Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
23
1. deildin í körfuknattleik
Ármenningar úr Jeik
eftir tapið gegn ÍS
STUDENTAR gerðu endanlega út um vonir Armenninga um að verja
meistaratitil sinn frá þvf ( fyrra er þeir unnu þá 102 — 98 ( afar
skemmtilegum og spennandi leik, eftir að staðan (leikhléi hafði verið
56 — 47. Þetta var 4. tapleikur Ármenninga ( röð og virðast þeir nú
algjörlega heillum horfnir.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn framan af, en Ármenningar náðu þð 5
stiga forystu á 9. mfnútu, 28 — 23, en stúdentar voru ekki á þvf að gefa
sig og eftir 4 mfnútur höfðu þeir snúið dæminu við og náð 5 stiga
forystu, 37 — 72, og frumkvæðinu héldu þeir til leiksloka en f leikhléi
var staðan 56 — 47.
Ármenningum tókst svo aldrei
að ógna sigri stúdenta verulega
þó að þeim tækist að minnka
muninn talsvert, eða niður i 4
stig, 82 — 86, á 15. minútu og á 20.
minútu var aðeins 2 stiga munur,
99 — 97, en stúdentar voru sterk-
ari og unnu verðskuldaðan sigur
og jafnframt kærkominn, þvi að
enn hafa þeir ekki unnið önnur
lið en botnliðin.
Þetta var bezti leikur stúdenta i
langan tima og réðu Ármenningr
ekkert við þá Bjarna Gunnar
Sveinsson og Jón Héðinsson, sem
voru mennirnir á bak við sigur-
inn, en Guðni Kolbeinsson átti
einnig góðan leik svo og þeir
Steinn Sveinsson og Ingi Stefáns-
son, en stigin fyrir liðið skoruðu:
Bjarni Gunnar Sveinsson 38, Jón
Héðinsson 18, Steinn Sveinsson
17, Ingi Stefánsson 15, Guðni Kol-
beinsson 12 og Helgi Jensson 2
stig.
Það var sama sagan og venju-
lega hjá Ármenningum, þeir Jón
Sigurðsson og Símon Ólafsson
voru aðalmennirnir og af 98 stig-
um liðsins skoruðu þeir 67. Ann-
ars átti liðið fremur slakan leik og
virðist sem áhuginn sé eitthvað að
dofna hjá þeim.
Stigin fyrir Ármann skoruðu:
Símon Ólafsson 34, Jón Sigurðs-
son 33, Jón Björgvinsson 11,
Björn Magnússon 9, Björn
Christiansen 5, og þeir Hallgrim-
ur Gunnarsson, Haraldur Hauks-
son og Guðmundur Sigurðsson 2
stig hver.
HG
ÍR hélt upp á 70 ára
afmælið með sigurleik
fR-ingar héldu upp á 70 ára afmæli félagsins með góðum sigri yfir
Njarðvfkingum f 1. deild karla f körfuknattleik, 79 — 75. t leikhléi var
staðan 40 — 33 þeim f vil. Með þessum sigri styrktu fR-ingar stöðu sfna
f deildinni verulega, þeir hafa náð 22 stigum og eiga eftir að leika við
Ármann. Vinni þeir þann leik eru þeir orðnir fslandsmeistarar, en
takist þeim það ekki eru þeir öruggir með aukaleik um efsta sætið,
sem yrði þá gegn KR, sem er eina liðið, sem á möguleika á því að ná
fR-ingum að stigum og til þess þurfa þeir að vinna bæði UBK og
Njarðvík.
Framan af fyrri hálfleik var
leikurinn afar jafn, þó að ÍR-
ingar hefðu alltaf frumkvæðið og
var jafnt á öllum tölum frá 6—6
til 26—26, en þá tókst ÍR-ingum
loks að ná nokkru forskoti og
munaði þá mest um góðan varnar-
leik þeirra og góðan leik Agnars
Friðrikssonar sem hitti geysi vel,
og í leikhléi var staðan orðin 40 —
33, þeim í vil.
Njarðvíkingum tókst svo að
minnka muninn niður í 1 stig i
upphafi seinni hálfleíks, 42 — 41,
en ÍR-ingar voru mun ákveðnari
og baráttuglaðari og juku þeir
muninn strax nokkuð og voru all-
an tímann öruggir með sigur.
