Morgunblaðið - 09.03.1977, Page 30

Morgunblaðið - 09.03.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 NORÐURLANDAMOTiNU FLYTT ALLAR líkur eru á þvl að Norðurlandameistaramótið I Ivft- ingum verði fært fram um hálfan mánuð og haldið hérlendis dag- ana 23. og 24. apríl n.k. en ákveðið hafði verið að mótið færi fram f.vrstu helgina í mat. Leitaði lyft- ingasamhandið eftir því við sam- böndin á hinum Norðurlöndun- um að mótið yrði fært fram, þar • « • « \ ^ LANDSLIÐIÐ SENDI ÞAKKARKORT SÍÐASTA keppnisdaginn t Linz sátu landslíðspiltarnir sveittir við það að árita póstkort til islands. Þeir tóku sig til að skrifuðu þeim aðilum á íslandi þakkarkort. sem styrkt höfðu förina til Austurrikis. Má nefna að þeir sendu öllum ráðherrunum skeyti, skipverjum á bátum, sem gáfu peninga til fararinnar, ibúum á Tálknafirði. sem sömuleiðis gáfu peninga, Tobba i Val og fleiri og fleiri. Allir þessir aðilar fá væntanlega á næstu dögum póstkort með nöfn- um allra landsliðspiltanna og frí- merki. sem gefið var út i Austur- riki i tilefni keppninnar. sem óttazt er verkföll I maf- bvrjun. Sem kunnugt er fórst mótið fyrir sfðast er halda átti það hérlendis vegna yfirvofandi verkfalla. Tveir af stjórnarmönnum Lyft- ingasambands tslands hafa nýlega sagt af sér störfum. Voru það þeir Brynjar Gunnarsson, for- maður sambandsins, og Guðmundur Guðjónsson, gjald- keri. Hafa nýir menn verið kjörn- ir í þeirra stað. Verður Helgi Jónsson formaður sambandsins og Ólafur Sigurgeirsson var kjör- inn f stað Guðmundar. Stjórn Lyftingasambandsins hefur nú kjörið þrjá menn T nefnd til þess að sjá um Norður- landameistaramótið, en fram- kvæmt þess er viðamikið verk- efni. Tómas Jónsson æfir skíðafólk Víkings Skíðadeild Knattspyrnufélags- ins Víkings er með æfingar sfnar i Bláfjöllum á mánudögum og mið- vikudögum frá 19 — 21.30 og eru ferðir frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 18. Þjálfari Víkinganna er hinn kunni skíðamaður úr Ármanni, Tómas Jónsson. í skfða- landi Víkinga í Sleggjubeins- skarði er komin tálsverður snjór, en ennþá kýs keppnisfólkið þó að vera í Bláfjöllunum. Tom Pryce. Þessar myndir voru teknar af honum í Suóur-Afríku. Innsetta myndin áður en keppnin hófst, og myndin af honum í kappakstursbifreið sinni nokkrum mínútum fyrir slysið. TVEIR FÓRUST í „GRAND PRIX" SUÐUR-AFRÍKU varð Austurríkismaðurinn Niki Lauda, sem ók af gífurlegu öryggi og eftir að hann náði forystu þeg- ar búið var að aka sex hringi tókst engum að ógna honum. Tími Lauda f keppninni var 1:42:21,6 klst. í öðru sæti varð svo S- Afríkubúinn Jody Scheckter á 1:42,26,8 klst og þriðji varð Patrick Deapiller frá Frakklandi á 1:42,42,5 klst, í fjórða sæti varð heimsmeistarinn James Hunt frá Bretlandi á 1:42,51,1 Miklum óhug sló á keppendur í kappakstrinum og áhorfendur er slysið varð, enda var Pryce góður vinur margra keppinauta sinna. Einn þeirra sem tárfelldu er frétt- ist um lát Pryce var Emerson Fittipaldi, fyrrverandi heims- meistari í kappakstri. Gekk hann fram og aftur við brautina eftir keppnina og hélt höndum um höfuðið. Staðan í stigakeppni heims- bikarkeppninnar er nú sú, að Jody Scheckter frá Suður-Afríku sem ekur Wolf-Ford bifreið hefur hotið 15 stig, Niki Lauda frá Austurriki sem ekur Ferrari bif- reið og Carlos Reutemann frá Argentínu sem einnig ekur Ferr- ari hafa báðir hlotið 13 stig, fjórði er James Hunt frá Bretlandi sem ekur McLaren bifreið með 9 stig, en síðan koma jafnir með 6 stig þeir Carlos Pace frá Brasiliu og Emerson Fittipaldi frá Brasilíu. FIMLEIKA- MEISTARAMÓTIÐ Fimleikameistaramót jslands verð- ur haldiS dagana 26. og 27. marz n.k. f jþróttahúsi Kennaraháskóla ís- lands. Fyrri daginn fer fram keppni stúlkna, en karlakeppnin sfSari dag- inn. Keppnin hefst báða dagana kl. 15.00. Á meistaramótinu er keppt um meistaratign í hverjum aldursflokki, en auk þess um tignarheitið fim- leikameistari ársins f kvenna- og karlaflokki. Þann titil hljóta þau. sem flest hafa stigin að keppni lok inni og fer það ekki eftir aldri kepp- enda Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til skrifstofu FSÍ 14 dög- um fyrir mót. 27 ára kappakstursmaður frá Wales, Tom Pryce, og 19 ára slökkviiiðsmaður frá Suður- Afríku, Jansen van Vurren, létu lífið f „Grand Prix“ kappakstri sem fram fór á Kyalami brautinni f