Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
Í0100 KL 10 — 11
FRA MANUDEGI
mij^ f\y - ua 'i) i r
næsta bréfi er fjallað um mismun
tveggja hljóðfæra, en þau eru:
0 Franskt horn
— Waldhorn
„Talsvert hefur borið á því
að undanförnu í fjölmiðlum, að
gamla góða Waldhornið sé nefnt
.jfranskt horn“ og er það bein
þýðing úr ensku: French Horn.
ídagskrám útvarps hef ég rekist á
þessa notkun og í blöðum einnig.
I fyrra birtist t.d. á forsíðu Dag-
blaðsins frétt ásamt mynd af
ungri fallegri stúlku um að stolið
hefði verið frá henni franska
horninu hennar, og jafnframt
þess getið að þetta væri henni
bagalegt þar sem hún væri að
læra á hljóðfærið. Allt bendir til
þess að kennari stúlkunnar viti
ekki betur en að hljóðfærið heiti
franskt horn. S.l. sunnudag 13.
febrúar rakst ég svo á í sjónvarpi
heitið „franskt horn“ í undirtitli.
Bendir allt til þess að þetta heiti
sé að læðast inn í málið, en verst
er að þessi notkun veldur hug-
takaruglingi.
Þessir hringdu . . .
% Ekki blandað
morfíni
H.Ö.H.:
— Mig langar til að benda á
smáatriði sem kom fram i skrifum
nýlega varðandi morfínblandað
hass. Slík blöndun er algerlega
ómöguleg, svona blanda er alger-
lega útilokuð, bæði efnafræðilega
og eftir öðrum fræðum, að blanda
hass og morfini saman.
Það hefur einnig verið bent á
það — mig minnir að það hafi
verið Örn Höskuldsson, eða ein-
hver rannsóknarmaður, að aldrei
hefur fundizt ópíublandað hass.
Ég held að hér sé aðeins verið að
sverta þessa hluti um of og að
þetta sé áróður sem ekki hentar.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á öðru miliisvæðamóti kvenna I
skák, sem fram fór í Rosendal i
Hollandi ídesember í fyrra, kom
þessi staða upp i skák Veröczy,
Ungverjalandi, sem hafði hvítt og
átti leik, og Lemacko,
Tékkóslövakiu:
19. Hxf6!! gxf6 20. Rf5 Bd4
(Svartur er varnarlaus) 21. Dg4+
Kf8 22. Dg7+ Ke8 23. Dg8+ Kd7
24. Dxf7+ Kd8 25. Df8+ Svartur
gafst upp því að eftir 25. ... Kd7
26. De7+ Kc6 27. Bd5 er hann
mát. Úrslit mótsins urðu þessi:
1.—2. Akmilovskaja (Sovét-
ríkjunum) og Kushnir (ísrael)
914 v. af 13 mögulegum. 3.—4.
Lemacko (Búlgariu) og Van der
Mije (Hollandi) 9 v. Þær tvær
siðastnefndu verða að tefla til úr-
slita um sæti i áskorendaein-
vígjunum
Menn hafa spurt mig hvers
konar hljóðfæri franskt horn sé,
hafa augsýnilega ekki heyrt það
fyrr eða veitt nafninu athygli,
Þau 15 ár sem ég starfaði í Lúðra-
sveit Reykjavíkur, Hljómsveit
FlH, Hljómsveit Reykjavikur og
Utvarpshljómsveitinni undir
taktstokk ekki lakari snillinga en
Páls ísólfssonar, Róberts A. Ottós-
sonar, Victors Urbanschitch,
Alberts Klahn og Þórarins
Guðmundssonar, heyrði ég aldrei
nefnd ensk heiti á hljóðfærum né
við útskýringar á tónlistinni. Ég
tel nauðsynlegt að benda á að
samræma beri nöfn hljóðfæra og
músikheiti, þvi ef áframhald yrði
á þessari iðju, að þýða af ensku,
færi maður að búast við að heyra
að leikið verði á bassúnu en ekki
fagott, af þvi að fagott heitir
bassoon á ensku. Hvað yrði þá um
básúnuna okkar, yrði þá hennar
heiti kannski trombóna af þvi að
hún heitir trombone á ensku?
Skotið hefur upp kollinum
nafnið Enskt horn, sem er bein
Það er miklu nær að benda á hin
eiginlegu eiturefni en það eru
pillurnar, t.d. amfetamin og vali-
um, læknalyfin, sem mesta hætt-
an stafar af. —
Velvakandi hefur nú ekki
miklu við þetta að bæta — hér er
þýðing úr ensku einnig. Þar er
mönnum þó nokkur vorkunn þar
sem það er oft nefnt Ingles horn
en heitir Cor d’Anglais á frönsku,
en Cor þýðir horn, og cornet
sntækkun af þvi, þ.e. ein tegund
af trompet. En aðalgallinn við
nafnið „enskt horn“ er að hljóð-
færið er alls ekkert horn, heldur
tréblásturshljóðfæri af óbó-
fjölskyldunni og er tónninn
myndaður á sama hátt, þ.e. með
tvöföldu reyrblaði. Ef þýðingar
úr ensku héldu áfram í þessum
dúr gæti maður farið að heyra t.d.
að leikinn verði fransk horn
konsertinn í flötum E-dúr en ekki
Es-dúr eða eitthvert verk í skörp-
um G-dúr en ekki Gis-dúr. Mér
bara datt þetta svona í hug að
hafa orð á þessu. Og af hverju
geta sjónvarpsmenn ekki komið
sér saman um Addis Abeba eins
og hún hefur alltaf verið kölluð, í
stað Abbis Ababa (úr ensku) og
Abbis Abeba til skiptis. Sumir
eru ekki vissir hvort um sömu
borg sé að ræða.
Viggó Jónsson”
komið út á svið sem hann hefur
mjög takmarkaða þekkingu á og
hættir hann sér því ekki út á
þessar brautir. En ef fleiri hafa
eitthvað til málanna að leggja
varðandi þessi mál þá verður þvi
ljáð rúm.
HÖGNI HREKKVISI
.,a ©1977
McN'aught Synd., Inc.
Ilögni vill bjóða uppá friðarpfpu
OPIÐ
laugar
MJÖLKURMIDSTÖÐIN
Laugalæk 4
Dieselrafstöðvar
Til leigu
Höfum til leigu sérlega vel búnar dieselraf-
stöðvar 37 kVA og 12.5 kVA, 380/220 V
ORKA H.F.
Laugavegi 1 78
Sími 38000.
Flóamarkaður
Félags einstæðra foreldra verður að Hall-
veigarstöðum laugardag 19. febrúar kl. 2
e.h. Úrval af nýjum og notuðum fatnaði,
ýmis búsáhöld og leirtau, m.a. strauvél,
sófi, mokkastell, tekatlar og gamlar bæk-
ur. Lítið inn, gerið góð kaup og styrkið
gott málefni.
Nefndin.
Árshátíð
Félag Snæfellinga
og Hnappdæla
verður haldin laugardaginn 5. mars n.k. að
Hótel Borg. Húsið opnað kl. 18.30 —
Aðgöngumiðar seldir hjá Þorgilsi Þorgilssyni,
3. og 4. mars frá kl 1 6.00 báða dagana.
Skemm tine fndm.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU