Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
GRANI göslari
©PIB
COflNMCIN
Við skulum ekki berjasl pið staðreyndirnar?
Ilvað áttu mikið af happdrættislánamiðum?
Heyrðirðu ekki hvað ég
sagði: Ef þú hreyfir þig úr
stað, þá afgreiði ég konuna
þfna?
Jú, á skrifstofunni höfum við
heyrt manninn yðar segja frá
yður, en ég hélt það væru ýkj-
ur!
Eru sumar konur
ekki einstaklingar?
„A sama tíma og fæðingarorlof
kvenna er rætt í dagblöðum rek ég
mig á það að þessar 1450 þúsund
krónur skerða einstaklingsrétt
fleiri kvenna en þeirra sem eru
vanfærar. Því ef gift kona á tekju-
hærri mann en nemur þessum
1450 þúsund kr. en verður samt að
vinna úti til að endar nái saman og
verður fyrir því óláni að missa
atvinnuna þá er hún ekki sjálf-
stæður einstaklingur lengur gagn-
vart atvinnuleysistryggingarsjóði,
því atvinnuleysisbætur hennar
takmarkast við þessar tekjur
mannsins.
Greiða ekki allar útivinnandi
konur einnig í þennan sjóð? Það
hefur mér skilizt af dögblöðunum
þar sem framangreint er lítillega
nefnt. En snúum okkur aðeins að
blessuðum körlunum. Hverj^r
tekjur þeirra hafa verið síðustu 12
mánuði áður en þeir misstu vinn-
una breytir engu hvort þær voru
500 þúsund eða 5 milljónir. Hvers
eiga þær konur að gjalda sem voru
svo barnalegar að gifta sig án þess
að kanna fyrst að í svona tilvikum
er réttur þeirra sem einstaklings
ekki hærra metinn en ambáttar
fyrr á tímum og þær dæmdar sem
þjónar manna sinna.
Við þyrftum að sjá það fyrir
áður en við göngum i hjónaband,
hvort menn okkar verða algjörir
lágtekjumenn svo að við höldum
einstaklingsrétti okkar gagnvart
sjóði þessum, eða það miklir há-
tekjumenn að við þyrftum ekki að
leita til sjóðsins, og fá auðmýkingu
í kaupbætur. Því segi ég: „Konur
varið ykkur á meðalmanninum,
verði þetta ekki leiðrétt."
Við sem þetta reynum erum
flestar með stór heimili þar sem
tekjur mannsins duga ekki til
framfærslu en sjóðurinn tekur
ekki tillit til fjölskyldustærðar.
Sýna þessi furðulegu lög að við
séum það sjálfstæðir einstaklingar
að meti ráðamanna, að við getum
alið upp nýta sjálfstæða þjóðfé-
lagsþegna? Það skyldi þó ekki
verða það næsta sem maður fréttir
að lög hefðu verið sett um að
kosningaréttur okkar verði mið-
aður við tekjur eiginmannsins?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Öryggisspilamennska svokölluð
getur verið á ýmsan veg. Venju-
lega er hún bundin við meðferð
ákveðins litar en getur þó verið
bundin stöðu spils í heild.
1 dag reyna lesendur þessa þátt-
ar aó leysa úrspilsþraut en lausn
hennar er tengd upphafsorðum
þessa pistils.
Suðurgefur, allir utan.
Norður Suður
S. 84 S. ÁK965
II. 97642 II. —
T. Á85 T. 104
L.963 L. ÁKD1075
Suður er sagnhafi i fimm iauf-
um. Hann opnaði á tveim laufum
sterkum og vestur sagði tvö
hjörtu, sem austur hækkaði i
þrjú.
Vestur spilar út hjartaás, sem
suður trompar og tekur á spaðaás,
allir með. Hvaða spilaaðferð
gefur mestar vinningslíkur?
Þetta virðist auðvelt spil við
fyrstu sýn. Ef svörtu litirnir
liggja jafnt skiptir á höndum
austurs og vesturs eru tólf slagir á
borðinu. En þaó er iíka undan-
tekningin.
Legan, sem þarf aó vernda sig
gegn er, að hvorugur svarti lit-
urinn liggi jafnt skiptur. Tveir
tapslagir eru hugsanlegir á spaða
og einn tígulslagur. Við þurfum
því að reikna með þessari legu:
Vestur Austur
S. D1073 S. G2
II. ÁKG103 II. D85
T. D96 T. KG732
L. 4 L. G82
Og lausnin er því, að suður tek-
ur á spaðakóng og spilar lágum
spaða. Þegar vestur er með er
látinn tigull frá blindum. Vestur
fær slaginn og sama er hvað hann
gerir. Hann spilar væntanlega
tígli, tekið með ás og farið heim á
tromp. Aftur spaði og síðasti
tígull blinds látinn í slaginn. Nú
er einfalt að trompa séinni tígul
suðurs í blindum.
