Morgunblaðið - 09.03.1977, Page 18

Morgunblaðið - 09.03.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 Loðnuveiðin orð- in 440 þús. lestir Þrátt fvrir leiOindaveður á loðnumiðunum er allaf einhver veiði og frá þvf á miðnætti f fvrri- nótt fram til kl. 18 f gær tilkynntu skip um veiði, samtals 5000 lestir. Loðnuna fengu skipin á tveimur slððum, við Reykjanes og undan Merkjunum á Meðallandssandi. Með þeim afla, sem tilk.vnnt var um í gær, hefur heildarloðnu- veiðin losað 440 þúsund lestir og nálgast heildarveiðin óðum met- vertíðina 1975, er veiðin varð alls 455 þúsjind lestir. Skipin, sem tilkynntu um afla í gær voru þessi: Sóley ÁR 190, Magnús NK 260, Skógey SF 220, Svanur RE 150, Huginn VE 240, Jón Finnsson GK 520, Hringur VE 70, Ólafur Magnússon EA 60, Ásberg RE 380, Gunnar Jónsson VE 180, Glófaxi VE 50, Arsæll Sigurðsson GK 200, Þórkatla 2. GK 180, Ársæll KE 150, Geir goði GK 120, Huginn VE 200, Húnaröst Ág Stapavík SI 350 lestir. Hljómflutnings- tækjum stolið NOKKRUM hljómflutningstækj- um af gerðinni B&O var stolið úr lest ms. Hvítár í gær. Hvert þess- ara tækja kostar um 200 þúsund kr. út úr búð, þannig að verðmæti allra tækjanna skiptir nokkrum hundruðum þúsunda. Rann- sóknarlögreglan hefur málið til meðferðar og voru nokkrir aðilar yfirheyrðir í gær vegna þess. Stækkun Bændahallarinnar til umræðu á Við umræður um reikninga Bændahallarinnar á fundi bún- aðarþings f gær Ksti Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður hússtjórnar Bændahallarinnar þvf yfir að hann mvndi leita eftir heimild til að leggja fyrir fund búnaðarþings f dag tillögu þess efnis að þau skilyrði, sem þingið samþ.vkkti á árinu 1972 fvrir þvf að hafist vrði handa við stækkun Bændahallarinnar, yrðu tekin til endurskoðunar. í samtali við blaðið í gær sagði Hjörtur, að hússtjórn Bændahall- arinnar hefði með samþykkt bún- aðarþings 1972 verið falið að vinna að þvi að reist yrði viðbygg- ing við Bændahöllina og hefði stjórnin unnið að því máli, en komið hefði i Ijós að þau skilyrði sem búnaðarþing setti fyrir þvi að framkvæmdir yrðu hafnar væru ekki í takt við tímann, eins og Hjörtur orðaði það, og því vildi hann láta reyna á það hver hugur búnaðarþingsfulltrúa væ.ri. Fyrirhugað er að reisa viðbygg- inguna norðan við Bændahöllina og verður hún sex hæðir en sú neðsta verður opin bifreiða- geymsla. Á þessum fimm hæðum er gert ráð fyrir 100 tveggja manna herbergjum. Þá er ætlun- in að byggja tveggja hæða við- byggingu fyrir austan Bændahöll- ina og verði í henni stór ráð- stefnusalur, matstofa og ýmis önnur starfsemi í tengslum við rekstur Hótel Sögu. Aðspurður um hver væri áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir sagði Hjörtur að miðað við núverandi verðlag yrði kostnaðurinn ekki undir 1 milljarði króna. Sem kunnugt er urðu töluverð- ar deilur um stækkun Bændahall- arinnar á árinu 1972 og samþykkt búnaðarþings þá um stækkunina var samþykkt með 14 atkvæðum gegn 11. Eins og áður sagði sam- þykkti búnaðarþing 1972 nokkur íslenzkt litsjón- varpsvidtæki Meðan innflutningshöft voru á litsjónvarpstækjum voru hér uppi ráðagerðir um að hefja framleiðslu á litsjónvarpstækjum hér innanlands f nokkrum mæli. Það var Jón Sen, hljómlistar- maður og rafeindavirki, sem hug- leiddi möguieika á slfkri fram- leiðslu, en Jón framleiddi tölu- vert af venjulegum sjónvarps- tækjum þegar sjónvarpið hóf inn- reið sfna hér á landi. Að því er Jón tjáði Morgunblaðinu setti hann saman litsjónvarpstæki seinnihluta sl. árs, sem gafst ágætlega og kvaðst hann þá hafa hugleitt framleiðslu á lit- sjónvarpstækjum 1 nokkrum mæli fyrir innlendan markað, þar sem allur innflutningur á þeim lá niðri. Hins vegar taldi hann allar forsendur fyrir slíkri framleiðslu brostnar nú þegar innflutningur væri kominn í eðlilegt horf. búnaðarþingi skilyrði fyrir stækkun Bænda- hallarinnar en þau voru m.a. að innlent fjármagn fengist til verksins að mestu eða öllu leyti, að núverandi húsnæði Bænda- hallarinnar verði ekki veðsett fyr- ir láni vegna nýbyggingarinnar, að ríkisábyrgð fáist fyrir láni til nýbyggingarinnar, sem verði 80% af stofnkostnaði og engin framlög verði innheimt frá bændum til framkvæmdanna. — Við í hús- stjórninni teljum að tómt mál sé að tala um að fara út í þessar framkvæmdir ef þessi skilyrði eigi að standa og því ætla að ég að flytja tillögu, ef leyft verður vegna þess hversu seint hún er fram komin á þingtímanum, þess efnis að slakað verði á þessum skilyrðum, sagði Hjörtur að lok- um. Færeyska sjómanna- heimilið FÆREYSKA Sjömannaheimilið hefur verið opnað og Jóhann Ols- en, forstöðumaður þess, og kona hans nýlega komin til landsins. Verður starfsemin fram á vor meó sama hætti og verið hefur, þ.e.a.s. Færeyingakvöldum á fimmtudagskvöldum kl. 8.30 og kristilegum samkomum kl. 5 á sunnudögum. Verður fyrsta kvöldvakan annað kvöld. Jóhann kvaðst vilja nota tækifærið og þakka góðar undirtektír undir basar sem færeyskar konur (Sjómannskvinnuhringurinn) efndu til á sunnudaginn var 1 Sjómannaheimilinu til eflingar byggingarsjóði hins nýja Sjó- mannaheimilis. Hann kvaðst von- ast til að fá leyfi fyrír að efna til bílhappdrættis fyrir byggingar- sjóðinn, eins og undanfarin ár, en síðasti bíll fórtil Hafnarfjarðar. Manch. United áfram MANCHESTER United sigraði Southampton 1 endurteknum bikarleik liðanna í gærkvöldi með 2 mörkum gegn einu 1 Manchester, og hefndi þar með að nokkru harma sinna frá því á Wembley 1 fyrra, þar sem þessi lið voru i úrslitum. Þar með er Manch. United komið í 8-Iiða úr- slit á móti Aston Villa, en þar munu auk þess keppa saman Everton og Derby County. Liver- pool og Middlesbrough , Wolver- hamton Wanderers og Leeds United. — Á lífi í rúst- um 1 Búkarest Framhald af bls. 1. Vestur-Þýzkalandi og fleiri lönd- um. Rúmenska fréttastofan segir, að i oliubænum Ploesti hafi rúmlega 2.000 byggingar skemmst og 200 byggingar hrunið til grunna. Rúmur helmingur 70 verksmiðja hefur skemmst. Meira tjón hefur orðið í Júgó- slavíu en í fyrstu var talið að sögn júgóslavnskra blaða í dag. Þau segja að i einum bæ, Negotin, hafi rúmlega 1.000 byggingar skemmzt, þar af 100 sem ekki sé hægt að gera við. — Kosið Framhald af bls. 2 Möller, hjúkrunarfræði, 3. Haraldur Johannessen, lögfræði, 4. Tryggvi Pétursson, verkfr. raunvfsd. 