Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15> MARZ 1977 15 Frá barnabókasvningunni finnsku eins konar úttekt og yfirlit um þróun myndabóka fyrir börn í Finnlandi, en hvernig til hefur tekizt í þvi efni vill undirritaður ekki álykta vegna ónógra kynna. Mig undrar mjög hve fáir hinna ágætu grafík-listamanna Finn- lands í dag eiga hér verk, og máski bendir það til þess að Finn- ar séu undír sömu sök seldir og íslendingar í því efni að leita ekki til beztu listamanna sinna um verkefni á þessu sviði. Allt um það er sýning þessi mjög áhuga- verð og verðskuldar að bæði lista- menn og almenningur gefi henni fyllsta gaum, að ekki sé talað um útgefendur barnabóka hérlendis. Hér er um vandasamt menningar- svið að ræða og er ljóst að Finnar hafa hvergi kastað til höndum við gerð myndabóka fyrir börn, a.m.k. ekki að því er varðar þær bækur er við sjáum á þessari sýn- ingu, svo og þau frumverk er einnig getur að líta þar á veggjum og skilrúmum. Skilrúm þau er nú eru komin í Norræna húsið eru mjög hentug og gefa mikla mögu- leika á aukinni fjölbreytni bæði í anddyri og sýningarsölum í kjall- ara. Ljóst er að finnsku listamenn- irnir kunna sitt fag, og skynja mikilvægi þess að opna æskunni heima ævintýranna. Bækur eru hér fallegar og vel til þeirra vandað og hér er vissu- lega gengið út frá þeirri frum- reglu að fj’rir börn sé einungis það vandaðasta nógu gott. Gef ég þessari sýningu mín beztu með- mæli og vona að sem flestir leggi leið sina i Norræna húsið til að njóta hennar sér til mikils ávinn- ings. Kynning Ástu Sigurðardóttur Nýlokið er hér kynningu á verk- um Ástu Sigurðardóttur. í sam- komusal voru hljómleikar og upp- lestrar úr verkum hennar ásamt ræðuhöldum um list hennar og persónuleika. í anddyrinu gat svo að lita nokkur verk hennar i myndlist, svo og myndverk er aðr- ir gerðu af henni sjálfri, en hún var sem kunnugt er fyrirsæta í listaskólum borgarinn um árabil og festu þá margar listspírur svip- mót hennar á blað og léreft. Verk Ástu á myndlistarsviði bera vott um að hér var á ferð mjög tilfinningarík persónu, máski um of hreinskilin í harla lokuðu samfélagi. Raunverulega var hér um hetju að ræða, stór- brotna manneskju og mætti ævi- skeið hennar verða mörgum til nokkurs lærdóms. Hún var nakin fyrirsæta i listaskólum á þeim timum er slikt vakti athygli og miður loflegt umtal i hennar um- hverfi. Hér kom ekki að haldi þótt slikir fordómar séu nú fundnir léttvægir af flestum þótt minni- hluti sem allstaðar er til láti hneykslast, — og meira ber á hér í fámenninu en erlendis. Mikið var andrúmið eðlilegra og frjáls- ara er komið var í erlenda lista- skóla þar sem menn teiknuðu naktar fyrirsætur á öllum aldri og litið var á fyrirsætustarfið sem hvert annað starf. Þar lærði maður um fegurðina i nektinni — fordómalausa fegurð. Fordómum og siðvenjum verður þó ekki breytt að geðþótta án þess að til áfalla leiði fyrir þann er gengur i berhögg. Asta Sigurðardóttir Myndverk Ástu bera vott um heitar kenndir, eirðarlausa sál og tilfinningarikt hjarta og vissulega koma hér fram hæfileikar, en eðlilega óþroskaðir og lítt mót- aðir. Ásta átti dreymandi innsýn til hins dulúðga og þeir sem litu í augu hennar á þessum tímum munu seint gleyma þeim hugar- heimi er þau opinberuðu. Ég kynntist Ástu ekki persónulega, en mætti henni oft og er hún mér minnisstæð og hugþekk. Það er lofsvert framtak að koma þessari kynningu á framfæri, öll kynning listar og listamanna er þakkar- verð sem framlag til framtiðar, forvitnileg og athyglisverð í einni eða annarri mynd. Bragi Asgeirsson. skemmtilegu glettni. Leikrit af slíku tæi eru engu sfður vand- meðfarin en sum veigameiri verk, ef gamanið og glettnin eiga ekki að vera að ýkju- og ærsla- kenndum óskapnaði. En það hefur litt vönum leikstjóra og leikendum á Logalandi tekizt mætavel að varast, án þess þó að glopra