Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 197v 11 Eilsk þvingumót frá tfmum Georgs annars 1727—1760 eftir RAGNAR BORG Sænsk uppfinning. Þessi mynd, sem er frá 1714, sýnir slátt á hinni þekktu plötumynt. Takið eftir stærd peninganna. Hver plata var einn peningur. vegna mannvirkja olíuvinnslunn- ar á landgrunni Noregs. Vmsar norskar skipasmíðastöðvar hafa spreytt sig á tillöguuppdráttum, en ennþá hefur ekki verið ákveðið hverju taka skuli. Á meðan hafa verið teknir á leigu togarar og önnur fiskiskip til að annast viðbótargæslu, þar til hin nýju og fullkomnu skip verða til- búin. Könnun fór fram á því hvar rétt væri að hafa hina nýju og auknu strandgæslu, stjórnunarlega séð. Þar kom til greina hvort skoða ætti hana sem einskonar löggæslu og skipa henni undir yfirstjórn dómsmálaráðuneytisins, eða skil- greina hana sem hluta hersins — sjóhersins. Mjög fljótlega var þó valinn siðari kosturinn og ákveðið að öll gæslan, bæði vegna fiski- veiðanna og olíuvinnslunnar, skyldi vera hluti sjóhersins og lúta stjórn hans. Nú hafa verið tekin á leigu 7 fiskiskip til gæslunnar, og eru þau af ýmsum gerðum, þó aðal- lega stórir togarar. Þeim hefur verið litið breytt, að öðru leyti en þvi að þau hafa verið búin 40 mm sænskum Bofors-fallbyssum og sérstökum gúmbátum til flutn- ings varðskipsmanna í úfnum sjó við töku brotlegra veiðiskipa. Þá leggur sjóherinn 7 menn til hverr- ar áhafnar leiguskipanna, einn sjóliðsforingja, 3 skyttur og 3 bátsmenn. Nú starfa við gæsluna 13 varð- skip alls, þar af 7 í leigu. Lagfæring á vegbrúnum í dreifbýlishverfum, þar sem ekki eru lagðar gangstéttir og kantsteinar meðfram malbik- uðum vegum, verður grassvörður meðfram akbrautinni oft fyrir hnjaski og skemmdum af völdum hjólbarða bifreiða. Nú hafa Bandaríkjamenn reynt nýja ódýra aðferð, með góðum árangri, til að koma I veg fyrir þetta. Aðferðin er sú að lagt er þétt- riðið nælon-net undir grassvörð- inn, en jafnframt því að það styrkir svörðinn við ágang hjól- barða, sem lenda kunna út fyrir vegbrúnina, hripar vatn frekar niður og hindrar pollamyndanir við veginn, Skýrslur segja að þetta verk taki tæpar 5 klukk- ustundir miðað við 100 fermetra flöt. ORKA & TÆKNI eftir VALGARÐ THORODDSEN Lagning nælons til hlffðar grassverði við vegbrún. „Hef ekki áhuga á að segja fólki hvað það á að sjá” „ÉG hallast að þvf veigamikla hlutverki myndlistarinnar að höfða til hvers og eins, þannig að myndin virki sem hvati á hug- myndaflug hvers einstaklings, enda sjá engir tveir menn sama hlutinn eins, því reynsla þeirra og sýn er þeirra persónulega eign. Sem sé, ég hef ekki áhuga á að segja mönnum hvað þeir eigi að sjá, heldur hef ég hug á að virkja hug þeirra og sýn.“ Þannig komst Sigrfður Björnsdóttir list- málari að orði við blaðamann f Norræna húsinu, en þar var hún þá að leggja sfðustu hönd á upp- setningu eigin verka fyrir sýn- ingu, sem hefst laugardgainn 19. marz og stendur til 28. marz, nk. Sigriður Björnsdóttir sagði okk- ur að flestar myndirnar væru málaðar á síðustu tveimur árum, en nokkrar væru þó 10—15 ára. Allar eru þær málaðar með akryl og sagðist Sigriður ekki vilja gefa þeim nafn. Sigriður útskrifaðist sem teiknikennari frá Handiða- og myndlistaskólanum árið 1951, og var síðan við myndlistarnám I London árið 1956. Hefur hún áður haldið nokkrar einkasýningar í Reykjavík og Stokkhólmi, og víða tekið þátt i samsýningum. Þá hef- ur Sigriður farið i námsferðir til flestra helztu listaborga í Evrópu og viðar. Sem áður segir verður sýningin i kjallara Norræna húss- ins opin frá 19.—28. marz nk. Verður opið daglega frá kl. 14—22, en sýningin verður opnuð kl. 16 laugardaginn 19. marz. KVIMNIINIG! beint frá Japan til íslands i fyrsta sinn í Evrópu eru kynntir gceðabilarnir □AIHAT5U bilasýning laugardag kl.13-1S sunnudag kl.10-1G □AIHATSU umbodid Armúla 23. Sími 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.