Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 29

Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 29 Þúsund kr. 500 700 900 1 100 - 1300 1500 1700 island 1.640 Finnland 1.328 Danmörk #a# 1.253 Noregur 1.217 Hnllanri 800 Auslurriki 792 Sviss 776 írland 773 Svíþjóð 691 V^S*1 ir-bý7kaland 665 Frakkland 653 ítalia 626 Rrptland 606 Relaia ( 544 Smábíll 171% dýrari á íslandi en í Bretlandi VENJULEGUR smábíll af ódýrari gerð er um 171% dýrari til kaupanda á ís- landi en í Bretlandi og 137% dýrari en í Svíþjóö. Þetta kemur í ljós þegar gerður er samanburður á verði bíla á íslandi og í nokkrum helztu nágranna- löndum okkar i Evrópu. Bíllinn, sem notaður er við samanburðinn, er nýjasta gerðin frá Ford i Bret- landi, Ford Fiesta. Öll verðin í linuritinu sýna hvað bíllinn kostar á götuna í mismunandi lönd- um, þannig að öll opinber gjöld og skattar eru inni- faldir. Þessi bíll hefur enn ekki komið á markað hér og því er íslenzka verðið áætlað. Mikil aukning í fram- leióslu Breta á áli BREZKI áliðnaðurinn náði sér vel á strik á síðasta ári og voru sendingar til kaupenda á hálfunnri vöru næstum jafn mikl- ar og á árinu 1974, en mikill sam- dráttur varð 1975. Desember töl- ur frá samtökum brezka áliðnaðarins, Aluminium Federation, sýna að framleiðsla á nýju áli í Bretlandi varð meiri en nokkru sinni fyrr eða 334.403 tonn, sem er 8% meira en 1975. Ef litið er á sendingar á nýju áli þá fóru 577.013 tonn frá verk- smiðjugeymslum til kaupenda árið 1976 miðað við 440.836 tonn 1975 og 567.629 tonn 1974. Ef litið er á endurvinnslu á áli þá varð hún töluvert meiri síðasta ár en 1975 eða 206.848 tonn miðað við 176.168 tonn 1975 sem er svipað og tvö árin á undan. Fram- leiðsluaukning á völsuðu áli, þar á meðal plötur til pökkunar og nota í farartæki og varanlegar neyzluvörur, var um 20% miðað við 1975. Voru 216.000 tonn fram- leidd 1976. Ef frekari samanburður er gerður við áætlað verð bílsins á íslandi, sem er 1,64 milljónir króna, þá kemur í ljós að hann er um 23% dýrari hér en í Finn- landi, 31% dýrari hér en i Danmörku og 35% dýrari en i Noregi. Það eru auðvitað opinber gjöld, sem mestu ráða um verðmismun- inn í hinum ýmsu löndum, en þau skýra hann þó ekki allan, því framleiðandinn ákveður mismun- andi heildsöluverð eftir mismun- andi markaðsaðstæðum í löndun- um. Ösamræmi í heildsöluverði skýrir þannig að miklu leyti verð- mismuninn i þeim löndum, þar sem billinn er ódýrastur. Það eru hins vegar opinber gjöld, sem skýra að langmestu leyti hið háa verð sem íslenzkur kaupandi þarf að greiða fyrir bílinn. Þessi opinberu gjöld eru 90% verðtollur og 50% bifreiða- gjald, sem leggjast á sif-verð bíls- ins, en að auki er svo 20% sölu- skattur og gúmmígjald, sem reyndar er lágt eða um 2000 krónur á bíl. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Sveini Egilssyni, skiptast þeir peningar, sem íslenzkur kaupandi greiðir fyrir nýjan bil, þannig á milli kostnaðarliða, samkvæmt nýlegum útreikningum: Innkaupsverð frá verksm. 28,5% Flutningsgjald, uppskipun, vátrygging og bankakostnaður 6,1% Opinbergjöld 58,9% Álagning og vinnukostn. 6,5% Samtals 100.0% Höfum kaupendurað eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1966 1. flokkur Kaupgengi pr. kr. 100,- 1629.41 1966 2. flokkur 1528.26 1967 1. flokkur 1437.59 1967 2. flokkur 1428.13 1968 1. flokkur 1249.60 1968 2. flokkur 1 1 75.93 1969 1. flokkur 878.97 1970 1 flokkur 808.95 1970 2. flokkur 596.06 1971 1. flokkur 564.67 1972 1. flokkur 492.77 1972 2. flokkur 426.78 1973 1. flokkur A 331.71 1 973 2. flokkur 306.60 1974 1 flokkur 212.95 1975 1. flokkur 174.10 1975 2. flokkur 132.85 1976 1. flokkur 125.69 HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJOÐS: Kaupgengi pr. kr. 100,- 1972 A 390.95 (10% afföll) ' 974 E 179.48 (10% afföll) 1974 F 179.48 (10% afföll) VEÐSKULDABRÉF: 1—5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum. (20_ 45% afföll). 8 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum. Sölutilboð óskast. HLUTABREF: Flugleiðir HF Slippfélagið HF Sölutilboð óskast. Sölutilboð óskast. HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJDÐS: Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: 1974 D 253 64 (10% afföll) HLUTABRÉF: Almennar Tryggingar HF Kauptilboð óskast. PJÁRPEfTinCARPÉIflC Í5UMIDJ IW VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 - R (iSnaðarbankahúsinu) Sími 20580. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. Penny frá þvl um 1200 Ég hefi i nokkurn tíma velt því fyrir mér hvað þessi ein- kennistákn brezkrar myntar þýða. Sérstaklega hefir skamm- stöfunin „d“, fyrir pence, vald- ið mér heilabrotum. Úr bókum hefi ég eftirfarandi. Orðið pund, í sterlingspund, er að sjálfsögðu vogareining. Miðaðist gamla enska gullpund- ið við verðgildi hins forngriska stater. Orðið sterling er staðall á enskum gullpeningum og er upprunalega frá þeim tima, er þýzkir Hansakaupmenn komu austan um haf, til Englands, og settust að í London. Voru þeir nefndir þar „easterlings", sem gæti þýtt — þeir að austan. Stofnuðu þessir kaupmenn fél- ag með sér á dögum Játvarðs I. (1272—1307). Peningar þeirra þóttu nákvæmir hvað vigt og gæði snerti og urðu því viður- kenndur staðall i viðskiptum. Snemma tóku menn svo upp staðalinn sterlingspund en i þvi voru 240 penny, sem hvert um Shillingur frá 1656 sig innihélt 925/1000 af silfri. Sterling silfur er enn í dag að 925/1000 hlutum silfur í þeim silfurbökkum, stjökum og öðr- um silfur skrautmunum, erm merktir eru sem sterling silfur. Skammstöfunin £ er fyrir lat- neska orðið librum, sem þýðir pund. Samstofna itölsku lír- unni. Orðið shilling er skammstaf- að s eða sh. Hefi ég iesið um tvær útgáfur af þvi fyrir hvað orðið stendur. Sú fyrri er að það sé skammstöfun á latneska orðinu solidus, en það var þekkt mynteining í fornöld. Hin skýringin er sú að s sé skammstöfun á latneska orðinu sicilicus sem þýðir fjórðungur úr únsu. Orðið shilling í ger- mönskum málum er samstofna orðinu skel á islenzku. Gæti það vísað til þess, að menn notuðu skeljar sem gjaldmiðil, eða til að deila einhverjum fjölda í sundur. Það er alls ekki óþekkt fram- óg bakhlið. eftir RAGNAR BORG fyrirbæri og tiðkaðist lengi vel á eyjum í Kyrrahafinu. Þetta er þó rannsóknarefni, sem ég ekki hætti mér neitt að fjalla frekar um, enda ókannað, að því er ég bezt veit. Hvergi hefi ég lesið um, að skeljar hafi verið notað- ar sem gjaldmiðill i Evrópu i hundgamla daga né siðar. Ensk- ir silfur shillingar voru fyrst slegnir árið 1504. Orðið penny er samstofna ís- lenzka orðinu peningur. Komið af latneska orðinu pecunia, sem þýðir búpeningur. Uxar, sem eru búpeningur, voru lengi vel í fornöld notaðir sem mat á verðgildi hluta, áður og eftir að mynt fyrst var slegin um 700 árum fyrir Krist. Styttingin „d“ er fyrir latneska orðið denarus en það er gömul rómversk mynteining. Peningur, sem not- aður var í margar aldir, og þekktur um allan heim fornald- arinnar, með mismunandi verð- gildi þó. Penny, i fleirtölu pence, var eina myntin, sem notuð var á Englandi i um 500 ár frá árinu 764, þar til aðrar mynteiningar voru teknar upp jafnhliða. Voru pennyin að vísu misjöfn og ekki var silfurinni- hald peninganna alltaf hið sama. Myntin hafði ekki verð- gildi eins og peningar í dag, heldur voru peningarnir yfir- leitt vegnir er greiðsla var innt af hendi. Ef minnka eða stækka þurfti vigtina lítillega, var pen- ingur hreinlega skorinn eða klipptur með hníf eða skærum í tvennt eða fernt. Lengi vel var kross sleginn í bakhlið pening- anna og klipptu menn þá pen- inginn eftir strikunum, sem þannig mynduðust i peninginn, í tvennt eða fernt. Urðu þá til hálf penny og farthing, en orðið farthing er það sama og ís- lenzka orðið fjórðungur. Seinna var slegin mynt á Englandi fyr- ir hálf penny og farthing, jafn- vel var slegið 'A farthing. Farthing voru í umferð allt til vorra daga, að verðbólgan gerði þau verðlaus. Farthing voru seinast slegim árið 1956. — Skák Framhald af bls 11 Rf6 21. h4 Re4 22. g5 h5 23. f5 Db4 24. Kal a5 25. Ilhfl Hac8 26. g6? (Tapleikurinn. Miklu sterkara var 26. f6! og staðan er tvisýn. T.d. 26. ... c3 27. fxg7 . cxb2+ 28. Dxb2 Da4 með sóknarfærum á báða bóga). f6 27. Rf7 a4 28. a3 Db3 Jóhann IIjartarson Sævar Bjarnason 29. De2 (Endataflið eftir 29. Dxb3 cxb3 er að sjálfsögðu von- laust þar sem svartur nær að tvöfalda hrókana á c linunni.) c3 30. Hbl Rd2 31. I)xh5 cxb2 + 32 Hxb2 Dxa3 33. Gefið. Færeysku bátarnir búnir að veiða 5200 lestir FÆREVSKU loðnuveiðiskipin höfðu 1 gærkvöldi veitt samtals 5200 lestir af loðnu á tslands- miðum, en þau mega v-eiða alls 25.000 lestir. 1 gær tilkynntu tvö skip afla, Skálafossur 450 lestir og Polarjs 600 lestir. Aflanum er landað í Færevjum og fá skipin 12 krónur íslenzkar fyrir aflann í Fuglafirði. Hér hefur verðið yfir- leitt verið þetta 8—9 krónur fyrir kilóið það sem af er vertíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.