Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 39

Morgunblaðið - 19.02.1977, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1977 39 1NNANFÉLAGS- MÓT HJÁ KR KR-ING AR gangast fyrir innan- félagsmóti í frjálsum íþróttum sunnudaginn 20. febrúar n.k. og hefst mótið í KR-heimilinu klukkan 14.40. Keppt verður i kúluvarpi karla og kvenna og stangarstökki. Tómas Pálsson ( uppstökki úr hraðaupphlaupi, en leikmaður Léttis kemur engum vörnum við. IV vann þe'nnan leik 72—44. Eyjamenn etja kappi við UMFN VESTMANNAEYINGAR hafa verið mjög sigursælir í 3. deild íslandsmótsins I körfuknattleik í vetur. Þeir hafa unnið alla leiki sína með miklum mun og eru þannig komnir í úrslit. Einnig unnu þeir það afrek að sigra K.R.B. í bikarkeppninni og lenda þar með á móti toppliðinu, Njarð- vík, í næstu umferð keppninnar. Njarðvíkingar eru frægir fyrir baráttu og keppnisskap, en Vest- manneyingar eru hins vegar erfiðir heim að sækja og hafa ekki hug á því að gefa sinn hlut. Leikur liðanna fer fram á morg- un, laugardaginn 19. febr. og hefst kl. 13.30 í íþróttahúsinu við Brimhólabraut. Er þetta tvímæla- laust merkasti viðburðurinn i körfuknattleik í Vestmannaeyj- um til þessa, og er búist við miklu fjölmenni á leikinn. LAUDA HUGRAKKASTUR AUSTURRÍSKI kappaksturs- maðurinn Niki Lauda var ný- lega valinn „hugrakkasti íþróttamaður ársins 1976“, en það eru Englendingar sem standa fyrir vali þessu, og fær sigurvegarinn lárviðarkrans og 50.000 pund í verðlaun. Þótti engum mikið að Lauda skyldi hljóta þessi verðlaun, þar sem hann var setztur undir stýri í kappakstursbifreið sinni aðeins sex vikum eftir að hann slasað- ist mjög illa í kappaksturs- keppni. Urslitakeppni kvenna í blaki um helgina UM þessa helgi fer úrslitakeppn- in í 1. deild kvenna 1 blaki fram og i henni eigast við Vikingur og Þróttur frá Reykjavík og ÍMA frá Menntaskólanum á Akureyri. Þá verða 2 leikir í 1. deild karla, í dag leika á Akureyri UMSE og ÍS og hefst sá leikur kl. 15.30 óg á sunnudag klukkan 15.00 leika Víkingur og Þróttur. Það má bú- ast við því að viðureign Víkings og Þróttar verði spennandi og skemmtileg, þó að Þróttarar verði að teljast talsvert sigurstrang- legri. Riðlakeppni 2. deildar karla er nú lokið og hafa a-lið UBK og Völsungur, Húsavík, tryggt sér réttinn til að leika saman um efsta sæti deildarinnar og þar með sæti i 1. deild á næsta ári. HG UM þessa helgi verða leiknir 3 leikir í 1. deild karla I körfuknatt- leik. 1 dag klukkan 14.00 leika KR og Ármann f fþróttahúsi Haga- skólans og má þar búast við spennandi og skemmtilegri viður- eign. Vinni KR-ingar opnast deildin nokkuð og hafa þá 4 lið fræðilega möguleika á þvf að verða lslandsmeistarar. Strax að þeim leik loknum leika Fram og ÍR og verða ÍR-ingar að teljast sigurstranglegri í þeim leik. A sunnudag leika svo Breiða- blik og ÍS í Garðabæ klukkan 17.00. Um þessa helgi verða einn- ig þrír leikir í bikarkeppni KKÍ. GROTTA Aðalfundur knattspyrnudeildar Gróttu verður haldinn i Félags- heimili Seltjarnarness laugardag- inn 29. febrúar kl. 16.00. 1 Vestmannaeyjum leika heima- menn við UMFN og hefst leikur- inn kl. 13.30 . Á Akureyri leikur Þór við Val og hefst sá leikur kl. 17.30 á laugardag og á Akranesi leika UMFS og Fram á sunnudag dkl. 16.00. Keppnin i 3. deild er nú að komast á lokastig og hafa 3 lið tryggt sér þátttöku i úrslita- keppninni, en það eru Vestmann- eyingar úr suðurriðli, Tindastóll frá Skagafirði úr norðurriðli og Patreksfirðingar, sem voru í riðli með Hornfirðingum. 