niður þeim kostum, sem leikritið er gætt. Aðal kvenhlutverkin leika Ósk Guðlaugsdóttir og Steinunn Garðarsdóttir, sem báðar eru hús- freyjur á Grímsstöðum, en með hlutverk eiginmanna þeirra fara Ármann bóndi Bjarnason á K^al- vararstöðum og Þorsteinn Péturs- son kennari á Hömrum. Eru öll þessi hlutverk leikin með ólíkind- um vel, og er erfitt að gera mun á hverjum bezt tekst. Hlutvek hins sýndarvelviljaða heimilisvinar leikur settlega og af viðeigandi glæsimennsku Kristófer kennari Kristinsson í Reykholti. Þá er þjónustustúlka, sem frú Ólöf Guðmundsdóttir í Reykholti leikur. Hún kemur ekki mikið við sögu, en samt tekst henni að gera sig minnisstæða með mjög eðlileg- um svipbreytingum og málrómi, sem hvort tveggja hæfir stöðu hennar, en túlkar þó heilbrigða dómgreind og spottkennda kfmni. Loks eru tveir „burðarmenn", sem eru ekki á sviðinu nema fáar mfnútur en koma þannig fram, áð þeir verða alls ekki utangátta f minni leikhúsgestanna. Burðar- mennina leika Þórir trésmfða- meistari Jónsson í Reykholti og Bernhard Jóhannesson í Sólbyrgi. Leikstjórn hefur annazt Jónína Kristjánsdóttir úr Keflavík, sem ég hef ekki heyrt áður getið sem leikstjóra. En hvað sem því líður hefur tekizt svo gott samstarf með henni og hinum átta leikendum, að ég tel ekkert ofmælt af þvf sem ég hef sagt um það efni. Allt það fólk sem fram kemur i leiknum, vinnur daglangt tíma- frek störf heima fyrir, og samt hefur það lagt á sig vikum saman seigþreytandi æfingar án þess að geta gert sér von um önnur laun en góðan og velmetinn árangur. Og hvort sem þetta gerist f Reyk- holtsdal eða annars staðar á landi hér gefur það fordæmi, sem vert er um að geta einmitt nú, þegar margur maðurinn virðist fá litla fullnægju f skyldustörfum sínum, en finnur þó að þeim loknum ekkert jákvætt sér til hugnunar og streitubóta. Guðm. Gfslason Hagalfn Kammertónleikar Pina Carmirelli og Ámi Kristjánsson FIÐLUSÖNOTUR Mozarts eru um margt sérkennileg tónlist. Eins og til þeirra er stofnað, standa þær í flokki með svo nefndri „kammertónlist", en ekki með átaksverkum, þar sem einleikarar, geta sýnt getu sina. Einfaldleiki verkanna leyf- ir ekki hástemmdan og kraft- mikion flutning en gerir aftur á móti mjög strangar kröfur um nákvæmni i tóntaki og þó sér- staklega þann hæfileika að merkja þetta einfalda tónmál inntaki og tilfinningu. Að hlusta á slíka tónlist og þá átaksmiklu, má likja við að njóta náttúrunnar annað hvort með því að ganga á fjöll, sam- lagast henni eða njóta hrika- leika hennar af góðum útsýnis- stað Mozart var i meðferð Carmirelli og Árna eins og ein- verustund í friðsaelum hvammi. Duo í A-adúr eftir Schubert er fögur og yndisleg tónsmið í tónlist Schuberts verður meira vart við manninn og þær til- finningar sem samtið hans voru heilagar, en i verki Mozarts. í leik Carmirelli gætti nú meiri hita og brá víða fyrir þeim glampa heiðrikju, sem Schubert trúði á og taldi frá Guði komna, en hann sjálfur væri aðeins verkfæri stórkost- legrar sköpunar almættisins. Allur flutningur verksins var mettaður virðingu og lotningu Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Pina Carmirelli Ámi Kristjánsson fyrir fegurðinni. Þeir sem vilja frekar njóta stórkostlegs út- sýnis náttúrunnar en að sam- lagast henni, hefðu kosið að hlýða á þróttmeiri viðfangsefni í meðferð þessara snillinga, og i siðasta verki tónleikanna gafst þeim kostur á að hlýða á eitt svipmesta tónverk tónbók- menntanna, fiðlusónötu nr. 9, op 47 eftir Beethoven, sem nefnd hefur verið Kreutzersónatan eftir manni þeim er hann tileinkaði verkið . Verkið er bæði tæknilega og i túlkun mjög erfitt, en i höndum þessara snillinga var verkið mettað skapandi krafti án allrar áreynslu. Samleikur Carmirelli og Árna var i einu og öllu stórkostlegur. mest seldi bíll 1976 . ,A*£-' 7i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.