanburðar um það, hvaða stærðir hér er um að ræða, má benda á, að saman- lögð orkunotkun Rafmagns- veitu Reykjavíkur fyrir Reykja- vík, Kópavog, Seltjarnarnes og Mosfellssveit mun verða um 380 Gwh á þessu ári. Svo langt um skýrsluna, en umræður um þessi mál gefa til- efni til frekari fhugana. Landsvirkjun sjálfri sér nóg og vel það Nú viðurkennir Ragnar a.m.k. hálft um hálft að Kröflu- virkjun sé of stór fyrir markað- ina á Norðurlandi og Austfjörð- um, og þá um leið ábendinguna í skýrslunni um öflun viðbótar- markaða, með því að tala um sölu rafmagns suður. í skýrsl- unni var ekki tekin afstaða til þess hvernig viðbótamarkaður fengist og ekki minnst á raf- orkusölu suður, vegna þess að ekki lá fyrir, að þar væri orku- skortur. En það er vert að líta á aðstæður á Landsvirkjunar- svæðinu. Þar gildir auðvitað það sama og áður, að orka er verðlaus, nema markaður sé fyrir hana. Spurningin verður þá, hvort fyrir hendi sé þörf á Landsvirkjunarsvæðinu, sem Landsvirkjun getur ekki mætt, eóa m.ö.o. vantar Landsvirkjun orku inn á sitt svæðj næstu árin? Samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar reynist svo ekki vera, heldur verði þar ónotuð forgangsorka. Miðað við núverandi virkjanir (að með- taldri Sigöldu) og umsamda sölu til Málmblendiverksmiðj- unnar og óumsamda sölu vegna lengingar á kerskála 2 hjá ísal er samt verulegur afgangur af forgangsorku hjá Landsvirkj- un. Þessi afgangur á forgangs- orku er talinn 360 Gwh á árinu 1977, 530 Gwh á árinu 1978, 260 Gwh á árinu 1979 og 140 Gwh á árinu 1980. Samkvæmt þessum áætlunum kæmi heldur ekki til aflskorts á þessu tímabili. Landsvirkjun skortir þvl ekki orku. Hún hefúr afgang fram við a.m.k. 1980 af núverandi virkjunum. Orkusala til lands- virkjunar frá Kröflu mundi því einungis auka afgangsorkuna hjá Landsvirkjun og draga úr tekjum hennar sem því næmi. Sú orkusala væri á þessu tíma- bili nánast gjöf frá Landsvirkj- un til Kröflu, en ekki viðskipti. Nú er á hinn bóginn gert ráð fyrir, að fyrsti áfangi nýsam- þykktrar Hrauneyjafossvirkj- unar bætist inn á kerfi Lands- virkjunar 1981. Á þeim forsendum mun Landsvirkjun áfram verða sjálfri sér nóg eftir 1980. Þessi ákvörðun um Hrauneyjafoss er nú reyndar eins og yfirlýsing um það, að ekki sé reiknað með neina raf- magni frá Kröflu. Ef Kröflu- virkjun tekst er hins vegar ljóst, að hún getur skapað svig- rúm til þess að fresta Hraun- eyjafossvirkjun með því að taka við markaðsaukningu eftir 1980, ellegar að nota mætti raf- magnið frá Kröfluvirkjun til þess að auka orkufrekan iðnað. En fram yfir 1980 snýr dæmið greinilega þannig, að Lands- virkjun getur séð fyrir þörfum Norðurlands fyrir viðbótarorku um byggðalínu, enda sé línan fullbyggð. Af þessu sést líka að allur flýtir i sambandi við Kröfluframkvæmdir er og hef- ur verið óþarfur, ef byggðalín- an er lögð. Einkennilegt stærðar- og staðarval í þessu samhengi verður enn einkennilegra hversu stór virkjunin var valin, þvf að gufuaflsvirkjun sem þessi er auðvitað tilraunastarfsemi. í ljósi þess að um tilraun er að ræða, er líka einkennilegt, að henni skuli valinn svo markaðs- lega áhættusamur staður. Ef treysta átti á virkjunina til þess að mæta orkuskorti á Norður- landi, var hún markaðslega áhættusöm. Stærðarinnar vegna var lika tekin meiri áhætta en þörf var á. Hin smávægilega hagkvæmni stærðar, sem fram kom, rétt- lætti alls ekki þessa áhættu, enda er sú hagkvæmni einskis virði, þegar markaðurinn og markaðsstærð