Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977
23
Georg J. Guðmunds-
son — Minningarorð
Jónsdóttur, og lifir hún mann
sinn.
Þegar ég var lítill drengur man
ég til þess, að sá frændi (móður-
bróðir) minn, sem ég leit alltaf
hvað mest upp til, var Viggó.
Hann var liðlega 7 árum eldri en
ég, alltaf afar stór í mínum
augum en áhugamál okkar voru i
mörgu áþekk. Fyrst man ég eftir
honum á Laugavegi 20, en þar
bjuggu foreldrar hans lengi, og
átti hann þá meðal annars forláta
brunabíl, sem ég kom oft til að
horfa á, og þeim bíl mun ég seint
gleyma.
Viggó lauk námi i Verzlunar-
skólanum aðeins 16 ára og minn-
ist ég þess, að hann fékk hæstu
einkunn skólans fyrir hraða í vél-
ritun og þótti það nokkuð mikið.
Hann fékk vinnu í tóbaksverzlun-
inni London og kom sér þar vel.
Eitthvað þótti mér smástráknum
skrítið, hvað Viggó var alltaf klár
á öllum hlutum, og kom það
reyndar vel fram í starfi hans sem
afgreiðslumanns, hann samdi um
að taka að sér gólfþvott eftir
vinnutima og fékk hann fyrir það
15 krónur á mánuði aukalega, og
það voru engar álkrónur. Annað
fékk hann einnig, en það var
handleiðsla góðs verzlunarstjóra
og samgangur við annað fólk. Það
síðasta kom til að bæta við hann
einu tungumáli i viðbót við þau,
sem hann lærði í Verzlunar-
skólanum en það var franska, sem
hann lærði mjög vel m.a. af
frönskum sjómönnum, sem komu
I London. Áður en yfir lauk talaði
hann 7 erlend tungumál reiprenn-
andi.
Ólafur Jonsson i Ó Johnsen &
Kaaher kom auga á þennan
vinnusama og gáfaða dreng í
verzluninni hjá Erlendi og hafði
áhrif á að hann var ráðinn gjald-
keri i ísafoldarprentsmiðju og var
hann þar áratugum saman eða
þar til hann og nokkrir vinir hans
keyptu meirihlutann í sælgætis-
gerðinni Freyju, og rak hann það
fyrirtæki til dauðadags.
Viggó var mjög músikalskur og
held ég hann hafi getað spilað á
öll hljóðfæri, sem hann kom
höndum yfir. Hann átti ekki langt
að sækja það þar sem móðurbróð-
ir hans, Guðjón Jónsson bryti
hafði sömu náttúru til hljóðfæra,
en sonur Guðjóns er m.a. Vil-
hjálmur, sem hefur verið bæði í
Lúðrasveit Reykjavíkur og syn-
fóníuhljómsveitinni frá upphafi
og alltaf staðið vel fyrir sfnu.
Viggó var í mörg ár í Lúðrasveit
Reykjavíkur og nokkur ár for-
maður hennar.
Áðan nefndi ég, að Viggó hefði
átt brunabíl einn merkilegan.
Ekki var það nú eini bíllinn hans
á lífsleiðinni og ekki get ég talið
þá alla, en næsti blll sem ég man
eftir, var 1950 árgerð af De Soeto,
sem hafði merkilega hálfsjálf-
skiptingu, sem Viggó var snill-
ingur að spila á. Þegar alvöru-
bílar af Benz-gerð fóru að flytjast
til landsins i einhverjum mæli um
1955 keypti Viggó 220 gerðina af
slíkum, og held ég að honum hafi
fundizt, að það hafi verið bezti
bfll, sem hann hafði átt og mikið
var þeim bil boðið á hinu frum-
stæða þjóðvegakerfi okkar, sem
nátttröll á Alþingi vilja enn þann
dag í dag halda í sama ástandi og
vegi hjá Búskmönnum í Afrfku.