Suður-Afríku um helgina. Varð slysið með þeim hætti að einn kappakstursmannanna missti stjórn á bifreið sinni og lenti utan i grindverki við brautina. Kvikn- aði i bifreiðinni, og var öku- maðurinn hálf fastur í flakinu. Hinn ungi slökkviliðsmaður brá þegar við og ætlaði að hlaupa bif- reiðastjóranum til aðstoðar , en í því bar bifreið Tom Pryce að á um 240 kilómetra hraða. Lenti hún á slökkviliðsmanninum sem kastað- ist upp i loftið „eins og brotin brúða“, einsog sjónarvottar lýsa slysinu. Dunkur með slökkviefni sem slökkviliðsmðurinn hélt á kastaðist einnig upp i loftið og lenti siðan í höfuð Tom Pryce. Er álitið að dunkurinn hafi brotið höfuðkúpu kappakstursmanns- ins, en bifreið hans endasentist eftir brautinni, lenti i grindverki við hana, og valt síðan nokkrar veltur. Báðir mennirnir munu hafa beðið samstundis bana. Tom Pryce var kunnur kapp- akstursmaður, þótt ekki væri hann i fremstu röð. Þetta var i fertugasta og fyrsta sinn sem hann tók þátt í Grand Prix kapp- akstri. Meðal sjónarvotta að slys-' inu var Nella Pryce, eiginkona Tom Pryce, en hún hafði komið frá Maidstone í Bretlandi daginn áður til þess að fylgjast með manni sínum í kappakstrinum. Sigurvegari í kappakstrinum I Hreinn Halldórsson — á möguleika á að komast f úrslit á EM. FRJÁLSÍÞRÚTTAFÓLK VERBUR A FERÐ OG FLUGI - áætlaður kostnaður við utanferðir 10 millj. —Samskipti við útlönd verða meiri á þessu keppnistímabili heldur en nokkru sinni fyrr, sagði Örn Eiðsson, formaður Frjáslíþróttasambands fslands, f viðtali við Morgunblaðið í gær. — Segja má að fslenzkt frjálsíþrótta- fólk verði á ferð og flugi í allt sumar, og áætlaður kostnaður vegna þátttöku í mótum erlendis er um tíu milljónir króna. Ilvern- ig Frjálsíþróttasamhandið nær fjármagni til þess að standa straum af þessum kostnaði, er svo önnur saga, og satt að segja er erfitt að þurfa að viðurkenna það, að við höfum töluverðar áhyggjur af þvf að okkar fólk komist nú í fyrsta sinn áfram f Evrópubikar- keppninni, en slfkt yki enn kostn- aðinn verulega, sagði Örn. Hreinn Halldórsson, kúluvarpi, ríður á vaðið f keppni erlendis á þessu ári. Mun hann taka þátt í Evrópumeistaramótinu inn- anhúss sem fram fer á Spáni um næstu helgi. Ætti Hreinn að eiga nokkra möguleika á því að komast í úrslit á móti þessu, og yrði það sannarlega góð byrjuna í utan- ferðum frjálsíþróttafólksins, ef svo yrði. Evrópubikarkeppni landsliða karla og kvenna verður viðamesta verkefni Frjálsíþróttasambands- ins á keppnistímabilinu. Fer undankeppnin fram í Kaup- mannahöfn dagana 25. og 26. júní n.k. og eins og Örn Eiðsson sagði, er ekki ólíklegt að íslendingum takist nú í fyrsta sinrii að komast áfram i keppni þessari. Dagana 30. og 31. júlf munu íslendingar svo taka þátt í Evrópubikarkeppninni í fjöl- þrautum, þ.e. i tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna og verða Norðmenn og Danir keppinautar okkar í riðlinum. Þriðja Evrópu- mótið sem íslendingar taka væntanlega þátt í verður í Sovét- ríkjunum 19. — 21. ágúst. Er þar um að ræða Evrópumeistaramót unglinga, og er ekki talið ósenni- legt að 2 — 3 íslendingar verði sendir á það mót. önnur mót Kalott-keppnin mun fara fram í Finnlandí f ár dagana 23. og 24. júli og verða íslendingar þar með- al keppenda. Af öðrum mótum erlendis sem íslendingar taka þátt i n.k. sumar má nefna að Sovétmenn hafa boð- ið 4 ísiendingum á mót sem fram fer i Socchi dagana 28. og 29. maí og f júnibyrjun munu fjórir íslendingar taka þátt í mótum i Tékkóslóvakíu. Þá fer fram í Gautaborg í Svíþjóð heims- meistaramót öldunga dagana 8. — 14. ágúst, og verður væntanlega a.m.k. einn íslendingur sendur þangað. Á móti þessu keppa þeir sem eru 40 ára og eldri. Þá verður einnig landskeppni í tugþraut við Frakka og Breta dagana 17. og 18. september og fer sú keppni fram i Wales. Stærstu mótin sem fram munu fara hérlendis á keppnistímabil- inu, auk meistaramótsins og bikarkeppninnar, er landskeppni í kastgreinum við Dani sem fram fer snemma i júni og afmælismót Frjálsíþróttasambandsins sem fram fe í júli. —Við stefnum að því að fá er- lenda þátttakendur á afmælismót- ið, sagði Örn Eiðsson — og þá sérstaklega I 1500 metra hlaupið, en ákveðið er að það verði jafn- framt minningarhalup um Svavar heitinn Markússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.