Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
17
Sandspyrnukeppnin við Hraun i Ölfusi sl. sumar. Vilhjálmur Ragnarsson á Willys
283 chevy, hann sigraði í flokki 8 strokka jeppa.
Mynd þessi er tekin f júní ’75, áður en Kvartmílu-
klúbburinn var stofnaður, og sýnir 340 cid Duster
keppa við 442. Olds.
rartmíluklúbbnum
Mbl. hafði samband við
Örvar Sigurðsson, formann
Kvartmíluklúbbsins, og spurði
hann hvað væri framundan hjá
klúbbnum. Hann tjáði okkur,
að aðalfundur hefði nýlega ver-
ið haldinn, og þar hefði meðal
annars verið stjórnar- og for-
mannskjör og var Örvar þar
endurkosinn formaður.
Framundan hjá klúbbnum
eru mörg stórmál, t.d. standa
þeir í lagningu kvartmílu-
brautar hjá Geithálsi og sagði
Örvar, að með áframhaldandi
þíðu gætu frmakvæmdir við
brautina hafizt eftir eina eða
tvær vikur. Félagsmenn gera
sér vonir um að brautin verði
tilbúin í sumar og hafa sumir
klúbbsmenn, sem eru að byggja
bíla sína upp fyrir brautina,
gert sér vonir um að þeir verði
tilbúnir þegar brautin kemst
upp.
Bfll Örvars Sigurðssonar, form. K.K., teg. Camaro ’70 350 cid, 4ra
gíra, Hurst.
Bílasýning verður 3. april hjá bíla-
iölu Guðfinns (bak við Hótel Esju) og
nun þar geta að líta mörg af helztu átta
>ata tryllitækjum klúbbsins.
Ef til vill verða kvikmyndasýningar
I vegum klúbbsins eins og tiðkazt hef-
ur en þó er það ekki alveg ákveðið.
í vetur hefur verið nokkuð um, að
menn hafi annarhvort skipt um vélar i
bílum sínum og sett stærri vélar i þá
eða þeir hafi unnið vélarnar alveg upp
frá grunni og breytt þá ýmsu i þeim til
að efla þær, en til þess eru margar
aðferðir notaðar.
Sandspyrnukeppni verður haldin
einhvern tímann fyrstu vikurnar í mai,
að öllum likindum við Hraun i Ölfúsi.
Spyrnukeppnir og tryllitæki njóta
sivaxandi vinsælda sem áhugamál hér
á landi og fjölgar stöðugt aroerískum
bilum á breiðum dekkjum og krómfelg-
um sem sjást hér á götum bæjarins.
Mikill áhugi er á kvartmílu i Banda-
ríkjunum og er þar mikið um kraft
mikla bíla sem fara kvartmíluna á allt
að 6 eða 7 sek.
Að sögn Jóhanns Kristjánssonar,
varaformanns Kvartmiluklúbbsins eru
kvartmiluspyrnur langhættuminnsta
sportið þvi að þær fara fram á stuttri
og beinni braut.
Stjórn Kaup-
mannasamtak-
anna skorar á
kaupmenn að
hætta tóbaks-
auglýsingum
Framkvæmdastjórn
Kaupmannasamtaka
íslands hefur samþykkt
að beina þeim tilmælum
til félagsmanna samtak-
anna, að þeir auglýsi
ekki framar tóbaks-
vörur.
I fréttatilkynningu, sem
Mbl. hefur borizt frá Kaup-
mannasamtökunum segir, að á
þennan hátt vilji samtökin
koma til móts við skóla í bar-
áttu þeirra gegn reykingum
barna og unglinga.
í fréttatilkynningunni segir,
að þessi ákvörðun hafi verið
tekin eftir að Kaupmannasam-
tökunum barst bréf frá nokk-
rum skólpstjórum í Reykjavfk,
en bréfið var einnig undirritað
af fræðslustjóra, borgarlækni
og framkvæmdastjóra Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur.
Sem kunnugt er hefur verið
leyfilegt fram til þess að aug-
Iýsa tóbaksvörur innandyra og
þvi hafa tóbaksvörur verið
mikið auglýstar i verzlunar-
gluggum og annars staðar í
verzlunum.
AUGLÝSINGASIMtNN ER:
22410
2H»rgmtt>!«iÍ>tþ
R;@
FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA
1. Skoda II0L 1107 cc 83.13 km 6.03 l.pr: 100 km.
2. SIMCA 1100 1118cc 81.14- 6.161. pr:100 km.
3. Skoda 110 Il07cc 80.30- 6.221. pr: 100 km.
4. SIMCA 1100 GLS. 1118cc 79.28- 6.30 l.pr: 100 km.
5. Renault 12 1298 cc 78.03- 6.401. pr: 100 km.
6. SIMCA 1207/1508 1442 cc 77.55 - 6.441. pr: 100 km.
7. Citroen GS 1220cc 75.95- 6.581. pr: 100 km.
8. VW Passat 1297 cc 75.20- 6.641. pr: 100 km.
9. Galant 1596 CC 74.76- 6.681. pr: 100 km.
10. Lancer 1400 cc 74.30- 6.721. pr: 100 km.
11. Peugot 304 1290cc 67.56- 7.401. pr: 100 km.
12. Audi 1558 cc 66.76- 7.481. pr: 100 km.
13. Escort 1298 cc 66.63- 7.501. pr: 100 km.
14. Volvo 66 1108 cc 62.45- 8.001. pr: 100 km.
15. Toyota Corona 1200 cc 59.20- 8.441. pr: 100 km.
16. Volvo 343 1397 cc 58.62- 8.521. pr: 100 km.
Enn einu sinni báru SIMCA
bílaraf isparaksturskeppni FÍB,
þann 14. nóv. '76. Þrátt fyrir vont
veður og slæma vegi náðu þrjár
Simcur frábærum árangri, eins
og meðfylgjandi tafla FÍB sýnir.
Berið saman vélarstærð og
benzíneyðslu - í Ijós kemur að
SIMCA 1100 og 1307/1508 eyða
hreint ekki neinu. Það er ekki
of sögum sagt að SIMCA er
néyslugrannur bíll. Talið við okk-
ur og tryggið ykkur nýjan SIMCA
strax í dag.
1/ökull hf.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366.
fH
RYSI.KR
SIMCA