Seinna eignaðist Viggó sinn sið-
asta bíl af sömu gerðinni. Ekki
má sjá á honum, að hann hafi
yfirleitt verið notaður, svo vel er
hann meðfarinn og átti það
reyndar við um alla hans bíla,
enda hefur þjóðvegakerfið ekki
haft færi á að misþyrma honum.
Bílaáhugi okkar frænda fór
saman og þegar undirritaður varð
formaður Félags islenzkra bif-
reiðaeigenda, var Viggó ritstjóri
Ökuþórs, sem var timarit þess
félags. Viggó var bæði höfúndur
nafns tímaritsins og þátta i því,
sem að sjálfsögðu voru kenndir
við bila t.d. Hljóð úr horni og
Blöndungurinn. P^élagið hefur
fyrir mörgum árum hætt útgáfu
timaritsins, og væri því sannar-
lega réttara að koma þvi f gang
aftur og auðveldara er það eftir
að troðin voru brautryðjenda-
sporin af fyrsta ritstjóra þess.
Viggó trúlofaðist Sígriði Jóns-
dóttur, sem lifir mann sinn, að-
eins 16 ára gamall. Man ég, að
talað var um, að þetta væri nú
aldeilis ekki i lagi þar eð bæði
voru nú börn. Fólk tók ekki eftir
auði þeirra sem var vinnusemi,
samheldni og reglusemi. Hjóna-
band þeirra var hið bezta og
eignuðust þau 3 börn, Viggó Örn
(sem lézt í flugslysi), Jón Viðar
og Ásdísi, sem gift er verksmiðju-
eiganda á Spáni. Barnabörnin eru
5 og voru mikil upplyfting afans
og ömmunnar. Sigrfður hefur
alltaf verið mesta myndarkona,
hefur alltaf unnið mikið. Man ég
t.d. eftir því, að hún kom sér upp
sokkaviðgerðarvél til að gera við
kvensokka fyrir stríð, en þá voru
þræðir slíkra sokka sýnilegir og
viðgeranlegir. Hún hefur einnig
frá því að Viggó kom í Freyju
unnið þar fulla vinnu, og hefur
hún þó átt við verulegt heilsuleysi
að stríða, en aldrei gert mikið úr
þvf.
Á síðastliðnu sumri fékk Viggó
alvarlega hjartabilun og bar hann
sitt barr ekki eftir það. Hann
gekk þó til vinnu sinnar sem áður,
og daginn, sem hann lézt, fann
hann til verkjar og ók þá sjálfur i
bíl sínum upp á spítala, tók á móti
konu sinni í viðtalstíma um
kvöldið kátur og glaður eins og
alltaf, og var liðinn fyrir mið-
nætti.
Þar með var hans saga 611, en
vinir hans og afkomendur munu
hann sem hinn glaðværa mann,
sem alltaf sá vel um sitt fólk og
vildi aldrei neinum neitt annað
en gott eitt. Ég þakka frænda
mínum fyrir alla hluti gamla og
nýja og ber kveðjur úr hrauninu í
Garðabæ.
Sveinn Torfi Sveinsson.
„Dáinn, horfinn" — Harma-
fregn!
Hvílíkt orð mig dynur fyrir.
Þannig kvað Jónas Hallgrímsson
forðum er hann frétti lát vinar
sins Tómasar Sæmundssonar.
Þessi orð hljóma nú fyrir eyr-
um mér og allra, sem einhver
kynni höfðu af vini mínum Viggó
Jónssyni, en hann lést á Lands-
spítalanum að kveldi dags hinn 1.
marz.
Hann hafði siðustu mánuði ekki
gengið heill til skógar, en engu
sfður var hann hress og kátur að
venju og lét engan bilbug á sér
finna.
