Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.03.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 29 = VELVAKAN Dl , SVARAR í SÍMA Í0100 KL 10 — 11 1 FRÁ MÁNUDEGI Afmæliskveðja: Þórdís Steinsen Eins og kunnugt er, hefur nú hafizt annað einvígi hér. Enn sem fyrr sér Skáksamband Islands um keppnina, og hefur nú eins og þá baktryggt sig með eins konar „víxiláritun" ríkis og borgar gegn hugsanlegu fjárhagstjóni. Mundu flest félagasamtök telja sig vera fær í flestan sjó, ef þau ættu slíka „ábekinga" vísa. — Og enn sem fyrr virðast forvígismennirnir vera mjög á bandi þess „gerzka“, sbr. grein Björns Bjarmans í Morgunbl. 4/3 sl. um þriðju ein- vígisskákina. Þar er gefin svo- felld lýsing á viðbrögðum for- vísm. Skáksambandsins, er Spassky hafði sigrað Hort: „Einar skákforseti svífur um gólfið í sælurús og Högni brosir líka.“ Er þetta ekki einum um of, eða hvernig er háttað hinni rómuðu isl. gestrisni hin síðari ár? Hér mætti að endingu minna örlítið á allan fyrirganginn með Marinu Spassky, útreiðar, hesta- skálar, kokkteila, o.s.frv., og var ekki fyrrnefndur Björn Bjarman eitthvað að minnast á, að einhver hefði knúsað ljóshærðar sveita- stúlkur á dansleikjum 1972? — En eftir á að hyggja: Fáir virðast þora að segja það sem segja ætti um bókabrennu aldarinnar. Jón Sigurðsson." Þessir hringdu . . % Engum uppalanda óviðkomandi Kona nokkur hringdi fyrir skömmu og sagðist hún vera að hringja fyrir hönd nokkurra reyk- vískra kvenna, sem höfðu nýlega lesið grein eftir Ingibjörgu Þor- geirsdóttur, sem var birt í Mbl. hinn 1. marz s.l. Greinin nefndist Allt er þá þrennt er, og þar er fjallaði Ingibjörg um ýmis mál varðandi unglinga og eins og kon- an orðaði það „mál, sem enginn, hvorki uppalandi, foreldrarnir né unglingar megi láta framhjá sér fara.“ Þær vildu benda á þessa grein og biðja menn að huga að þeim málefnum, sem þar er drep- ið á. # Engin ný bóla Að undanförnu hafa verið nokkrar umræður um álverið og þá mengun sem stafar af því, bæði ytri og innri mengun, og hafa nokkrir haft samband við Velvakanda út af því máli. Hafa nokkrir viljað benda á það, að þetta séu engin ný sannindi sem þar hafa komið fram og eins og Ragnar Halldórsson forstjóri hef- ur bent á. Það hefur alltaf verið vitað að þarna var um óhreinindi að ræða og það hefur líka verið SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á SVÆÐAMÓTI Sovétrfkjanna, sem haldið var í Vilnus, kom þessi staða upp f skák Svorecki, sem hafði hvítt og átti leik, og Roman- ishins: ÞAÐ er löngu vitað að fjöllin við Hvalnes geyma dýra málma, en hitt vita ef til vill færri, að þarna ólst upp fólk gert af þvf undraefni sem ekkert fær bugað. Einar frá Hvalnesi var þjóðfrægur höfðingi og afrennt karlmenni. Þótt Einar gerði garðinn frægan uxu þar upp aðrir kvistir af sama meiði. Systir Einars Þórdfs Steinsen fæddist upp á Hvalnesi og bjó sfðar við * rausn á Hornafirði um skeið en fluttist til Reykjavikur og á nú heimili að Rauðarárstig 7 ásamt syni sínum Ólafi Steinsen. Það vildi svo til að ég og fjölskylda mfn hittum Þórdísi eitt sinn á krossgötum. Atvikin höguðu svo framvindunni á þann veg að minn betri helmingur hefur verið meira og minna í þjónustu Þórdís- ar síðan. Andlegt og líkamlegt atgervi konunnar er mikið og tekur þó höfðingslundin öllu fram. Oft hafa naprir vindar leikið um þessa kynbornu dóttur Austur- Skaftafellssýlu, en undraefnið frá Hvalnesi lætur ekki auðveldlega á sjá. Það „bognar aldrei, brotnar i bylnum stóra síðast“. Þórdís kann manna best að skýra frá og hlusta, en segja mætti mér að henni fyndist ekki um, þegar kvartsárir náungar eins og ég og mínir lfkar gera litlar rispur að stórum meinum. Aðalsmerki Þórdísar er að láta vitað að menn hafa leitað þangað eftir vinnu mjög fast enda vel borgað og menn því viljað