Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák Svanasöngur á heiði Þá lá við ég fengi sjokk. þegar ég leit I Tímann á sunnudaginn og sá þar mynd af mér blásaklausum. Hvað eiga þessi ósköp að þýða? Hvers á ég að gjalda? Hvenær hefur slest upp á vinskapinn milli mín og framsóknar? Ég veit ekki annað en ég hafi sama sem gerst yfirlýstur framsóknarmaður þegar ég fór I Vlnarferðina I fyrra. Ég hef lengi ætlað aftur á Vlnarslóðir með hækk- andi sól I vor, en nú þegar þessi forljóta gamla mynd er birt af mér svo varla sést I andlitið á mér fyrir spiki og offitu. Hvar á bak eru gáfu- legu augun og brosið sem allar konur féllu fyrir fæddar & árunum milli heimstyrjalda? Klukkan slær tvö hér á Loft- leiðahótelinu og upp kemur svo- kölluð Pircbyrjun, eða nútlmaensk- byrjun. Ekki veit ég hver er munur- inn. Enskt mál- tæki segir. „Never put up til to morrow, what you can do to day" og meðan ég man, verð ég að biðja blaðamanninn Gunnar Stein hjá Þjóðviljanum af- sökunar, að I slðustu grein minni var hann kallaður Gunnar Öm, en sá góði mann starfar hér hjá Kynnis- ferðum h.f. sem gárungar eru farnir að kalla „Söguslóðir" eða eitthvað I þá veru. Generálkonsúll Albert er mættur með stóra sigarinn og llka einn af llflæknum mlnum, Snorri Snorrason fyrrverandi skólabróðir minn frá Akureyri. ____________SÓL ÚTI_____________ „Sól úti og sól inni". eins og segir I visunni. Nú ætla ég að gefa hér yfirlýsingu eða „ statement" sem hljóðar upp á það. að þetta verður nokkurs konar „Svanasöngur á heiði". þvi ég hef ákveðið að gefa sjálfum mér og þjóðinni fri I bili, þvl það er ekki vel séð að ég haldi öllu lengur áfram við þessa blekiðju. Bömin I skólanum eru orðin oróleg og að auki vil ég ekki eiga á hættu að fá tiltal frá bóndanum I Mjóafirði fyrir að nota tlmann I þessa árans vitleysu. Eins og mér hafði fyrir löngu kom- ið i hug þá er kappinn Hort komút af miklu músikfólki. Faðir hans var óbóleikari I symfónluhljómsveit, og auðvitað átti Vlastimil litli að læra að spila á hljóðfæri en var latur við að æfa sig svo að hann sneri sér fljót- lega að öðrum viðfangsefnum. Einar skákforseti segir mér, að gamall skútukall að vestan, nánar tiltekið faðir hans á nlræðisaldri, hafi tekið fram sparifötin og mætt hér á fimmtudagskvöldið til að horfa á hólmgönguna. MEÐ EINKARITARA___________ Nú er ég búinn að koma mér upp einkaritara einsog Harold Schonberg hjá New York Time hér á árunum. Lltil fjögurra ára gömul dama vestan af ísafirði er komin til að hjálpa afa slnum að skrifa um bersa og leóinn. Það fer að fara um mig þvl hingað I salarkynni Loftleiða er kominn einn af ástmögum þjóðarinnar, rithöf- undurinn og útvarpsmaðurinn Páll Heiðar, Ef ég væri ekki svona reiður við framsókn nú I þessari andránni. þá tæki ég saman pjönkur mínar hér og hyrfi af vlgvellinum með skottið á milli fótanna. Annar s er Páll ekki með nein upptökutæki svo ég ætti varla að vera I bráðri hættu. En slst af öllu vildi ég