Leiknum lauk svo eins og áður
sagði með sigri ÍR, 79 — 75.
Þessi leikur var vel leikinn og
skemmtilegur, einkum af hálfu
ÍR-inga sem börðust af krafti all-
an tímann og virtist sem þeir
hefðu aldrei hugsað sér annað en
sigur i leiknum. Beztu menn liðs-
ins í þetta sinn voru þeir Agnar
Friðriksson og Kristinn Jörunds-
son, en annars átti liðið góðan leik
i heildina og virðist leikur liðsins
fara batnandi með hverjum leik.
Stigin fyrir ÍR skoruðu: Agnar
Friðriksson 22, Kristinn Jörunds-
son 21, Kolbeinn Kristinsson 14,
Þorsteinn Hallgrímsson 9, Jón
Pálsson 7, Jón Jörundsson 6,
Stefán Kristjánsson 2.
Njarðvíkingar voru nokkuð frá
sinu bezta I þessum leik og var
baráttan i liði þeirra óvenju lítil
og munaði þar miklu um Geir
Þorsteinsson, sem ekki gat leikið
með vegna meiðsla. Hjá þeim bar
mest á Gunnari Þorvarðarsyni og
Stefáni Bjarkasyni, en stigin fyrir
liðið skoruðu: Gunnar og Stefán
16 hvor, Kári Marisson 12, Þor-
steinn Bjarnason 9, Guðsteinn
Ingimarsson og Jónas Jóhannes-
son 8 hvor, Brynjar Sigmundsson
6.
HG
Jöfn og skemmtileg keppni
ÞÓTT ekki næðust beint stðrafrek á Meistaramóti Islands í lyftingum, sem háð var
um helgina, þá var mótið jákvætt að mörgu leyti. Það bauð upp á harða og mjög
skemmtilega keppni í flestum flokkanna, en auk þess komu fram nokkur ný og mjög
efnileg efni, sem áreiðanlega eiga eftir að láta að sér kveða f lyftingum f
framtíðinni.
Að þessu sinni höfðu aðeins
þeir rétt til þátttöku sem náð
höfðu sérstökum lágmarksárangri
sem Lyftingasambandið ákvað.
Það vekur þvi nokkra athygli
hver hlutur Akureyringa er, en af
25 skráðum þátttakendum voru 7
frá ÍBA. Þeirra fremstur var
Hjörtur Gíslason, kornungur lyft-
ingamaður, sem krækti i islands-
meistaratitilinn í 90 kg flokknum
eftir mjög harða og spennandi
keppni við þá Magnús Óskarsson
Á, og Ólaf Sigurgeirsson, KR.
Jafnaði Hjörtur um Ieió elzta
islenzka lyftingametið, en það er
jafnhending Óskars Sigurpáls-
sonar upp á 155 kg, sem Óskar
setti i þessum þyngdarflokki er
hann varð þriðji á Norðurlanda-
meistaramóti unglinga fyrir
röskum áratug. Án efa er Hjörtur
lyftingamaður sem mikið á eftir
að láta að sér kveða, en hann er
aðeins 18 ára gamall. Er hann
ákveðinn og harður keppnis-
maður, og einnig er hann afar
„tekniskur", en allt þetta þrennt
er gott vegarnesti á leiðinni að
stórárangri.
Akureyringar eignuðust annan
íslandsmeistara, Kristján M. Fals-
son, í 82,5 kg flokknum, og einnig
urðu tveir ÍBA-menn i öðru sæti i
sínum flokkum.
Fyrir utan metjöfnun Hjartar
Gíslasonar sáu ekki fleiri met
dagsins ljós i þyngri flokka
keppninni, en þrjú met voru sett
um morguninn. Var þar að verki
Ármenningurinn Þorkell Þóris-
son en hann bætti sín fyrri met i
snörun, jafnhendingu og saman-
lögðu i 52 kg flokknum. Gústaf
Agnarsson virkaði mjög sterkur á
mótinu en samt mistókst honum
að setja Norðurlandamet i
snörun. Ekki virðist hann skorta
kraft heldur frekar örlitlu betri
tækni, eða einfaldlega aðeins
meiri heppni. Sennilega mun
Gústaf lika lyfta vel fái hann mót-
stöðu, en hann var eini
keppandinn i sínum flokki.