1 2. deild er staða Þórs frá Akureyri bezt, liðið hefur unnið alla sína leiki og hefur 4 stiga forskot á næsta lið sem er UMFG og eiga Þórsarar aðeins eftir þrjá heimaleiki og eru flestar likur til þess að þeir tapi ekki stigum í þeim. I meistaraflokki kvenna er stað- an sú, að ÍR og KR standa jafnt að vigi, bæði liðin hafa tapað 2 stig- um og þó þau eigi bæði eftir eitt- hvað af leikjum eru allar líkur á því að þau verði efst og jöfn og verði þvi að leika aukaleik um efsta sætið. Rétt er þó að geta þess, að ÍR-stúlkurnar eiga eftir að leika við Þór á Akureyri og gæti sá leikur farið á báða vegu. HG ... »{ % Island og Holland léku tvo landsleiki f handknattleik kvenna hérlendis árió 1974, og er þetta mynd úr öðrum þeirra. Hollenzku stúlkurnar unnu báða leikina með 1 marki. Það er Oddný Sigsteinsdóttir, sem þarna er að skora fyrir fslenzka liðið, en Oddný er nú ein af liðskonum B-landsliðs Islands. Kvennakeppnin verður aðal hand- knattleiksviðburður helgarinnar KVENNAMÓTIÐ í handknattleik verður aðalhandknattleiksvið- burðurinn hérlendis um þessa helgi. I móti þessu taka þátt A- og B-iandslið Islands og Landslið Ilollands og Færeyja. Fyrstu leik- ir mótsins fóru fram í gærkvöldi, en mótinu verður sfðan fram haldið f dag og þvf lýkur á morg- un. Kl. 15.30. í dag leika í Laugar- dalshöllinni fyrst A-landslið íslands og B-landslið Islands. Er beðið eftir þeim leik með tölu- nrnmiifu verðri eftirvæntingu vegna þess sem á undan er gengið. Landsliðs- nefnd kvenna tók þá stefnu s.l. haust að velja aðeins ungar stúlk- ur til landsliðsæfinganna, þar sem nefndinni þótti áhugi hinna eldri ekki nægur. Eldri stúlkurn- ar vildu ekki una þessu viðhorfi landsliðsnefndar og skrifuðu opið bréf til landsliðsnefndar og stjórnar HSI, þar sem vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. Fóru stúlkurnar fram á pressu- leik við landsliðið, en þátttaka i móti þessu verður að teljast enn betra tækifæri fyrir liðin tvö til þess að leiða saman hesta sina. Strax að loknum leik islenzku iið- anna i dag, eða kl. 16.30, leika svo lið Færeyja og Hollands. Mótinu lýkur svo I Laugardals- höllinni annað kvöld og leika þá fyrst Island B og Færeyjar og siðan island — Holland. Má gera ráð fyrir að það verði úrslitaleik- ur mótsins. Siðast þegar islenzkar stúlkur og hollenzkar léku lands- leik fóru leikar svo að þær hol- lenzku sigruðu 18:10, en sá leikur fór fram á útivelli. Um helgina fara svo fram nokkrir leikir í yngri flokkunum, og einn leikur í 2. deild karla milli ÍBK og Fylkis, en þeim leik var frestað um síðustu helgi. Verður leikið f Keflavik í dag. Komum hreint fram við Ölaf - segir stjórn Frjálsíþróttardeildar KR ÓLAFUR Unnsteinsson heldur átram skrifum sínum í Morgunblaðið um samskipti sín við stjórn Frjálsíþrótta- deild KR Fimmtudaginn 17. febrúar síðastliðinn er þar löng grein eftir Ólaf sem ber yfirskriftina: Stjórn Frjðls- íþróttadeildar KR skaut yfir markið í grein sinni segir Ólafur að athuga- semd sú er við gerðum við fyrri grein hans hafi verið lítið annað en skæting- ur og útúrsnúningur, víða væri réttu máli hallað, honum lögð orð í munn sem hann kannist ekki við — og að mestu sé sneitt hjá kjarna málsins. Það er greinilegt á öllu að Ólafur hefur gleymt málsatvikum eða hann vill ekki muna þau og því þykir okkur rétt að minna hann á þau aftur: Á síðastliðnu hausti var Ólafi boðið að þjálfa hjá Frjálsíþróttadeild KR Voru gerðar ýtarlegar tilraunir til að fá Ólaf til starfa, en hann afþakkaði og bar þvf við að við hefðum ekki efni á að greiða honum þau laun er hann færi framá — og eins bar hann við tlma- skorti. Eftir að við vorum orðnir úrkula vonar um að takast mætti að fá hæfan íslenskan þjálfara til starfa (Ólafur