er höfð i huga. Þegar rætt er um hagkvæmni gufuaflsvirkjana f áföngum, er auðvitað átt við,. að þær séu hagkvæmar, af þvf að þær full- nýtist fljótt með því að laga áfangana að markaðnum. Við þurfum að prófa gufu- aflsvirkjanir. Við vitum lftið um þær. En það hefði verið ólfkt skynsamlegra að voga minnu í fyrstu tilraunum og reyndar að velja virkjuninni markaðslega áhættuminni stað, hvað sem öllum byggðasjónar- miðum líður. Burtséð frá eld- virkni held ég, að þetta sjónar- mið hefði betur ráðið meiru við ákvarðanir um Kröflufram- kvæmdir. 150 millj. tekjur —1000 millj. vextir Á hinn bóginn er á það að líta, að markaðurinn, sem vissu- lega skiptir sköpum um af- komuhorfur Kröfluvirkjunar, kemur ekkert fyrr hversu mik- ið sem menn flýta sér við fram- kvæmdirnar. Varðandi útlitið næstu ár er e.t.v. ekkert síður upplýsandi að lfta á tekjur virkjunarinnar með tilliti til þess markaðar, sem við blasir. Á árinu 1978 vantar um 30 Gwh uppá að núverandi orkuver á Laxárvirkjunarsvæðinu anni markaðnum á þvi svæði. Ef engin orkukaup ættu sér stað yfir Holtavörðuheiði væri hægt að koma f mesta lagi 50 Gwh af rafmagni frá Kröflu í sölu á næsta ári. Eðlilegt söluverð- mæti þess er um 150 milljónir króna, en bara vextirnir af fjár- festingunni f Kröflu eru 800 — 1000 milljónir. Ruglingur á afli og orku í grein sinni notar Ragnar Arnalds aflspár fyrir landið allt með 20% varaafli til þess að sýna fram á orkumarkað fyrir Kröflu. Ef meta á orkusöluna verður eðlilega að nota orku- spá. Ég veit vitaskuld ekki, hvort þetta er fyrir þekkingar- skort eða gert f blekkingar- skyni. En fyrir utan ruglinginn milli afls og orku er auðvitað í hæsta máta vafasamt að nota spá fyrir landið allt, þvf að þá er gert ráð fyrir því, að sam- tengja megi eins og hendi væri veifað allt raforkukerfi lands- ins og endurbyggja meira og minna dreifikerfin, en það eru framkvæmdir, sem við vitum að kosta muni tugi milljarða og taka mörg ár. Með ábendingum f aflspána er Ragnar að gera því skóna, að orkusala Kröfluvirkj- unar muni vaxa fljótt upp í fullnýtingu f kringum 1980. En þessi fullnýting afls svarar ekki til nema um hálfnýtingar orkun, öðru vísi en á kostnað annarra virkjana. Þá er tæpast raunhæft að vitna f orkuverð miðað við fullnýtingu orku, heldur verður að margfalda það með ca. tveimur. 3—10 MW afls en ekki 60—70 MW í nýlegum skýrslum er reynd- ar bent á, að ekki séu horfur á meiri framleiðslu fyrst f stað en svarar til 3—10 MW afls. Af- borganir og vextir eru samt af virkjunarframkvæmdum f heild. Er þá virkilega raunhæft að meta kostnaðarverð raforku frá virkjuninni miðað við full afköst 60—70 MW virkjunnar frá fysta degi; miða við afköst, sem ekki er vitað hvort nást eða hvenær nást og markað sem ekki finnst í bráð. Álögur á aiþýðu eða aukin stðriðja Svo mikið er víst, að virkjun- ina verður að borga, hvort sem hún tekst eða ekki. Ef hún tekst ekki, er það mikið og sorg- legt áfall. Ef hún tekst, eru tveir valkostir fyrir hendi. Annar er sá að finna viðbótar- markað og þá líklega aukna stóriðju. Hinn er auknar álögur á alþýðu með einum eða öðrum hætti umfram það sem annars hefði þurft. Þessú komast menn ekki fram hjá héðan af, hversu mikið sem skrafað er og skrifað. En jafnvel þótt við- bótarmarkaðir finnist, þá verða fyrstu árin mjög þung, því að sagan sannar, að öflun markaða tekur tíma og virkjunin er hreinlega mjög stór miðað við aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.