5. Ilörður Jöhannesson, löxfræði, 6. Jón&s Ingimarsson, læknisfræði, 7. Skafti Harðarson, heimspekideild, 8. TrvK^vi Jðnsson, viðskiptafræði, 9. Haraldur Sií<urðsson. læknisfræði, 10. Jón Ragnarsson, guðfræði, 11. Birna Snót Stefnisdóttir, viðskiptafræði 12. firéta Baldursdóttir, lög- fræði, 13. Páll Torfi önundarson, læknis- fræði, 14. Sigurður B. Arnþórsson, viðskipta- fræði, 15. Erla Elín Hansdóttir, heimspekideild, 16. (iuðmundur íiuðjónsson. verkfr. landafr. 17. (iuðrfður (iuðmunds- dóttir, lögfræði, 18. Ægir Ingólfsson, tannlæknisfræði, 19. Einar K. (iuðfinnsson, félagsvfsindadeild, 20. Helga (iuðmunds- dóttir, sjúkraþjálfun. 21. Ólafur Egilsson, heimspekideild, 22. Þorvaldur (íunnlaugs- son, verkfr. raun. 23. Vilhjálmur A. Ar&son, læknisfræði 24. Hrafnkeil Tryggvason, læknisfræði 25. Þorvaldur Friðriksson, heim- spekideild. 26. Eirfkur Þorgeirsson, læknis- fræði, Listi Vinstri manna er skipaður eftirtöldum: Háskólaráð 1. Sigrún Helgadóttir Ifffræði, 2. Ingihergur (iuðmundsson, fslenska 2. (iuðrún Pálfna Héðinsdóttir bók&safnsfræði, 4. Þorsteinn Magnússon, þjóðfélagsfræði Stúdentaráð 1. Björg Þorleifsdóttir, Ifffræði, 2. Pétur Þor- steinsson, guðfræði, 3. (iísli Fannherg, sálfræði, 4. Ingólfur Jóhannesson, sagnfræði, 5. Tryggvi Jónsson verkfræði, 6. Einar Kára- son, hókmennt&saga, 7. Björn Lfndal, lögfræði, 8. Ástrós Arnardóttir, Ifffræði, 9. Bolli Héðinsson, viðskiptafræði, 10. Helga (iuðmundsdóttir, danska, 11. Þorlákur Karls- son sálfræði, 12. Arnór Sighvatsson, heim- speki, 13. örn Jónsson þjóðfélagsfræði, 14. Hannes Örn Blandon guðfræði, 15. Hjördfs Smith læknisfræði 16. Ingibjörg Þórhalls- dóttir hjúkrunarfræði, 17. Árný Erla Sveinbjörnsd. jarðfræði, 18. Sigrún Páls- dóttir verkfræði, 19. Björn Harðarson jarðfræði, 20. Jóhannes (iuðmundsson læknisfræði, 21. Þorgeir Pálsson verkfræðí, 22. Elfsabet Þorgeirsdóttir. fslensk& 23. Jakoh Jónsson, tannlækningar. 24. Þórður Ingvi (iuðmundsson, þjóðfélagsfræði, 25. vSteinunn H. Hafstað, bókmenntasaga, 26. össur Skarphéðinsson. Ifffræði. — Bretar vilja viðræður á ný Framhald af bls. 1. miðum bandalagsins þegar þær rynnu út 31. marz. Stjórnarnefnd bandalagsins lagöi til að heimildirnar yrðu framlengdar i þrjá mánuði, en um tímalengdina var ekki rætt á fundinum í dag. Yfir standa viðræður milli EBE og Sovét-' ríkjanna, Póllands og Austur- Þýzkalands um fiskveiðisamninga til langs tíma en ekki er Ijóst hvort þeim verður lokið fyrir næstu mánaðamót. Brezki utanrikisráðherrann, David Owen sem var 1 forsæti á fundinum, sagði að lengd framlengingarinnar og önnur skilyrði væri ekki hægt að ákveða á þessu stigi. Frá því var skýrt I Briissel í dag að Rússar, Pólverjar og Austur- Þjóðverjar virtu i einu og öllu samninga um takmörkun fjölda fiskiskipa frá þessum löndum á miðum EBE. Eftirlit á sjó og úr lofti sýnir að sovézkum skipum á miðunum hefur fækkað um tvo þriðju siðan i janúar. 