R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI
Framhaldssaga eftir Manu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
55
ástandið var. En hann skeytti
engu um ráðleggingar mfnar og
hann sagði engum frá þvf og
hann fór heldnr ekki til sér-
fræðings eins og ég ráðlagði
honum... hann var hress og
honum hafði aidrei orðið mis-
dægurt og hann var Iffsglaður
og hafði fyrirlitningur á sjúk-
dómum og vildi þar af leiðandi
sfzt viðurkenna að hann væri
sjálfur veikur...og þvf fór
sem fór ...
—Gabriella virðist vera á
þeírri skoðun, að það hafi verið
eitthvað dularfuilt við dauða
hans .... Mér skilst að fram-
koma Helene hafi vakið með
henni þá hugsun.
Þetta var ekki spurning, en
Christer horfði fast á lækninn,
sem leit undan . .. og virtist af
miklum fjálgleik vera að
hreinsa pfpu sína.
Þegar hann svaraði loks var
nú komið að honum að bera
fram spurningu:
—Því ekki að ræða þetta
beint við Helene sjáifa... ?
Og þetta varð svo kveikjan að
öðru samtali dagsins, sem varð
satt að segja hálf vandræðalegt
öðru hverju
Christer Wijk hafði heðið
mig að koma með, tíl að þetta
lití út sem venjuleg heimsókn,
að minnsta kosti til að byrja
með og þvf sátum við nú f púss-
aðri og hreinni dagstofu
Helene Malmer og reyndum að
halda gangandi innihaldslausu
kurteisissamtali. Christer
ákvað þó loksins að ráðast til
atlögu. Hann kveikti f sfgarettu
fyrir Ijóshærðu konuna sem sat
á móti honum og sagði hægt:
—Myndi þér finnast ég mjög
ósvffinn ef ég bæði þig að svara
nokkrum spurningum, sem eru
sannast að segja dálftið nær-
göngular?
Svipurinn f kuldalegum
bláum augunum varð dálftið
hikandi en hún tautaði lágt:
—Ætli maður sé ekki orðinn
ýmsu vanur. Komdu bara með
það.
—ftg geri ráð fyrir að þú vitir
hvað felst f erfðaskrá tengda-
föður þfns?
—Já, hún kinkaði kolli — ftg
erfi býsna margar milljónir.
—Og hver heldurðu að sé
ástæðan fyrir því.
—Tja, ég býst við honum hafi
allt' f einu dottið það f hug. Það
hefur alltaf verið hlýtt á milli
okkar....
—Neir, svona nú, Helene.
Þetta er út i hött og það veiztu
fullvel. Hann hefur minnkað
arf Ottos eins mikið og honum
er unnt lögum samkvæmt og f
stað þess verður þú einn aðal-
erfinginn. Það gerir maður
ekki bara af þvf manni detti
það allt f einu f hug ... það
hlýtur að liggja eitthvað annað
að baki...
Hún tók stóran reyk, blés frá
sér og sagði svo af beizkri
hreinskilni, sem að minnsta
kosti snarf mig óþægilega.
—Já, ég býst við að eitthvað
annað hafi legið að baki.
Frederik var skynsamur gam-
all maður og vissi lengra en nef
hans náði. Hann hefur vitað að
ætti ég sjálf næga peninga
myndi mér verða auðveldara —
að fá loksins skilnað: Það er
ekki sérlega einfalt að ráðast f
það ef maður er bæði févana og
menntunarlaus ein og ég ... En
nú .. nú verður yndislegt að
geta farið héðan og þurfa ekki
að umgangast Otto dag og
nótt...
—En hvað er eiginlega að?
spurði Christer rólega.
Hún hló hörðum móðursýkis-
legum hlátri og reis skyndilega
upp og gekk út að glugg'anum.
Hún stóð þar og sneri baki f
okkur og ég sá að hún var
spennt elnsog bogi.
—Þú spyrð hvað sé að? Jú, ég
skal segja þér það. Allt er
ömurlegt og vítlaust ... Ég hef
aldrei elskað Otto. Það voru
feður okkar sem ákváðu ráða-
haginn, þó að við lifum á tutt-
ugustu öldinni. En ég hafði
heldur ekkert á móti þeirri
ákvörðun, þvf að mér fannst
Otto Malmer glæsilegur tnaður
og geðslegur f betra lagi og ég
var reiðuhúin að elska hann og
var sannfærð um að við gætum
orðið hamfngjusöm saman. Og