leggja á sig að vinna í ryki fyrir gott kaup. En spyrja má, sagði einn, af hverju allt þetta fjaðrafok út af álverinu, við höfum hér áburðar- verksmiðju sem sendir frá sér gulan mökk, sem leggst yfir bæ- inn á stilltum dögum og er varla nein heilsubót að því? Er það HÖGNI HREKKVISI 26. Hxb7 + ! — Ka8, (Eftir 26. . . Kxb7, 27. Hb4+ — Ka7, 28. Dc5 + verður svartur mát) 27. Hb6 — Ka7, (Eða 27... cxb6, 28. Hxc8+ — Ka7, 29. Dc6 — Hb7, 30. Bxb6 + og mátar) 28. Hb7+ — Ka8, 29. IIb7+ — De6, 30. Dc5 og svartur gafst upp. Geysilega hörð keppni var á mótinu og á endanum urðu fjórir efstir og jafnir, þeir Balas- hov, Guljko, Tseshkovsky og Savon. Þeir hlutu allir 9 v. af 15 mögul. Þar eð aðeins þrfr komust áfram var teflt til úrslita og urðu þeir þá aftur jafnir. Þá voru reiknuð stig úr aðalmótinu og það varð Savon sem varð sá óhepþni. Hafið þið konfekt með sardínubragði? B&’ S\G&A V/öGA t \lLVt9AH ekki erfiðleikana snækka sig. Engu að síður hefur hún djúpa samkennd með öllu sem lifir og finnur til. Þrátt fyrir háan aldur ber prýðilegt handbragð þessarar konu órækt vitni um sköpunar- gáfu og listfengi þvf ekki fellur henni verk úr hendi einn einasta dag. í dag 3. marz. s.l. er Þórdis Steinsen nfræð. Megi henni end- ast þrek og heilsa í tíu ár til. Með þökk og virðingu. Rögnvaldur Sigurðsson og fjölskylda. bara mengun sem útlendingar eiga hlutdeild í hérlendis. Þessi hlið á mengunarumræð- unum hefur lítið komið fram og því er á hana minnzt hér og fleira af þessum umræðum við Velvak- anda verður ekki rakið hér, en mönnum boðið að hafa samband ef þeir vilja í framhaldi af þessu eða öðru sem þeir vilja benda á í þessum málum. Atvinnuleysis- dögum f ækkar ATVINNULEYSISDÖGUM fækk- aði nokkuð f febrúar, ef miðað er við janúarmánuð. AUs reyndust atvinnuleysisdagar f febrúar vera 9.880, en voru 14.175 mánuðinn áður. Alls voru 473 skráðir at- vinnulausir f mánuðinum á land- inu öllu f febrúar um lengri eða skemmri tfma, en f janúar voru þeir 637. í kaupstöðunum voru flestir skráðir atvinnulausir f Reykjavík eða 155, en voru 130 mánuðinn á undan, á Akranesi voru 25 skráðir atvinnulausir og á Akureyri 23. í öðrum kaupstöðum voru færri en 20 á atvinnuleysisskrá og f nokkr- um kaupstaðanna var enginn skráður atvinnulaus i mánuð- inum. 1 kauptúnum, sem hafa 1000 ibúa eða fleiri, reyndust flestir vera atvinnulausir á Selfossi 44 f stað 60 mánuðinum á undan. Og f kauptúnum, sem hafa færri en 1000 íbúa, voru flestir atvinnu- lausir f Hrfsey eða samtals 24 og hafði fjölgað um 6 i mánuðinum. NAMSKEIÐ Ný námskeið í matvæla- og næringarfræði hefjast í næstu viku. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFT- IRFARANDI ATRIÐI: 0 Grundvallaratriði næringarfræði. 0 Innkaup, vörulýsingar, auglýsingar. 0 Ráðleggingar, sem heilbrigðisyfirvöld margra þjóða hafa birt, um æskilegar breytingar á mataræði, til að fyrirbyggja sjúkdóma. 0 Fæðuval, gerð matseðla, matreiðsluaðferðir, tilbúning ýmissa rétta (sýnikennsla) með tilliti til áðurnefndra ráðlegginga. 0 Mismunandi framreiðsluaðferðir, dúka og skreyta borð fyrir mis- munandi tækifæri. 0 Hvað niðurstöður nýjustu vísindalegra rannsókna hafa að segja um offitu og megrunarfæði. MUNIÐ að rangar megrunaraðferðir eru mjög skaðlegar og geta valdið varanlegu heilsutjóni. VEIZT ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR ÁHRIF Á: 0 Andlegan, likamlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku. 0 Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. 0 Likamsþyngd þina, en hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra, sem eru of feitir. Aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænst besta árangurs i námi, leik og starfi. Upplýsingar og innritun í sima 4424 7 eftir kl. 8 á kvöldin Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.