42 sovézk skip af ýmsum stærðum mega veiða á miðum EBE. Við Grænland eru aðeins sjö sovézkir togarar um þessar mundir miðað við 20 i janúar. r — Utreikningar Framhald af bls. 2 Tryggingaeftirliti ríkisins tók mjög í sama streng og Bjarni Þórðarson. Hann kvað mismun á útkomu félaganna og Trygginga- eftirlitsins vera þá að eftirlitið byggði á víðtækari upplýsingum eða tölfræði frá 8 félögum í stað 6. Erlendur kvað Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hins vegar reikna með 18% verðíagshækkun, en hann kvað það óraunhæft mjög. Réttara væri að miða við verðags- þróun ársins á undan og ef svo væri ávallt gert, myndi hækkunin leiðréttast, þegar til lengdar léti. Ef félögin fengju of mikla hækk- un eitt árið, myndi það koma til frádráttar næsta ár eða öfugt. Þá kvað Erlendur Lárusson veruleg- ar líkur á að verðlagshækkun yrði meiri en segði í þeim forsendum, sem FÍB gæfi sér fyrir útreikn- ingum sínum. I rekstri trygginga- félaga er ekki hægt að vera svo bjartsýnn um verðlagsþróun, sem FÍB er — sagði Erlendur og bætti við, að ef farið væri að áliti FÍB, myndu félögin verða rekin með 200 milljón króna tapi á árinu. Það kvað hann myndu verða meira tap en félögin þyldu. — Lifði af F'ramhald af bls. 2 hjá Rarik og til heimilis á Galtalæk (Rangárvallasýslu. Enginn sjónarvottur var að slysinu en svo virðist sem Sig- urjón hafi ekki snert neitt sem straumur var á heldur aðeins komið of nálægt, þannig að neisti hafi hlaupið í hann og til jarðar. Hann var í blautum eða rökum fötum og kann það að hafa hlíft honum nokkuð. Sjalfvirkur útsláttarrofi rauf strauminn á sekúndubroti. Sigurjón liggur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. — Sv.P. — Þjóðhags- stofnun Framhald af bls. 32 bættum tækjakosti eigi mestan þátt i því. Þrátt fyrir minnkandi tollvernd gagnvart erlendum iðnaði hefur fyrirtækjum í samkeppnisgrein- um ekki fækkað frá inngöngunni i EFTA og í sumum greinum, sérstaklega í húsgagna- og innréttingasmíði hefur þeim fjölgað. Þá kemur það einnig fram að framleiðni hefur aukist meira i samkeppnisgreinum en í iðnaði í heild. Afkoma iðnfyrirtækja hefur verið fremur jöfn og mun jafnari en afkoma t.d. sjávarútvegs. Hef- ur afkoman ekki versnað frá aðildinni að EFTA. í iðnaði í heild hefur hagaður fyrir af- skriftir og beina skatta yfirleitt numið 6—7% af vergum tekjum á árunum 1968 til 1974. Hagnaðar- hlutfall útflutningsgreina, að ál- verinu undanskildu, var 5—6% á árunum 1971 — 1973, en á árun- um 1974 og 1975 batnaði afkoma útflutningsiðnaðar verulega og hækkaði hagnaðarhlutfallið upp í 7,3% 1974 og 9,8% 1975. Segir 1 skýrslunni að ekki verói séð ann- að en að vöxtur og viðgangur iðn- aðar á sjö ára tímabilinu 1970 til 1976 hafi verið bærilegur. Þreföldun útflutnings. Þá segir i skýrslu Þjóðhags- stofnunar að eftir aðildina að EFTA, sem veitti iðnaðinum toll- frjálsan aðgang að Evrópumörk- uðum, hafi vinnuafl og fjármagn flutzt frá framleiðslu fyrir heima- markað til framleiðslu til útflutn- ings. Almennur iðnaðarútflutn- ingur hefur því nær þrefaldast, þótt ál sé ekki meðtalið, á árunum 1969 til 1976, en á sama tíma hefur magn annars útflutnings staðið I stað. Hlutur almenns iðn- aðarútflutnings í útflutningsverð- mæti er nú rúmlega 7% saman- borið við tæplega 5% árið 1969. Ef ál er talið með, er hlutur iðn- aðarútflutnings nú um 24% samanborið við 10% árið 1969. Þá er fjallað um tollamál, beina og óbeina skatta iðnaðarins. Rak- ið er hvernig dregið er i áföngum úr tollvernd íslenzks iðnaðar og hvernig hann hefur aðlagast nýj- um aðstæðum og segir að ekki verði annað séð en að aðlögunin hafi