þurfa að lenda I skugganum af því stórmenni. Páll Heiðar er nefnilega framámaður I f ramsókn. í seytjándu ská þeirra Spasskys og Fischers kom upp þessi sama vörn. og I bibllu minni um skák, „Skákein- vlgi aldarinnar", var eftirfarandi skrifað: „Áður en sautjánda skákin var tefld, var dreift á meðal blaða manna og fleiri hinu fræga bréfi Gellers um stólinn, en um það má lesa annars staðar I þessari bók o.frv." Á öðrum stað í téðri bók stendur þetta (vel á minnst Spassky hafði hvltt: „Spassky lék biðleik. Erfitt er að segja um, hvort vinningur leynist I stöðunni, en eitt er vlst, að Spassky mun reyna hvað hann get- ur." Þá 1972 var jafntefli, og það spáir ekki góðu. Á hinn bóginn leynir sér ekki, að Ijónið er að brugga einhver launráð og er til alls vlst. SÉR í BOTN ________ÁSEXTUGU____________ Sextán leikjum lokið og allt að verða troðLullt I salarkynnum hótels- ins. Við I blaðamannaherberginu komnir með tvær kaffikönnur, það sem I þeim er kallar Hort reyndar ekki kaffi heldur bölvað piss þar sem sér á botn á sextugu eins og sagt var I gamla daga. Fjör færist I leikinn. Tónar skákarinnar berast hingað inn til okkar Gunnars Eyþórssonar. sem er skáksérfræðingur minn nú ( þessu andartakinu. Ég hef það fyrir satt, að nefndur Gunnar sé skákkóngur sjón- varps. útvarps og symfónluhljóm- sveitarinnar og er þá ef til vill ekki allt upp talið. Gunnar talar frönsku eins og Ella Pálma en ekki fara sögur af þvl að hann hafi náð tali af frú Marinu. Einhver jafnteflislykt ér far- in að berast hingað I suðurálmu hótelsins. Gunnar Steinn er að rekja garnirnar úr doktor Alster og spyrja hann um ferðina norður. í heimabæ mlnum var allt á kafi I snjó. en doktorinn lét vel af ferðinni. Hér á hótelinu sé ég marga akureyr- inga sem hafa brugðið sér hingað suður enda var vagga skáklistarinnar á Akureyri og I Grimsey einsog þjóð- in veit. Hér spranga um sali þeir Jóhann Snorrason, Margeir Stein- grimsson og fleiri frægir skákkappar frá höf ðustað norðurlands. Einn hér I hópi blaðamanna kvart- ar undan þvi. að ekki sé opinn bar fyrir þorstláta laugardagsdrykkju- menn, en við sem erum i afturbata mótmælum kröftuglega. Nóg er um drykkjuáráttuna i landinu. Hreinn Strandamaðurinn sterki er búinn að næla sér i Evrópumeistara- titil i kúluvarpi karla og þykja það miklar fréttir fyrir unnendur sports. Ó, Ó HVAR ÆTLAR ________ÞETTA AÐ ENDA_____________ 23. leikur og drottning hefur gert hrók höfðinu styttri á Einari einum. Nú hefur Sigurður varafréttastjóri tekið við skýringum fyrir þá sem styttra eru komnir og honum bregst ekki bogalistin frekar en fyrri dag- inn. 1972 var með einvtgi aldarinnar og hann hét og vonandi heitir enn Mr. Collins . Mr. Collins var fyrrver- andi kennari Fischers og mikill áðdá- andi hans. Þvi miður sést hann ekki lengur hér i Loftleiðasölum en hann var fatlaður og fór um í hjólastól. Aftur á móti hef ég komið auga á ungan áhugamann, sem mætt hefur hér á hverjum einvigisdegi