Verður gaman að fylgjast með
hvernig Gústaf mun vegna á
Norðurlandameistaramótinu, sem
er framundan.
Ml í lyftingum:
Erfitt er á þessari stundu að
segja hvernig íslenzkir lyftinga-
menn standa gagnvart Norður-
landameistaramótinu sem fram
fer hér í Reykjavík eftir um 5
vikur. Mestar vonir er hægt að
binda við þá Gústaf Agnarsson og
Guðmund Sigurðsson, en erfiðara
er að segja um léttari flokkana.
Guðmundur Sigurðsson keppti
ekki á þessu móti, en var þess f
stað þulur mótsins og leikstjóri.
Innti Guðmundur það hlutverk
mjög vel af hendi. Veitti hann að
jafnaði greinagóðar upplýsingar
um keppendur og met og árangur
í þeirra flokki, einkenndist og öll
framsetning hans af mikilli rögg-
semi. Aðspurður um .ástæðuna
fyrir að keppa ekki á mótinu,
sagðist Guðmundur ekki vera
nógu ánægður með keppnisform
að þessu sinni, en hann er að
byggja sig upp fyrir NM, en þar
vonast hann til að gera vel. Þá
sagðist Guðmundur hafa ákveðið
að láta aðra um hituna að þessu
sinni, það mundi efla þrótt þeirra
til meiri afreka.
í fáum orðum sagt, er óhætt að
fullyrða að þetta islandsmeistara-
mót í lyftingum hafi boðið upp á
nokkuð skemmtilega keppni, en
það jákvæðasta við það var að í
ljós eru að koma nokkrir mjög
efnilegir og upprennandi
lyftingamenn sem gaman verður
að fylgjast með. Ætti þessi
skemmtiiega íþróttagrein ekki að
þurfa að óttast framtíðina, verði
rétt á málum haldið. Urslitin urðu
annars:
FLOKKUR 52 KG:
Þorkell Þórisson A,
Þorvaldur
KR
FLOKKUR 56 KG:
62,54-80=142,5 kg
Rögnvaldsson,
37,5+60= 97,5 kg
Helgi R. Auðunsson, KR 57,5 + 70=127,5 kg
Viðar Eðvarðsson, ÍBA 55,0+70=125,0 kg
FLOKKUR 67,5 KG:
Kári EKasson, Á 95,0+120,0=215,0 kg
Birgir Borgþórsson KR 67,5+ 97,5=165,0 kg
Guðmundur Helgason, A70,0+ 92,5=162,5 kg
Gfsli Ólafsson, tBA 62,5+ 82,5= 145,0 kg
FLOKKUR 75 KG:
Guðgeir Jónsson, Á 95,0+120,0=215,0 kg
Freyr Aðalsteinsson,
lBA 85,0+120,0=215,0 kg
Þorsteinn Leifsson, KR 80,0+100,0= 180,0 kg
FLOKKUR 82,5 KG:
Kristján M. Falsson,
iBA 107,5+132,5=240,0 kg
FLOKKUR 90 KG:
Hjörtur Gfsiason, IBA 117,5+155,0=272,5 kg
Magnús Óskarsson, Á 120,0+150,0=270,0 kg
Ágúst Kárason, Á 90,0+122,5=212,5 kg
FLOKKUR 100 KG:
Snorri Agnarsson, KR
Björn Hrafnsson, KR
105,0+150,0=255 kg
100,0+130,0=230 kg
— ágás
1. deild kvenna:
Fram - Víkingur
EINS og vnnta mátti vann Fram
öruggan sigur yfir Vlkingi, þegar
félögin maattust I 1. deild kvenna
á sunnudaginn. Lokatölurnar urSu
16:9 eftir a8 staSan hafBi veriS
6:5 r hálfleik Fram I hag.