vill kannski benda okkur á einhvern sem liggur á lausu?) var leitað til sovéska sendiráðsins um að það hlutaðist til um að útvega þjálfara Ólafi var kunn- ugt um þessa ákvörðun. en hafði þá ekkert við hana að athuga Ef Ólafur væri samkvæmur sjálfum sér hefði hann þá átt að gera athugasemdir. Eftir að við höfðum beðið í nokkra mánuði án þess að heyra frá sendiráð- inu var aftur haft samband við Ólaf — og eftir nokkra fundi með honum var gerður munnlegur samningur sem átti að gilda frá áramótum til 1 maf Siðan gerðist það að sovézka sendi- ráðið tilkynnir okkur 24 janúar sfðast- liðinn að tekist hafi að útvega okkur þjálfara en með öllu væri óvíst hvenær hann gæti komið hingað til starfa Þá þegar var haldinn stjórnarfundur og þar ákveðið að halda gerðan samn- ing við Ólaf Honum var tilkynnt um þessa ákvörðun strax sama kvöldið en um leið spurður hvort um hugsanlegt samstarf gæti orðið að ræða við so- vézkan þjálfara Ólafur tók þessu ekki illa. i fyrstu, en síðan tilkynnti hann þeim stjórnarmönnum er á fund hans gengu að hann myndi ekki undir nein- um kringumstæðum vinna með so- véskum þjálfara — það væri annað ef um Bandaríkjamann væri að ræða — því þetta væri pólitískt mál Þessi um- mæli hafði Ólafur i vitna viðurvist, en neitar samt að hafa sagt i grein sinni. Síðan tilkynnti Ólafur að hann myndi þá þegar leggja niður starf þar til ákveðið yrði hvað gert yrði i málinu. Ólafur segir að við höfum brotið gerðan samning gagnvart sér Var það brot á samningnum að við sögðum honum að svar hefði bonst? Var það brot á samningnum að við skyldum spyrja hann hvort um hugsanlega sam- vinnu gæti orðið að ræða við sovéskan þjálfara? Við vildum samt ekki gefast upp við svo búið og ákváðum að ef Ólafur vildi skrifa undir skriflegan samning, þá myndum við ekki ráða hingað sovésk- an þjálfara Þessu boði hafríaði Ólafur nema að við kæmum með yfirlýsingu frá stjórn Frjálsíþróttasambands ís- lands þess efnis að þó annað félag gengist f því að ráða sovéska þjálf- arann hingað til starfa, þá yrði Ólafi falið að sjá um landsliðið en ekki honum. Við sögðum Ólafi að við teldum með öllu útilokað að fara framá slíka yfirlýs- ingu, en sögðum honum að hann fengi okkar stuðning sem þjflfari KR Ekki gat Ólafur fallist á þetta og neitaði að gera nokkurn samning við okkur Þá fyrst óskuðum við eftir því við talsmann sovéska sendiráðsins að hann hlutaðist til um að sovéski þjálfar- inn kæmi hingað eins fljótt og kostur væri. Ólafur talar mikið um ágreining við stjórn Frjálsíþróttadeildar KR Hver var sá ágreiningur? Ólafi stóð alltaf þjálf- arastaðan til boða, en hann hafnaði henni nema við tryggðum honum landsliðsþjálfarastöðu Það teljum við ekki f okkar verkahring heldur er það mál Frjálsíþróttasambandsins hvern það ræður til að hafa umsjón með iandsliðinu Síðan segir Ólafur að við höfum gert sér ókleyft að starfa hjá félaginu — og haldið klaufalega á málum Við teljum okkur hins vegar hafa komið fram við Ólaf af fullri hreinskilni og einurð og oskum því eftir að hann geri grein fyrir þessum ásökunum nán- ar Að lokum segir Ólafur að stjórnin beri ábyrgð á skrifum sínum og gerð- um Rétt er að minna Ólaf á að það var hann sem hóf þessa ritdeilu. Við erum aðeins að svara ásökunum — og mun- um fyllilega standa við öll okkar skrif og gerðir. þvi við höfum ekkert að fela nema síður sé Stjórn Frjálsíþróttadeildar KR Helgi Eiríksson (sign) Björn Blöndal (sign) Úlfar Aðalsteinsson (sign) Þorleikur Karlsson (sign) Bjami Stefánsson (sign) KR - Ármann aðal- leikur helgarinnar í körfuknattleiknum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.