Enda skapgerðin þannig að allt
vil og vol var honum mjög fjarri
skapi. Gáfur hans og dugnaður
var með eindæmum, hann vissi
skil á flestu milli himins og jarð-
ar; málamaður var hann með af-
brigðum, hljómlistar unnandi og
spilaði sjálfur á margs konar
hljóðfæri sér til hugarléttis og
vinum og vandamönnum til
ánægju.
Ég, sem þetta rita og kona mín,
höfum átt því láni að fagna að
vera vinir þeirra hjóna, Sigríðar
og Viggós, í tugi ára og hefur
aldrei brugðið skugga á þá vin-
áttu, enda þau bæði heilsteypt,
trygglynd og vinaföst.
Árum saman höfðum vió Viggó
notið hvíldar og unaðar við lax-
veiðar, en hann var slyngur veiði-
maður, og hef ég notið hans
kennslu í þessari íþrótt.
Hann lagði mikið kapp á flugu-
veiði og á þvi sviði manna færast-
ur. Af sérstakri alúð lagði hann
sig fram um að kenna mér þessa
kúnst. Það er því engan veginn
kennaranum að kenna að árangur
hefir ekki orðið sem erfiði. Ég
hefi átt marga góða veióifélaga,
en Viggó var alveg í sérflokki. Við
horfðum báðir með tilhlökkun og
eftirvæntingu til veiða i sumar, i
Norðurá, en þar höfðum við feng-
ið úthlutað dögum til veiða.
En enginn veit sina ævina fyrir
en öll er.
Það er mikill og þungur harmur
kveðinn að vinum og vandamönn-
um, en sérstaklega konu hans,
börnum og barnabörnum.
Þar verður skarð fyrir skildi, en
tíminn læknar öll sár og vonandi
þessi Ifka.
Við hjónin sendum þeim öllum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Viðar Pétursson.
Einn af öðrum falla þeir sem
teljast til aldamótakynslóðar-
innar, — einn af þeim var Georg
Júlíus Guðmundsson, eins og
hann hét fullu nafni sem andaðist
28. febr. s.l.
Georg var fæddur að Görðum í
Önundarfirði 11. jan. 1898 sonur
hjónanna Guðmundar Jónassonar
bónda og Gróu Finnsdóttur.
Hann ólst upp i foreldrahúsum
i stórum systkinahóp og var með-
al þeirra eldri. Snemma vandist
hann sjósókn þvi á ungum aldri
byrjaði hann sjóróðra með föður
sínum, úr því var hann á ýmsum
fiskiskipum mestmegnis togurum
þar til hann hóf nám í Stýri-
mannaskóla íslands en þaðan út-
skrifaðist hann árið 1927. Að
námi loknu tók hann upp þráðinn
þar sem frá var horfið og hóf á ný
störf á togurum, — fljótlega sem
stýrimaður og var lengst af með
aflamönnunum Þórði Hjörleifs-
syni og Vilhjálmi Árnasyni en sið-
ustu árin sem hann sótti sjóinn
var hann skipstjóri a togara.
Hohum veittist aldrei örðugt að fá
skiprúm því hann var eftirsótur
dugnaðarmaður og samvisku-
samur í hverju því starfi sem
honum var falið.
Góðir netamenn hafa löngum
orðið eftirsóttir á togurum en á
því sviði var Georg svo að af bar.
Árið 1955 hætti Georg sjó-
mennsku og hóf störf við neta-
gerð og vann við það starf meðan
starfskraftar leyfðu, — við þetta
starfaði hann lengst af einungis
hjá tveim netagerðarfyrir-
tækjum.
Svo hefur mér verið sagt að
hann hafi verið mjög vel látinn
bæði af yfirboóurum og undir-
mönnum.
Árið 1930 kvæntist Georg
frændkonu minni Jóninu Ingi-
björgu Magnúsdóttur skipstjóra
og þá hófst okkar kunnings-
skapur og vinátta sem aldrei
siðan hefur slegið fölva á.