Framstúlkurnar náSu snemma
öruggri forystu, 4:1, en Vikings-
stúlkumar ungu gáfust ekki upp
og tókst þeim a8 minnka muninn
niður I eitt mark i hálfleik, 6:5. En
reynsla Framstúlknanna hafði
mest að segja i seinni hálfleiknum
þegar þær gerðu út um leikinn og
sigruðu örugglega 16:9. Fram-
stúlkurnar skoruðu þrjú fy tu
mörkin i seinni hálfleiknum og
einnig þrjú siðustu mörk leiksins.
Framstúlkurnar hafa oft leikið
betur en að þessu sinni en aug-
Ijóst virðist að þær berjist um
islandsmeistaratitilinn við Val
eins og undanfarin ár. Þær
Guðriður og Jenný áttu beztan
leik að þessu sinni. Vikingsliðið er
skipað ungum og efnilegum stúlk-
um og ein þeirra. Ingunn
Bemódusdóttir, virðist efni i mikla
stórskyttu.
Mörk Fram: Guðriður Guðjóns-
dóttir 4. Oddný Sigsteinsdóttir 4
(1 v), Jóhanna Halldórsdóttir 3,
Guðrún Sverrisdóttir 2, Jenný
Magnúsdóttir 2 og Bergþóra Ás-
mundsdóttir 1 mark.
Mörk Vikings: Ingunn
Bemódusdóttir 4, Guðrún Hauks-
dóttir 2, Erika Ásgrímsdóttir,
Heba Hallsdóttir og Ragnheiður
Guðjónsdóttir eitt mark hver.
Valur - KR
VALSSTÚLKURNAR höfðu
óvænta yfirburði gegn KR-
stúlkunum i 1. deildinni á sunnu-
daginn. Urslit leiksins urðu þau að
Valur vann með 23 mörkum gegn
6, en I leikhléi var staðan 11:3.
Virtust Valsstúlkurnar geta gert
það sem þær lysti i þessum leik,
en leikur KR-stúlknanna var mjög
ráðleysislegur og einna helzt ein-
hvers konar „ferð án fyrirheits".
Óþarft er að hafa mörg orð um
gang þessa leiks. þar sem úrslitin
voru augljós frá upphafi og aldrei
hin minnsta spenna i honum. I liði
Vals áttu allar góðan leik að þessu
sinni og yngri stúlkurnar ein og
Oddný og Ágústa Dúa leika
stöðugt stærri hlutverk i liðinu.
Hjördts var sú eina sem eitthvað
kvað að i KR-liðinu. en hún ein
mátti sin Iftils.
— áij
UBK - Ármann
BREIÐABLIK heldur enn i vonina
um áframhaldandi sæti I 1. deild
kvenna t handknattleik. Á sunnu-
daginn náði liðið öðru stiginu i
viðureign sinni við Ármann i
Garðabæ. 9—9 urðu úrslit leiks-
ins, eftir að jafnt hafði verið i
hálfleik. 5—5. Var vel við hæfi að
liðin skiptu með sér stigum. þar
sem bæði voru það slök, að þau
verðskulduðu ekki að ná tveimur
stigum fyrir slikan leik.
Ármannsstúlkurnar voru lengst
af öllu betri aðilinn i leiknum,
sérstaklega þó til að byrja með. er
Breiðabliksstúlkurnar höfðu ekki
nægjanlega vakandi auga með
Guðrúnu Steinþórsdóttur, sem
lyfti sér þá upp fyrir framan vörn
þeirra og skoraði góð mörk með
langskotum Voru þessi mörk
Guðrúnar raunar það eina fallega
sem sást i þessum leik. Þegar á
leikinn leið gengu Breiðabliks-
stúlkurnar hins vegar vel fram á
móti Guðrúnu I vörninni. og tókst
að stöðva hana. Þar með var lika
allur broddur úr sóknarleik
Ármannsliðsins.
Annars verður ekki annað sagt
en að Breiðabliksliðið hefur tekið
nokkrum framförum að undan-
förnu. og hefur liðið greinilega
meiri trú á þvi en lengst af i vetur.
að það eigi möguleika gegn and-
Stæðingi sinum. Bezt i Breiða-
bliksliðinu var Alda Helgadóttir.
sem þó var tekin úr umferð megin-
hluta leiksins, en bezta leik
Ármannsstúlknanna átti sem fyrr
segir Guðrún Steinþórsdóttir.