og heitir sá Jóhann Pétur Sveinsson, nem- andi i Hamrahlíðinni. Jóhann ekur um i rafknúnum hjólastól og er fær í flestan sjó. Nú er kominn hingað i blaða- mannaherbergið stórmeistari Guðmundur gengur hljóðlega um sali einsog á að gera þar sem menn eru að störfum vinnandi heilavinnu (brainwork). Bragi á Dagblaðinu er týndur og ef einhver kemur auga á hann er Bragi beðinn að hringa heim til sin. Klukkan er hálf sex og einhver svifur hingað inn og segir að búið sé að semja um jafntefli. . Ó. ó hvar ætlar þetta að enda? Hvað á til bragðs að taka til að koma birninum á skrið? Af hverju mætir ekki Matthias rit- stjóri til að koma á einhverri sveiflu? Svanasöng i heiði er að Ijúka og dregur sig inn I hiði næstu daga og lætur Loftleiðahótelið lönd og leið og þakkar fjölmörgum lesendum auðsýnda samúð og blaðamönnum sæmilega kurteisi. b. Enn eitt jafnteflið Hvltt: Boris Spassky Svart: Vlastimil Hort Pirií vörn I. e4 — d6, 2. d4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. Rf3 (Ef Spassky hefði verið i raunverulegu baráttu- skapi hefði hann áreiðanlega leikið 4. f4 eins og í 17. einvigis- skákinni við Fischer) — Rf6, 5. Be2 — »-0, 6. 0-0 — c6, (6... Bg4 kemur hér einnig til greina) 7. a4 — a5, 8. h3 — Ra6, 9. Be3 (9. Bg5 kom einnig til greina) — Rb4, 10. Dd2 — Dc7, II. Hadl — He8, (Hér breytir Hort út af skák sinni við Lilje- dahl i Gautaborg 1971. Þar lék hann 11... Hd8. Framhaldið varð: 12. Dcl — Bd7, 13. Rd2 — Hac8, 14. Rc4 — b5, og svartur náði yfirhöndinni. Hort hefur þó áreiðanlega grunað að Spassky hefði endurbót á reið- um höndum, þvi heimsmeistar- inn fyrrverandi varð einmitt sigurvegari á fyrrnefndu móti i Gautaborg) 12. Hfel — Bd7,13. e5 — Rfd5, (Eftir 13... dxeð, 14. dxe5, Rfd5, 15. Rxd5 — Rxd5, 16. c4 — Rxe3, 17. Dxd7 stendur hvitur til vinnings) 14. Rxd5 — cxd5, 15. c3 — Rc6, 16. exd6 — exd6, (Rökrétt ákvörð- un. Eftir 16. Dxd6,17. Bf4 lend- ir svarta drottningin á hrakhól- um) 17. Bh6 — Rd8, 18. Bxg7 — Kxg7, 19. Hal — Re6, 20. Rh2 — (Hvítur reynir að ná sóknarfærum með þvi að koma riddaranum til g4) Dd8, 21. Bf3 (21. Rg4 strax yrði svarað með 21.. Dg5.) — Rc7, 22. Rg4 — Hxel+, 23. Dxel (Eftir 23. Hxel stendur peðið á a4 i upp- námi) — h5, 24. Re3 — Dg5, • bcda fgh 25. Dcl — Bxh3, 26. Rxd5 — Dxcl, 27. Hxcl — Rxd5, 28. Bxd5 Jafntefli. Eftir 28... Be6, 29. Bxb7 — Hb8, er staðan i fullkomnu jafnvægi. Tekst Mecking að jafna Hvitt: Lev Pólugaevsky Svart: Henrique Mecking Griinfeldsvörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 — d5 4. cxd5 (Uppskiptaafbrigðið, en það er talið hvassasta fram- hald hvits gegn GrUnfeldsvörn) Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Bc4 — c5 8. Re2 — Rc6 9. Be3 — 0-0 10. 0-0 — cxd4 11. cxd4 — Bg4 12. f3 — Ra5 13. Bd5!? (Mun algengara er 13. Bd3. Hinn gerði leikur er að- eins talinn leiða til jafnrar stöðu, en Polugaevsky hefur liklega viljað íáta reyna á eftir Margeir Pétursson byrjanaþekkingu andstæðings- ins) Bd7 14. Hbl — a6 15. Bxb7 — Ha7 16. Bd5 — Bb5! 