Þau hjónin eignuðust tvö börn,
— Sigurveigu, hjúkrunarfræðing
að mennt, gifta Lárusi Guðmunds-
F. 29. ágúst 1957.
D. 4. febrúar 1977.
Við eigum erfitt með að skilja
að hún Kolla skuli vera farin frá
okkur, hún sem var svo ung og
átti allt iífið framundan. En vegir
Guðs eru órannsakanlegir.
Kolla fæddist á Akureyri 29.
ágúst 1957. Hún var næstyngst af
sex börnum þeirra hjónanna Sól-
veigar Eyfeld og Hjálmars Júlus-
sonar.
Ég kynntist Kollu fyrst árið
1973, þá er við báðar lögðum leið
okkar að heiman í fyrsta skipti.
Það var um sumartíma er við unn-
um i Hreðavatnsskála í Borgar-
firði, að ég kynntist þessari lífs-
glöóu jafnöldur minni.
I tvö sumur unnum við saman á
þessum fallega stað, þar sem allt-
af var líf og fjör hjá okkur ungl-
ingunum.
Upp fra4 þessu lá leið okkar
Kollu til ísafjarðar. Tókum við að
vinna þar við sjúkrahúsið og feng-
um fljótt áhuga á starfinu, sem
varð til þess að við ákváðum að
læra það.
Á ísafirði vorum við i eitt og
hálft ár við mikla gleði og ánægju
sem við upplifðum þar í hópi
vina, en allir þakka þeir Kollu
fyrir yndislegar ánægjustundir
sem aldrei gleymast.
í september fluttist Kolla til
mín og hóf nám í kvöldskóla til
undirbúnings fyrir Sjúkraliða-
skólann. En sá ánægjutimi reynd-
ist stuttur.
Kvöld eitt kom hún ekki heim
úr skólanum, óhamingjan hafði
dunið yfir er þau systkinin lentu í
slysi.
syni presti að Holti i Önundar-
firði, og Guðmund lækni sem
starfar við Tilraunastöð Há-
skólans í meinafræði að Keldum,
kvæntan Örbrúnu Halldórs-
dóttur. Þá ættleiddu þau systur-
son Jónínu, Magnús, fram-
kvæmdastjóra við íþróttahúsið á
Seltjarnarnesi, kvæntan Svein-
björgu Símonardóttur.
Árið 1955 andaðist Jónína og
var það Georg mikið áfall enda
Flafði sambúð þeirra verið einkar
góð.
Enda þótt börn hans öll hafi
verið honum mjög nærgætin
kunni hann því best að vera útaf
fyrir sig og njóta samvista við þau
um helgar. Sérstaklega naut hann
þess að dvelja á æskustöðvunum
hjá dóttur sinni og tengdasyni að
Holti, — fór hann þangað að jafn-
aði um jól, og hverju vori dvaldi
hann þar alllengi.
Um 12 ára skeið bjó Georg sem
Hvammstangi, 7. marz.
RÆKJUVEIÐI er nú um það bil
að Ijúka hér, en Hvammstanga-
bátar eiga nú aðeins eftir að veiða
nokkur tonn af þeim 306, sem
þeim var úthlutað f vetur. Reynd-
ar var bátunum úthlutað 36 tonna
veiði f Ófeigsfirði, en um þessar
mundir fæst þvf sem næst engin
rækja þar, og bendir þvf allt til að
ekki verði hægt að veiða það
magn þar að þessu sinni.
Það er mjög bagalegt að rækju-
veiðinni skuli ljúka svona
snemma vetrar. Um 20 manns
vinna nú við rækjuvinnsluna og
bendir flest til þess að það fólk
fari á atvinnuleysisskrá að
vinnslu iokinni. Rækjubátarnir
eru alls fjórir, og fara tveir þeirra
suður á vetrarvertíð, en ekki er
vitað um nein verkefni fyrir hina
tvo. Áhafnir þeirra báta verða því
í þrjá mánuði lá hún meðvit-
undarlaus á gjörgæsludeild
Borgarspítalans.