tekist bærilega. Bent er á þá verndarröskun, sem óbeinir skatt- ar hafa haft i för með sér vegna uppsöfnunar t.d. söluskatts og sett fram sú skoðun að á þessu megi ráða bót með virðisauka- skatti eða skyldum skatti, eða beinum endurgreiðslum vegna skatta af aðföngum. Um beina skatta segir að al- menn skattakjör iðnfyrirtækja hér á landi séu nú fremur hag- stæð i samanburði við önnur lönd, og tiltölulega hagstæðari nú en á árunum fyrir EFTA-aðild. Þá segir i skýrslunni að hlutur iðnaðar i lánveitingum til rekstr- ar og framkvæmda hafi ekki auk- ist sem æskilegt hefði verið, og stafi það meðal annars af þvi að fjármagni hafi verið beint í mikl- um mæli til sjávarútvegs. Þá kem- ur það fram að iðnaðurinn búi við lakari lánakjör en hinar hefð- bundnu framleiðslugreinar. Nánar verður skýrt frá inni- haldi skýrslunnar í Morgunblað- inu á morgun. — Krafla Framhald af bls. 32 gert hefði verið ráð fyrir, hvort sem til tíðinda drægi í nótt eða á morgun eða síðar, þvi að öll þróun á svæðinu væri mjög svipuð og var fyrir siðasta sig í janúar og atburðarásin því vafalaust áþekk, hvort heldur kvikan hlypi norður í Gjástykki eða bryti sér leið annað. Gasaukningin I holu 7 reyndist við siðustu mælingu vera um 20%, en sérfræðingar telja að það sé á mörkum þess að vera mark- tækt. í næstu mælingu er hins vegar talið að línurnar skýrist, en veruleg gasaukning gefur vísbendingu um að eitthvaó sé í aðsigi innan skamms tima. — Allt saman aulafiskur Framhald af bls. 7 alsmerki Árskógsstrendinga. Það er því óþarfi að bæta því við, að útgerðin þar stendur traustum fótum og afkoma fólks er góð. Mér virðist það líka ánægt og una hag sinum vel, þótt vinnudagurinn sé langur. Því þykir vænt um plássið sitt, fjölskyldurnar eru samhentar og hjálpast að við að byggja þaó upp. Ilalldór Blöndal. — Hinn þögli meirihluti Framhald af bls. 13. bjór sem öórum vínum telji hann það rýra afköstin. Og hefur Jón nokkuð hugleitt það að flest allir atvinnurekendur á íslandi banna drykkju áfengis i vinnutimanum og í þeim efnum mundi ekkert breytast þó að bjór yrði bruggað- ur og seldur i landinu. Ég tel að hinn þögli meirihluti sé orðinn svo leiður á þessum endalausa áróðri gegn bjór á ís- landi að svona níðskrif hafi lítið sem ekkert að segja. Hvernig væri bara að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um málið og láta þar með skynsemi þjóðarinnar ráða hvort hér verður leyfður áfengur bjór eða ekki. — Yfirlýsing Framhald af bls. 3 Þá er um raunverulegan ríkis- rekstur að ræða með venjulegu sjóðafargani, sem siðan rikið stjórnar að geðþótta. Stjórn Samtakanna vill áminna menn um að missa ekki sjónar á eðlilegum og heilbrigðum atvinnurekstri og vara menn við að falla í gryfju ríkisrekstrar á öllum sviðum. Telur stjórn Samtakanna að nauðsynlegt sé að fella niður tolla af vinnuvélum og gera afskriftar- reglur þannig úr garði að heil- brigður rekstur atvinnutækjanna geri það kleyft, að hægt sé að endurnýja þau á eðlilegum tíma. Telur stjórnin nauðsynlegt að heimila aftur erlend lán og að almennum lánastofnunum sé gert kleyft að taka að sér hlutverk stofnlánasjóða. Stjórn Samtaka fslenzkra verktaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.