17. a4 (17. Bg5 leiðir heldur ekki til neins eftir 17... Dd7 18. Khl — e6 19. Bb3 — Rxb3 20. axb3 — Bxe2 21. Dxe2 — Bxd4) Bxe2 18. Dxe2 — e6 19. Bc4 (I skák þeirra Spasskys og Beljavskys, flokkakeppni Sovétrikjanna 1975 reyndi hvitur hér 19. Bxe6?! Framhaldið varð. 19... Íxe6 20 d5 — Ha8 21. Bb6 — Dd6 22. Hfcl — Hab8! og svartur náði yfirhöndinni, þvi nú gengur 23. Bxa5 ekki vegna 23... Hxbl 24 Hxbl — Dc5+) Bxd4 20. Hfdl — Bxe3+ 21. Bce3 — Hd7! (Staðan er nú hnifjöfn) 22. Be2 — Hxdl 23. Hxdl — Dc8 24. Hcl — Db7 25. Kf2 — Db4 26. Dc3 — Hb8 27. Dxb4 — Hxb4 28. Hc8+ — Kg7 29. Ha8 — Rb3 30. Hxa6 Hér þáði Mecking jafnteflisboð Polugaevskys. Svartur vinnur peðið til baka eftir 30... Rc5. Hvitt: Henrique Mecking Svart: Lev Polugaevsky Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5 Rc3 — Rc6, 6. Bg5 — , (Rauser árásin svonefnda) — e6, 7. Dd2 — a6, 8. 0-0-0 — Bd7, 9. f4 — b5, (Algengara framhald er hér 9. . Be7 sbr. skák þeirra Karpobs og Liberzons sem birt- ist á laugardaginn) 10. Rxc6 — Bxc6, 11. Del — (Vænlegra framhald er sennilega 11. f5) — Be7 12. Bd3 — (Betra var 12. e5 sem leiðir til jafnrar stöðu eftir 12 .. Rd5 13. Bxe7 Dxe7 14. Re4) — Rd7, 13. Bex7 — Dxe7, 14. Dg3 — 0-0, 15. f5 — b4, (Sókn svarts á drottningar- væng er greinilega sterkari en sókn hvíts á kóngsvæng) 16. Re2 — Rc5,17. fxe6 — fxe6,18. De3 — Da7, (Hótar 19... Rbe+ Leiknum er einnig ætlaó að ein- falda taflið með hliðsjón af stöðunni i einviginu) 19. Kbl — Rxd3, 20. Dxa7 — Hxa7, 21. cxd3 — Hf2, (Svartur stendur greiniiega betur í endataflinu, vegna þess að hann hefur virk- ari hróka ) 22. Rd4 — Bd7, 23. Hcl — (Hvftur reynir að fórna peði fyrir mótspil. Eftir 23. Hhgl — e6, 24. Rf3 — Hc7, væri hann algjörlega án gagn- færa) — Hxg2, 24. Hc2 — Hxc2, 25. Rxc2 — a5, 26. Kcl — Ba4, 27. b3 — Bb5, 28. Kd2 — Hf7, 29. Rd4 - Bd7. 30. Ke3 - e5, 31. Rf3 — Kf8, (Óskiljanleg- ur leikur. Eftir 31 .. . h6 eða 31... Bb5 hefði svartur dágóða vinningsmöguleika. Eftir hinn gerða leik snýst taflið við í einu Framhald á bls. 47 Larsen í erfiðri aðstöðu EINS OG flestir bjuggust við var ekkert að hafa fyrir Larsen i biðskákinni úr fimmtu um- ferð einvígisins við Portisch. Reyndar er það flestum ráðgáta hvers vegna stórmeistararnir héldu svo lengi áfram með bið- skák sem virtist snemma aug- Ijóst jafntefli. Staðan í einvígjunum BORIS SPASSKY - VLASTIMIL HORT 4:3 Attunda skákin verður tefld á Loftleiðum i dag og hefst kl 17 og hefur Hort hvitt. LEV POLUGAJEVSKY — HENRIQUE MECKING 3:2 Skákmeistararnir eiga biðskák, þar sem Mecking er talinn eiga vinningsmöguleika. Teflt áfram f dag. VICTOR KORCHNOI — TIGRAN PETROSJAN 2:2. Sovétmennirnir eiga biðskák frá i gær, þar sem Korchnoi hefur mun betri stöðu. Skákin verður tefid áfram f dag LAJOS PORTISCH _ BENT LARSEN 4:2 Sjöunda skák þeirra verður tefld á morgun. eftir Bjöm Bjarman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.