Allt var gert sem í mannlegu
valdi stóð, en óvissan var sár fyrir
ástvini hennar.
Hún var burt kölluð 4. febrúar.
Utför hennar fór fram frá Dal-
víkurkirkju 12. febrúar.
Ég votta foreldrum hennar og
systkinum mína dýpstu samúð.
Ég þakka þessari elsku vinkonu
minni, allar þær gleði- og ánægju-
stundir sem við áttum saman, allt-
af ljómaði hún af lífsþróttir og
gleði sem kom öllum í gott skap.
Guð verði með henni, ég veit að
hún verður i vinahóp á himnum
eins og hér á jörðu.
Guð blessi minningu hennar.
Fjóla.
leigjandi hjá okkur hjónunum og
á þeim tíma urðu kynni okkar
mjög náin. Hann var traustur
vinur, glaðvær og hlýr í vinahóp á
gleðistundum, en undir niðri var
hann viðkvæmur alvörumaður.
Við hjónin vottum ástvinum
hans innilega samúð.
Þórður Runólfsson.
að likindum atvinnulausar á
næstunni.
Þótt ekki blási byrlega á þessu
sviði, er þó einn ljós punktur i
athafnalifinu hér. Verið er að
stækka saumastofuna, sem er í
leiguhúsnæði hjá félagsheimil-
inu. Hefur saumastofan tekið að
sér stór verkefni fyrir Banda-
rikjamarkað og á þvi að vera lokið
fyrir 1. september n.k. Að
stækkun lokinni má búast við að
saumastofan þurfi fleira fólk til
vinnu á næstu mánuðum og ætti
því sumt af því fólki er unnið
hefur við rækjuvinnsluna að fá
vinnu þar.
Karl...
— Saga
úr stríðinu
Framhald af bls. 31
drengunnn yfirgefur móður sína
dapur í bragði. sem vonlegt er Ef
lagið á að lýsa hugrennmgum
drengsins á þessu ugnabliki, eru
þetta meira en lítið kaldrifjaðar
hugsanir. og koma ekki alveg saman
við þá mynd af drengnum. sem
hugsaði um það að valda móður
sinni ekki of miklum áhyggjum á
afmælisdeginum. og sneri þess
vegna heim aftur, eftir að hafa
hlaupist á brott Val lagsins er því
augljóslega val fullorðins fólks. og
sett inn til að fullnægja allt öðrum
þörfum en þörfum verksins S ma
má ef til vill segja um annan i
myndmm. sem að mínum dómi tók
of mikið rúm i svo knappri mynd.
sem þessari Var það skemmtiatriðið
í hermannaklúbbnum. þar sem
söngkonan var látin syngja tvo log i
svipuðum dúr. ..Our love is here to
stay' og ..They say that falling in
love is wonderful'
Að þessum agnúum slepptum var
myndin yfir höfuð mjög vel unnin
Öll svið myndarinnar virkuðu trú-
verðug á leikmann, og yfirleitt skil-
uðu þær ..týpur' , sem valdar hofðu
verið i verkið. hlutverkum sinum
með prýði Öll tæknivinna var með
yfirbragði atvinnumanna og ýmis
atriði voru mjög vel útfærð. eins og
t d þegar drengurmn hleypur úr
afmælisveislunni og felur sig i
skúrnum og jafnframt atriðið inni i
veitingasalnum. þar sem móðir hans
vann Að visu er drukknunaratriði
föðurins ofurlitið skrítið. enda snúið
i uppsetningu. ef það á áð líta raun
verulega út Hms vegar hefði trúlega
mátt leysa það á fynrhafnarminm
hátt N
SSP
Kolbrún Hjálmars-
dóttir—Minning
Rækjuvertíð að ljúka
á Hvammstanga